Tíminn - 02.12.1986, Qupperneq 1
f ^ ^ STOFNAÐUR1917
lirmrm
SPÍALDHAGI
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
A FUNDI stjórnar SVR í dag ’j;;
verður tekin ákvöröun um breytt fyrir- í
komulag vagnaaksturs um Laugaveg
í desembermánuði. Vegna mikils um-
ferðarþunga er lagt til að þeir vagnar,
sem nú aka niður Laugaveg, aki fljót-
farnari leiðir f rá Hlemmi til Lækjartorgs,
en þess í stað gangi sérstök hringleið
frá Hlemmi, niður Laugaveg, Lækjar-
götu, Vonarstræti, Suðurgötu, Aðal-
stræti, Hafnarstræti og upp Hverfis-
götu að Hlemmi. Gert er ráð fyrir 10
mínútna tíðni. Ef tilraunin tekst vel í
desembermánuði eru líkur til að þessi
háttur verði á til frambúóar.
ÞANN 6. DESEMBER eru
50 ár liðin frá því Árni Hafstað frá Vík
í Skagafirði gekkst fyrir stofnun Skag-
firðingafélagsins í Reykjavík.
Afmælisins verður minnst með ýmsu
móti og þá helst í formi sæluviku sem
byrjar í dag með málverkasýningu 10
Skagfirðinga í félagsheimilinu Drang-
ey.
Að sögn Gests Pálssonar formanns
félagsins mun sæluvikan endurspegla
starfsemi félagsins sem staðið hefur í
miklum blóma. Á mörgun sunnudag
verður gestaboð fyrir eldri félaga þar
sem dr. Jakob Benediktsson spjallar
við gesti og félagar úr Skagfirsku
söngsveitinni taka lagið. Boðið hefst kl
14.00.
FJÓRTÁN ÁRA gamall
„patti“ eins og lögreglan í Keflavík
orðaði það var staðinn að verki á
innbrotsstað um helgina. Lögreglan
kom að honum þar sem hann var
búinn að brjótast inn í bát og stela
þaðan farsíma. Pattinn var færður á
varðstofuna og átti að sitja þar meðan
lögreglumaðurinn brá sér frá. Hann
var síðan horfinn þegar lögreglumað-
urinn sneri aftur. Lögreglan sendi þeg-
ar út lið til þess leita pattans. Fyrir
tilviljun kom einn lögregluþjónninn
auga á hann á gangi og stöðvaði
bifreið sína og hljóp af stað vitandi að
hann væri í góðu formi þar sem hann
á sæti í einu af knattleiksliðum íslands.
Pattinn gerði sér lítið fyrir og stakk
landsliðsmanninn af á hlaupum. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Keflavíkurlög-
reglunni var málið í gær komið í réttan
farveg.
HÓPUPPSAGNIR hjúkrun-
arfræðinga í Reykjavík virðast nú vera
í uppsiglinu. Hjúkrunarfræðingar á
stærri stofnunum á höfuðborgarsvæð-
inu hafa lýst því yfir að þeir væru ;
reiðubúnir að segja upp störfum sínum
ef það mætti verða til þess að þrýsta á
um bætt kjör. Ennfremur telja þeir að
rétt sé að láta reyna á breytta samn-
ingsstöðu félagsins í komandi kjara-
samningum því allt útlit sé nú fyrir að
drög að lögum um breyttan samnings-
rétt nái fram að ganga.
SKAFTÁRHLAUPIÐ náði
hámarki á sunnudag þegar árrennslið
náði 1600 teningsmetrum á sekúndu.
Til samanburðar má geta þess að á j
þessum árstíma er meðalrennsli;
venjulega um 70 teningsmetrar. Þetta
hlaup er eitt af þremur stærstu hlaup-
um sem komið hafa í Skaftá, en nú eru
rúm 2 ár síðan síðasta hlaup varð. Að
þessu sinni kemur vatnið úr elstá
ketilsiginu austast við Grímsvötn.
PRÓFKJÖR Alþýðuflokksins á
Vestfjörðum fór fram um sl. helgi en
talning fer ekki fram fyrr en um næstu
helgi. Það kemur því ekki í Ijós fyrr en
þá hvort Sighvatur Björgvinsson eða
Karvel Pálmason verður í fyrsta sæti
iistans. Kosið var á (safirði, Bolungar-
vík, Patreksfirði, Flateyri, Þingeyri,
Súðavík, Bíldudal og Suðureyri.
