Tíminn - 23.09.1986, Blaðsíða 19
ivrr'
Þriðjudagur 23. september 1986 Tíminn 19
llllllillllllllllllllll ÚTVARP/SJÓNVARP llllillllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllillllllllllll
Sjónvarp kl. 21.40:
Vitni deyr
- Dalgliesh tekinn til
starfa á ný
Adam Dalgliesh rannsóknarlög-
regluforingi (Roy Marsden), vinur
íslenskra sjónvarpsáhorfenda, er
mættur til leiks enn á ný til að leysa
dularfulla morðgátu. Og gátan sem
hann fæst við að þessu sinni er
mörgum kunn hér á landi. VITNI
DEYR heitir sagan og er eftir P.D.
James. Hún er meðal þeirra bóka
sem komið hafa út í Ugluflokki
Máls og menningar.
Fyrsti þátturinn er í kvöld kl.
21.40. Þýðandi er Kristrún Þórðar-
dóttir.
Utvarps Rás 1 kl. 20.40:
Nornin í Ijósi sögunnar
- fyrsti þáttur af þrem
f kvöld kl. 20.40 verður í útvarpi
Rás 1 fyrsta erindið af þrem eftir
Lisu von Schmalensee um nornina
í ljósi sögunnar. Það er Auður
Leifsdóttir sem les þýðingu sína.
Lisa von Schmalensee lektor í
dönsku við Háskóla íslands tekur
ýmsar spurningar varðandi nornir
og galdur þeirra til athugunar í
þessum erindum. Þátturinn í kvöld
fjallar um tíma galdraofsóknanna í
Evrópu og því lýst hvernig þær
fylgdu í kjölfar ofsókna á hendur
trúvillingum og útkomu hinnar
frægu handbókar í nornaofsóknum
„Nornahamarsins."
Sjónvarp kl. 19.
HETJAN HENNAR
- dagdraumar 14 ára stelpu
í kvöld kl. 19 sýnir sjónvarpið
norsku unglingamyndina Hetjan
hennar (Drömmehelten).
Hún er 14 ára og eins og hjá
öðrum jafnöldrum hennar fer
mestur tíminn í að hugsa um stráka
og bíða eftir að eitthvað gerist.
Hún er beðin umaðtakaþátt í
viðræðuþætti í útvarpinu og fær þá
að vita að þar verður annar þátttak-
andi, - strákur.
Þar með fær ímyndunaraflið
vængi. Hvernig strákur ætli þetta
sé? Getur verið að þarna sé
draumaprinsinn hennar kominn?
Dagdraumarnir taka völdin.______
Sjónvarp kl. 20.40:
Svitnar sól og tárast tungl:
FALIN FRAMTÍD
f kvöld kl. 20.40 verður sýndur
lokaþáttur ástralska heimilda-
myndaflokksins Svitnar sól og tár-
ast tungl og nefnist hann Falin
framtíð.
Nú ferðast Jack Pizzey um Kól-
umbíu og ræðir við Belisario Beta-
ncur, forseta landsins sem alinn er
af bóndafólki. Betancur berst
harðvítugri baráttu gegn hinum
sfgildu vandamálum Suður-Amer-
íku. Áhorfendur þáttanna hafa
þegar kynnst ólæsi, misrétti og
arðráni ríkra þjóða í þessum
heimshluta og nú fá þeir að kynnast
hugmyndum Betancursum hvernig
megi berjast gegn því sem stendur
þjóðum Suður-Ameríku fyrir
þrifum. Jack Pizzey slæst í för með
forsetanum um land hans og kynn-
ist ýmsu, allt frá hanaati til lífsins
á kaffiekrunum, frá fílahaldi maf-
íunnar til skæruliða í frumskógin-
um.
I Reykjavík
síðdegis
Það er mikið hlustað á útvarp á
tímanum kl. 17-19 síðdegis, enda
eru þá margir lausir úr vinnu og
jafnvel í bílnum á leiðinni heim í
notalegheit frítímans.
