Tíminn - 09.01.1987, Síða 3

Tíminn - 09.01.1987, Síða 3
Föstudagur 9. janúar 1987 Tíminn 3 Skaftártungumenn eiga megniö af Veiðivötnum: Búast má við harðvítugum hreppadeilum vegna veiði Rangæingar eru ekki á því aö sleppa sínum hluta af Veiðivötnum og munu áfrýja málinu til Hæstaréttar Þó svo aö dómur sé genginn í máli Skaftártunguhrepps gegn Land- manna- og Holtahrepp í Rangár- vallasýslu er ekki útséð um hvaða áhrif dómurinn hefur. Með dónisúr- skurði sem grcint hefur verið frá í Tímanum var ákveðið að hreppa- mörkunum og jafnframt sýslu- mörkunum skyldi breytt frá því sem verið hefur. Hin nýju sýslumörk gera það að verkum að rjóminn af vötnum í Veiðivatnaklasanum er nú i landi Skaftafcllssýslu. Þau vötn sem Landmanna- og Holtahreppur halda eftir eru Skyggnisvatn, hluti af Snjóölduvatni, Breiðavötn og Nýja- vatn. Aftur á móti hafa Skaftár- tungumenn eignast með hinum nýja dómi öll gjöfulustu vötnin sem jafn- framt eru vinsælust af stangaveiði- mönnum. „Það er alveg á hreinu að við munum áfrýja þessu máli til Hæsta- réttar,“ sagði Guðni Kristjánsson bóndi á Skarði í Landssveit í samtali við Tímann í gær. En það eru fleiri í sömu hugleiðingum. Valur Odd- steinsson oddviti og bóndi í Úthlíð í Skaftártunguhreppi segir sína menn vera að íhuga gagnáfrýjun fari svo að Land- og Holtamenn áfrýji til Hæstaréttar. Engan veginn er Ijóst hvað gerist í sumar þegar stangveiðimenn fara að leita að veiðileyfum. Valur oddviti segir að nú liggi á að ræða við Land- og Holtamenn vegna þessa. Guðni á Skarði sem er í stjórn veiðifélags Land- og Holtamanna vegna Veiðivatna segir að hann eigi ekkert vantalað við Skaftártungu- menn vegna þcssa máls. Mál þetta hefur alla burði til þess að verða hin versta rimma og sagði Guðni það reyndar. Allir hrcpparnir eiga mikilla hags- muna að gæta í þessu máli jafnt fjárhagslegra sem annarra. í 24 ár hafa Land-og Holtamenn verið með veiðifélag um Veiðivötn og segjast hafa ræktað upp vötnin og byggt þá aðstöðu sem nú er fyrir hendi og :verður að teljast góð. Skaftártungumenn hafa veiðifélag oh er það félag með nokkur vötn á sínum snærum og segir Valur að það verði næsta skrcfið að taka þessi vötn inn í veiðifélagið. Það er viðbúið að eitthvað eigi eftir að gerast í þessari óútkljáðu deilu og aldrei að vita hvernig málin þróast þegar líður fram á sumar og veiðitíminn hefst. Spurningin sem vaknar er sú hvort menn eigi að kaupa veiðileyfi af Skaftártungu- mönnum eða Land- og Holtamönn- um. - ES Sverrir Hermannsson um hljómflutningstæki Reykjavíkurborgar: „ÉG GERÐIST MEDEIGANDI" „Nú getur maður fengið almennilegan hljómflutning á Listahátíð" „Ég gerðist meðeigandi í hljóm- flutnirtgstækjum Réykjavíkur- borgar. Ég fagna því mjög. Nú getur ntaður fengið almennilegan hljómflutning á Listahátfð til dæmis," sagði Sverrir Hermanns- son þegar hann var inntur eftir samningi rfkisins við Reykjavíkur- borg um að ríkið gæfi eftir tolla og eignaðist þannig hlut í hljómflutn- ingstækjum þeim sem borgarsjóð- ur keypti í tilefni 200 ára afmælis borgarinnar. „Ég fékk mikinn áhuga á þessu máli og mér var gert kleift að eignast 49,9% hlut í tæjunum. Mér var sérstaklcga hugsað til Lista- hátíðar í þessu efni og mi cr málið í höfn. En borgin á að reka þetta oghafa af því allan vcgog vanda.