Tíminn - 02.12.1986, Side 9

Tíminn - 02.12.1986, Side 9
Tíminn 9 Þriðjudagur 2. desember 1986 VETTVANGUR iiil llllllllilll Guðmundur Jónas Kristjánsson Flateyri: Framtíðarafl Nítjánda flokksþing Framsókn- arflokksins var haldið daganna 7.- 9. nóvember s.l. Var þetta eitt hið fjölmennasta flokksþing Fram- sóknarflokksins sem haldið hefur verið frá upphafi. Alls sóttu þingið 574 fulltrúar. Á flokksþinginu voru margar ályktanir gerðar, sem sýnir, að flokksþingið hefur verið mjög starfsamt. Helstu málaflokkar sem þingið skilaði ítarlegum ályktunum og tillögum um voru atvinnumál, félagsmál, mennta- og menning- armál og umhverfismál. Fyrir þinginu lágu drög að nýrri stefnuskrá fyrir Framsóknarflokk- inn, svo og breytingartillögur endurskoðunarnefndar um lög flokksins. Vonast var til, að þetta fjölmenna flokksþing sem jafn- framt minntist 70 ára sögu Fram- sóknarflokksins, myndi samþykkja þessa nýju stefnuskrá. Því miður varð niðurstaðan hinsvegar sú, að ákvörðun var tekin um að skoða þetta mikilvæga mál nánar, og fresta afgreiðslu þess enn um sinn. Aftur á móti samþykkti þingið mikilvægar breytingar á flokks- lögunum, sem tvímælalaust horfa til bóta. Þar mánefnaþá breytingu, að nú kýs flokksþingið flokksfor- ystuna, en það gerði miðstjórn áður. Þá var samþykkt sú breyting- artillaga, að eftirleiðis skal flokks- þing haldið annað hvert ár, en ekki fjórða hvert ár eins og verið hefur til þessa. Staða Framsóknarflokksins Eftir jafn fjölsótt flokksþing og sem hér hefur verið gert að umtals- efni, er ekki nema eðlilegt, að menn hugleiði stöðu Framsóknar- flokksins í íslenskum stjórnmálum í dag. Ef við lítum á þær ályktanir sem samþykktar voru, og skoðum hina efnismiklu stjórnmálaálykt- un, sem samþykkt var einróma á flokksþinginu, verður ekki annað sagt, en að málefnaleg staða Fram- sóknarflokksins sé býsna sterk um þessar mundir. Hugsjónaleg staða flokksins er skýr og afdráttarlaus, en einmitt hugsjónir skapa stjórn- málaöfl á hverjum tíma. Menn verða hins vegar að hafa það ætíð í huga, að hugsjónir og stefnur eru til lítils, ef fyrir þeim sé ekki barist. Það sé með stjórnmála- flokka eins og með einstaklinga í lífinu. Styrkur þeirra felst ekki síður í því, að þeir standi fast á sinni sannfæringu, og að þeir fylgi ætíð lífshugsjón sinni eftir í orði og verki. Staða Framsóknarflokksins í framtíðinni verður þess vegna mik- ið undir því kornið, hvort hann verður stefnu sinni og hugsjón trúr eða ekki. Framtíð hans mun því m.ö.o. ráðast af því, hvort hann verður reiðubúinn til að fórna einhverjum stundarhagsmunum fyrir mikilvæga framtíðarhags- muni. Að hann verði í raun og sannleika hugsjónaflokkur fyrst Staða Framsóknar- flokksins í framtíðinni verður þess vegna mikið undir því komin, hvort hann verður stefnu sinni og hugsjón trúr eða ekki. Framtíð hans mun því m.ö.o. ráðast af því, hvort hann er reiðubúinn til að fórna einhverjum stundarhagsmunum fyrir mikilvæga fram- tíðarhagsmuni. og síðast, sannkallað framtíðarafl í íslenskum stjórnmálum, en ekki einhver lítillátur kerfisflokkur rú- inn allri hugsjón og trausti. Hin flokkslega ímynd Þegar við hugleiðum nú stöðu og hugsjónastefnu Framsóknar- flokksins, er vert að gefa orðum Ingvars Gíslasonar fyrrv. mennta- málaráðherra gaum, er hann við- hafði á kjördæmisþingi á Húsavík 31. okt. s.l. og sem Tíminn birti fyrir skömmu. Þar fjallaði Ingvar um Framsóknarflokkinn og tæki- færi hans á næstu árum og áratug- um. Færi betur ef fleiri forystu- menn Framsóknarflokksins hug- uðu meir í ræðu og riti að uppruna framsóknarstefnunnar og hugsjón- um hennar, um leið og þeir skoða og fjalla um atburði líðandi