Tíminn - 30.12.1986, Síða 12

Tíminn - 30.12.1986, Síða 12
12 Tíminn Þriðjudagur 30. desember 1986 ERLENDUR ANNALL Árið 1986 var viðburðaríkt á alþjúðavettvangi. Lýðræðið sigraði á Filippseyjum þar sem Corazon Aquino tók við forsetaembætti eftir “byltingu fólksins“. Það var hins vegar svartur dagur fyrir lýðræðið þegar Olof Palme forsætisráð- herra var skotinn til bana á stræti í miðri Stokkhólmsborg. Samskipti stórveldanna voru í sviðsljósinu, þó aldrei meir en í október þegar þeir Reagan Bandaríkjaforseti og Gorbatsjov Sovétleiðtogi áttu fund í Reykjavík. Ekki dró úr stríðrekstri á árinu og styrjaldir á borð við Persatlóastríðið og borgarastríð t.d. í Líbanon og á Sri Lanka héldu áfram að plaga venjulegt fólk víðs vegar um heim. Reykjavíkurfundur, Líbýuárás, forsetakosningar á Filippseyjum, kjarnorkuslysið í Tsjernóbíl; þetta er nokkrir þeirra viðburða sem drepið verður á í þessum erlcnda annál fyrir árið sem er að líöa. JANUAR Stórveldin hófu árið með myndrænni slökunarstefnu. Bandarískar sjón- varpsstöðvar sýndu nýársávarp Gor- batsjovs Sovétleiðtoga og sovéska sjónvarpið sýndi nýársávarp Reag- ans Bandaríkiaforseta. Lögreglan í Nýju Delhí á Indlandi sýndi hinsvegar enga slökun í hand- tökum sínum á fylliröftum og skipti engu þótt nýtt ár væri gengið í garð. Þeir sem voru með skrílslæti og asnahátt á nýársnótt voru dregnir skjálfandi þunnir út úr fangageymsl- urn lögreglunnar á nýársdagog látnir ríða á ösnum um götur Nýju Delhi. í Japan tóku verkalýðsfélög upp á því á nýju ári að birta myndir af nöktu kvenfólki í félagstíðindum sínum við hliðina á pólitískum grein- um og kröfugerðum um hærri laun í von um að slíkt yrði til að laða fleiri verkamenn í félögin. Deilur Bandaríkjastjórnar og Lí- býumanna jukust enn strax í byrjun mánaðarins þegar Reagan Banda- ríkjaforseti fyrirskipaði nýjar efna- hagsþvinganir gcgn Lýbíumönnum og hvatti bandamenn Bandaríkj- anna í Evrópu og annars staðar til að taka höndum saman um að ein- angra það sem hann kallaði úrhraka- þjóð sem stjórnað væri af barbara. Ríkisútvarpið í Líbýu ásakaði bandaríska forsetann hinsvegar um að sýna villimennsku í viðskiptum sínum við Líbýu. Deilur þessar áttu cftir að magnast verulcga og setja svip sinn á atburði ársins. í Bretlandi neyddist Michael Hes- eltinc varnarmálaráðherra til að segja af sér eftir að hafa verið einangraður í baráttu sinni fyrir framtíð Westlands, eina þyrlufram- leiðanda Breta. í Úganda var hart barist í jan- úarmánuði. Þar náöi andspyrnuher- inn loks völdum í höfuðborginni Kampala og sór Yoweri Museveni skæruliðaforingi embættiseið sem forseti Úganda við mikla viðhöfn. Og meira unt borgarastyrjaldir. í Suður-Yemen náðu ný kommúnist- aöfl undir forystu Haider Abubakcr Al-Attas völdum eftir harða bardaga við stjórnarher Ali Nasser Moham- mcds forseta. í lok mánaðarins varð sorgarat- burður í Bandaríkjunum þegar geimferjan Challenger sprakk í loft upp 72 sekúndum eftir flugtak frá Canaveralhöfða í Flórída. Enginn hinna sjö geimfara sem í flauginni voru lifði af þetta versta geimferða- slys í sögu Bandaríkjánna. FEBRÚAR Febrúarmánuður var einræðis- herrum óhagstæður og hrökkluðust tveir þeirra, Jean-Claude Duvalier á Haiti og Ferdinand Marcosá