Tíminn - 02.12.1986, Qupperneq 18

Tíminn - 02.12.1986, Qupperneq 18
18 Tíminn BÆKUR Þriðjudagur 2. desember 1986 Bókaútgáfa Menningarsjóðs gefur að vanda út allmarga titla í ár. Stærsta verkefni útgáfunnar að þessu sinni er lokabindi íslenskra sjávar- hátta eftir dr. Lúðvík Kristjánsson, sem þegar hefur verið skýrt frá hér í blaðinu. Þetta bindi er hið fimmta í röðinni, en alls er verkið orðið 2530 blaðsíður og myndir rúmlega tvö þúsund. En Menningarsjóðursendireinnig frá sér annað stórvirki í ár, og er það Þjóðhátíð 1974 eftir Indriða G. Þor- steinsson. Þetta verður tveggja binda glæsilegt ritverk um mestu þjóðhátíð íslendinga fyrr og síðar, hannað af Kristínu Þorkelsdóttur sem var höfundur þjóðhátíðarmerk- isins 1974. Ritið verður skreytt fjölda mynda frá þjóðhátíðinni á Þingvöllum, Reykjavíkurhátíð og héraðshátíðum víða um land. Af öðrum bókunt er að nefna Hjá fólkinu í landinu eftir dr. Kristján Eldjárn. í henni eru 25 ræður og ávörp sem hann flutti þjóðinni í forsetatíð sinni, en útgáfan er gerð í tilefni af því að dr. Kristján hefði orðið sjötugur hinn 6. desember. Af skáldverkum er að nefna Refsku, nýja skáldsögu eftir Kristján J. Gunnarsson fyrrverandi fræðslu- stjóra. Að því er segir í kynningu forlagsins gerist sagan í orði kveðnu á árdögum íslandsbyggðar og minnir víða á íslendingasögur um brag og túlkun. Þá kemur einnig út ljóðabók eftir sr. Bolla Gústavsson í Laufási sem nefnist Borðnautar, og bókin Rannsóknarferðir Stefáns Stefáns- sonar skólameistara, í samantekt Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum, en í henni segir frá rann- sóknarferðum Stefáns á árunum 1888-96. Þá gefur Menningarsjóður út bók- ina Leyndarmál Laxdælu eftir dr. Hermann Pálsson í Edinborg, þar sem hann fjallar um athyglisverða staði í sögunni. Þá koma út Ljóð og ritgerðir eftir Jóhann Jónsson, sem lést 1932, og er bókin gefin út í tilefni af 90 ára afmælisdegi hans sem var 12. september. Líka kemur út skáldsagan Skuggar feðranna eftir Indríði G. Þorsteinsson - gefur út mikið rit um þjóðhátíðina 1974. Mykhailo M. Kotsjúbinski í þýðingu þeirra Guðmundar Daníelssonar og Jerzy Wielunski. Það er ástar- og bændalífssaga frá Suðvestur-Úkra- ínu. Eftir Gylfa Gröndal ritstjóra kem- ur bókin Eilíft andartak, sem hefur að geyma Ijóð og Ijóðaþýðingar hans á verkum eftir fræg norræn skáld. Eftir Steinar Sigurjónsson kemur skáldsagan Singan Rí, og eftir Trausta Einarsson kemur ritið Hvalveiðar við ísland 1600-1939, sem birt er í ritröðinni Studia histor- ica. Þá er komin út bókin Ást og útlegð eftir Matthías Viðar Sæm- undsson í ritröðinni Studia Island- ica. Andvari kemur einnig út að vanda, en þar birtist m.a. í ár æviþáttur um dr. Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra eftir dr. Gunnar G. Schram. Líka kemur Almanak Hins íslenska þjóðvinafé- lags út með Árbók íslands 1985 eftir Heimi Þorleifsson menntaskóla- kennara. -esig Utgáfubækur Menningarsjóðs ■■jÆKUR ÁLDNER HAFA ORDID tJín Stefáisdóttti FimÚAUgur Snuitason Helga Gtawiarxtótrir lödríAt <». Þontetittúin Jóhamt Ántavrm S-guiður tvliiuwn Þórtrinn Vtgfúíujn EíHnfpiirí tktáfti Aldnir hafa orðið 15. bindi Erlingur Dvíðsson rithöfundur sendir nú frá sér 15. bindi þessa einstæða ritsafns, sem nú er orðið mikið bæði að vöxtum og vinsældum. AUs eru sögumenn orðnir 105, og bækurnar 15 eru, auk þess að vera skemmtilegar aflestrar, merkar heimildir um ættfræði, atvinnusögu, þjóðhætti, sagnfræði og margt fleira. Þótt þeir, sem hér segja