Tíminn - 30.12.1986, Síða 3

Tíminn - 30.12.1986, Síða 3
Þriðjudagur 30. desember 1986 Tíminn 3 Síldarverksmiðjur ríkisins Siglufirði: Meiri loðna á land nú en nokkru sinni Alls komin 140 þusund tonn Frá frcttaritara Tímans, Emi Þórarinssyni í Fljótum: Meiri loðnu hefur nú verið landað á Siglufirði á yfirstandandi haust- vertíð en á nokkurri vertíð áður og raunar er Siglufjörður langhæsti löndunarstaður á öllu landinu. Alls hefur verið landað tæpum 140 þúsund tonnum hjá Síldarverk- smiðjum ríkisins og hefur verið brætt nær stanslaust í fjóra mánuði. Óvíst er hvort tekst að bræða alla þá loðnu sem til er í þrónum, fyrir jól. „Við fengum fyrstu loðnuna 11. ágúst og byrjuðum bræðslu um miðj- an ágúst“ sagði Gísli Elíasson, verk- smiðjustjóri SR á Siglufirði. „Bræðslan hefur gengið ágætlega, það fara í gegn 12-1500 tonn á sólarhring. Við bræðsluna vinna 36 menn á tvískiptum vöktum, hver vakt er átta klukkustundir. í>ví er ekki að leyna að eftir fjögurra mán- aða törn fara menn að verða dálítið þreyttir á vaktavinnunni. Þó gæti svo farið nú, að haust og vetrarver- tíðin næðu alveg saman. Petta fyrir- tæki skapar mikla vinnu fyrir bæjar- félagið og það er mikil gjaldeyrir sem verksmiðjurnar skapa, þó verð- ið á lýsinu hafi stórlækkað að undan- förnu“ sagði Gísli. Síldarverksmiðjurnar á Siglufirði voru byggðar árið 1946. Síðustu ár hefur verksmiðjunum verið breytt verulega auk þess sem húsnæðið var stækkað árið 1985, en þá var byggt nýtt hús sem soðstöðin er nú í. Nú hefur allur tækjabúnaður verið endurnýjaður að undanskildum mjölþurrkurunum, þeireru frá 1946, að vísu orðnir úreltir. Þá hafa húsa- kynni SR verið endurbætt mjög mikið og öll aðstaða starfsmanna bætt til muna. Auk verksmiðjunnar rekur SR vélaverkstæði á Siglufirði, en alls starfa um sextíu manns hjá fyrirtæk- inu á Siglufirði. -ÖÞ Frá stjórnstöð Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufírði. Frá vinstri, Stefán Sigmarsson og Þórður Andersen. Tímamynd örn Símanúmerahappdrætti lamaðra og fatlaðra: Húsnæðisstofnun varð af happdrættisbíl Húsnæðisstofnun ríkisins virðist hafa misst af happdrættisvinningi - nýjum bíl - nú um jólin vegna þeirrar reglu að ríkisstofnunum er ekki heimilt að greiða happdrættis- miða. En einn af bílavinningunum í Símahappdrætti Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra kom upp á síma- númer Húsnæðisstofnunar 91- 28500. Sigurður Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri kvaðst á sínum tíma hafa spurst fyrir um það hjá ríkisend- urskoðun hvort stofnunin mætti kaupa happdrættismiða til stuðnings góðgerðar- eða líknarfélögum og fengið þau svör að svo væri ekki. Sé því mjög ólíklegt að þessi miði hafi verið greiddur af stofnuninni og sömuleiðis ólíklegt að nokkur starfs- mannanna hafi tekið sig til og greitt þennan miða úr eigin vasa. Hjá Styrktarfélagi lamaðra ogfatl- aðra hafði í gær ekki verið kannað hvort happdrættismiðinn með núm- eri Húsnæðisstofnunar hafði verið greiddur eða ekki. Ríkisstofnanir endursendi oft miðana með síma- númerum sínum með þeirri athuga- semd að það megi selja þá öðrum, og það sé stundum gert. Hvort svo hafi verið í þessu tilviki eða ekki, hafi ekki verið kannað, sem fyrr segir. Happdrættismiðar Símahapp- drættisins eru gefnir út á öll síma- númer nema leyninúmer. -HEI Framkvæmdastjóri Nesskips: BJÖRGUNARKERFIÐ GEKK EKKIUPP „Þegar varðskipið Vædderen fór af stað frá Færeyjum, hélt maður að það væri meira til öryggis en að varðskipsmenn myndu bjarga mönnunum úr bátunum því átti ég ekki von á,“ sagði Guðmundur Ásgeirsson framkvæmdastjóri Nesskips sem átti Suðurland, í samtali við Tímann í gær. „Mér virðist sem björgunarkerfið hafi brugðist. Þyríurnar frá Noregi komust ekki svona langt. Eldsneyt- isvélin sem var í Bretlandi bilaði. Ég tel að eðlilegast hefði verið, ef við höfum á annað borð aðgang að þessu björgunarneti að þyrla og eldsneytisflugvél hefðu verið send- ar til Noregs, Álasunds, og hefðu þaðan lagt upp til slysstaðarins. Þá hefðu þær sennilega komist á slysstað um klukkan 7 um morgun- inn.“ sagði Guðmundur. Hafsteinn Böðvarsson Hlöðver Einarsson Sigurður Ölvir Bragason Sigurður Sigurjónsson Sigurður L. Þorgeirsson Svanur Rögnvaldsson Sex menn fórust með Suðurlandi Þeir sem fórust hétu : Hafsteinn Böðvarsson, mat- sveinn, til heimilis að Langholts- vegi 178, Reykjavík. Hann var fæddur 25. júlí 1930. Hafsteinn lætur eftir sig sambýliskonu, aldr- aða móður og sex börn. Hlöðver Einarsson yfirvélstjóri, Flúðaseli 90, Reykjavík. Hlöðver var fæddur 11. nóvember 1945. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Sigurður Ölvir Bragason háseti, Fornósi 1, Sauðárkróki. Hann var fæddur 7. janúar 1965, ókvæntur og barnlaus. Sigurður Sigurjónsson skip- stjóri, Breiðvangi 32, Hafnarfirði. Sigurður fæddist 7. ágúst 1924 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Sigurður L. Þorgeirsson, 2. stýri- maður, Grenilundi 33, Akureyri. Hann var fæddur 15. ágúst 1941 og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn. Svanur Rögnvaldsson, bátsmað- ur, Ferjubakka 8, Reykjavík. Svanur fæddist 14. desember 1929. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fimnt börn. Búmannsbók er annað tveggja „geymslubók" eða „söfnunarbók“. Vextir eru reiknaðir mánaðarlega. Þeir leggjast við höfuðstólinn 1. hvers mánaðar og bera vexti frá þeim degi. „Geymslubók“ er stofnuð með einu innleggi, sem laust er til útborgunar með jöf num mánaðarlegum úttektum á næstu 12 mánuð- um auk áfallinna vaxta hverju sinni Vextir 12 sinnum á ári „Söfnunarbók“ er samningur um ákveðið innlegg mánaðarlega í 12 mánuði. Hún er bundin allan söfnunartímann, en einum mánuði eftir tólfta innlegg er öll innistæðan laus til útborgunar. Búmannsbók heidur „búmannskjörum" eftir að samningstíma lýkur þar til innistæða er hreyfð. Vextir eru háðir ákvörðun Alþýðubankans hf. hverju sinni. Frá 1. jan. 1987. Nafnvextir 16,0% Ársávöxtun 17,25% við gerum vel við okkar fólk Alþyóubankinn hf

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.