Tíminn - 02.12.1986, Qupperneq 4
4 Tíminn
I þáttunum „The Fall Guy“ lék
Heather stúlku sem hét Jody, sem
var ákveðin í því að verða besti
staðgengill í hættulegum atriðum í
kvikmyndum,(„stuntwoman“), en
nú vill hún fara að stjórna öðrum
heita „The Fall Guy“, en var hætt að
leika í þeim er þetta gerðist. Hún
segist hafa mestan áhuga á að skrifa
fyrir kvikmyndir og stjórna sjálf.
„Ég hef verið fyrir framan mynd-
avélarnar, en nú langar mig til að
vera bak við vélarnar og stjórna
sjálf,“ sagði hún í viðtali þegar hún
kom út af spítalanu.
llllllllllllllllllllll SPEGILL
í Tarzan leik
„Hann Tarzan, ég Joan, - og allt gengur
vel í frumskóginum okkar“, eru orðin sem
lögð eru í munn leikkonunnar Joan Collins
í fyrirsögn hjá “leikarablaði"
Þ
AR var verið að segja frá tildrögum hjónabands
þeirra Joan og Peters Holm og er framtíðarhorfur þess
ekki hátt skrifaðar. Svo er tínt til margt sem skrifaran-
um þykir neikvætt.
Byrjað er að segja frá að Joan hafi sjálf þurft að
kaupa leyfisbréfið á 22 dollara og við það tækifæri
logið sig mörgum árum yngri en hún er, en aldursmun-
urinn er sagður vera um 14 ár. Svo hafi þau gift sig í
Las Vegas, leynilega eins og flóttafólk.
Svo koma „vinirnir“ með upplýsingar til blaða-
mannsins og segja m.a.: ..að Holm komi illa saman
við Katy, dóttur Joan, sem slasaðist mikið í bílslysi og
hefur ekki náð sér til fulls, ... að Joan hugsi aðeins um
Dynasty og frama sinn við kvikmyndirnar,... að Holm
sé stundum dónalegur í partíum og Joan setji ofan í
við hann,... að Joan hafi verið á móti því að giftast,
en hann talað hana til,_að Peter Holm sé ofsalega
afbrýðisamur og hafi alveg sleppt sér þegar Joan lék á
móti George Hamilton í nýrri sjónvarpsmynd, Monte
Carlo.
Svo láta fyrrverandi vinkonur Peters ekki á sér
standa að gefa honum einkunn. „Blautasti bjáninn í
Hollywood," sagði Pauline von Gaffke greifynja.
„Verður alltaf að hafa ríka konu til að sjá fyrir sér,“
sagði önnur, og svo mætti lengi telja.
Svo koma aðrir og benda á það jákvæða í sambandi
þessara umtöluðu hjóna. T.d. er sagt að þau vinni
mjög vel saman. Og þau hafa látið taka tvo stutta
framhaldsþætti fyrir sjónvarp síðan þau fóru að vera
saman, þar sem hún hefur Ieikið aðalhlutverk, en hann
séð um fjármálin. Það eru „Sins“ (Syndir) og „Monte
Carlo“. Og í framhaldi af þessu starfi sínu hefur Peter
smátt og smátt tekið að sér að sjá um fjármál
leikkonunnar og útréttingar.
Annars er það faðir Joan sjálfrar sem er harðasti
gagnrýnandi á tengdasoninn: "Hann er óttalegur
glaumgosi og ég get varla ímyndað mér hvað hún Joan
hefur hugsað að fara að giftast svona manni!"
Joan Collins sá Peter fyrst við sundlaug
í Hollywood, þar sem liann var klædd-
ur „Tarzan-sundskýlu“ og hún féll
fyrir honuni á stundinni!
Leikkonan
Heather
Thomas
lærir að
ganga á ný
eftir fótbrot á báðum fótum
jytir sig, - cn 1
byrjun september s.l. varð hin unga
leikkona Heather Thomas fyrir því,
að ekið var á hana á gangi og hún
fótbrotnaði á báðum fótum. Hún
hefur þurft að gangast undir fjórar
skurðaðgerðir, því að annarfóturinn
var svo illa farinn, að það var tvísýnt
um hvort hægt væri að bjarga
honum.
Nú hefur Hether verið útskrifuð
af spítala og er að byrja að læra að
ganga á ný.