Hlustendur á útsendingarsvæði
Bylgjunnar eiga kost á þrem út-
varpsstöðvum svo að allir ættu að
geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Þeir sem hafa stillt á Bylgjuna á
þessum tíma hafa samfylgd Hall-
gríms Thorsteinssonar þar sem
hann talar við „fólk í fréttum" og
leikur tónlist, „síðdegistónlist"
segir hann. Hún er að því leyti
frábrugðin þeirri tónlist sem leikin
er á öðrum tímum dagsins að hún
er rólegheita- og þægindamúsík.
Viðtöl Hallgríms við fólk í
fréttum eru oft forvitnileg og segist
hann hreint ekki eiga í neinum
vandræðum með að finna merkis-
fréttir eða viðmælendur. „Þetta er
svo fjölbreytt og skemmtilegt sam-
félag sem við lifum í að það er
alltaf nóg að gerast og um að gera
að taka það sem heitast," segir
hann. Hann tekur það fram að fólk
sé ákaflega viljugt að spjalla við
Bylgjuna og tilbúið að taka þátt í
því nána sambandi sem Bylgjunni
hefur tekist að koma á við hlust-
endur. Bæði hringir það sjálft og er
tilbúið að svara þegar í það er
hringt.
Hallgrímur Thorsteinsson kemur
víða við í þáttum sínum í Reykja-
vík síðdegis á Bylgjunni daglega
kl. 17-19. (Tímamynd Pjetur)
tJRARIK
N RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
ríkisins óska eftir tilboðum í
RARIK 86104 raflínuvír 300 km.
RARIK 86015 þverslár 1714 stk.
Opnunardgur: Þriðjudagur 21. október 1986 kl.
14.00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir
opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að
viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns-
veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá
og með mánudeginum 22. september 1986 og
kosta kr. 200.00 hvert eintak.
Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118, 105
Reykjavík.
Styrkir tii sérfræðiþjálfunar
í Bretlandi
Samtök breskra iðnrekenda, Confederation of British Industry, veita
áriega nokkra styrki til þjálfunar á vegum iðnfyrirtækja í Bretlandi.
íslendingum gefst kostur á að sækja um slíka styrki fyrir tímabilið
1987-88, en ekki er vitað fyrirfram hvort styrkur kemur í hlut íslands
að þessu sinni. Umsækjendur skulu hafa lokið fullnaðarprófi í
verkfræði eða tæknifræði og hafa næga kunnáttu í enskri tungu. Þeir
skulu að jafnaði ekki vera eldri en 35 ára. Um er að ræða tvenns
konar styrki: Annars vegar fyrir menn sem hafa starfað 1 -4 ár að loknu
prófi en hafa hug á að afla sér hagnýtrar starfsreynslu í Bretlandi. Eru
þeir styrkir veittir til 1-1V2 árs og eiga að nægja fyrir eðlilegum
dvalarkostnaði einstaklings, auk þess sem að öðru jöfnu er greiddur
ferðakostnaður til og frá Bretlandi. Hins vegar eru styrkir ætlaðir
mönnum, sem ekki hafa minna en 5 ára starfsreynslu að loknu prófi
og hafa hug á að afla sér þrjálfunar á sérgreindu taeknisviði. Þeir
styrkir eru veittir til 4-12 mánaða og er ætlað að nægja fyrir
dvalarkostnaði einstaklings en ferðakostnaður er ekki greiddur. -
Umsóknir á tilskildum eyðublöðum skulu hafa borist menntamálar-
áðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. nóvember n.k.
Umsóknareyðublöð, ásamt nánari upplýsingum fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
17. september 1986.
ÖÖÖÖ SJÓEFNAVINNSLAN HF
Aðalfundur Sjóefnavinnslunnar hf. verður haldinn
laugardaginn 4. okt. n.k. í golfskála Golfklúbbs
Suðurnesja og hefst kl. 16.00.
Útboð
Rafmagnsveitur
eftirfarandi:
Þriðjudagur
23. september
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
7.15 Morgunvaktin.
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.15 Veðurfregnir.
