Tíminn - 30.12.1986, Page 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 30. desember 1986
Kisa og
pakkinn
Þessi mynd er af Rusty, en hann
er 7 mánaða kettlingur, kátur og
hress. Eigandi kettlingsins, Pam
Tobey í Northridge t' Kaliforníu
tók þessa mynd af Rusty og vann
verðlaun fyrir.
„Jólapakkinn" hans Rusty er
reyndar pappírsþurrku-pakki, en
myndin var tekin einmitt af því að
eigandanum þótti það svo bráð-
sniðugt að kettlingurinn settist við
hliðina á Kleenex-pakkanum og
hnerraði hvað eftir annað og var
engu líkara en hann væri að bíða
eftir að einhver hjálpaði upp á
sakirnar og snýtti honum með
pappírsþurrkunum úr pakkanum!
Kettlingurinn Rusty að hnerra.
Roger Moore
(James Bond)
- fyrir og eftir vörtu-aðgeröina
Hér höfum við tvær myndir af
leikaranum Roger Moore sem nú
segist vera hættur að leika hetjuna
James Bond.
Það var því ekki fyrst og fremst
fyrir útlitið, að leikarinn lét fjar-
lægja vörtu af andliti sínu (sést á
myndinni t.v.) heldur var það að
áeggjan læknis hans.
Roger Moore er nú orðinn 57
ára gamall, og segist ekki geta
staðið í því erfiði sem fylgir Bond-
myndunum. En hann hefur ekkert
sagt um að hann sé hættur að leika.
Roger hafði haft fæðingarblett,
sem síðan stækkaði og varð að
vörtu vinstra megin við nefið, og
þegar læknir hans sá að vartan
hafði stækkað sagði hann að sjálf-
sagt væri að fjarlægja hana. Svo
væri þetta líka upplagt tækifæri
fyrir leikarann til að fá „smá-and-
litslyftingu" um leið.
Moore sló til, og svo voru teknar
myndir - á undan og eftir - aðgerð-
ina til að sjá muninn.
Óneitanlega er eins og Roger
Moore hafi yngst um 10 ár á
... og svo t.h. þegar vartan hans
Rogers er horfin og húðfelling-
arnar sömuleiðis! En er hann
þá jafn „sjarmerandi"?
á andlitinu og húðfellingarnar
horfið.
Þegar Samantha
Fox lékjólasvein!
Allir hermennirnir vilja fá áritaða mynd af Sam til minningar um heimsókn hennar
Samantha er svolítið óvenjulegur jóla-
sveinn. Hún er t.d. ekki með skegg! Hér
er hún í flegnum rauðum jólakjól með
skykkju yfir herðarnar, sem skreytt er
hvítum loðkanti. Sam var reyndar með
jólasveinahúfu, en hún hafði tekið hana af
sér — hún kunni ekki við hana
Roger Moore t.v. - með vörtu á
kinn og húðf ellingar á vanga, -
myndinni til hægri, en einhvern
veginn er hann ekki „hinn eini
sanni Bond“ þar þó teygt hafi verið
Um þessar mundir eru margir
jólasveinar á ferð, og þeir eru
margir hverjir vel þekktir hér á
landi og eiga sín nöfn, svo sem
Ketkrókur, Kertasníkir og Hurða-
skellir, svo einhverjir séu nefndir.
En svo eru líka til „þykjustu-
jólasveinar", sem klæða sig í jól-
asveinabúning til þess að gleðja
fólk á öllum aldri um jólin.
Það var það sem hún Samantha
Fox, hin fallega breska fatafella og
söngkona, hafði í huga þegar hún
fór í jólaheimsókn til breskra
hermanna, sem voru í æfingabúð-
um og fengu ekki að fara heim um
jólin. Petta var á síðustu jólum, og
sögðu ungu hermennirnir að þessi
jólagestur þeirra myndi seint
gleymast þeim.
Vágestur á
sjúkrahúsinu
eftir Michael Palmer
Komin er út hjá Iðunni
spennandi saga eftir Michael
Palmer, og nefnist hún Vágestir á
sjúkrahúsinu.
í kynningu forlagsins segir svo
um efni bókarinnar: Ung og
glæsileg kona deyr á sjúkrahúsi úr
óþekktum sjúkdómi. Önnur deyr
eftir lítilfjörlegt óhapp á heimili
sínu. Engum kemur til hugar að
tengja þessa atburði — nema Kate
Bennett lækni. Henni tekst að
finna þræðina sem tengja
konurnar tvær saman — og þeir
liggja inn á sjálft sjúkrahúsið. - En
Kate veit ekki að hún á í höggi við
voldugan andstæðing sem svífst
einskis til að vernda hið
ógnþrungna leyndarmál sitt, og
gerir sér ekki ljóst að hún leggur
ekki einungis frama sinn,
hjónaband og mannorð í hættu,
heldur lífið sjálft.
Vágestur á sjúkrahúsinu er
mögnuð saga eftir höfund sem
sjálfur er læknir og þekkir af eigin
raun það sögusvið sem hann
hefur valið sér, nútíma sjúkrahús.
Jón Á. Sigurðsson þýddi.
Eyfirskur
fróðleikur og
gamanmál
Kvæði og stökur I. Ingólfur
Gunnarsson safnaði og bjó til
prentunar.
Hér er á ferð fyrsta bindi nýs
bókaflokks, sem Skjaldborg hefur
ýtt úr vör. Hugmyndin með
útgáfunni er sú að bjarga frá
glötun ýmsu þvi, sem til er í
handritum af kvæðum, vísum,
sögum og sögnum í byggðum við
Eyjafjörð, sveitum og
kaupstöðum. Með efni í þetta
fyrsta bindi hefur verið leitað
fanga hjá góðum hagyrðingum,
og eiga eftirtaldir hér kvæði og
lausavísur: Aðalbjörg Jónsdóttir
frá Helgastöðum, Aðalsteinn
Ólafsson, Friðbjörn Björnsson í
Staðartungu, Hjalti Finnsson
Ártúni, séra Jóhannes Pálmason,
Jóhannes Þórðarson Miðhúsum,
Laufey Sigurðardóttir frá
Torfufelli, Sigurborg Björnsdóttir
frá Barká, Torfi Guðlaugsson,
Hjálmar Þorláksson frá
Villingadal, Sigrún Hjálmarsdóttir
og Angantýr Hjörvar Hjálmarsson
frá Villingadal. — Ljósmynd á kápu
tók Gunnlaugur P. Kristinsson.