Heather Thomas hefur verið í
framhaldsþáttum í sjónvarpi sem
Þriðjudagur 2. desember 1986
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Akranes
Jöfnunarsjóður
sveitarfélaga
Á fundi bæjarstjórnar Akraness
sem haldinn var fyrir stuttu var m.a.
fjallað um framlög ríkisins til Jöfnun-
arsjóðs sveitarfélaga. Fundurinn
samþykkti eftirfarandi ályktun, sem
eflaust fleiri sveitarfélög gætu tekið
heilshugar undir:
„Bæjarstjórn Akraness mótmælir
harðlega þeirri skiptingu á lög-
bundnum tekjum Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga, sem ráð er fyrir gert í
frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1987.
Bent er á, að skerðing á framlagi
til Jöfnunarsjóðs lendir harðast á
fámennari og tekjulægri sveitarfé-
lögum í landinu, sem eiga við vax-
andi fjárhagsvanda að stríða.
Bæjarstjórn Akraness skorar á
Alþingi að samþykkja ekki þær tillög-
ur, sem fyrir liggja um skerðingu á
tekjum Jöfnunarsjóðs og þar með
tekjum sveitarfélaganna."
Atvinnuþróunar-
sjóður
Atvinnumálanefnd hefur skorað á
bæjarstjórn Akraness, að stofnaður
verður sérstakur atvinnuþróunar-
sjóður á vegum bæjarins. Sjóðnum
verði ætlað það hlutverk að treysta
atvinnulíf á Akranesi.
Atvinnumálanefndin hefur bent
bæjarstjórninni á þann fjáröflunar-
möguleika að selja eignarhluta
bæjarins í hinum ýmsu fyrirtækjum
sem hann á hlut í og andvirðið verði
látið ganga til atvinnuþróunarsjóðs
Akraness.
Atvinnumálanefndin fór einnig
þess á leit við bæjarstjórn að hún
athugaði hversu mikið Akranesbær
á raunverulega í þeim fyrirtækjum,
sem hann er aðili að.
Bæjarritari hefur tekið saman lista
yfir þessi fyrirtæki, en þau eru átta.
Fyrirtækin eru:
Verkfræði og teiknistofan sf. 75%
eignarhluti, Akropolis hf. 25%,
Krossvík hf., 25%, Skagaferðir hf.
22,06%, Nótastöðin hf. 9,23%, Síld-
ar- og fiskimjölsverksmiðjan þar
sem hlutur bæjarins og hafnarsjóðs
er samtals 23,98% og Vélsmiðjan
hf. 5% eignarhlutur.
Þá vill atvinnumálanefnd að
bæjarstjórn ræði við aðra eigendur
fyrirtækjanna með það fyrir augum
að kanna áhuga þeirra á að kaupa
hlut bæjarins í fyrirtækjunum og
leggur hún til að þessum málum
verði hraðað sem mest.
Byggðasafnið
Görðum
Byggðasafn Akraness og nær-
sveita að Görðum heyrir undir
bæjarstjórn Akraness. Á fundi
stjórnar byggðasafnsins fyrir nokkru
var flutt yfirlit um rekstur safnsins
síðustu mánuðina. Kom þarfram að
greiðslustaða bæjarins og hrepp-
anna við safnið er nú verri en oftast
áður. Ríkissjóður hefur á hinn bóg-
inn fyllilega staðið við sínar greiðsl-
ur.
Fjármál Sigurfarasjóðs, sem ætl-
aður er til viðhalds Kútter Sigurfara
eru í mjög góðu lagi og aldrei betri,
og má m.a. þakka það gjöf sjávarút-
vegsráðuneytisins. Fjárveitingar til
Garðahússins hafa hins vegar orðið
minni en reiknað hefur verið með.
Til að vega upp á móti því hefur
stjórn Menningarsjóðs samþykkt að
styrkja endurbætur gamla Garða-
hússins með 100.000 króna fram-
lagi, en nú er verið að breyta húsinu
í sem upprunalegast form að utan.
Réttindi aldraðra
Stjórn dvalarheimilisins Höfða
hefur samþykkt að óska eftir því við
þjónustuhóp aldraðra að þeir láti
útbúa bækling með upplýsingum
fyrir aldraða á Akranesi og nágrenni
um ýmis réttindi þeirra og möguleika
á þjónustu. -HM
Dálkur um svcitarstjórnarrnál
mun birtast hér á síðunni af og til í
vetur. Efni frá sveitarfélögunum er
vel þegið. Sendist til ritstjórnar
Tímans, Síðumúla 15, 108 Reykja-
vík.