Tíminn - 30.12.1986, Qupperneq 17
Þriðjudagur 30. desember 1986
Tíminn 17
llllllliillllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTAANNÁLL llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllflllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Þjálfarar 1. deildarliðanna í knatt-
spyrnu spáðu Frömurum íslands-
meistaratitlinum í 70. skipti sem
keppt er um hann. Víði og Breiða-
blik var spáð falli.
ívar Webster körfuknattleiks-
maður gekk til liðs við Þórsara.
Landsliðið í körfu tapaði fyrsta
leiknum í B-keppninni, gegn Pól-
verjum en unnuTyrki í öðrum leik.
Blikarnir byrjuðu með stæl á
íslandsmótinu í knattspyrnu og unnu
Val en í A og Fram gerðu markalaust
jafntcfli.
Los Angcles Lakers með Pétur
Guðmundsson innanborðs töpuðu
fyrir Houston Rockets í undanúr-
slitaviðureign í NBA og komust
Houston þar með í úrslitin á móti
Boston Celtics. Knattspyrnulands-
liðið tapaði fyrsta leik sínum á
Reykjavíkurleikunum, 1-2 gegn
írum. Arnór Guðjohnsen skoraði
gott mark. Gegn Tékkunt urðusömu
úrslit en þar var það Guðmundur
Steinsson sem skoraði. írar tóku
Reykjavíkurbikarinn meðsér heim.
Ragnheiður Ólafsdóttir setti
íslandsmet í 3000 m hlaupi, 9:09,81
mín. og bætti eigið met um heilar 11
sekúndur.
Larry Bird var valinn leikmaður
ársins í NBA deildinni í körfuknatt-
leik.
JÚNÍ
Sovétmenn skoruðu 6 mörk í
fyrsta leiknum á HM í knattspyrnu,
það voru Ungverjar sem fengu að
finna fyrir því. Danir tóku „show“
á móti Uruguay, 6-1 í stórkostlegum
leik. Maradona gekk frá Englend-
ingum upp á eigin spýtur og með
aðstoð handar Guðs og Brassarnir
unnu Frakka á vítaspyrnukeppni í
stórleik.
KR-Íngar unnu sinn fyrsta leik á
Akureyri síðan árið 1977. Þórsarar
lágu 1-0 í 1. deildarleik liðanna.
Boston Celtics urðu meistarar í
bandarísku NBA deildinni í körfu
og Larry Bird var valinn leikmaður
úrslitakeppninnar.
Ragnheiður Runólfsdóttir
setti 4 íslandsmet í sundi á stórmóti
í Kanada. Hugrún Ólafsdóttir fékk
gull í stúlknaflokki á opna skoska
meistaramótinu í sundi og einnig
brons og Eðvarð Þór Eðvarðsson
fékk gull á sama móti. íslenska
kvennalandsliðið í knattspyrnu vann
Færeyjar 6-0 og síðan 2-0 í seinni
leik liðanna á Akranesi.
Argentínumenn urðu heims-
meistarar í knattspyrnu. Argentínu-
menn komust í 2-0, Þjóðverjar jöfn-
uðu óvænt 2-2 en lokataölur urðu
3-2 fyrir Argentínu og sanngjarn
sigur. Frakkar fengu bronsið eftir
sigur á Belgum. Gary Lineker varð
markakóngur en Maradona var
bestur.
Michael Gross setti sitt 11.
heimsmet á ævinni í sundi, nú í 200
flugi, 1:56,24 mín.
Sundsystkinin úr Þorlákshöfn
urðu sigursæl á Sundmeistaramót-
inu, scttu fjögur íslandsmet af 7 og
Bryndís Ólafsdóttir hlaut Kolbrún-
arbikarinn fyrir besta afrek milli
Islandsmóta. Eðvarð Þór Eðvarðs-
son fékk Pálsbikarinn fyrir besta
afrekið á mótinu.
Ingrid Kristiansen bætti
heimsmetið í 10.000 metra hlaupi
um litlar 46 sekúndur. ÍR-ingar unnu
flestar greinar á Meistaramóti ís-
lands í frjálsum og Stefán Þór
Stefánsson ÍR varð þrefaldur Is-
landsmeistari. Ben Johnson náði
næstbesta heimstímanum í 100 m
hlaupi á Friðarleikunum í Moskvu,
9,95 sek. Sergei Bubka bætti heims-
metið í stangarstökki á leikunum,
6,01 m.
Framarar rétt ntörðu 3. deildarlið
Fylkis 1-0 í 16 liða úrslitum Mjólkur-
bikarsins. Skagamenn kepptu við
Hvergerðinga og unnu 5-0 eftir 0-0 í
hálfleik.