frá, séu enn á lífi og flestir í fullu fjöri, þá spegla frásagnirnar liðinn tíma, sem fjarlægist ört á okkar miklu breytingatímum. — Þau, sem frásagnir eiga í þessu bindi, eru: Elin Stefánsdóttir húsfreyja og ljósmóðir að Miðfelli í Hreppum, Finnlaugur Pétur Snorrason frá Syðri-Bægisá í Öxnadal, Helga Gunnarsdóttir verkakona á Akureyri, Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur í Reykjavík, Jóhann Árnason í Rammagerðinni á Akureyri, Sigurður Elíasson iðnrekandi í Kópavogi og Þórarinn Vigfússon skipstjóri á Húsavík. í greipum elds og ótta Þetta er fjórða skáldsaga Birgittu H. Halldórsdóttur. Fyrri bækur hennar eru: Inga, Háski á Hveravöllum og Gættu þín Helga. Öllum hefur bókum hennar verið vel tekið og ljóst, að þær njóta vaxandi vinsælda, enda hefur Birgitta haslað sér völl á sviði spennuskáldsagna, en það hafa fáir íslenskir rithöfundar reynt. Sögusvið þessarar bókar er við Eyjafjörð. Margar helstu persónurnar eru kennarar við skóla í nágrenni Akureyrar, þar á meðal Rósa, sem ung að árum hafði fellt ástir til Halldórs skólabróður síns og átt með honum soninn Óskar. En þau fengu ekki lengi að njóta ástar sinnar. Síðar áttu þó örlögin eftir að leiða þau saman, en áður hafði mikið vatn runnið til sjávar og atburðarásin í lífi Rósu var bæði hröð og fjölbreytileg. - Hugkvæmni og fjörugt ímyndunarafl höfundar nýtur sín með ágætum í þessari bók. Ólíklegustu atburðir verða hver af öðrum og frásögnin er þrungin sívaxandi spennu. Þetta er íslensk ástarsaga og afbrotasaga, en umfram allt íslensk nútímasaga. — Káputeikningu gerði Auglýsingaskrifstofan Delfi (Bernharð Steingrímsson.) ArtDERS BÆHSTÍD QOÐ ^ HETJUR I HEIÐI1UM SIÐ Undirstöðuverk um foman íslenskan menninqararf BIRGITTA H.HflLLDORSDOTTIR i greipum eids og ótta Alþýðlegt fræðirit um goða- og hetjusögur Goð og het jur í heiðnum sið Undirstöðuverk um fornan íslenskan menningararf eftir Anders Bæksted í þýðingu Eysteins Þorvaldssonar lektors. Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf. hefur gefið út bókina Goð og hetjur í heiðnum sið en eins og segir í undirtitli bókarinnar er hér um að ræða fornan íslenskan menningararf. Höfundur bókarinnar er Anders Bæksted en þýðandi Eysteinn Þorvaldsson lektor. Bókin Goð og hetjur í heiðnum sið er stærsta og vandaðasta rit um goðsögur og hetjusögur sem komið hefur út á íslensku. Hér er brugðið upp skýrum myndum af heiðnum átrúnaði og stórbrotinni veröld goðsagnanna. Jafnframt er sýnt fram á hvernig hin heiðnu lífsviðhorf birtast ljóslifandi í hetjum forsagnanna, einkalífi þeirra, framgöngu og örlögum. Raktar eru helstu goðsögur norrænna manna og sagt frá hlutverki þeirra í daglegu lífi forfeðra okkar. Einnig eru hér endursagðar norrænar hetjusögur miðalda sem byggja á ævagömlum sagnaarfi þar sem hin fornu goð eru jafnan í námunda við róstursamt mannlíf. Bókin er ríkulega myndskreytt og í rauninni listaverkabók á sínu sviði. Þar á meðal er fjöldi litmynda úr íslenskum handritum. Þýðandinn segir í formála sínum m.a.: Bæksted var gjörkunnugur norrænni menningu og ekki síst íslenskum fornbókmenntum enda metur hann þær mikils og þær eru ein helsta undirstaða þessa verks. Þetta er ítarlegasta rit sem komið hefur út á íslensku um heiðinn sið í Norðurevrópu, og ekki hefur heldur fyrr komið út á íslensku bók sem tengir svo skýrlega saman fræðslu um heiðinn átrúnað og heiðin lífsviðhorf sem birtast í fornum, norrænum hetjusögum. Mörkin milli goðsagna og hetjusagna eru oft óljós og