Tíminn - 16.09.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.09.1986, Blaðsíða 8
8 Tímlnn Þriðjudagur 16. september 1986 ÍÞRÓTTIR Markalaust jafntef li - og það dugði Fram til sigurs Framarar hófu leikinn gegn KR af miklum krafti og sóttu stíft fyrstu 10 mínúturnar. Ekki uppskáru þeir þó árangur gegn landsliðsvörn KR- inga. Það voru KR-ingar sem áttu fyrsta hættulega færið er Júlíus Þor- finnsson vippaði knettinum yfir Friðrik í marki Fram og í stöng. A 45. mínútu komst Björn Rafnsson eínn í gegnum vörn Fram en skaut yfir. Framarar voru meira með knöttinn í fyrri hálfleik, en KR-ingar áttu færin. í síðari hálfleik snérist dæmið við, KR-ingar voru meira með knöttinn en Framarar fengu hættulegri færi. Guðmundur Steins- son náði knettinum af Ágústi Má í vörn KR og var einn á móti Stefáni markverði, en Stefán gerði sér lítið fyrir og varði. Arnljótur Davíðsson skaut framhjá KR markinu stuttu síðar og á 34. mínútu varði Stefán skot Guðmundar Torfasonar. Undir lok leiksins var greinilegt að markmið Fram var að halda stiginu og gífurleg fagnaðarlæti brut- ust út er leikurinn var flautaður af og Ijóst var að Islandsmeistaratitillinn var í höfn. Úrslit leiksins verða að teljast sanngjörn miðað við gang hans. í liði KR var vörnin gífurlega sterk og einnig var Guðmundur Magnússon mjög góður á miðjunni. Hjá Fram var Friðrik Friðriksson markvörður bestur en enginn af hinum var áber- andi betri en annar. Valur sigraði IA - en það var ekki nóg Valsmenn gerðu það sem þeir gátu til að halda íslandsmeistaratitl- inum, unnu sigur á ÍA á Akranesi, en það dugði ckki til, jafnteili Fram gegn KR gerði þá von að engu. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins í Akranesi, Sigurjón Kris- tjánsson lck á varnarmánn, lék inn á markteig og skaut. Stuttu síðar átti Guðbjörn Tryggvason þrumuskot á Valsmarkið en Guðmundur Hrcið- arsson varði glæsilega. Á 23. mínútu varði Guðmundur aftur vcl cr Sig- urður Lárusson skallaði að marki. Staðan í hálflcik var 0-1. Strax á 47. mínútu jafnaöi Guðbjörn Tryggva- son cftir scndingu frá Svcinbirni Hákonarsyni. Birkir varði glæsilcga l'rá Jóni Grctari stuttu síðar cr Jón Grctar komst einn í gcgnum vörn ÍA. Á 57. mínútu bar það til tíðinda að hæna í Valslitunum birtist á vcllinum og varð að stöðva leikinn meðan hún var fjarlægð. Á 76. mín átti Valgcir dauðafæri en Guðmund- ur var enn á réttutn stað og varði glæsilcga. Jón Grétar Jónsson skoraði síðan annað mark Vals á 79. mínútu úr þvögu eftir hornspyrnu. Tveimur mínútum síöar fengu Skagamenn vítaspyrnu sem Guðjón Þórðarson skoraði úr. Það var loks á síðustu mínútum lciksins sem Guðni Bergs- son komst í gegnum vörn ÍA og skoraði framhjá Birki. Sigurinn var sanngjarn ef á heild- ina er litið en ekki má gleyma markvörslu Guðmundar Hrciðars- sonar sem var oft stórglæsileg. Hins- vegar áttu Valsmenn fleiri færi en Skagamenn. Spjöldin á lofti - þegar Þór sigraði ÍBK á Akureyri 1 i;i (íylfa Krisljánssyni á Akurcyri: Það gekk mikið á í leik Þórs og ÍBK á Akureyri á laugardaginn. Engu var líkara en að þar f'æru tvö lið sem væru að berjast um titil en ckki lið sem siglt hafa lygnan sjó í dcildinni að undanförnu og gátu livorki sigrað nc falliö. Mikil harka var í leiknum, hátt í 10 sinnum voru gul spjöld á lofti og Jóhann B. Magnússon Keflvíkingur fékk að sjá rauða spjaldið í síðari hálllcik. Þór sigraði 3-2 og var sá sigur vcrðskuldaður. Halldór Áskclsson skoraði fyrsta mark lciksins fyrir Þór á 21. mín.j hans fyrsta mark í deildinni ísumar. Jónas Róbcrtsson kom Þór í 2-0 mcð marki úr víta- spyrnu cftir að Halldor hafði vcrið felldur inn í vítateig á 32. mín. og staðan var 2-0 í hálflcik. Þriðja mark Þórs kom á 49. mín. eftir mikla rispu Jónasar upp kantinn, fyriigjöf-hans l'ór til Hlyns Birgissonar scm skoraði af öryggi. Kcflvíkingarnir gáfust ckki upp, Freyr Sverrisson minnkaði muninn í 3-1 cftir fyrirgjöf Gunnars Oddsonar og Einar Ásbjörn Ólafsson bætti öðru marki við úr vítaspymu scm