stundar. Slíkar skírskotanir for- ystumanna í hugsjónastefnu Fram- sóknarflokksins myndi tvímæla- laust styrkja mjög hina flokkslegu ímynd. sem sérhverjum stjórn- málaflokki er svo nauðsynlegt að skapa sér, bæði meðal kjósenda og þjóðarinnar allrar. En í hverju á þá hin flokkslega ímynd okkar að vera fólgin? Imynd, sem við Framsóknarmenn verðum ætíð að rækta og standa vörð um. Þegar stjórnmálaályktun 19. flokksþings Framsóknarflokks- ins er höfð í huga, geta einmitt orð Ingvars Gíslasonar á áðurnefndu kjördæmisþingi þar vel átt við. Því einmitt í þeim orðum koma franr þær hugmyndafræðilegu þrenning- ar, þ.e. félagshyggja, þjóðrækni og landsbyggðastefna, sem hin flokkslega ímynd okkar hlýtur öðru fremur að byggjast á. Gefum Ingvari orðið: „Umbótastefna Framsóknar- flokksins miðar að því að létta almenningi lífsbaráttuna og jafna lífskjörin sem verða má., Sú þjóð- félagsímynd sem framsóknarmenn sjá fyrir sér er lýðræðislegt jafnrétt- isþjóðfélag, mótað af þjóðrækni og félagshyggju. Þetta er í aðal- atriðum hugsjónagrundvöllur Framsóknarflokksins, inntakfram- sóknarstefnunnar". Og ennfremur: „Þá nefni ég að lokum það atriði, senr ávallt hefur verið ein- kennistákn Framsóknarflokksins og skapað honum sérstaka ímynd - flokkslega ímynd - en það er sú staðreynd að Framsóknarflokkur- inn stefnir að „framför landsins alls" eins og það var orðað í fyrstu stefnuskrá hans, en síðar var farið að nefna landsbyggðastefnu og er einfaldlega í því fólgin að öllu Svo framarlega sem Framsóknarmönnum auðnast að forðast inn- byrðis átök, og að til framboðs veljist menn, fullir baráttuvilja og hugsjónamóði, ersigur vís. byggilegu landi sé haldið í byggð, og spornað sé gegn stórfelldri byggðaröskun og fólksflótta af landsbyggðinni". Að síðustu er vert að gefa þeim orðum Ingvars gaum, þegar hann skilgreinir hvernig stjórnmálaafl Framsóknarflokkurinn var í önd- verðu, en það hlutskipti hljótum við að ætla honum áfram í dag og í framtíðinni, meðan á íslandi lifir frjáls þjóð og sjálfstætt íslenskt þjóðríki. Ingvar segir: „Ég er ekki í neinum vafa um það fyrir mína parta að Framsókn- arflokkurinn var stofnaður í önd- verðu til þess að vera þjóðlegur umbótaflokkukr og andstöðu- flokkur erlendra yflrráða og auð- hyggjustefnu". Undir allar þessar tilvitnanir í orð Ingvars Gíslasonar hljótum við að taka, því í þeim er hug- myndafræðin fólgin, sjálf fram- sóknarstefnan, og þar með hin flokkslega ímynd. Sókn til sigurs Óðum styttist tíminn til alþing- iskosninga. Stjórnmálaflokkarnir undirbúa sig nú undir harða kosn- ingabaráttu. Fast verður sótt að Framsóknarflokknum ef að líkum lætur. Framsóknarflokkurinn þarf þó ekkert að óttast, því málefnaleg staða hans er sterk eins og áður sagði, og hugmyndafræðin skýr. Svo framarlega sem framsókn- armönnum auðnast að forðast inn- byrðis átök, og að til framboðs veljast menn, fullir baráttuvilja og hugsjónamóði, er sigur vís. Þess vegna er það nú svo mikilvægt, að menn sýni félagsþroska í verki, og snúi bökum saman. Hefji sókn til sigurs. Sýni festu og áræðni, og geri þannig Framsóknarflokkinn að því framtíðarafli í íslenskum stjórnmálum sem hann verðskuld- ar.... Flateyri 26. nóv. 1986 Guömundur Jónas Kristjánsson Finnbogi G. Lárusson: Látum ekki f Ijóta sof- andi að feigðarósi Hvert stefnir í landbúnaðarmál- um? Það er spurning sem margir velta fyrir sér nú, og víst er erfitt að svara. Hér sýnist, ef svo heldur áfram sem horfir, að ferðinni sé heitið að feigðarósi. Ég held að breyta verði stefnunni ef bjarga á þjóðarskútunni. Nú undanfarnar vikur og mánuði hefur verið mikið ritað og rætt um landbúnað, og þá sérstaklega