Tíminn - 30.12.1986, Qupperneq 1

Tíminn - 30.12.1986, Qupperneq 1
q STOFNAÐUR1917 limirml SFJALDHAGI allar upplýsingar á einum staó l SAMVINNUBANKI o ÍSLANDS HF. * ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1986 - 295. TBL. 70. ÁRG. í STUnU MÁU... HNÍFASAFNI og loftskamm- byssu var stolið úr íbúð í Vesturbæn- um um jólahelgina. Að sögn lögreglu munu ekki vera tengsl milli þessa þjófnaðar og árásarinnar við Sigtún sem greint er frá á blaðsíðu fimm. Þá var tvíhleyptri haglabyssu af Monte Carlo gerð stolið á sunnudag úr íbúð ásamt símatæki og riffli. Sagði rann- sóknarlögreglan einnig að síðustu daga hefði verið mikið um innbrot í geymslur, sérstaklega í Breiðholti. Vill rannsóknarlögreglan hvetja fólk til þess að tryggja læsingar sínar á geymsluhurðum. NÝTT LEIKSVIÐ verðurtekið í notkun, af Þjóðleikhúsinu í kvöld, þegar frumsýnt verður leikritið í smásjá eftir Þórunni Sigurðardóttur. Leiksviðið er til húsa að Lindargötu 7 og hefur hlotið nafnið Litla leiksviðið. Frumflutn- ingur verksins hefst klukkan 20:30 en áður en sýningin hefst munu íslenskir leikarar og starfsmenn Þjóðleikhússins fara blysför frá Þjóðleikhúsinu að Litla leiksvioinu. MAGNÚS THOFSODDSEN hæstaréttardómari hefur verið kjörinn forseti Hæstaréttar íslands frá fyrsta janúar 1987 til tveggja ára og Halldór Þorbjörnsson hæstaréttardómari var- aforseti til sama tíma. Breska tankskipið Syneta strandaði við Skrúð í mynni Fáskrúðsfjarðar og fórst öll áhöfnin eða tólf manns á jóladagskvöld. Lík sjö skipverja hafa fundist en leit að félögum þeirra bar ekki árangur. Sjá frétt á baksíðu. ÞAKKIR HAFA VERIÐ færðar skipstjóra og skipshöfn varð- skipsins Vædderen fyrir frækilega björgun skipbrotsmanna af Suður- landi. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra færði ofangreindum að- ilum þakkirnar fyrir hönd ríkisstjórnar- innar og þjóðarinnar. Einnig hefur verið komið á framfæri þökkum til Breta og Norðmanna fyrir þeirra þátt. t í frétt frá forsætisráðuneytinu segir að f Slysavarnafélag íslands, Landhelgis- £ gæslan og Flugmálastjórn eigi skilið p þakkir fyrir þátttöku í leit og björgun. VERÐLAGSRÁÐ sjávarút- vegsins ákvað á fundi sínum í gær að gefa loðnuverð áfram frjálst. Því munu sömu ákvæði verða í gildi út þessa vertíð og nú gilda, varðandi tilkynning- ar og lágmarksgildistíma á verðum. MEINATÆKNAFÉLAG Islands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við yfirstandandi kjaradeilu meinatækna á Borgarspítalanum, en þeir hafa sagt upp störfum og munu uppsagnir þeirra taka gildi frá og með áramótunum. f yfirlýsingu Meinatæknafélagsins segir að aðrir meinatæknar muni ekki ganga í störf meinatækna á Borgarspítalan- um. BJARNI THORARENSEN skáld, yfirdómari og síðar amtmaður á Möðruvöllum hefði orðið 200 ára í dag, 3Qdes. Af því tilefni hefur Hið íslenska fræðafélag í Kaupmannahöfn gefið út heildarútgáfu allra bréfa Bjarna, sem kunnugt er um, í tveim bindum. Jón Helgason prófessor sá um útgáfuna. Fyrra bindi bréfanna var fyrst gefið út í Kaupmannahöfn 1943 en er löngu uppselt en seinna bindið kemur nú út í fyrsta sinn. KRUMMIS „Hann hefur ábyggilega ætlað að taka frí- merkjasafnið." Fimm manns komust af þegar flutningaskipið Suðurland fórst: VÆDDEREN K0M A ELLEFTU STUNDU Fimm manns komust lífs af þeg- ar flutningaskipið Suðurland fórst um 290 mílur ANA af Langanesi