Tíminn - 29.08.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Föstudagur 29. ágúst 1986
A
FráGrunnskólum
^ Kópavogs
Grunnskólarnir í Kópavogi verða settir með
kennarafundum í skólunum mánudaginn 1. sept-
ember nk. kl. 9.00 f.h. Næstu dagar verða notaðir
til undirbúnings kennslustarfs. Nemendur eiga að
koma í skólana fimmtudaginn 4. september sem
hér segir:
1. bekkur börn fædd 1979 kl. 13.00
2. bekkur börn fædd 1978 kl. 14.00
3. bekkur börn fædd 1977 kl. 10.00
4. bekkur börn fædd 1976 kl. 11.00
5. bekkur börn fædd 1975 kl. 10.00
6. bekkur börn fædd 1974 kl. 9.00
7. bekkur börn fædd 1973 kl. 11.00
8. bekkur börn fædd 1972 kl. 10.00
9. bekkur börn fædd 1971 kl. 9.00
Forskólabörn fædd 1980 (6 ára) og foreldrar þeirra
verða boðuð í viðtal símleiðis 2.til 9. september.
Skólaganga forskólabarna hefst 10. septermber.
Skólafulltrúi
Slátrunarkostnaður á Nýja-Sjálandi:
Sláturhúsin heimta
meðgjöf með rollunum
- og helminginn af verðmæti dilkaskrokkanna
Traktor óskast
Eldri gerð af Ferguson 135 Ford, 3000 eða ámóta
vél óskast, mætti jafnvel vera ekki í fullkomnu lagi.
Sími672733, 10433 og 28343.
„Eftir verðfall á afurðum bænda
(á Nýja-Sjálandi) haustið 1985 var
staðan sú að bændur greiddu í slát-
urkostnað sem svaraði minnst helm-
ingi af brúttóverði dilkanna og virtist
mér að í hlut bóndans kæmi tæpast
meira en sem svaraði 200-300 kr. ísl.
fyrir hvern dilk. Fyrir fullorðnar ær
var ástandið þannig að bændur gátu
reiknað með að fá reikning frá
sláturhúsunum vegna slátrunar á
ánum. Bar nokkuð á mótmælum
bænda vegna þessa, og birtust þau í
slátrun á gamalám sem voru svo
huslaðar í fjöldagröf”.
Um 25-40%
verðlækkun 1985
Framangreint kemur fram í grein
í Árbók landbúnaðarins eftir Jón
Viðar Jónmundsson, sem dvaldi á
Nýja-Sjálandi um þriggja mánaða
skeið haustið 1985 þar sem hann
kynnti sér búfjárrækt. Ástæður verð-
lækkunarinnar sem hann getur um
voru bæði gengisþróun þar í landi og
sú ákvörðun stjórnvalda um að fella
niður verðábyrgð á útfluttum búvör-
um sent þá hafði verið í giidi í
nokkur ár. Við þetta féll verð á
nautgripa og sauðfjárafurðum um
25-40% og olli verulegri efnahags-
kreppu hjá bændum f þessum grein-
um, sérstaklega þeim yngri. Jón
Viðar segir og greinilegt að rekstrar-
NÝJAR LÁNAREGLUR
Hinn 1. september 1986 taka gildi ný lög um Húsnæðisstofnun ríkisins og
reglugerð um lánveitingar Byggingarsjóðs ríkisins.
Meginbreyting frá fyrri reglum er sú að lánsréttur er í flestum tilfellum háður
því að:
a) Umsækjandi sé og hafi verið virkur félagi í lífeyrissjóði.
b) Sá lífeyrissjóðurhafi keyptskuldabréfaf Húsnæðisstofnuninni fyrirverulegan
hluta af ráðstöfunarfé sínu.
HINAR NÝJU REGLUR VARÐA NÁNAR TILTEKIÐ ÞESSI LÁN:
1. Lán til að byggja eða kaupa nýjar íbúðir í smíðum.
2. Lán til að kaupa notaðar íbúðir.
3. Lán til meiri háttar viðbygginga, endurbóta og endurnýjunar á notuðu
íbúðarhúsnæði.
