Tíminn - 26.08.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.08.1986, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 26. ágúst 1986 Tíminn 9 ÍÞRÓTTIR leykjavíkurmaraþoni 1986, Frakkinn Chaibi. Tímamynd Pélur Reykjavíkurmaraþonið: Frakki fyrstur - bætti tíma fyrri maraþonhlaupa verulega Það var Frakkinn Chaibi sem sigraði í Reykjavíkurmaraþoninu 1986 sem háð var á sunnudaginn. Frakkinn hljóp mjög vel og kom í mark á 2:20,30 sem er mun betri tími en náðist í fyrra. Hann var um tveimur mínútum á undan næsta manni í mark, sem var írinn Galla- ger. Af íslensku þátttakendunum í maraþoninu var Steinar Friðgeirsson fyrstur en hann endaði í fimmta sæti í hlaupinu. Sighvatur Dýri Guð- mundsson varð í 8. sæti. Annars voru það erlendir hlauparar sem settu svip sinn á þetta maraþon. í maraþoni kvenna var það breska stúlkan Macario sem sigraði á tíman- um 2:58,09. f öðru sæti varð frönsk stúlka. Engin íslensk tók þátt í maraþoni kvenna. I hálfmaraþoninu sigraði Bretinn Surridge á tímanum 1:07,09 en næst- ur honum var annar Breti Rich að nafni. SigurðurP. Sigmundsson varð þriðji og Jón Diðriksson varð í fjórða sæti. I hálfmaraþoni kvenna sigraði franska stúlkan Bornet á tímanum 1:17,43 en Martha Ernst- dóttir frá íslandi varð önnur á 1:20,40. I skemmtiskokkinu voru gífurlega margir þátttakendur og þar sigraði í karlaflokki Ágúst Þorsteinsson en Bóas Jónsson varð annar. f kvenna- flokki varð Guðrún Zoega sigurveg- ari. íér eru í takt imamynd Pétur egn Fram larar tóku mann og n 1-4 fyrir riði. rystu fyrir eiksins en n Jónsson Úr vítinu á tímabil- ystu fyrir r Þorstein n Jónsson glæsisókn k Fram og ks. kuð enda juðmund- viðsat. i á Leikni .eiftur féll tölur gefa . Leiknis- nsson og en Óskar ^orvaldur yrir þessa tefli gegn þar með ri Magna litlumáli íslandsmótið í knattspyrnu -1. deild: Sanngjarn sigur KR á Kef lavík - Júlíus skoraði sigurmarkið undir lok leiksins KR-ingar unnu sanngjarnan sigur á Keflvíkingum á sunnudagskvöldið er liðin áttust við í ágætisveðri á Laugardalsvelli. Sigurmarkið kom reyndar ekki fyrr en um sex mínútur voru til leiksloka en KR-ingar höfðu verið sterkari aðilinn mest allan leikinn og spiluðu á köflum mjög vel. Sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var Júlíus Þorfinnsson sem skoraði sigurmarkið eftir sendingu frá Heimi Guðjónssyni. KR-ingar voru með nokkuð breytt lið. Gunnar Gíslason spilaði mið- vörð og var mjög góður. Þá léku Heimir og Gunnar Skúlason á miðj- unni og frammi var Stefán Steinsen ásamt Birni Rafnssyni. Stefán stóð sig vel í fyrri hálfleik en dalaði síðan er á síðari hálfleikinn leið. Keflvík- ingar voru með sömu leikmenn og ávallt. Þeir urðu þó fyrir áföllum en bæði Einar Ásbjörn og Sigurjón Sveinsson meiddust í fyrri hálfleik og urðu að yfirgefa völlinn. KR-ingar byrjuðu mun betur og spiluðu ágætlega saman. Strax á 8. mínútu komst Willum einn í gegn en Þorsteinn varði frá honum í dauða- færi. Boltinn fór í horn og úr horn- spyrnunni bjargaði Rúnar Georgs- son á línu. KR-ingar höfðu síðan undirtökin fram að hlé og áttu nokkur góð færi en Þorsteinn var ávallt á réttum stað. Keflvíkingar voru hinsvegar daufir og fundu ald- rei glufu á góðum varnarvegg KR. í síðari hálfleik komust Suður- nesjamennirnir meira inní leikinn og sköpuðu sér fáein færi. Úr einu þeirra varð Stefán að hafa sig allan við að verja skalla frá Sigurði Björgvinssyni. Gordon Lee skipti tveimur