Tíminn - 02.12.1986, Side 15

Tíminn - 02.12.1986, Side 15
Þriðjudagur 2. desember 1986 Tíminn 15 ■ ÍÞRÓTTIR ~~ ~~~ Handknattleikur: Stórt tap gegn USA Bikarkeppnin í sundi - 1. deild: Vestri bikarmeistari fslenska kvennalandsliðið í hand- knattleik tapaði fyrir bandaríska lið- inu með 27 mörkum gegn 17 á laugardaginn, í 3. leik liðanna á jafn mörgum dögum. Staðan í leikhléi var 14-11 þeim bandarísku í hag. Bandaríska liðið hafði forystuna allan tímann og var sigur þeirra aldrei í hættu. íslenska liðið var slakt í leiknum, greinilega þreytt og léku allir leikmenn langt undir getu. Erla Rafnsdóttir barðist þó eins og hún er vön og Guðríður Guðjóns- dóttir átti ágæta kafla. Hún snéri sig og var utan vallar mest allan síðari hálfleik. Þá stóð Halla Geirsdóttir sig ágætlega í markinu. Hjá þeim bandarísku var það Sam Jones sem fór á kostum, hún átti margar bráðskemmtilegar sendingar á samherja sína. En það var fyrst þegar hún var tekin úr urnferð sem hún naut sín, bókstaflega gerði það sem henni sýndist. Enda urðu mörk Valssigur í hörkuleik hennar tólf áður en yfir lauk. Mörk íslenska liðsins gerðu: Guðríður Guðjónsdóttir 6(3), Erla Rafnsdóttir 4(1), Erna Lúðvíksdótt- ir, Katrín Friðriksen og Svava Ýr Baldvinsdóttir 2 hver, Sigurborg Eyjólfsdóttir 1. íslenska liðið kom heldur illa út úr þessari þriggja leikja keppni, fyrst tap 18-26, þá jafntefli, 18-18 og loks tap, 17-27 eða samtals 53-71. Guðríður Guðjónsdóttir tekin föstum tökum af bandarísku vörninni. Tímamynd Pjetur. Systurnar frá Þorlákshöfn, Hugrún og Bryndís Ólafsdætur, stóðu svo sannarlega fyrir sínu í bikarkeppninni og samtals sigruðu þær í öllum vegalengdum í skrið- bak- og flugsundi. Eitthvað eru þær systur hugsi á myndinni sem tekin var eftir sigur Hugrúnar í 100 m baksundi. Tímamynd Pjetur. Valsmenn sigruðu Hauka 81-67 í úrvalsdeildinni á sunnudagskvöldið eftir að þeir höfðu yfir 48-29 í leikhléi. Leikurinn var jafn framanaf en er leið að leikhléi jókst forysta Vals- manna stöðugt og virtist stefna í stórsigur þeirra. í>ar hjálpaðist að léleg hittni Hauka, Valsmenn áttu fráköstin og auk þess tóku Valsmenn Pálmar Sigurðsson að miklu leyti úr Flugleiðamótið í borðtennis: Fjörugur úrslitaleikur Ulf Carlsson og Asta Urbancic sigruðu í einliðaieik karla og kvenna á Flugleiðamótinu í borðtennis sem fram fór í íþróttahúsi Kennarahá- skólans á laugardaginn. Svíinn Ulf Carlsson vann landa sinn Kjell Jo- hansson í úrslitaleik, 21-12 og 21-16 en Ásta vann Ragnhildi Sigurðar- dóttur 21-18 og 21-19. Ulf Carlsson er núverandi heims- meistari í tvíliðaleik og sagðist hann í spjalli við Tímann að sjálfsögðu stefna að því að verja titilinn í vor. Það gæti þó reynst erfitt þar sem það yrði auðvitað keppikefli allra að leggja heimsmeistarana að velli. Ekki sagðist Carlsson hafa þurft að hafa mikið fyrir sigrinum á mótinu enda ekki við því að búast. Hann bætti því þó við að „sá gamli“ (Johansson) gæti sigrað sig á góðum degi, hann væri enn í fínu formi þó fertugur væri. Úthald sitt væri þó eðlilega mun betra. Kjell Johansson varð heimsmeistari í tvíliðaleik þrisvar sinnum, fyrst fyrir tæpum 20 árum. Úrslitaleikur þeirra félaga var bráðskemmtilegur og sýndu þeir oft á tíðum snilldartakta. Johansson sem er þekktur fyrir mjög föst „smöss" hrakti Carlsson oft langt frá borðinu en honum tókst oft á ótrú- legan hátt að koma kúlunni til baka á borðið aftur og aftur. Síðasta stigið í leiknum kom einmitt eftir eina svipaða lotu nema hvað þeir voru báðir komnir til hliðar við borðið! Sigurvegaramir á Flugleiðamótinu í borðtennis, Ásta Urbancic og Ulf Carlsson. Timamynd Pjclur. Sunddeild Vestra frá ísafirði sigr- aði í bikarkeppninni í sundi - 1. deild sem háð var í Sundhöll Reykja- víkur um helgina. Vestri hlaut 158 stig, HSK varð í 2. sæti með 136 stig, Ægir í 3. með 125 stig og Bolungar- vík í 4. með 73 stig. KR og Sundfélag Hafnarfjarðar féllu í 2. deild, KR með 68 stig og SH með 54. í stað þeirra keppa UMFN og ÍA í 1. deild að ári. Sex íslandsmet voru sett á mótinu, Hugrún Ólafsdóttir HSK setti met í 800 m skriðsundi, 9:18,40 mín., kvennasveit HSK setti met í 4x100 m skriðsundi, 4:09,98 