Filipps- eyjum, frá völdum. Duvalier, sjálfskipaður forseti til lífstíðar á Haiti, flúði frá landinu í byrjun mánaðarins. Miklar óeirðir höfðu verið á Haiti áður en „Baby Doc“ Duvalier flúði frá landi sínu til Frakklands og reyndar var vitað að Bandaríkjastjórn var orðin þreytt á sícndurteknum mannréttindabrot- um stjórnar lians og myndi fyrr eða síðar grípa í taumana í þessu fátæk- asta ríki á vesturhveli jarðar. Á Filippseyjum gerðust atburðir hratt í febrúar og raunar stendur sigur lýðræðisins þar í landi upp úr scm einn mcrkasti viðburöur síðari tíma'. Forsetakosningar fóru framland- inu sjöunda dag mánaðarins og fljót- lega fóru að berast tölur frá stjórn- völduni sem bcntu til að Ferdinand Marcos forseti hefði unnið mikinn sigur á mótframbjóðenda sínum Corazon Aquino. Flestum varð þó Ijóst að dæmalaus svik voru í talli í kosningunum. Mjög mikill órói var í landinu allan mánuöinn og reyndi hin vinsæla Aquino að koma Marcosi frá á friðsamlegan hátt. í lok mánaðarins gáfu svo banda- rísk stjórnvöld skýrt í Ijós að þau vildu að Marcos léti af völdum en Bandaríkjastjórn hafði stutt hann í gegnum súrt og sætt síðustu tuttugu árin. Þcssi yfirlýsing rcyndist hafa úrslitaáhrif á stjórnarskiptin, Mar- cos flúði til Hawaii og Corazon Aquino varð hinn nýi forseti landsins. Síðasti dagur mánaðarins var hins- vegar sorgardagur fyrir lýðræðið. Þá var Olof Palme forsætisráðherra Svíþjóðar skotinn til bana á götu í Stokkhólmsborg og var umsvifalaust hrundið af stað mcstu morðrann- sókn í sögu landsins. Aörir viðburðir febrúarmánaðar féllu gjörsamlega í skuggann fyrir þessuni þreniur atburðum. Pó ber að minnast á Lee Chong frá Suður- Kóreu. Hann lést af völdum of- drykkju í nýársfagnaði fyrirtækis síns. I byrjun febrúarmánaðar fékk fjölskylda hans hinsvegar sem sam- svarar um 1,8 milljón íslcnskra króna í skaðabætur. Dómarinn í máli þessu sagði Lee hafa látist við skyldustörf. Kdiiuali Líbýuleiðtogi var mikið í sviðsljósinu á fyrri hluta ársins Á leiðtogafundi sjö iðnaðarríkja í Tokyo voru hryðjuverk mjög í sviðs- ljósinu. Var þar ákveðið að taka upp harðari stefnu gagnvart alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum og löndum sem styddu við bakið á þeim. Líbya var nefnd á nafn í þessu sambandi. í Albaníu fóru fram einfaldar kosningar sem fréttastofa landsins sagði sýna svart á hvítu að ekki væri ríkjandi ncin óeining um stefnu stjórnvalda. Fréttastofan sagði 99,99% af þeim 1,79 milljón manna sem kosningarétt höfðu, hafa kosið þá sem í framboði voru. í Suður-Afríku voru óeirðir og mótmæli gegn aðskilnaðarstefnu stjórnar hvíta minnihlutans daglegt brauð. Her landsins réðist svo á skotmörk við eða í höfuðborgum nágrannaríkjanna Zambíu, Zimb- abwe og Botswana og ríki um allan heim mótmæltu þessum árásum. Indland, nánar tiltekið Punj- abhérað, komst einnig í fréttirnar fyrir óeirðir og ólgu. Þar mögnuðust átökin í trúarflokkadeilunum þegar átta síkhar voru særðir með hníf- stungum og hindúar gengu berserks- gang í helgustu borg þeirra. Amrits- ar. Fyrr í mánuðinum höfðu öfga- sinnaðir síkhar drepið níu hindúa í borginni. Þá ber að minnast kjarnorku- kvæðisins „Enn einu sinni geng ég eftir Tsjernóbílgötu" sem birtist í sovéska vikuritinu