Eðvarð Þór Eðvarðsson
sundmaður úr Njarðvík gerði sér
lítið fyrir og setti Norðurlandamet í
200 m baksundi á HM í Madrid.
Eðvarð synti á 2:03,03 mín. Hann
komst í úrslit og hafnaði þar í 8. sæti
á 2:04,22 mín Úlfar Jónsson og
Steinunn Sæmundsdóttir sigr-
uðu á landsmótinu í golfi sem haldið
var á Hólmsvelli í Leiru. Unnur
Stefánsdóttir varð þriðja í 400 m
hlaupi á Em öldunga í Svíþjóð.
Knattspyrnulandsliðið gerði það
gott í haust, jafntefli gegn tveimur
stórliðum, Frökkum og
Sovétmönnum. Bjarni
Sigurðsson og Ásgeir
Sigurvinsson ganga hér kátir af
leikvelli eftir Sovétleikinn.
íslenska drengjalandsliðið í knatt-
spyrnu varð í 5. sæti á NM drengja-
landsliða, unnu aðeins Færeyinga.
Jackie Joyner séfti heimsmet í
sjöþraut kvenna, 7161 stig.
Pétur Pétursson gekk til liðs við
Skagamenn að nýju í fótboltanum.
Hann skoraði strax í fyrsta leik.
Þróttarar sem voru í neðsta sæti 2.
deildar knattspyrnunnar burstuðu
efsta liðið, KA 5-0 þó KA-menn
væru í sókn lengst af.
Ragnheiður Runólfsdóttir setti
enn eitt fslandsmetið í sundi, nú
lækkaði metið í 100 bringu um heila
sekúndu. Sundfélagið Ægirbarsigur
úr býtum á aldursflokkameistara-
mótinu í sundi. Eitt íslandsmet og
fjöldi unglingameta féll.
ÍR-Íngar unnu 15. bikarsigurinn
í röð í frjálsum íþróttum. Austfirð-
ingar sigruðu í 2. deild og Skagfirð-
ingar í 3. deild.
Framarar unnu Keflvíkinga og
Skagamenn hrukku í gang í seinni
hálfleik og unnu Valsmenn í undan-
úrslitum Mjólkurbikarsins.
Haukur Gunnarsson fékk
brons í 400 m hlaupi á heimsleikum
fatlaðra.
FH varð íslandsmeistari í 5. flokki í
knattspyrnu, Fylkir í 4. flokki og
Stjarnan í 3. flokki. Udo Bayer setti
heimsmet í kúluvarpi, 22.64 m og
Birgitta Guðjónsdóttir og Auðunn
Guðjónsson urðu hlutskörpust á Is-
landsmeistaramótunum f fjölþraut-
um. Kvennalandsliðið í knattspyrnu
tapaði fyrir Sviss á Valbjarnarvelli.
Úlfur Þorbjörnsson vann þrefalt
á íslandsmótinu í tennis og móðir
hans, Margrét Svavarsdóttir, vann í
einliðaleik og tvenndarleik ásamt
Úlfi en varð önnur í tvíliðaleik.
Valsmenn duttu hressilega í
lukkupottinn, þeir drógust gegn Ju-
ventus í Evrópukeppni meistaraliða
í knattspyrnu. Maradona tryggði
Ameríkuúrvalinu sigur gegn Heims-
úrvalinu í góðgerðarleik í knatt-
spyrnu til styrktar börnum í Mexíkó.
Kvennalandsliðið í fótbolta tapaði
tvisvar fyrir V-Þjóðverjum og Blika-
stelpur urðu íslandsmeistarar í 2.
flokki kvenna.
Handboltalandsliðið tapaði fyrir
Bandaríkjamönnum í fyrsta skipti f
10 ár á Friðarleikunum í Moskvu.
Þeir töpuðu líka fyrir A og B liðum
Sovétmanna og Tékkum en unnu
Pólverja.
Bandaríkjamenn urðu heims-
meistarar í körfuknattleik í fyrsta
sinn í 32 ár er þeir unnu Sovétmenn
87-85 í úrslitaleik.
ÁGÚST
Eðvarð Þór Eðvarðsson setti
Norðurlandamet í 200 m baksundi
á Heimsmeistaramótinu á Spáni.