KRUMMI
„Já, hann ÓliS.
virðist svo sannar-
lega búa að Spar-
seminni! “
Óli Kr. Sigurösson kaupir 74% hlutafjár í OLÍS:
Óli fyrir bankastjórn
Landsbankansí dag
í dag gengur Óli Kr. Sigurðsson,
nýorðinn aðaleigandi í OLÍS, á
fund bankastjórnar Landsbankans
og mun þar leggja spilin á borðið,
en hann keypti meirihluta hlutafjár
í Olíuverslun íslands um helgina.
Keypti Óli 74% hlutafjár félagsins
en ekki hefur tekist að fá uppgefið
kaupverðið. Heimildir Tímans
segja að ekki hafi verið greiddar
nema þrjár milljónir króna við
undirskrift og frágang samningsins.
ÓIi neitaði þessum tölum þegar
Tíminn bar þær undir hann.
Skeljungur átti nýlega í viðræð-
um vegna samruna OLÍS og Skelj-
ungs en ekki varð af þeirri samein-
ingu þegar Skeljungur hafði kann-
að málið til hlítar. Slæm staða
Á stjórnarfundi Dagsbrúnar í
gær var ákveðið að fclagið dragi sig
út úr samningaviðræðum og hæfi
þegar vinnu að kröfugerð fyrir
félagið.
Lýsti Guðmundur J. Guðmunds-
son, formaður Dagsbrúnar því yfir
að ástæðan væri að kröfur ÁSÍ
væru þokukenndar hugmyndir.
Minnti hann á að ekki lægju fyrir
af hendi ríkisins, neinar tryggingar
um að reynt yrði að halda verðlagi
stöðugu. Úrbætur í skattamálum
væru ágætar, en félagið Jeldi útséð
um að þær kæmust til framkvæmda
fyrr en um áramótin 1987-1988.
Verkamannasambandtð og aðrir
aðilar hafa hins vegar ákveðið að
halda viðræðum áfram.
OLÍS vóg þar þyngst á mctunum,
en heimildir Tímans segja að
skuldir félagsins séu um 1,3 milij-
arðar króna, séu taldar með gjald-
fallnar bankaábyrgðir, og þær sem
enn eru í gildi fyrir olíuförmum
sem skipta hundruðum milljóna.
Óli Kr. Sigurðsson hefur verið
umfangsmikill á viðskiptasviðinu
síðustu daga. Fyrirtæki hans Sund
hf. keypti nýlega Vörumarkaðinn
á Eiðistorgi og einnig er hann að
rcisa kaffibrennslu við Hellu en
hún verður tekin í gagnið um
áramót.
Skeljungur guggnaði á kaupum
á hlutabréfum OLÍS, meðal annars
vegna slæmrar skuldastöðu OLÍS.
Tíminn sneri sér til Jónasar Haralz
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ sagði það efnislega hárrétt að
hugmyndir þær sem fram hefðu
komið væru þokukenndar.
Dagsbrún hefði hins vegar verið
sammála öðrum að reyna ætti að
festa leiðir frekar en tölur, á þessu
stigi málsins. Menn hefði hins veg-
ar greint á um leiðir sem héldu til
að tryggja hækkun lægstu launanna
og endurskoðun á flokkakcrfinu.
Ásmundur lýsti því yfir að hug-
myndir ASÍ gengju lengra en
nefndar tölur um 25 þús. kr. lág-
marks mánaðarlaun, svo það væri
skýrt.
Þórarinn V. Þórarinsson frkvst.
VSÍ sagði að afstaða Dagsbrúnar
kæmi sér á óvart og hingað til hefði
I landsbankastjóra og spurði hvort
i bankinn væri ekki uggandi þegar
heildsali út í bæ keypti meirihluta
í fyrirtæki sem er annar stærsti
skuldari bankans. „Eru ykkar
hagsmunir nægilega vel tryggðir?"
„Við höfum ekki áhyggjur af því
að ekki séu til næg veð fyrir
skuldum. Eiginfjárstaðan er
þokkaleg miðað við það sem hér
tíðkast þó hún mætti vera betri.