leikmönnum inná hjá KR og annar þeirra, Júlíus Þorfinnsson, gerði strax usla í vörn iBK með hraða sínum. Hann slapp í gegn á 75, mínútu en Þorsteinn bjargaði meist- aralega. Júlíus slapp síðan í gcgn eftir stungu frá Heimi aðeins fimm mínútum seinna og nú urðu honum ekki á mistök heldur renndi undir Þorstein í Keflavíkurmarkinu, 1-0. Það sem eftir var var dauft og KR-sigurinn var örugglega í höfn. KR-ingar léku vel. Liðið spilaði meira en oft áður og Gunnar Gísla- son fyllti skarð Agústs Más í vörn- inni afar vel. Gunnar Skúlason og Heimir spiluðu vel á miðjunni með Willum sem anker. Þá átti Stefán Steinsen góðan leik til að byrja með en dalaði. Hjá ÍBK var Þorsteinn góður í markinu og er í greinilegu landsliðsformi. Miðjan hjá liðinu var býsna skörðótt og skilaði ekki sínu. íslandsmótið í knattspyrnu 1. deild: Pétur felldi Blikana Mark Péturs Péturssonar á síðustu mínútu viðureignar ÍA og Breiða- bliks á Skaganum í gærkvöldi felldi Afturelding upp Úrslitakeppni 4. deildar stend- ur nú sem hæst. Afturelding tryggði sér sæti í 3. deild með sigri á Leikni 5-3 í A-riðli úrslita- keppninnar þar sem Óskar Ósk- arsson skoraði þrívegis en Sindri frá Hornafirði hleypti nýju blóði í B-riðil með 4-1 sigri á HSÞb og nú geta öll þrjú liðin í þeim riðli komist í 3. deild. HSÞ er efst með 6 stig en Hvöt og Sindri hafa 3 hvort félag. Haukar unnu Bol- ungarvík 3-0 í A-riðlinum en þau útslit skipta litlu. Blikana niður í 2. deild. Staðan var 1-1 eftir að Sveinbjörn Hákonarson hafði náð forystu fyrir ÍA en Jón Þórir jafnað fyrir örvæntingarfulla Blika. Mark Péturs kom síðan á Brann tapaði Brann tapaði sínum fyrsta leik í 2. deild norsku knattspyrnunnar um helgina. Liðið lék þá gcgn Djerv scm er í þriðja sæti og fckk rassskcll- ingu 0-4. Bjarni og Sævar lékú með cn gátu lítið aðhafst. Brann heldur þó cnn efsta sætinu í deildinni mcð 23 stig en Vidar cr mcð 22 stig. Nú eru búnar 15 umferðir í dcildinni. síðustu stundu. Blikarnir börðust vel fyrir tilveru sinni í deildinni en nú getur aðeins algjört kraftaverk bjargað þeim. Island vann Sviss Kiislin At-nþói sdótlir imdir- slriknði , markaseiglu sína í kvc'iiiiakiuittspvriiuiiiii .er hún tryggöi íslenska kvennalandslið- iilti sigui' 1-0 í siðari viðiireign liðsins gegn Sviss sem háð var á Akranesi um hclgina. Kiisini, sfiti einnig skoraði I'vih Ishiud í 1-3 tapi í l'yrri leik þjoðiimia, skot iiði í fyrri liiilllcik og síðiin voiðusl þit'i' isleiisku iucð kjiilli Og klóm ölltint sókiiiiruðgerðiim þeirra svissnesku. TILKYNNING TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Vegna yfírstandandi deilu Tannlæknafélags íslands og Tfyggingastofhunar ríkisins um gjaldskrá tannlækna skal þeim aðilum, sem rétt eiga til endur- greiðslu á tannkostnaði frá sjúkrasamlagi eða tryggingastoíhun skv. lögum um almannatryggingar bent á efíirfarandi: Þar til samningar hafa tekist milli Tannlæknafélags íslands og Tryggingastofnunar ríkisins um gjaldskrá fyrir tannlæknaþjón- ustu eru skilyrði fyrir endurgreiðslu skv. 44. gr. almannatrygg- inga þessi: 1) að reikningur sé skv. gjaldskrá heilbrigðisráðherra frá 8. ágúst sl. 2) að reikningur sé sundurliðaður á eyðublöðum Trygginga- stofnunar ríkisins, smbr. mynd. Til að tryggja sér endurgreiðslu skal sjúklingum tannlækna ein- dregið bent á að ganga úr skugga um að tannlæknir gefi út reikning sinn á þennan hátt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.