Hann komst í úrslit og varð 8.
deild kvenna urðu Stjörnustúlkur
efstar. Framarar uröu Islandsmeist-
arar í knattspyrnu, gerðu markalaust
jafntefli í síðasta leik og það dugði
þó Valsmenn sigruöu ÍA, Framarar
höfðu betra márkahlutfall. Guð-
mundur Torfason var kósinn
besti leikmaður deildarinnar og
Gauti Laxdal sá cfnilcgasti. Völs-
ungar urðu sigurvegarar í 2. deild í
fyrsta skipti í sögu félagsins. Fram
tapaði 3-0 fyrir Póska liðinu Kato-
wice í Evrópukeppninni í knatt-
spyrnu á Laugardalsvelli. Ekki fóru
Skagamenn betur út úr leiknum
gegn Sporting á sama stað, 9-0 tap
þar. Og Valsmenn töpuðu 7-0 fyrir
Juventus í Torino. Hinsvegar var
allt annað uppi á tcningnum þegar
Sovétmenn kcpptu á Laugardalsvelli
gegn landsliðinu í Evrópukcppni
landsliða, þeirfengu náðarsamlegast
annað stigið og annað markið. Arn-
ór Guðjohnsen skoraði mark
íslands. U-21 árs liðið tapaöi aftur í
Evrópukeppninni, nú gegn Tékkunt,
3-0 á Akureyri. Guðmundur Tor-
fason fékk gullskó Adidas sem
markahæsti leikmaður 1. deildar
1986.
Torfi Ólafsson varð heims-
meistari unglinga í lyftingum í +125
kg flokki, lyfti samtals 790 kg.
Valsmenn urðu Reykjavíkur-
meistarar í handknattleik, bæði í
karla og kvennaflokkum.
OKTÓBER
Ellefu íslandsmet voru sctt á
kraftlyftingamóti KR. Eyjamenn
unnu yfirburðasigur í 3. deildinni í
sundi. KR-ingar urðu Reykjavík-
urmeistarar í körfuknattleik.
Valsmenn töpuðu aftur fyrir Ju-
ventus, nú 4-0 á Laugardalsvelli í
skítakulda. Skaginn tapaði 6-0 gcgn
Sporting úti. Fram fór að dæmi
hinna og tapaði líka seinni leiknum,
að vísu bara 1-0 í Katowice. Einar
Bollason og Gunnar Þorvarðarson
voru endurráðnir þjálfarar íslenska
landsliðsins í körfuknattleik.
Stjörnumenn voru álitnir sigur-
stranglegastir á íslandsmótinu í
handknattleik í upphafi móts.
Ómar Torfason skoraði þrennu
með Luzern í Sviss í fótboltanum.
íslensku landsliðin í handknatt-
leik, piltar 20 ára og yngri og stúlkur
18 ára og yngri urðu bæði í 4. sæti á
NM.
Þróttarar urðu Reykjavíkur-
meistarar í blaki, unnu IS í æsispenn-
andi úrslitaleik.
Mikil þátttaka varð í Reykjavík-
urmaraþon, Frakkinn Chaibi vann
karlaflokkinn og breska stúlkan
Macario kvennaflokkinn. Gífurlcg-
ur fjöldi hljóp hálfmaraþon og
skemmtiskokk.
Atli Hilmarsson handknatt-
leiksmaður ákvað að gefa ekki kost
á sér í landsliðið framar vcgna
meiðsla.
Sigurður Einarsson og Einar Vil-
hjálmsson komust ekki í úrslit í
spjótkastkeppninni á EM í frjálsum
og olli það vonbrigðum. KR varð
bikarmcistari í 2. flokki í knatt-
spyrnu. Fatima Whitbread setti
heimsmet í spjótkasti á EM, 77,44 m
í fyrsta kasti. Seb Coe vann loksins
800 m á stórmóti og Daley Thontp-
son vann tugþrautina eftir hörku-
keppni við Júrgen Hingsen.
SEPTEMBER
Skagamenn urðu bikarmeistar-
ar í knattspyrnu, Pétur Pétursson
skoraði bæði mörk þeirra en nafni
hans Ormslev skoraði eina mark
Framara. Valsstúlkur urðu bikar-
meistarar kvenna, unnu Breiðablik
2-0. Keflvíkingar urðu íslandsmeist-
arar B-liða, unnu Fram 4-1. Lands-
liðið í knattspyrnu 21 árs og yngri
tapaði fyrir Finnum í Evrópukeppn-
inni. GuðmundurTorfason jafn-
aði markamet Péturs Péturssonar í
1. deildinni í knattspyrnu, 19 mörk.