var vægast sagt hæpin því brot Árna Stcfánssonar á sóknarmanni ÍBK var um metra fyrir utan vítateig. Undir lokin var mikið fjör á vellinum, sótt á báða bóga en mörkin urðu ckki flciri, aðcins gulu spjöldin scm voru sífcllt á lofti. Eyjamenn sigruðu - en voru þegar fallnir Víðir sótti stíft allan fyrri hálflcik gegn ÍBV á Garðsvelli, en án þess að skapa scr vcrulega hættuleg marktækifæri. Það kom nokkuð þvert á gang leiksins er Eyjamcnn skoruðu á 27. mín. Þeir komust í skyndisókn og skoraði Ómar Jó- hannsson glæsilcgt skallamark cftir fyrirgjöf. Á 35. mín. fengu Víðis- menn aukaspymu sem Klemcnz Sæmundsson tók, knötturinn barst til Guðjóns Guðmundssonar scm skoraði. Á síðustu mínútu fyrri hálf- lciks komst Guðmundur Knútsson einn innfyrir vörn IBV cn Þorstcinn markvörður varði vcl í horn mcð úthlaupi. í síðari hálflcik var jafnræði með liðunum cn í lok hálfleiksins sóttu Eyjamcnn stíft. A 89. mín. tók Ómar Jóhannsson hornspyrnu, það- an barst knötturinh á höfuð eins Víðismanna og síðan í markiö. Lciknum lauk því mcð sigri ÍBV, 2-1. Jafnt gegn V-Þjóðverjum íslenska landsliðið í handknatt- leik gerði í gærkvöld jafntefli við landslið Vestur-Þýskalands í leik liðanna í Wermelskirchen. Loka- tölur leiksins urðu 19-19 eftir að staðan í leikhlc var 9-8. Sigurður Sveinsson lék mjög vcl og skoraði 8 mörk, Páll Ólafsson skoraði 4, Júlíus Jónasson og Kristján Ara- son 3 og Geir Sveinsson og Bjarni Guðmundsson 1 hvor. Liðin leika aflur í kvöld. Breiðablik féll í 2. deild - þrátt fyrir góða baráttu gegn FH Það voru Icikmenn Breiðabliks sem hófu leikinn í Hafnarfirði með miklum látum, Magnús Magnússon átti skalla að marki FH á 3. mínútu eftir hornspyrnu og tvcimur mínút- um síðar skoraði hann úr svipaðri aðstöðu en nú eftir aukaspyrnu. Eftir markið fóru FH-ingar smám saman að komast mcira inn í lcikinn og það var á 25. mínútu sem þeim tókst að jafna er Pálmi Jónsson skoraði. GuðmundurGuðmundsson átti gott skot á FH markið á sömu mínútu en Halldór varði vel. Á 38. mínútu komst Ólafur Hafsteinsson einn innfyrir. vörn Breiðabliks en skaut yfir markið í þröngu færi. Mínútu síðar var FH aftur í sókn. knötturinn barst fyrir markið og Magnús Pálsson skallaði hann í netið, 2-1 fyrir FH. Þannig var staðan í leikhlé. í síðari hálfleik hcldu bæði lið áfram baráttunni og sköpuðust ágæt færi á báða bóga. Á 68. mínútu komst Guðmundur Guðmundsson skyndi- legaeinn innfyrirvörnFHogskoraði með föstu skoti. Þetta var síðasta verulega hættulega tækifærið en hinsvegar var nokkur harka farin að færast í lcikinn og fcngu þrír leik- menn að sjá gul spjöld í síðari hálflcik. Grcinilegt var á lcik liðanna að hvorugt þeirra var á því að missa sæti sitt í 1. deild og jafnvel cftir að FH jafnaði í síðara skiptið héldu Breiðabliksmenn áfram af fullum krafti þó þeir hefðu þurft að sigra 5-2 til að halda sæti sínu. Það tókst þó ekki, leiknum lauk með jafntefli og Breiðablik féll í 2. deild. Bikarinn loksins kominn í hendur Framara eftir 14 ára bið og greinilegt að Guðmundur ' Ormslev ekki síður glaður. Loks sigraði — eftir 14 ára bið eftir íslandsm* Frömurum tókst um helgina að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu er þeir gerðu markalaust jafntefli við KR í Laugardal í síðasta leik síniim. Tæpara mátti það ekki standa, Valsmenn unnu sinn leik á Akranesi svo liðin voru jöfn að stigum, bæði með 38 stig. Fram hafði hins vegar betra markahlutafall og það dugði. Þetta er í fyrsta sinn í 14 ár, eða síðan árið 1972 sem Fram verður íslandsmeistari í knattspyrnu þannig að leikmenn voru að vonum glaðir er bikarinn var kominn í þeirra hendur. Fæstir leikmanna Fram höfðu áður orðið Islandsmeistarar. Fögnuður leikmanna og áhorfenda var að vonum mikill og hcyrðist fagnaðarsöngur Gleði Framara var ósvikin eftir að leikurinn var flautaður af, varamenn og liðsstjórar þustu af bekknum og Friðrik Friðriksson faðmaði Guðmund Torfason. Tímamyndir Pétur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.