8.30 Fréttir á ensku
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Hús 60
feðra" eftir Meindert Dejong, Guðrún
Jónsdóttir les þýðingu sína (19).
9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleik-
ar, þulur velur og kynnir.
9.45 Lesið ur forustugreinum dagblað-
anna.
10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 „Ég man þá tíð“ Hermann Ragnar
Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stef-
ánsson.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar.
13.301 dagsins önn - Heilsuvernd.
Umsjón: Jón Gunnar Grétarsson.
14.00 Miðdegissagan: „Mahatma Gandhi
og lærisveinar hans“ eftir Ved Mehta.
Haukur Sigurðsson les þýðingu sina
(19).
14.30 Tónlistarmaður vikunnar Gunnar
Ormslev.
15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
15.20 Landpósturinn. Á Vestfjarðahringn-
um. Umsjón: Finnbogi Hermannsson
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Divertimenti Divertimento í D-dúr
eftir Joseph Haydn. Kammersveit Sinfón-
iuhljómsveitarinnar i Vancouver leikur.
b. Divertimento í h-moll eftir Jean Bapt-
iste Leillet. Poul de Winter og Maurice
van Gijsel leika á flautu og óbó með
Belgísku kammersveitinni; Georges
Maes stjórnar. c. Divertimento nr. 1 í
Des-dúr K. 136 eftir Wolfgang Amadeus
Mozart. Kammersveitin i Stuttgart leikur;
Karl Munchinger stjórnar.
17.00 Fréttir.
17.03 Barnaútvarpið. Umsjón: Vernharður
Linnet og Sigurlaug M. Jónasdóttir.
17.45 Torgið. - Bjarni Sigtryggsson og
Adolf H.E. Petersen. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.45 Daglegt mál Guðmundur Sæmunds-
son flytur þáttinn.
19.50 Fjölmiðlarabb. Guðmundur Sæm-
undsson flytur þáttinn.
20.00 Ekkert mál. Halldór N. Lárusson og
Bryndis Jónsdóttir sjá um þátt fyrir ungt
fólk.
20.40 Nornin í Ijósi sögunnar Fyrsta erindi
af þremur eftir Lisu Schmalensee. Þýð-
andi og lesari: Auður Leifsdóttir.
21.05 Perlur. Ella Fitzgerald syngur.
21.30 Útvarpssagan: „Frásögur af
Þögla“ eftir Cecil Bödker Nína Björk
Árnadóttir les þýðingu sína (8).
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Kvöldtónleikar Sinfónia nr. 7 í E-dúr
eftir Anton Bruckner í raddsetningu fyrir
kammersveit eftir Anton Schönberg og
Hanns Eisler. Kammersveit Reykjavíkur
leikur; Paul Zukofsky stjórnar.
23.15 Á tónskáldaþingi Þorkell Sigur-
björnsson kynnir.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
árr
Þriðjudagur
23. september
9.00 Morgunþáttur i umsjá Gunnlaugs
Helgasonar, Kolbrúnar Halldórsdóttur og
Sigurðar Þórs Salvarssonar. Elisabet
Brekkan sér um barnaefni kl. 10.05.
12.00 Hlé
14.00 Skammtað úr hnefa. Stjórnandi:
Jónatan Garöarsson.
16.00 Hringiðan Þáttur í umsjá Ólafs Más
Björnssonar.
17.00 (gegnum tíðina Ragnheiður Davíðs-
dóttir stjórnar þætti um íslenska dægur-
tónlist.
18.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar í þrjár mfnútur kl. 9.00,
10.00,11.00,15.00,16.00 og 17.00.
Svaeðisútvarp virka daga vikunnar frá
mánudegi til föstudags.
17.03-18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík
og nágrenni - FM 90,1 MHz.
17.03-18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri
og nágrenni - FM 96,5 MHz.
Þriðjudagur
23. september
19.00Hetjan hennar (Drömmehelten)
Norsk unglingamynd um 14 ára stúlku og
dagdrauma hennar. Þýðandi Steinar V.