KR vann Val í 1. deildinni og þar
með var allt í járnum í toppbarátt-
unni þar. íslenska landsliðið gerði
jafntefli við sjálfa Evrópumeistar-
ana, Frakka á Laugardalsvelli í 1.
leiknum í Evrópukeppninni í knatt-
spyrnu. Lokatölur0-0. Leiftur varð
Islandsmeistari í 3. deild í knatt-
spyrnu og Afturelding í 4. deild. I 2.
fslendingar töpuðu naumlega
gegn A-Þjóðverjum í landsleik í
handknattleik { Laugardalshöll,
lokatölur 22-21. Liðin léku aftur og
enn naumari var sigur austan-
tjaldsmanna þá, 21-20 eftir að ísland
var yfir 20-17 rúmri mínútu fyrir
leikslok. Kvennalandsliðið var á
Spáni. Þær kepptu við heimamenn
og var bókstaflega rústað í fyrri
leiknum, töpuðu með 16 marka mun
en unnu svo seinni leikinn, 20-19!
Ólafur Wallevik náði 1. sæti á
karatemóti í Skotlandi. I lands-
keppni sömu helgi náðu fslendingar
öðru sæli.
Spánverjar urðu Evrópumcist-
arar í flokki leikmanna yngri en 21
árs í knattspyrnu.
Billy Abercomby fyrirliði St.
Mirren í skosku knattspyrnunni
vann það sér til frægðar að vera
rekinn þrívegis af leikvelli í sama
leiknum.
NÓVEMBER
Kvennaliðið í handknattleik
keppti í C-heimsmeistarakeppni
kvenna á Spáni. Þær sigruðu Finna
og Portúgali en töpuðu fyrir Dönum
og Austurríkismönnum. Þær lcntu í
5. sæti á mótinu, sigruðu Banda-
ríkjamenn í úrslitalcik um sætið.
Karlalandsliðið lék á móti í Hollandi
og vann léttan sigur á ísraelsmönn-
um og Bandaríkjamönnum.
Kvcnnaliðið spilaði hér heima gegn
Könum og tapaði tveimur lcikjum
en gerði eitt jafntefli.
Juventus féll úr leik í Evrópu-
keppni meistaraliða í knattspyrnu
eftir framlcngingu og vítaspyrnu-
keppni gegn Real Madrid. Ander-
lecht og Uerdingen komust álram en
Stuttgart datt út.
Ásgeir Sigurvinsson meiddist
í leik mcð Stuttgart í Evrópukeppn-
inni og var búisl við að hann yrði frá
keppni í nokkrar vikur.
Ron Atkinson framkvæmdastjóri
Manchestcr United fékk reisupass-
ann eftir aflcitt gengi liðsins í ensku
knattspyrnunni.
Breiðablik skaust á toppinn í 1.
deildinni í handbolta eftir sigur á
Víkinguin. Guðmundur Guðmunds-
son skoraði 10 mörk og Víkingar
unnu St. Ottmar frá Sviss 22-17 í
Evrópukeppninni í handknattleik,
2. umferð. Þeir töpuðu útileiknum
með eins marks ntun og komust
áfram. Stjarnan datt út, tapaði stórt
fyrir Dinos Slovan í Júgóslavíu en
unnu seinni leikinn með 3 marka
mun.
Mikael Kjeldsen vann Morten
Frost á NM í badminton í Laugar-
dalshöll. Kirsten Larsen varð meist-
ari í kvennaflokki.
Arnór Guðjohnsen skoraði
fyrir Anderlecht í Belgíu, það var
nær vikulegur viðburður á þcssum
tíma.
Skagamenn urðu bikarmeistarar í 2.
deild í sundi. fslenskir karatemenn
fengu þrjú brons á Norðurlandamót-
inu.
Guðmundur Torfason gerði
samning við Belgíska knattspyrnu-
liðið Bevercn.
DESEMBER
Vestri varð bikarmeistari 1.
deildar í sundi. Ulf Carlsson og Ásta
Urbancic sigruðu á Flugleiðamótinu
í borðtennis. Pat Jennings sem stóð
í marki Norður-íra í 119 landsleikj-
um í knattspyrnu lagði skóna á
hilluna.
KKÍ fékk tilkynningu um að ívar
Webster yrði löglegur með landslið-
inu í körfu í júní.
Arsenal vann hvern sigurinn á
fætur öðrum í ensku knattspyrnunni.
Hamburgarar urðu þýskir jólameist-
arar í knattspyrnu. Blikarnir urðu
aftur á móti íslenskir jólameistarar í
handbolta og Fram í kvennaboltan-
um, Njarðvíkingar í úrvalsdeildinni
í körfu, ÍR-ingi^r í 1. deild og ÍS í 1.
deild kvenna.