um þá skerðingu sem bændur verða fyrir í sambandi við fullvirðisrétt- inn, og sýnist mörgum að skerðing- in komi ekki réttlátlega niður á einstökum bændum og byggðarlög- um. Það tek ég undir. Það tél ég að verði að endurskoða alvarlega, og lagfæra eftir því sem mögulegt er, ef ekki á að leggja sveitirnar í eyði. Smærri búin má ekkert skerða, því bændur með lítil bú eiga að hafa sama rétt til sæmilegrar lífsaf- komu og þeir stærri. Bændur, sem hafa lítil bú eða undir meðallagi, eiga í flestum tilfellum erfiðara með að fara út í nýjar búgreinar, og þeir bændur, sem það ekki geta, verða að flýja Nú er ekki svo að þessi holskefla brotni bara á bændum og búaliði, nei, hún brotn- ar á allri þjóðinni út í myrkrið, því enginn kaupir af þeim jarðirnar. Það er mín skoðun að framleiðsluskerðingin eigi að koma á stærstu búin, ogfjáreigend- ur í kaupstöðum. Það hefur verið viðurkennt af forráðamönnum landbúnaðarins, að bú sem væru fyrir ofan grundvallarbú, bæru sig verr í rekstri en smærri búin. Það er alveg víst að, ef hlynnt væri að smærri búunum svo að viðunandi mætti teljast, væri ekki eins mikil hætta á grisjun í byggð sveitanna, eða eyðingu þeirra. Það eru stór sár, sem bændur eru særðir, sem búnir eru að rækta stór og falleg tún, og byggja upp á jörðum sínum, og sumir haft það að ævistarfi, að nú verða þeir allt í einu að horfast í augu við það, að allt þeirra mikla og göfuga ævistarf hefur verið unnið fyrir gýg, og enginn má nýta það. Þetta eru djúp sár, sem seint eða aldrei verða grædd, og því verður að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða og það er að mínu viti hægt ef vilji og vit er fyrir hendi, en það held ég að hljóti að vera. Nú er ekki svo að þessi holskefla brotni bara á bændum og búaliði, nei hún brotnar á allri þjóðinni. Það eru margar hliðar á þessu landbúnaðarvandamáli, sem mér finnst að ekki hafi verið nógu mikill gaumur gefinn. Hvað verður um þá byggðar- kjarna víðs vegar á landinu, sem byggst hafa upp af landbúnaði og standa og falla með honum? Og þá allt það fólk sem vinnur við land- búnaðarafurðir, kjöt, mjólk, ull og gærur svo nokkuð sé nefnt? Ég hef ekki svör við því. Þeim mönnum sem hafa haft í frammi mestan áróður gegn landbúnaðinum og vilj að hann dauðan, dettur kannski í hug að flytja fólkið sem vinnur við landbúnað út, og flytja inn mengaðar landbúnaðafurðir í staðinn. Sá gífurlegi áróður sem hafður hefur verið í frammi gegn íslensk- um landbúnaði hefur ekki haft við nein rök að styðjast, en þó valdið tjóni. Ég tel ekki raunhæft að miða fullvirðisréttinn við árin 1984-85, Sá gífurlegi áróöur sem hafur hefur verið í frammi gegn íslensk- um landbúnaöi hefur ekki haft við nein rök að styðjast, en þó valdið tjóni það gefur ekki rétta mynd. Það er fleira sem þarf að skoða, t.d. frumbýlingar sem hafa verið að byggja og koma sér upp bústofni og þurfa að standa straum af háum lánum, svo nokkuð sé nefnt, en ýmsar aðrar aðstæður þarf að at- huga. Það verður að líta á þessi mál frá sanngjörnu sjónarmiði með mann- réttindi og réttlæti í huga. Stjórnvöld verða aðsetjast niður og gefa sér tíma til að gera eitthvað jákvætt í þeim vanda sem nú blasir við í landbúnaðarmálum ef hugur fylgir máli, að haida landinu í byggð, og þar duga engin vettlinga- tök né dráttur, það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan f. Fljótum ekki sofandi að feigðarósi. Vonandi tekst að leysa vandann. Mikið má ef vill. Látum ekki land vort eyðast landbúnaðinn styðjum vel. Úr vandamdlum megi greiðast, ég fósturlandið Guði fel. Finnbogi G. Lárusson Laugarbrekku

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.