Árnason (Nordvision - Norska sjónvarp-
ið)
19.20 Baddi tígrisdýr (Tiger Badiger)
Dönski barnamynd um litla telpu og
lukkudýrið hennar. Þýðandi Vilborg Sig-
urðardóttir. (Nordvision-Danska sjón-
varpið).
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Svitnar sól og tárast tungl (Sweat
of the Sun, Tears of the Moon) 8. Falin
framtíð. Ástralskur heimildamyndaflokk-
ur í átta þáttum um Suður-Ameríku og
þjóðirnar sem álfuna byggja. [ þessum
lokaþætti ferðast Jack Pizzey um Kól-
umbíu og ræðir við Belisario Betancur,
forseta landsins. Drepið verður á helstu
vandamál þjóða Suður-Ameriku og vonir
um bjartari framtíð. Þýðandi og þulur:
Óskar Ingimarsson.
21.40 Vitni deyr (Death of an Expert
Witness) Nýr flokkur - Fyrsti þáttur
Breskur framhaldsmyndaflokkur i sex
þáttum, gerður eftir samnefndri saka-
málasögu eftir P.D. James sem komið
hefur út í íslenskri þýðingu. Leikendur:
Roy Marsden, Barry Foster, Geoffrey
Palmer, Ray Brooks, Meg Davies,
Brenda Blethyn og John Vine. Adam
Dalgliesh rannsóknarlögregluforingi er
áhorfendum að góðu kunnur úr sögum P.
D. James sem áöur hafa verið kvikmynd-
aðar og sýndar hér í sjónvarpi. I „Vitni
deyr“ grefst hann fyrir um morð sem
framiö er á stofnun þar sem læknar og
líffræðingar stunda rannsóknir í þágu
lögreglunnar. Þýðandi Kristrún Þórðar-
dóttir.
22.35 Islensk fjölmiðlun á tímamótum.
Umræöuþáttur í beinni útsendingu.
Umsjón: Magnús Bjarnfreösson og Björn
Vignir Sigurpálsson.
23.50 Fréttir í dagskrárlok.
ÞEGAR
SKYGGJA TEKUR
ERHÆPINN
SPARNAÐUR
... að kvelkja
ekki ökuljósin.
ÞAU KOSTA LlTIÐ.
969
'BYL GJANi
Þriðjudagur
23. september
6.00- 7.00 Tónlist í morgunsárið.
Fréttir kl. 7.00.
7.00- 9.00 Á fætur með Sigurði G. Tóm-
assyni. Létt tónlist meö morgunkaffinu.
Sigurður litur yfir blöðin, og spjallar við
hlustendur og gesti.
Fréttir kl. 8.00 og 9.00.
9.00-12.00 Páll Þorsteinsson á léttum
nótum. Palli leikur öll uppáhaldslögin og
ræðir við hlustendur til hádegis.
Fréttir kl. 10.00 og 12.00.
12.00-14.00 Á hádegismarkaði með Jó-
hönnu Harðardóttur. Jóha- a leikur
létta tónlist, spjallar um neytenuamál og
stýrir flóamarkaði kl. 13.20.
Fréttir kl. 13.00 og 14.00.
14.00-17.00 Pétur Steinn á réttri bylgju-
lengd. Pétur spilar og spjallar við hlust-
endur og tónlistarmenn.
Fréttirkl. 15.00, 16.00 og 17.00.
17.00-19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í
Reykjavík síðdegis. Hallgrímur leikur
tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við
fólk sem kemur við sögu.
Fréttir kl. 18.00 og 19.00.
19.00-20.00 Tónlist með léttum takti.
20.00-21.00 Vinsældalisti Bylgjunnar.
Helgi Rúnar Óskarsson kynnir 10 vinsæl-
ustu lögin.
21.00-22.00 Vilborg Halldórsdóttir spilar
og spjallar. Vilborg sniður dagskrána
við hæfi unglinga á öllum áldri. Tónlistin
er í góðu lagi og gestirnir lika.
23.00-24.00 Vökulok. Fréttamenn Bylgj-
unnar Ijúka dagskráni með fréttatengdu
efni og Ijúfri tónlist.