Tíminn - 02.12.1986, Side 2

Tíminn - 02.12.1986, Side 2
2 Tíminn Þriðjudagur 2. desember 1986 BÚNADARDEILO S^SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 KMdM—MvFTqmon • STERKARI • ÖRUGGARI • ÓDÝRARI 686300 ^GA Sfr \w /oCc GETUR ENDURSKINSMERKI BJARGAÐ ||UJFEF«AR Prófkjörin fari fram í kjörklefanum Stjórnarskrárnefnd hefur að undanförnu haft til athugunar hvern- ig heppilegast sé að tryggja kjósend- um persónulegt val á þingmönnum. Á fundi nefndarinnar, sem hald- inn var síðastliðinn fimmtudag var þetta mál til meðferðar. Fyrir nefnd- inni lágu þá aðallega þrjár hugmynd- ir til athugunar. Fyrsta hugmyndin var sú, að lög- bundið væri sameiginlegt prófkjör hjá flokkunum og þannig tryggt að menn gætu ekki tekið þátt í prófkjöri nema hjá einum flokki. Önnur hugmyndin var sú, að kjós- endur röðuðu nöfnum frambjóð- enda í kjörklefunum í sambandi við þingkosningar og þannig réðu þeir einir vali á frambjóðendum, sem kysu flokkinn. Þriðja hugmyndin byggðist á hinu svonefnda írska kerfi, en samkvæmt því getur kjósandi valið frambjóð- anda í fleiri en einum flokki. Sú hugmynd, sem hér er talin í annarri röð, er runnin frá Jóni Skaftasyni og flutti hann hana í frumvarpsformi fyrir nokkrum árum. Hún liggur nú fyrir Alþingi í frumvarpsformi frá nokkrum þing- mönnum Alþýðuflokksins. Þórarinn Þórarinsson, sem er annar fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, lýsti eindregnu fylgi sínu við hana. Hann skýrði frá því á fundi þing- flokks Framsóknarflokksins fyrir nokkru, að hann myndi styðja hana, efekki kæmu aðrar tillögur trá þingflokknum. Annar fulltrúi Framsóknarflokks- ins í nefndinni, Sigurður Gizurar- son, gat ekki mætt á fundinn vegna sérstakra ástæðna. Ákveðið er, að nefndin gangi fljótlega frá tillögum um þetta mál. # BIACK&DECKER I Kaupfélaginu ■ Borvél D 154 R Hristari DN41 Hjólsög DN229 • Stingsög DN531 ■ Hefill DN710 FYRIR EKKI NEITT Þegar þú kaupir fullkomið Black og Decker verkfærasett í kaupfélaginu færð þú meiri afslátt en nemur verði vinsælustu borvélar sem seld hefur verið hérlendis, Black og Decker H551. Þú þarft ekki að kaupa allt settið til að njóta afsláttar. Kynntu þér afsláttarkjörin sem kaupfélagið býður á Black og Decker veÞkfærum. Mundu að þessi einstöku kjör bjóðast aðeins í kaupfélögunum í landinu. Verslunin Kaupstaður í Mjóddinni - byrjað er að byggja ofan á húsið. (Tímamynd: Pjetur.) 40% söluaukning hjá KRON Stórmark- aðnum lokað um næstu áramót - og verslunin Domus e.t.v. seld líka Vörusala KRON fyrstu sex mán- uði þessa árs nam tæpum 218 millj- ónum króna, og er það 40% aukning miðað við sama tíma í fyrra. Ein- stakar verslanir koma nokkuð mis- jafnlega út, en Stórmarkaðurinn í Kópavogi er með mesta veltuaukn- ingu eða 73%. Þessar upplýsingar er að finna í nýútkomnu hefti af Félagstíðindum KRON. Ýmislegt fleira kemur fram í heftinu, svo sem að KRON veitir nú félagsmönnum í Félagi eldri borg- ara í Reykjavík 5% afslátt af vöru- verði í öllum verslunum sínum. Þá kemur fram í blaðinu að fyrir- hugað er að Stórmarkaðnum í Kópa- vogi verði lokað frá og með næstu áramótum. Verður þaðgert í kjölfar þess að KRON hefur nú hafið rekst- ur verslunarinnar Kaupstaðar þar í næsta nágrenni. Auk þess getur Þröstur Ólafsson stjórnarformaður þess í ávarpsorð- um í blaðinu að líklegt sé að auk Stórmarkaðarins verði verslunin Domus við Laugaveg einnig seld. Þá kemur fram í blaðinu að byrjað er að byggja ofan á húsið þar sem verslunin Kaupstaður er nú í Mjódd- inni, og verður önnur hæð hússins sniðin að þörfum sérverslana. Ekki hefur verið ákveðið hvort KRON reki þær verslanir sjálft, leigi hús- næðið eða selji það. Ingólfur Ólafsson lætur af störfum um næstu áramót eftir 23 ára starf sem kaupfélagsstjóri hjá félaginu. í stað hans hefur Ólafur Stefán Sveinsson viðskiptafræðingur verið ráðinn kaupfélagsstjóri hjá KRON. í viðtali í blaðinu ræðir Ingólfur nokkuð þann vanda sem hverfaversl- unum er skapaður með tilkomu stórmarkaðanna í Reykjavík. Hann bendir á að til að viðhalda lágu vöruverði verði að vera hæfileg blanda stórra og smárra verslana í borginni. í framhaldi af því varpar hann fram þeirri hugmynd hvort skylda eigi alla, sem fá leyfi til að reka stórmarkaði, til að reka jafn- framt tiltekinn fjölda hverfaversl- ana, líkt og KRON gerir. -esig

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.