Tíminn - 30.12.1986, Page 7
Þriðjudagur 30. desember 1986
UTLOND
Tíminn 7
Time valdi
Corazon Aquino „Konu ársins“
Manila - Reuter
Corazon Aquino forseti Filipps-
eyja sagði í gær að útnefning tíma-
ritsins Time á henni sem „Konu
ársins“ væri viðburður sem hún hefði
ekki getað látið sig dreyma um en
bætti við að heiðurinn félli öllum
Filippseyingum í skaut.
„Það sem ég er að upplifa núna er
eitthvað sem ég hefði ekki getað
látið mig dreyma um,“ sagði í yfirlýs-
ingu Aquino sem blaðafulltrúi ríkis-
stjórnar hennar, Teodoro Bengino,
las upp.
Time tilnefndi Aquino sem konu
ársins og sagði hana hafa haft mestu
áhrifin á heimsviðburðina á þessu
ári fyrir að endurvekja traust Filipps-
eyinga á ríkisstjórn sinni. Aquino
komst til valda í febrúarmánuði eftir
friðsama byltingu hersins sem studd
var af almennum borgurum.
Aquino sagði um útnefningu tíma-
ritsins virta: „Ég er að sjálfsögðu
mjög ánægð með útnefninguna og
þigg hana fyrir hönd allra Filippsey-
inga sem gerðu þetta mögulegt".
Time sagði hina 53 ára gömlu
Corazon Aquino hafa sýnt ákefð og
hugrekki í að leiða þjóð sína aftur á
braut lýðræðis og hefði með því
endurvakið stolt og samkennd Fil-
ippseyinga.
Aquino sagði í samtali við Time,
í tilefni útnefningarinnar, að það
sem hún vonaðist eftir væri að Fil-
ippseyingar gætu sem flestir lifað við
þokkaleg kjör og í friði. Flún sagði
það vera helsta verkefni stjórnar
sinnar að skapa fleiri störf í landinu.
Elísabet Englandsdrottning og
Wallis Simpson, konan sem Edward
VIII tók fram fyrir bresku krúnuna,
eru einu konurnar auk Aquino sem
Time hefur útnefnt sem persónu
ársins. Að vísu heiðraði tímaritið
konur um allan heim sérstaklega
árið 1975.
Mikhail Gorbatsjov Sovétleiðtogi
var meðal þeirra sem einnig kom til
greina er tímaritið valdi þá persónu
sem rnest áhrif hefði haft á heimsvið-
burði ársins.
Kona ársins: Corazon Aquino forseti Filippseyja
Norður-Kórea:
Kim
endur-
kjörinn
Moskva - Reuter
Kim Il-Sung leiðtogi komrnún-
istaflokksins í Norður-Kóreu var
endurkjörinn sem forseti landsins
í gær. Það var sovéska fréttastof-
an Tass sem frá þessu skýrði.
Fréttastofan sagði Kim hafa
verið endurkjörinn á fundi Æðsta
ráðsins f höfuðborginni Pyong-
yang.
Hinn 74 ára gamli Kim stofnaði
kommúnistaflokkinn árið 1945 og
var fremstur í flokki þegar nýja
lýðveldið Norður-Kórea var
stofnað árið 1948. Hann var for-
sætisráðherra landsins fram til
ársins 1972 þegar hann kom á
forsetaembættinu og settist í það
sjálfur.
ERLENT YFIRLIT
Gorbatsjov og Raisa veifa í kveðjuskyni við brottförina frá Reykjavík.
ganga lengra. Það kom líka í ljós,
þegar heim kom, að margir töldu
hann hafa gengið of langt til móts
við Sovétríkin varðandi fækkun og
gereyðingu kjarnavopna. Svipaður
tónn hefur heyrst frá hernaðarsinn-
um í Natóríkjunum.
Sennilega hefur ekki ósvipað gilt
um Gorbatsjov. Hann hefur varð-
andi stjörnustríðsáætlunina gengið
eins langt og honum hefur verið
frekast fært, jafnt af hernaðarleg-
um og stjórnmálalegum ástæðum.