Literaternaya Gazeta. Það var ort ti! heiðurs þeim sem svo hetjulega stóðu sig er slysið varð í kjarnorkuvcrinu í Tsjernóbíl. í kvæðinu voru hetjudáðir óbreyttra verkamanna dásamaðar og grasið sagt vera farið að gróa á ný í litlum bæ á bökkum Pripyatár. Þjófur í Japan vakti athygli í byrjun júnímánaðar fyrir lélega frammistöðu í grein sinni. Hann stal feitum og fallegum Mercedes Benz í miðborg Tokyo en lögreglan kom að honum skömmu síðar þar sem hann hamaðist sem óður við að reyna að ,losa sig úr öryggisbelti bílsins sem var bensínlaus í þokkabót. Heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu stóð yfir í Mexíkó í júnímán- uði og hafði hún víða áhrif. Á Spáni lá t.d. kosningabarátta fyrir þing- kosningarnar að mestu niðri eftir að boltinn byrjaði að rúlla í Mexíkó. En þrátt fyrir dauflega kosning- abaráttu fóru fram þingkosningar á Spáni þann 22. júní og þar hélt Sósíalistaflokkur Felipe Gonzalez forsætisráðherra hreinum meirihluta á þingi þótt fækkað hefði nokkuð í þingliði flokksins. í Austurríki fóru fram forseta- kosningar og þar bar Kurt Waldheim fyrrum aðalritari SÞ sigur úr býtum þrátt fyrir ásakanir um að hann hefði verið viðriðinn stríðsglæpi nasista. ísraelsstjórn kallaði sendiherra sinn heim frá Vínarborg í mótmælaskyni við þetta kjör. Stjórn hvíta minnihlutans f Suður- Afríku setti á ný neyðarástandslög og lét handtaka mörg hundruð stjórnarandstæðinga. Margir spáðu blóðbaði í landinu og sannarlega jókst óróinn meðal kúgaða svert- ingja í kjölfar nýju laganna. í lok mánaðarins samþykkti full- trúadeild Bandaríkjaþings fjárveit- ingu til handa Contra skæruliðunum sem berjast gegn stjórn Nicaragua. Fjárveitingin hljóðaði upp á hundr- að milljónir dollara og var litið á samþykkt hennar sem mikinn sigur fyrir Rónald Reagan Bandaríkja- forseta. Norska stjórnin lét undan alþjóð- legum þrýstingi í byrjun mánaðarins og tilkynnti um bann við hvalveiðum í ábataskyni. Noregur var þar með síðasta þjóðin til að lúta boði Al- þjóða hvalveiðiráðsins um bann við slíkum veiðum. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn vann sinn stærsta kosningasigur í þingkosningum í Japan og fagnaði enginn sem leiðtogi flokksins, Yas- uhiró Nakasóne forsætisráðherra. MARS lngvar Carlsson tók við forsætisráð- herraembættinu af Olof Palme sem myrtur var á stræti í Stokkhólms- borg. Morðið vakli bæði sorg og óhug í Sviþjóð sem og í öðrum löndum. Leiðtogar flestra ríkja heims sendu fjölskyldu Palme og sænsku þjóðinni allri samúðarkveðj- ur og var hans minnst sem eins virtasta og hæfasta stjórnmálaleið- toga heims. Austur í Kína fór fyrirtæki eitt í borginni Shenyang opinberlega á hausinn og var það fyrsta fyrirtækið þar í landi til að gera slíkt síðan kommúnistar tóku völd árið 1949. í Sovétríkjunum lauk 27. þingi kommúnistaflokksins á því að Mikhail Gorbatsjov sagði að kominn væri tími til fyrir hina fimm þúsund þingfulltrúa að hefjast handa við „endurbyggingu okkar sósíalíska heimalands". Gorbatsjov var talinn hafa styrkt stöðu sína verulega á þingi þessu. Meirihluti kjósenda á Spáni kross- aði við áframhaldandi aðild að Norð- ur-Atlantshafsbandalaginu (NATO) í þjóðaratkvæðagreiðslu sem þar fór fram um þetta mál. Úrslitin voru