4. Lán til orkusparandi breytinga á íbúðarhúsnæði.
Fræðslurit um hina nýju tilhögun verður fáanlegt nú á næstunni.
NÝJAR REGLUR - ÓAFGREIDD LÁN
Allir þeir, sem eiga óafgreidd lán eða lánshluta samkvæmt framansögðu, er
eiga að koma til útborgunar eftir 1. september nk„ eða sækja um slík lán fyrir
1. september nk„ geta óskað eftir því að með umsóknir þeirra verði farið eftir
nýju reglunum.
Sérstök eyðublöð fyrir sl íkar beiðnir fást hjá Húsnæðisstofnuninni, og þurfa þær
að hafa borist fyrir 30. september nk.
EFTIRTALIN GÖGN ÞURFA AÐ FYLGJA HINNI NÝJU LÁNSUMSÓKN:
1. Vottorð frá lífeyrissjóði um iðgjaldagreiðslur sl. 24 mánuði.
2. Frumdrög að kostnaðar- og greiðsluáætlun.
3. Vottorð um tekjur á sl. ári og um íbúðareign sl. þrjú ár, útfyllt af skattstjóra
eða löggiltum endurskoðanda.
Hin nýju umsóknareyðublöð ásamt fylgigögnum liggja einnig frammi á
skrifstofum sveitarfélaga.
Reykjavík, 26. ágúst 1986.
c§3Húsnæðisstofnun ríkisins
aðilar sláturhúsa hafi verið mjög
sterkt afl í þjóðfélaginu og hafi verið
beitt sem hreinum þrýstihópi.
Samkeppni við
Nýsjálendinga voniítil
Um möguleika íslendinga í fjár-
rækt í samkeppni við Nýsjálendinga
segir Jón Viðar m.a.: „Mitt mat er
því miður, að þeir möguleikar séu
hverfandi f beinni samkeppni. Að-
stæður þeirra eru slíkar að tilkostn-
aður við framleiðsluna verður aðeins
lítill hluti þess sem hér er." Þeir hafa
t.d. engan kostnað vegna bygginga
yfir fénað, hverfandi lítinn vinnu-
kostnað og þurfi nær ekkert að gefa
fénu. Fjárfjöldann segir Jón Viðar
um 70 milljónir, eða um hundrað
sinnum fleiri en hér á landi.
Minnkandi kindakjöts-
markaður í Evrópu
Jón Viðar segir Nýsjálendinga nú
orðið þurfa að halda uppi víðtækri
markaðsleit fyrir kindakjötið, eftir
að breski markaðurinn drógst stór-
lega saman við inngönguna í Efna-
hagsbandalagið. Nýsjálendingar
telji að Evrópumarkaður fyrir dilka-
kjöt muni fara minkandi á komandi
árum og sú skoðun sé almenn að
ýmsar kostnaðaraukandi ráðstafanir
sem gera þurfi til að þóknast Efna-
hagsbandalagsmarkaðnum séu í
raun alveg tilgangslausar aðgerðir.
Þessar kröfur væru einungis gerðar í
þeim tilgangi að verja heimamarkað
bandalagsins.
Kjöttollur vegna stirðrá
hernaðarsamskipta
Á síðari árum segir Jón Viðar
Nýsjálendinga hafa flutt talsvert
magn dilkakjöts til Arabalanda, en
svo væri að skilja að sá markaður
væri ekki metinn sérstaklega góður
til frambúðar. Þá sé nokkur útflutn-
ingur á dilkakjöti til Bandaríkjanna
og virðist sem þeir ætli að leggja
nokkuð mikla áherslu á þann mark-
að á næstu árum. Þess sé þó að geta
að haustið 1985 lögðu Bandaríkja-
menn aukalega toll á innflutt dilka-
kjöt frá Nýja-Sjálandi vegna stirð-
leika í samskiptum þjóðanna á sviði
varnarmála. Greinilegt sé að litið
væri á þetta sem alvarlegan atburð
þar í landi.
