Tíminn - 31.12.1986, Side 3

Tíminn - 31.12.1986, Side 3
Miövikudagur 31. desember 1986 Tíminn 3 Lagaannáll Alþingis: Stórmálin bíða síðari hluta þinghaldsins Tuttugu og sex frumvörp samþykkt sem lög Alþingi á annasama daga fyrir höndum eftir jólafrí enda hefur Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra boðað kosningar 25. apríl n.k. Tímamynd Svcrrir Á fyrri hluta þinghaldsins í vetur voru tuttugu og sex frumvörp sam- þykkt sem lög frá Alþingi. Einnig voru tvær tillögur afgreiddar sem ályktanir Alþingis. Öll utan eitt lagafrumvarpanna voru stjórnar- frumvörp. t>á hafa verið lögð fram og mælt fyrir á þriðja tug annarra stjórnar- frumvarpa, auk fjölda þingmanna- frumvarpa. Mörg stjórnarfrumvörp- in eru mjög mikilvæg mál, s.s. frum- vörpin um virðisaukaskatt, tollalög, umferðarlög, skipulagslög og lækna- lög, og því ljóst að nóg verður að starfa á Alþingi eftir jólahlé. Einnig eiga eftir að koma fram mörg mikilvæg frumvörp, sem ríkis- stjórnin hefur boðað flutning á á yfirstandandi þingi. Hér verða rakin þau frumvörp sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi fyrir jól. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Lög um breytingu á lögum nr. 59 frá 1983 um heilbrigðisþjónustu sem felur í sér frestun á skipulagi heilsu- gæslu í Reykjavíkurlæknishéraði og heilsugæsluumdæminu í Garðabæ þar sem ekki hefur tekist að útfæra það. Lög um breytingu á lögum um almannatryggingar frá 1971. Laga- breytingin felur í sér heimild til að greiða mæðralaun til maka elli- eða örorkulífeyrisþega þegar svo stend- ur á að bætur bótaþega ganga að fullu til stofnunar sem bótaþegi er vistaður á. Lög um breytingu á lögum um málefni aldraðra frá 1982. Felur breytingin í sér hækkun á gjaldi í framkvæmdasjóð aldraðra í 1.500 krónur, auk þess sem þeir sem hafa lægri tekjuskattsstofn en 224.100 krónur verða undanþegnir gjaldinu. Við þessar breytingar er tekið mið af 35% tekjubreytingu milli árana 1985 og 1986 og þá breytingu sem hún hefur á skattvísitölu. Lög um sjúkratryggingagjald fyrir árið 1987 sem er á þá leið að sjúkratryggingagjald verði innheimt með sama hætti og verið hefur. Felur það í sér að skattleysismörk laganna hækka um 35% (úr 403.000 kr. í 544.100 kr ). í>á voru gerðar bréytingar á at- vinnuleysistryggingasjóði, sem rýmkuðu rétt bótaþega nokkuð. Dómsmálaráðuneytið Lög um breytingu á lögum um Landhelgisgæslu íslands frá 1967, sem felur í sér að áhafnir á skipum eða flugvélum Landhelgisgæslunnar fá sama hlut af björgunarlaunum og aðrir aðilar sem standa að björgun. En fram til þessa höfðu áhafnir gæslunnar borið heldur minna úr býtum. Lög um veitingu ríkisborgararétt- ar, en í þeim lögum var átta einstak- lingum veittur íslenskur ríkisborg- araréttur. Sjávarútvegsráðuneytið Lög um Ríkismat sjávarafurða, sem kveða á um að skyldumat á ferskum fiski á vegum Ríkismatsins verði afnumið og slíkt mat verði í höndum viðskiptaaðilanna sjálfra. Lög um Stofnfjársjóð fiskiskipa, sem hafa það meginmarkmið að auðvelda eigendum skipa, sem standa í skilum eða eru skuldlausir við Fiskveiðasjóð íslands, að fá endurgreitt sem fyrst það fé sem berst inn á reikning þeirra við Stofn- fjársjóð. Viðskiptaráðuneytið Lög um tékka en þar er veitt heimild til handa Lánastofnun spari- sjóðanna að gefa út tékka. Samgönguráðuneytið Lög um stöðvun verkfalls flug- virkja og flugvélstjóra í Flugvirkja- félagi íslands, sem starfa hjá Arnar- flugi. Er þarna um að ræða staðfest- ingu á bráðabirgðalögum sama efnis frá því í júlí s.l. Lög um stöðvun verkfalls félags- manna í Skipstjórafélagi íslands svo og félagsmanna í Sjómannafélagi íslands, sem vinna á farskipum. Þessi lög staðfesta bráðabirgðalög frá því í maí s.l. um sama efni. Iðnaðarráðuneytið Lög um breytingu á lögum um Iðntæknistofnun íslands frá 1978. Þessi lagabreyting felur í sér að stofnuninni verður heimilt að eiga aðild að rannsókna- og þróunarfyrir- tækjum, sem hagnýti niðurstöður verkefna sem Iðntæknistofnun vinn- ur að. Lög um breytingu á lögum um Iðnlánasjóð frá 1967 með síðari breytingum. Þessi lög fela einungis í sér nafnabreytingu úr Útflutnings- miðstöð