Yfirmenn hersins hefðu ekki fagn-
að því, ef Gorbatsjov hefði fallist
á útrýmingu kjarnavopna á sama
tíma og Bandaríkjunum væri
heimilt að þróa geimvopn sín
hömlulaust.
Vafalítið á Gorbatsjov einnig
sína pólitísku andstæðinga eða
keppinauta innan valdakerfisins.
Hann er langt frá því að vera
einvaldur. Það getur orðið honum
að falli, ef hann misstígur sig. Þótt
ekki sé beinlínis sjáanleg sam-
keppni við Gorbatsjov urn for-
ingjastöðuna, er vafalítið þegar
farið að keppa um hver skuli vera
krónprins hans, ef hann forfallaðist
skyndilega af einhverjum ástæð-
um. í Moskvu er háð valdakeppni
á hæstu stöðum ekki síður en í
öðrum höfuðborgum.
Þótt óumdeilanlega næðist mikill
árangur á Reykjavíkurfundinum
og svo litlu munaði, að menn gátu
verið bjartsýnir um áframhaldið,
er erfitt um allar framtíðarspár nú.
íransmálið eða Irangate, eins og
það er stundum nefnt, hefur orðið
Reagan forseta mikið áfall og á þó
ef til vill eftir að reynast honum
meira. Meðan staða hans batnar
ekki, verður hann ekki fær um
alvarlega þátttöku í örlagamiklum
viðræðum.
Þvert á’ m'óti horfir nú á margan
hátt verr en fyrir Reykjavíkurfund-
inn. Haukarnir hafa styrkt stöðu
sína meðan forsetinn hefur verið f
lamasessi. Bandaríkin hafa lýst
yfir því, að þau framfylgi ekki
lengur Salt 2,-samningnum. Tillög-
ur hafa verið lagðar fyrir þingið um
stórfjölgun langdrægra eldflauga.
Andi Reykjavíkurfundarins hefur
a.m.k. um skeið fjarlægst Was-
hington.
EF IRANGATE hefði ekki
komið til sögunnar, hefði verið
álitamál hvort heldur ætti að telja
Reagan eða Gorbatsjov mann árs-
ins 1986. Reagan hefði mjög komið
til greina, því að framganga hans á
Reykjavíkurfundinum benti til
þess, að honum væri það full alvara
að Ijúka stjórnmálaferli sínum sem
friðarforseti. Nú býr hann við
minnkandi traust þjóðar sinnar, ef
marka má skoðanakannanir, og
ekki er séð fyrir hvernig Irangate-
málinu lýkur.
Gorbatsjov dæmist því tvímæla-
laust vera maður ársins 1986. Því
veldur ekki aðeins framganga hans
á Reykjavíkurfundinum og róttæk-
ar tillögur hans um útrýmingu
^kjarnavopna fyrir aldamót. Þessu
veldur ekki síður framganga hans
heima fyrir.
Það er ótvírætt, að Gorbatsjov
tók við forustu í stórveldi, þar sem
margvísleg hrörnunarmerki voru
að koma í ljós. Óregla og vinnusvik
fóru vaxandi, ekki síst vegna of-
neyslu áfengra drykkja. Forusta
margra atvinnufyrirtækja var víða
orðin duglítil, afturhaldssöm og
kredduföst. Sérréttindi leiðtoga í
stjórnmálum og atvinnurekstri
höfðu færst í aukana. Sitthvað var
farið að minna á síðustu áratugi
keisarastjórnarinnar.
Gorbatsjov og hinir yngri for-
ustumenn, sem hafa hafist til valda
Þórarinn Þórarinsson:
Reykjavíkurfundurinn er mesti
stjórnmálaviðburður ársins 1986
Gorbatsjov er öðrum fremur maður ársins
ÞAÐ ER óumdeilanlegt, að leið-
togafundurinn í Reykjavík verður
talinn stærsti stjórnmálaviðburður
ársins 1986. Aldrei áður hefur
munað eins mjóu, að leiðtogar
risaveldanna næðu samkomulagi
um stórfellt skref til útrýmingar á
kjarnavopnum og öðrum vopnum
í framhaldi af því.