talin sigur fyrir ríkisstjórn sósíalista undir forystu Felipe Gonzalez. Franskir kjósendur gengu einnig að kjörkassanum í marsmánuði er þar fóru fram þingkosningar. Hægri flokkarnir sigruðu í þeim kosningum og Jacques Chirac leiðtogi gaullista varð hinn nýi forsætisráðherra Frakklands. Þar með var „sambúð- arvandamálið" svokallaða að staðr- eynd því Chirac leiddi hina hægri- sinnuðu stjórn sína til samstarfs við sósíalistann Mitterrand, forseta landsins. Hin 42 ára gamla Judith Richard- son Haimes frá Fíladelfíu í Banda- ríkjunum kvartaði sáran í marsmán- uði og fór í skaðabótamál. Hún sagðist hafa misst skyggnigáfu sína eftir læknismeðferð á sjúkrahúsi einu og vildi fá sem samsvaraði um 80 milljón íslenskra króna í skaða- bætur. Hávær orðrómur um að Kurt Wald- heim, fyrrum aðalritari Sameinuðu þjóðanna og forsetaframbjóðandi í Austurríki, hefði tekið þátt í stríðs- glæpum nasista breiddist út allan aprílmánuð. Waldheim neitaði hins- vegar öllum ásökunum og vinsældir hans virtust hreinlega aukast í Aust- urríki eftir því sem ásökunum fjölg- aði. í Pakistan kom Benazir Bhutto leiðtogi stjórnarandstöðunnar aftur til heimalands síns eftir sjálfskipaða útlegð í Evrópu. Gífurlegur mann- fjöldi fagnaði komu þessarar 32 ára gömlu dóttur Zulfikar Ali Bhuttos fyrrum forsætisráðherra sem tekinn var af lífi árið 1979, tveimur árum eftir að hann hafði verið sviptur völdum. Vaxandi ólga var við Líbýustrend- ur þar sem sjötti floti Bandaríkja- hers hélt sig. Um miðjan mánuðinn gerðu svo Bandaríkjamenn loftárás- ir á tvær stærstu borgir Líbýu, Trip- ólí og Benghazi, og ollu þær miklu tjóni og nokkru mannfalli. Fréttir um að uppreisn hefði verið gerð gegn Kaddafi Líbýuleiðtoga reynd- ust hinsvegar ekki á rökum reistar og hótaði hann hefndaraðgerðum sem beindust fljótlega gegn Bretum fyrir stuðning þeirra við loftárásirn- ar. Undir lok aprílmánaðar varð vart við aukna geislavirkni á Norðurlönd- um og töldu menn hana líklega vera afleiðingu leka í sovésku kjarnork- uveri. Síðar tilkynnti svo sovéska fréttastofan Tass um slys í kjarnork- uverinu í Tsjernóbíl í Úkraínu. En síðar kom í ljós að slys þetta vav það versta í sögu kjarnorkunnar. Geisla- mengunin frá Tsjernóbíl barst víða um Evrópulönd og slysið kom af stað mikilli umræðu um öryggi í kjarnorkuverum og gildi kjarnorku í nútímaþjóðfélögum. Góðu fréttirnar í mánuðinum voru þær að Hollendingar sömdu loks frið við yfirvöld á Scillyeyjum eftir að hafa formlega átt í stríði við hina 1450 íbúa eyjanna í 335 ár. Á þeim tíma hljóp ólund í hollensk stjórnvöld vegna sjóræningjastarf- semi eyjaskeggja og hafði stríð stað- ið yfir síðan, reyndar án þess að einu einasta skoti hefði verið hleypt af. m Ríkisstjórnin í Noregi undir for- ystu Kára Willochs sagði formiega af sér í byrjun mánaðarins og það kom í hlut Gro Harlem Brundtland leið- toga Verkamannaflokksins að mynda nýja ríkisstjórn. Heimsins stærsta sýning, Heims- sýningin EXPO ’86 var opnuð í kanadísku borginni Vancouver. Karl Bretaprins og kona lians Díana settu sýninguna. Pils Díönu olli nokkrum úlfaþyt í Kanada, það reyndist nefnilega átta sentimetrum styttra en tískan segir til unt þar í landi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.