Áframhaldandi rekstur félagsins'
er hinsvegar gcysilega mikið mál,
og hvort þessi maður hafi einhver
tök á því getum við ekki sagt til
um. Við munum tala við Óla Kr. í
dag og ekki þarf að lýsa þvt' fyrir
fólki hvað það er sem bankinn
ekkert komið fram sem benti til að
þeir væru ósammála þeirri aðferða-
fræði sem hér hefði verið rædd.
Sagði Þórarinn að ef samningar
dragist fram yfir áramót, þá sé ljóst
að mikil óvissa komi til með ríkja
á næsta ári um framvindu efnahags-
mála. VSÍ óttist að það kunni að
hleypa af stað verðhækkanaskriðu,
sem geri erfitt að ná fram kjara-
samningum. „Forsendur þess að
okkur vegni vel á næsta ári eru þær
að vinnufriður verði tryggður og
efnahagsforsendur tryggar."
Samningaviðræður héidu áfram
í gærkvöldi. Þá ætlaði launanefnd-
in að hefja störf í gærkvöldi, og
sagðist Ásmundur eiga von á að
hún lyki störfum mjög fljótlega.
-phh
Jónas.
Óli mun nú taka sæti forstjóra
OLÍS samhliða Þórði Ásgeirssyni.
En hvernig mun Óli reka OLÍS og
grynnka á skuldunum?
„Það er hagnaður á þessu fyrir-
tæki á þessu ári. Ég mun herða
allar innheimtuaðgerðir, það segir
sig sjálft. Við erum ekki banki. Eg
skulda Landsbankanum ekki eitt
eða peitt og skulda OLÍS ekki neitt
sjálfur. Vissulega eiga menn að
borga sínar skuldir og er ekki
hagur útgerðar betri í dag og
eigum við ekki að vonast til þess að
þetta komist í innheimtu?" sagði
Óli Kr.
ES/PHH
Stefán
ætlar í
sérframboð
„Það hafa skorað á mig rúm-
lega 1()(K) manns að gefa kost á
mér í að vera í fyrsta sætinu,“
sagði Stefán Valgeirsson al-
þingismaður í samtali við Tím-
ann í gær, en Itann hefur ákvcð-
ið að fara í sérframboð í
Norðurlandskjördæmi vestra,
eftir að hafa beðið lægri hlut í
fyrir Guðmundi Bjarnasyni á
víðfrægum fundi á Húsavík á
dögunum. Stefán tilkynnti
Steingrími Hcrmannssyni
þessa ákvörðun sína í gær og
tilkynnti hana síðan opinber-
lega.
„Það er ekki ég sem er að
bjóða fram.'“ sagði Stefán í
gær, „það er misskilningur.
Það er margt framsóknarfólk í
Norðurlandskjördæmi eystra."
Aðspurður um hvort hann teldi
að samþykkt yrði að sérfram-
boðið yrði svokallað BB fram-
\ boð sagði Stefán: „Ég efast
ekki um það, og ef svo verður
ekki er málið orðið mjög alvar-
legt, vegna þess að þá væru
sum framsóknaVfélögin 'ekki
lengur til og í öðru lagi þá væri
kjördæmasambandið sennilega
líka klofið. Þetta eru fram-
sóknarmenn sem að þessu
standa.“ '
Stefán sagði að cf þetta gengi
svona langt og BB framboð
yrði ekki samþyLkt kæmi til
éreina að stefna að víðtækara
framboði í öllum kjördæmum
sem byggði á svipuðum grund-
velli og Samtök um jafnrétti
landshluta.þó ckki myndi vera
um formleg tengsl milli slíks
framboðs og þeirra samtaka
sem nú starfa. Stefán taldi að
hann þyrfti unt 1700-atkvæði í
Norðurlandi eystra til að kom-
ast örugglega inn, en hann
sagði að ekki væri búið að taka
neinar ákvarðanir um hverjir
yrðu á listtinum með honum.
' -BG
hefur áhuga á að fá að vita,“ sagði
Landlæknisembættið hefur gcngist fyrir því að með h verri sprautu sem nú er seld ■ apótekum fylgir aðvörunarmiði
þar sem m.a.er tekið fram að hættulegt sé að endurnota sprautur og þeim beri að farga að notkun lokinni. IVlun
þetta vera liður í þeirri herferð sem nú er hafin gegn útbreiðslu eyðnissjúkdómsins. límamynd Sverrir.
Samningarnir:
Dagsbrún gekk f rá viðræðunum
- ASÍ, VSÍ og VMS halda áfram