iðnaðarins í Útflutningsráð íslands sem sett var á fót á þessu ári og yfirtók starfsemi Útflutningsmið- stöðvarinnar. En Útflutningsráðið fær þar með þann hluta af iðnlána- sjóðsgjaldi sem Útflutningsmiðstöð- in fékk. Fjármálaráðuneytið Lög um ábyrgð vegna norrænna fjárfestingarlána. Þessi lög heimila ríkisstjórninni að ganga frá samningi við Norræna fjárfestingarbankann um ríkisábyrgðir á hluta íslands, allt að 5.350.000 SDR gagnvart Norræna fjárfestingarbankanum vegna fjár- festingarlána og ábyrgða til verkefna utan Norðurlanda. Lög um frádrátt frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri, en þar er gert ráð fyrir að frádráttur þessi hækki í samræmi við breytingar á skattvísi- tölu, sem er 35% milli áranna 1985 og 1986 Lög um framhald álagningar og innheimtu ýmissa tímabundinna skatta og gjalda á árinu 1987, öðru nafni „bandormurinn". Fela lögin í sér áframhaldandi álagningu eftirtal- inna skatta: skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði; húsnæðisgjald; sérstakt tímabundið vörugjald og jöfnunarálag á innflutt hús. Lög um breytingar á lögum frá 1980 um tekjustofna sveitarfélaga, sem felur í sér að fjárhæðir í 26. grein laganna, er varðar álagningu útsvars, breytast í samræmi við skattvísitölu hvers tíma eða eins og nú er 35%. Alþingi samþykkti einnig sem lög fimm frumvörp er varða kjarasamn- inga opinberra starfsmanna. Þar eru mikilvægust lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna, sem fela í sér mjög aukið svigrúm einstakra stéttarfélaga opinberra starfsmanna til samninga, verkfallsheimild færist til einstakra stéttarfélaga í stað ein- ungis BSRB. Þá er kjaradeilunefnd lögð niður, auk þess sem Kjaradóm- ur gegnir ekki lengur hlutverki í kjaradeilum stéttarfélaga opinberra starfsmanna. í þessu sambandi var einnig sam- þykkt lagabreyting varðandi lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna ríkisins sem felur í sér að til viðbótar þeim aðilum sem nú þegar mega ekki fara í verkfall bætast starfsmenn stjórnarráðs, starfsmenn ríkissaksóknara og starfsmenn ríkislögmanns. Þá voru í þessum pakka samþykkt tvenn lög sem banna annars vegar lögreglumönnum og hins vegar fangavörðum að fara í verkfall. Loks var lögum um Kjaradóm breytt þannig að felld var niður lögbinding á hlutverki dómsins í kjaradeilum ríkisins við stéttarfélög starfsmanna þess. Tvö frumvörp urðu að lögum, sem snerta tekjuöflun ríkissjóðs. Annars vegar var það breyting á lögum um tekju- og eignaskatt, sem felur í sér lækkun tekjuskattsins um 300 milljónir kr. Hins vegar voru samþykkt lánsfjárlög, sem fela í sér heimildir ríkissjóðs til lánatöku á nýja árinu. Síðustu starfsstundir fyrri hluta 109. löggjafarþings íslendinga fóru síðan í að samþykkja „rúsínuna“ í pylsuendanum, sjálf fjárlögin. Seinni hálfleikur! Það verður vart annað sagt um fyrri hluta þinghaldsins en að „sagan endalausa" hafi endurtekiðsig. Mik- ill hamagangur síðustu daga þingsins þegar flest ofangreindra frumvarpa voru samþykkt sem lög. Engin „stór“ frumvörp voru samþykkt nema þau sem varða fj árhagsafkomu ríkissjóðs eins og reyndar venjan er. Til dæmis má segja að flest samþykkt frumvörp fjármálaráðherra og heil- brigðis- og tryggingaráðherra hafi tilheyrt svokölluðum „rútínumál- um“, sem ávallt koma upp við af- greiðslu fjárlaga. Þá má geta að samþykkt var breyting á lögum um listamanna- laun, sem menntamálanefnd stóð fyrir og felur einkum í sér að neðri flokkur listamannalauna verði felld- ur niður. Aðeins eitt mál stjórnarandstöð- unnar fékk brautargengi fyrir ára- mót, en það var þingsályktunartil- laga Jóhönnu Sigurðardóttur (A.Rvk.) o.fl. um könnun á tann- læknaþjónustu hér á landi og kostn- að neytenda af henni. Þinghald eftir áramót hefst aftur 19. janúar og stendur vart nema í rúma tvo mánuði. Það liggur því fyrir að vinnusemi verður að ein- kenna það, ef ríkisstjórnin ætlar að fá einhver hinna stærri mála samþykkt. ÞÆÓ Oskum viðskiptavinum okkar farsældar á nýja árinu Þökkum ánægjuleg viðskipti á liðnum árum NISSAN Sll INGVAR HELGASON HF ■ ■■ Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.