mín. og stúlknasveit Vestra setti met í 4x100 m fjórsundi, 4:42,18 nu'n. Þá setti Ingólfur Arnarson Vestra piltamet í 100 og 200 m flugsundum, synti 100 flug á 1:01,68 mín. og 200 flug á 2:20,01 mín. og Arna Þórey Svein- björnsdóttir setti meyjamet í 200 m flugsundi, 2:45,44 mín. I lok mótsins var valið landslið til þátttöku í Evrópubikarkeppninni í Malmö 13. og 14. desember. Þar keppa Bryndís Ólafsdóttir HSK, Eðvarð Pór Eðvarðsson UMFN, Hugrún Ólafsdóttir HSK og Ragn- heiður Runólfsdóttir ÍA. Að auki verður ákveðið eftir næstu helgi hvort Ragnar Guðmundsson bætist í hópinn. Blak: Þróttur vann ÍS Þróttur sigraði ÍS örugglega, 3-1 í 1. deild karla á íslandsmótinu í blaki um helgina. Niðurstöður úr einstökum hrinum urðu: 8-15, 15- 5, 15-11, 15-9. Úrslit í öðrum leikjum urðu þau að Víkingur vann Þrótt N. 3-0 (15-6, 15-5, 15- 8), HKvannÞróttN. 3-2(15-11, 16- 14, 9-15, 13- 15, 15-10) í mara- þonleik, hann tók rúma tvo tíma og loks sigraði HSK KA 3-2 í miklum baráttuleik, úrslit í hrinum: 10-15, 15-9, 4-15, 15-10, 15-13. Staðan í deildinni er þá þannig: Þróttur................. 5 5 0 15-3 10 Víkingur................6 5 1 15-6 10 Fram ..................5 4 1 14-6 8 ís .................... 6 3 3 12-13 6 HK .................... 6 3 3 10-12 6 Þróttur N..............6 1 S 10-17 2 HSK .....................6 1 5 6-17 2 KA ...................... 4 0 4 4-12 0 Einn leikur var í 1. deild kvenna, Víkingur vann Þrótt 3-1, fyrsta hrinan sem Víkingur tapar í vetur. Sú fór 8-15 en hinar vann ÍS 15-5, 15-11 og 15-9. Staðan í kvenn- adeildinni: Víkingur.................. 4 4 0 12-1 8 ÍS ....................... 4 4 0 12-3 8 Breiðablik.................3 1 2 5-7 2 KA .......................3 12 3-6 2 Þróttur................... 3 0 3 3-9 0 HK ....................... 3 0 3 0-9 0 umferð og náðu þannig að stöðva að nokkru leikkerfi Haukanna. Jón Sig- urðsson hefur greinilega talað yfir sínum mönnum í hálfleik því þeir mættu tvíefldir til leiks, hittu betur og fóru að stíga Valsmenn út undir körfunni. Þeir náðu að minnka mun- inn í 9 stig og það oftar en einu sinni. Herslumuninn vantaði þó og Vals- menn stóðu uppi sem sigurvegarar. Undir lokin fóru liðsmenn beggja liða að tínast útaf með 5 villur, fyrst Einar Ólafsson, þá Sturla Örlygsson og síðan Henning Henningsson og ívar Ásgrímsson. Setti þetta að von- um svip á þar sem þetta eru lykil- menn í báðum liðum. Torfi Magnússon átti mjög góðan leik í liöi Vals, tók mikið af fráköst- um og skoraði grimmt. Mikið mæddi á Páli Arnari og Tómasi Holton í lokin og komust þeir vel frá sínum hlutverkum. Sturla Örlygsson stóð vel fyrir sínu og Einar Olafsson einnig en hann fékk það hlutverk að taka Pálmar Sigurðsson úr umferð. Pálmar og Henning voru að vanda góðir í Haukaliðinu og skoruðu mikið. Pálmars var vandlega gætt í fyrri hálfleik og skoraði hann þá aðeins 6 stig, þar af 4 úr vítum en í seinni hálfleik lék hann meira laus- um hala og bætti þá 17 við. Stig Valsmanna skoruðu: Torfi Magnússon 25, Páll Arnar 18, Björn Zoéga 11, Einar Ólafsson, Sturla Örlygsson og Tómas Holton 8 hver, Svali Björgvinsson 3. Haukar: Pálm- ar Sigurðsson 23, Henning Henn- ingsson 20, Ólafur Rafnsson 12, ívar Ásgrímsson 6, Eyþór Árnason, Hálfdán Markússon og Ingimar Jónsson 2 hver. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Jóhann Dagur Björnsson, full flautuglaðir. Enn eitt tap hjá Fram KR vann Fram með 62 stigum gegn 56 í úrvalsdeildinni á laugar- daginn og var sigur KR-inga aldrei í hættu. Staðan í leikhléi var 32-32 KR í hag. Stig KR-inga skoruðu: Garðar Jóhannsson 16, Guðni Guðnason 13, Guðmundur Jóhanns- son 12, Ástþór Ingason 9, Þorsteinn Gunnarsson 8, Matthías Einarsson 4. Stig Fram: Þorvaldur Geirsson 22, Jóhann Bjarnason 11, Símon Ólafsson 8, Jón Júlíusson 7, Auðunn Elíasson 4, Guðbrandur Lárusson og Ómar Þráinsson 2 hvor. Staðan Staðan í úrvaisdeildinni í körfuknattleik að loknum níu umferðum: UMFN . . . ÍBK..... Valur .... KR ..... Haukar... Fram .. . . 9 7 9 6 9 6 9 5 9 3 9 0 2 690-601 14 3 643-555 12 3 619-594 12 4 625-647 10 6 635-643 6 9 500-672 0

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.