stundum hefur blandast efni milli þeirra. Bókin Goð og hetjur í heiðnum sið er sett og prentuð í prentstofu G. Benediktssonar og bundin í Arnarfelli hf. Kápu hannaði Sigurþór Jakobsson. Ólafur Halldórsson: Horfnir heimar Nýju ljósi varpað á leynd- ardóma sögunnar Út er komin hjá Erni og Örlygi bók um forvitnilegt efni. Nefnist hún Horfnir heimar og er eftir Ólaf Halldórsson kennara. í bók þessari leitast Ólafur við að varpa nýju ljósi á ýmsa leyndardóma sögunnar. Framan á bókinni er mynd af líkneski sem indíánar í Mið-Ameríku gerðu af guði sínum Quetzalcoatl, sem var hvítskeggjaður. Undir myndinni er varpað fram þeirri spurningu hvort hér hafi verið um að ræða Björn Breiðvíkingakappa. Það má með sanni segja að í þessari nýstárlegu bók kannar höfundurinn ýmsa þætti heimssögunnar sem og sögu íslands, - þætti sem höfundar hefðbundinna vísindarita og þá sérstaklega sagnfræðirita hafa veigrað sér við að fjalla um eðá taka afstöðu til. Víða er leitað fanga og áleitnum spurningum svarað: Á fjölbreytileg siðmenning jarðarbúa rætur að rekja til einnar móðurmenningar? Er kominn tími til að hrista rækilega upp í viðteknum hugmyndum um uppruna íslendinga? Við lestur þessarar bókar fer lesandinn um ýmsa baksali sögunnar, allt frá spurningunni um það hverjir námu ísland fyrstir, til bollalegginga um það hvaðan frumstæðum ættflokki í Vestur-Afríku barst víðtæk þekking í stjörnufræði, svo sem fylgistjömu Síríusar og umferðartíma hennar. Lesandinn fær svör við ýmsum áleitnum spurningum við lesturinn en verður jafnframt að taka afstöðu til margra þeirra hluta, er hann rekst á sem þátttakandi í þessari spennandi könnunarferð. Bókin Horfnir heimar er sett og prentuð hjá Steinholti hf. en bundin i Arnarfelli. Kápugerð annaðist Hrafnhildur Sigurðardóttir. ÓLAFUR HAtUXteUN Hrafn á Hallormsstað og lífið kringum hann skráð af Ármanni Halldórssyni Örn og Örlygur hafa gefið út bókina Hrafn á Hallormsstað og lifið kringum hann. Ármann Halldórsson skráði. Hrafn Sveinbjarnarson á Hallormsstað er nú á áttræðisaldri. Hann byrjaði lífsferilinn sinn á Hólmum í Reyðarfirði og átti heima í bernsku í Búðareyrarþorpinu, en ólst upp á Sómastöðum eftir hann . HRAFN AHALLORMSSTAÐ missti móður sína átta ára að aldri og þangað til hann réðst kyndari að Húsmæðraskólanum á Hallormsstað haustið 1932. Eins og áður segir hefur Ármann Halldórsson fært sögu Hrafns í letur eftir frásögn hans og fleiri heimildum. Fjallað er um þá þróun sem átt hefur sér stað niðri á Fjörðum og á Héraði um ævidaga Hrafns og raunar áður en hann kemur til sögunnar. Fjöldi manna á Austurlandi kemur við sögu Hrafns þótt Reyðfirðingar og Héraðsmenn séu þar í fararbroddi. Lýsingar á aldarfari og lífsháttum á Austfjörðum eru þess eðlis að bókin mun verða talin merk heimild um það efni er stundir líða. Bókin um Hrafn á Hallormsstað er sett og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnarfelli hf. Kápugerð annaðist Sigurþór Jakobsson. Margit Ravn: Björg hleypur að heiman Bókaútgáfan Hildur hefir á undanförnum árum endurútgefið hinar kunnu unglingasögur norsku skáldkonunnar Margit Ravn, sem nutu mjög mikilla vinsælda fyrir 30-40 árum og eiga enn marga aðdáendur, eldri og yngri. Nú kemur 22. bókin af endurútgáfunni. Þessi saga gerist að nokkru leyti á íslandi, því að aðalpersóna sögunnar fer með hálfíslenskri fjölskyldu til íslands í frí. Þar lendir hún í ástarævintýri, en staðfestist þó ekki hér.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.