Tíminn - 02.12.1986, Qupperneq 7

Tíminn - 02.12.1986, Qupperneq 7
Þriðjudagur 2. desember 1986 Tíminn 7 UTLOND Suöur-Kórea: Seoul - Reuter Lögreglan í Suður-Kóreu sendi í gær 24 einstaklinga til óformbund- inna réttarhalda og gaf út kærur á 27 aðra. Þessar aðgerðir lögregl- unnar fylgdu í kjölfar bannaðrar mótmælagöngu um helgina. Talsmaður lögreglunnarsagði að áðurnefndir 51 einstaklingur hefðu verið meðal 2255 mótmæl- enda sem handteknir voru á laugar- daginn eftir að bardagar brutust út á strætum Seoul, höfuðborgar landsins. Helsti stjórnarandstöðuflokkur landsins, Lýðræðisflokkur Nýju Kóreu, skipulagði kröfugönguna á laugardaginn og vonuðust ráða- menn flokksins til að milljón mannstækjuþátt íhenni. Gönguna átti að fara til að „krefjast beinna forsetakosninga og koma í veg fyrir ráðagerð ríkisstjórnarinnar um að sitja óslitið að völdum“. Stjórn Chun Doo Hwans forseta bannaði hinsvegar gönguna í síð- ustu viku og handtók fjölmarga stjórnarandstæðinga til að minnka móðinn í andstæðingum yfirvalda. Gangan var bönnuð á þeim for- sendum að kommúnistar gætu ráð- ið alltof mikið ferðinni og efnt til óláta. Mótmælin fóru engu að síður fram á laugardaginn en tóku á sig ljótan svip eftir að lögregla byrjaði að dreifa táragasi á mannfjöldann sem svaraði með bensínsprengju- kasti. Helstu leiðtogar stjórnarand- stöðunnar, þeir Kim Dae-Jung og Kim Young-Sam hafa þegar lýst yfir stuðningi við áform um aðra mótmælagöngu þar sem reynt yrði að fá fleiri lýðræðisöfl til þátttöku. Stjórnarandstaðan krefst beinna forsetakosninga árið 1988 en þá á Chun forseti að láta af völdum. Stjórnarflokkurinn, Lýðræðislegi réttlætisflokkurinn, hyggst hins- vegar koma á ráðuneyti með sterk- an forsætisráðherra við stjórnvöl- inn og Chun gæti því orðið forseti áfram þó völd hans myndu, í orði að minnsta kosti, minnka. Yasuhiro Nakasone forsætisráðherra Japans og kona hans Tsutako snæddu að kínverskum hætti með Hu Yaobang aðalritara er Nakasonehjónin komu í stutta heimsókn til Kína í síðasta mánuði Kína/Japan: Bætt samskipti báðum til góðs Yasuhiro Nakasone forsætisráð- herra Japans kom í síðasta mánuði í stutta heimsókn til Kína ásamt konu sinni. Formlegur tilgangur ferðar Nakasone var að leggja lokadrögin að hönnun miðstöðvar í úthverfi Pekíngborgar þar sem ungmenni beggja landa munu fá tækifæri til að hittast og kynnast siðum og háttum þjóðanna. Ríkisstjórnir Kína og Japans hafa unnið nokkuð ötullega að því undan- farin ár að efla tengslin milli ung- menna í ríkjunum tveimur. Kín- versk stjórnvöld buðu t.d. um þrjú þúsund japönskum ungmennum til Kína árið 1984 og Nakasone til- ÚTLÖND kynnti í þessari ferð sinni að japönsk stjórnvöld myndu bjóða hundrað kínverskum unglingum að heim- sækja Japan ár hvert næstu fimm árin. Nakasone ræddi þó ekki eingöngu um ungmennasamskipti. Hann hitti Hu Yaobang, aðalritara kínverska kommúnistaflokksins, að máli og ræddi einnig við Zhao Ziyang forseta og sjálfan Deng Xiaoping, helsta ráðamann landsins, um samskipti ríkjanna tveggja. Deng og Nakasone ræddu meðal annars tillögu þess síðarnefnda um vináttusamning milli ríkjanna er standa myndi fram á næstu öld. Deng sagði þessa uppástungu hafa „..mikilvæg og varanleg áhrif“. Víst er að Kínverjum er í mun að efla samskipti sín við Japana þótt hér sé um forna fjendur að ræða. Efnahagslega eru góð samskipti nefnilega báðum til framdráttar. Kínverjar reyna nú að auka útflutn- ing sinn og fá erlenda fjárfestingar- aðila inn í landið og Japanar hafa verið að endurskipuleggja efnahags- kerfi sitt í því skyni að auka innan- landsneyslu og auka fjárfestingar erlendis. (Byggt á Beijing Review) I áragas og bensínsprengjur settu svip sinn á stræti Seoulborgar um helgina er efnt var til kröfugöngu um aukið lýðræði SAMBANDSIN9 ARMÚLA3 REYKJAVÍK SlMl 38900 Síðumúla 15 S 68 63 Hlíðarvegur 31-62 Hrauntunga 31 og út Vogatunga Hamraborg Álfhólsvegur 1-50 Fannborg Hávegur Traðir Bræðratunga Hrauntunga 1-31 Karfavogur Skeiðarvogur Drápuhlíð Eskihlíð Tímiim DJÓÐVILJINN S. 686300 S.681866 S.681333 Blaðburður er

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.