Austur-Asía helsta vonin
Að sögn Jóns Viðars eru löndin í
Austur-Asíu sá markaður sem Ný-
sjálendingar horfi nú til með mestri
eftirvæntingu, bæði vegna þess hve
hann er skammt undan og þess
gífurlega fólksfjölda sent þar býr.
Fitan
helsta söluvandamálið
Þótt meðalfallþungi sláturlamba
sé aðeins um 13 kíló segir Jón Viðar
almennt viðurkennt að helsta sölu-
vandamálið væri fitan á kjötinu. Eitt
umfangsmesta verkefnið í sauðfjár-
ræktinni sé því að vinna með öllum
tiltækum ráðum að því að ráða bót
á þessu vandamáli. Léttari föll séu
þó ekki svarið. Framleiðsla á slíku
kjöti hafi misheppnast fullkomlega.
Það hafi ekki reynst markaðsvara og
hafi á síðasta ári mikið af léttum
skrokkum orðið að fara í kjötmjöls-
framleiðslu.
Þess má geta að Nýsjálendingar fá
u.þ.b. helminginn teknanna af fénu
sínu fyrir ull, en af henni fá þeir um
4-5 kíló eftir hverja á. Frjósemin er
hins vegar lítil eða aðeins um eitt
lamb eftir hverja á að meðaltali.
Þótt nýsjálenskir fjárbændur búi
við betri aðstæður veðurfarslega en
fjárbændur hér á Fróni hljóma mörg
þau vandamál sem þeir hafa við að
glíma kunnuglega í eyrum okkar hér
á landi, svo sem; aðgerðir stjórn-
valda, erfiðleikar á Evrópumarkaði,
einskonar viðskiptaþvinganir
Bandaríkjamanna gagnvart „óþæg-
um" viðskiptaþjóðum, ónægja kaup-
enda yfir feitu kjöti og hár slátur-
kostnaður.
GSH
Unnið að byggingu seiðaeldishúss Miklalax hf. í Fjótum. Tímamynd ö.Þ.
Mun framleiða 350
þúsundseiðiárlega
Frá Erni Þórarinssyni, frétíariíara Tímans í
Fljótum:
Nú er unnið af fullum krafti við
byggingu seiðaeldishúss Miklalax hf.
við Lambanes-Reyki í Fljótum. Að
jafnaði vinna 20 manns hjá fyrirtæk-
inu en auk eldishúss eru tvö íbúðar-
hús í byggingu og einnig er unnið við
röralagningu fyrir heitt og kalt vatn
að stöðinni.
Heiðar Albertsson stjórnarfor-
maður Miklalax hf. sagði við Tím-
ann að menn gerðu sér vonir um að
eldishúsið verði komið undir þak í
næsta mánuði en hrogn verða tekin
inn í haust og stendur nú yfir öflun á
klaktiski.
Miklilax er byggður upp í sam-
vinnu við skoska aðila, Fish Farm
Development Ltd. en það er viður-
kennt fyrirtæki sem hefur langa
reynslu af ýmiskonar fiskeldi víða
um heim. Munu Skotarnir sjá alger-
lega um rekstur Miklalax fyrstu tvö
árin.
Fyrirtækið á að geta framleitt 350
þúsund gönguseiði á ári þegar það er
komið í fullan rekstur og mun veita
a.m.k. 5 manns fasta atvinnu. Auk
þess verður mikil vinna við innrétt-
ingar og ýmsan frágang í vetur.
Á næstunni verður borað eftir
heitu vatni til að tryggja enn betur
öflun á heitu vatni en tilraunaborun
í vor gaf mjög góðan árangur. Bygg-
ingafélaið Berg á Siglufirði annast
uppslátt og steypu á eldishúsi en að
öðru leyti sjá heimamenn um fram-
kvæmdir.