Hefði slíkt samkomulag náðst,
gátu menn látið sig fara að dreyma
um, að þeir tímar ættu eftir að
koma, að herjum yrði aðeins við-
haldið til að tryggja lög og reglu
heima fyrir og gæslu landamæra.
Draumurinn um þúsund ára frið-
arríkið hefði þá ekki þótt eins
fjarlægur og hann þykir í dag.
Því miður varð niðurstaðan sú,
að samkomulag strandaði að
lokum. Reagan taldi sig ekki geta
gengið svo langt að falla næstum
alveg frá stjörnustríðsáætluninni.
Að vísu hafði Gorbatsjov gengið
langt til móts við hann með því að
samþykkja rannsóknir innanhúss í
þágu geimvarna næstu 10 árin.
Óvíst er, að þessar tilraunir komist
lengra á þessum tíma svo máli
skipti. En Reagan mun jafnt af
persónulegum og pólitískum á-
stæðum ekki hafa talið sér fært að
mcð honum, eru bersýnilega stað-
ráðnir í því að reyna að snúa þessu
við og og hefja alhliða sókn til
eflingar ativnnulífinu og betri lífs-
kjara. Með þeim er að hefjast nýr
tími í Rússlandi.
Þessar breytingar ná ekki aðeins
til efnahagmála. Það eru að gerast
jafnhliða ýmsar breytingar í réttar-
farsntálum og mannréttindamál-
um. Það er þegar hægt að sjá mörg
dæmi um þetta. Breytingarnar í
þessum efnum geta hins vegar ekki
orðið nein leiftursókn. Þá getur
þeim, sem vilja viðhalda hinu ríkj-
andi kerfi, vaxið ásmegin og Gor-
batsjov og félögum hans steypt af
stóli. Önnur viðvörun frá hinni
hliðinni eru uppþotin í Shanghai í
Kína síðustu daga. Spurningin í
Kína er, hvort ýmsar breytingar
hafa ekki gerst of hratt þar í landi
síðustu misserin. Því hvílir nú
óvissa yfir Kína, þegar Deng gamli
fellur frá.
HINN gamli vestræni heimur, ef
orða má það svo, fylgist með
athygli með því, sem er að gerast í
Sovétríkjunum og Kína, ber sér á
brjóst og segir oft: Allt er þetta nú
betra hér og frelsi og mannréttindi
í heiðri höfð „ En er það heimur
frelsis og mannréttinda, þegar tugir
milljóna manna eru dæmdir til at-
vinnuleysis og ungt fólk kynnist í
milljónatali ekki öðru lífi en að
vera iðjulaus og lifa á fátækra-
styrk? Er það heimur jafnréttis og
réttlætis, þegar auðkýfingum fjölg-
ar og fátæklingum þó margfalt
meira og millistéttirnar, sem oft
mynda kjarna þjóðfélagsins, rétt
berjast í bökkum? Þetta virðist því
miður hafa gerst síðustu árin í
Bandaríkjunum, og raunar einnig
í Vestur-Evrópu þótt í minni mæli
sé.
Víða í veröldinni hefur verið
óróasamt og ófriðlegt í heintinum
á árinu, sem er að líða. Rússar hafa
haldið áfram hernáminu í Afgan-
istan og ísraelsmenn á vesturbakk-
anum svonefnda með aðstoð
Bandaríkjanna. Þaðan stafar nú
mest styrjaldarhætta í heiminum.
Alvarlegast af öllu er þó það að
bilið eykst milli fátæku þjóðanna í
suðri og ríku þjóðanna í norðri.
Það gæti greitt fyrir lausn þess
máls, ef risaveldin hættu vígbúnað-
inum og beindu fjármagninu, sem
rennur til hans, til viðreisnar í
þriðja heiminum.
í heiminum er nú mikið deilt um
frjálshyggju og félagshyggju. Báð-
ar eiga þessar stefnur rétt á sér að
vissu marki. En þær þurfa að geta
fundið þann meðalveg, sem ekki
aðeins tryggir frelsi hins áræðna og
ósvífna, heldur einnig rétt hinna,
sem eru minni fyrir sér. Enn hefur
ekki fundist hin rétta lausn hvorki
í austri eða vestri.