á miðnætti á aðfangadag. Þrír menn létust og þrír eru taldir af. Átta skipverjar komust í björgunarbát sem var illa farinn enda hafði hann lamist við skipið og hangið utan á síðu þess nokkurn tíma, eftir að slagsíða kom á skipið. Ekki er fyllilega ljóst hvað gerðist, en líklegast er talið að sjór hafi komist í skipið. Mjög greið- lega gekk að staðsetja skipbrots- menn eftir að skipið sökk. Hins- vegar voru ýmis ljón á veginum þegar farið var að huga að björgun mannanna. Eins og fram hefur komið var það djörf björgunarað- gerð varðskipsmanna af Vædderen sem varð til þcss að tókst að bjarga mönnunum þegar tæpast stóð. Veðurskipið „Metro“ var statt í um 120 sjómílna fjarlægð frá slys- staðnum. Ekki tókst að kalla upp skipið þegar um miðnættið og sendi það ekki frá sér veðurskeyti klukk- an tólf. Metro var það skip sem næst var slysstað. Metro svaraði um klukkan 3 um nóttina og hafði þá þegar tapast dýrmætur tími. Varðskipið Týr var statt við Súða- vík þegar kall barst til þess að halda þegar af stað áleiðis til slysstaðs. Rétt eftir klukkan eitt á jólanótt héldu varðskipin Vædderen og Olav Helgi af stað frá Færeyjum. Skömmu áður höfðu þær upplýs- ingar borist frá Bodö í Noregi að þar væru engar þyrlur eða skip til - þegar skipsbrotsmenn voru orönir mjög þrekaöir jafnvel lengur. Fyrirhugað var að senda elds- neytisvél frá Bretlandi og átti hún að koma til móts við þyrlu frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, sem fara átti frá Egilsstöðum. Fokkerflugvél Landhelgisgæslunn- ar átti að fylgja þyrlunni til Egils- staða. Allar þrjár vélarnar biluðu og urðu gagnslausar fyrir vikið. Þegar svo var komið var Ijóst að varðskipið Vædderen var sá kostur sem vænlegastur þótti til björgun- ar. Djörf ákvörðun skipstjóra Vædderen, um að senda þyrlu sína af Lynxgerð af stað þegar útreikn- að var að flugþol þyrlunnar myndi duga nákvæmlega til að ná upp mönnunum og fljúga til baka ef skipið héldi sömu ferð í átt að yfir björgunarbátnum klukkan eitt á jóladag og skömmu síðar hafði hún náð upp þeim fimm mönnum sem á lífi voru og komust af. Þeir sem lifðu af slysið voru: Jón Snæ- björnsson fyrsti stýrimaður, Hall- dór Gunnarsson fyrsti vélstjóri, Kristinn Harðarson háseti, Júlíus Guðnason háseti og Anton Sig- þórsson viðgerðarmaður í vél. Þeir aðilar sem Tíminn hefur rætt við og tengdust á einhvern hátt björgunaraðgerðum eru sam- mála um að frammistaða varð- skipsmanna af Vædderen hafi verið hreint út sagt frábær. En það er óhætt að segja að samverkandi aðstæður hafi hjálpað til við björgun þeirra skipbrots- manna. Eftir að nýjum björgunar- bát hafði verið kastað til þeirra úr hafi orðið þeim til lífs. Höfðu skipsbrotsmenn hafst við í lekum og rifnum björgunarbát í ellefu klukkustundir og voru orðnir þrek- aðir af að standa í sjó sem náði þeim hátt upp á læri. Orion þota sem sveimaði yfir bátnum og leið- beindi þyrlunni beint að bátnum og sparaði þar með dýrmætar mín- útur, því þyrlan átti ekki eftir nema tólf mínútna flugþol þegar hún kom til skips aftur. Vædderen flutti skipbrotsmenn- ina til Færeyja og þaðan fóru þeir með flugi til Reykjavíkur þar sem tekið var á móti þeim af ástvinum. Suðurland var að flytja saltsíld til Murmansk í Sovétríkjunum þegar slysið varð. Sjá ennfremur bls. 2, 3 og 8.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.