** Samningar þess efnis að ríkið tæki á sig hluta þeirra 25,4 milijóna króna sem tækin kostuöu, voru undirritaðir fyrir stuttu af borgar- stjóra, menntamálaráðherra og fjármálaráðherra. Ríkið mun eiga 49,9% en borgarsjöður 50,1%. Borgarsjóður skal hins vegar varð- veita tækin og annast útleigu þcirra til borgar og ríkisstofnana eftir gjaldskrá sem borgarráð setur. Nettótekjur af útleigu tækjanna skulu notast eingöngu til endurnýj- unar þeirra. - HM Æskulýðsráö ríkisins: Fulltrúar æskulýðssamtaka ganga út af kjörfundi ÆRR Fengu ekki að leggja fram mótmælaskjal vegna nýs reglugerðarákvæðis Fulltrúar ungliðahrcyfinga stjórn- málaflokkanna, námsmanna og AFS skiptinemasamtakanna gengu út af kjörfundi Æskulýðsráðs ríkisins á miðvikudagskvöld. Kjósa átti þrjá fulltrúa í stjórn ÆRR eftir nýjum ákvæðum í reglugerð um ÆRR. Eiríkur Ingólfsson formaður Æsku- lýðssambands íslands hugðist bera fram mótmæli gegn hinurn nýju ákvæðum á fundinum, en Reynir Karlsson íþróttafulltrúi ríkisins sem var fundarstjóri vildi ckki gefa Eiríki orðið. Þegar svo var komið gengu fulltrúarnir af kjörfundi. „Rótin að þessu er sú reglugerð sem sett var nánast bak við tjöldin um kosningu í Æskulýðsráð ríkis- ins,“ sagði Eiríkur í samtali við Tímann í gær. „Reglunum er breytt þannig að ÍSÍ, UMFÍ og skátahreyf- ingin fá margfalda kjörfulltrúa og geta myndað meirihlutablokk mcð einu sambandi í viðbót og ráðið algjörlega kjöri aðalmanna í stjórn ÆRR. Hin 16 æskulýðssamböndin fá cngu um það ráðið. Það voru síðan fulltrúar 8 æskulýðssambanda sem skrifuðu undir mótmælayfirlýs- ingu sem viö ætluðum að leggja fram á kjörfundinum. En þegar ég fékk ekki leyfi til að taka til máls og leggja fram mótmælin, þá var ekkert annað að gera en afhcnda yfirlýsinguna og ganga út.“ „Áður var þetta þannig að hvert æskulýðssamband hafði eitt atk væði. Ég breytti því þannig að öll sambönd fá eitt atkvæði og síðan gat samband fengið eitt atkvæði í viðbót fyrir hver fimmþúsund félaga, en aldrci fleiri en sjö" sagði Svcrrir Hermannsson þegar Tíminn innti hann eftir þessu máli. „Ég vil náttúrlega líta til allra átta og ekki láta neinn vera afskipt- an. Lögin eru í cndurskoðun og ég get vel hugsað mér að athuga með fjölgun í stjórn ÆRR svo fleiri geti veriö með. Hins vegar þótti mér ekki sú skipan sent var vera við hæfi." „Þarna var haldinn kjörfundur sem kjósa átti þrjá fulltrúa í Æsku- lýðsráð ríkisins og þrír til vara. Alla tíð sem sambærilegir kjörfundir hafa verið haldnir, þá hefur það verið hefð og viðtekin regla að cngar umræður yröu á kjörfundi. Þess vegna bar mér þegar beðið var um orðið bæði fyrirfram og á fundinunt, að tilkynna mönnum að því rniður þá leyfði kjörfundur ekki umræður. Þarna var margt sem þyrfti að ræða um, en það er alveg aldcilis ófært á kjörfundi“ sagði Reynir Karlsson, fundarstjóri hins sögulega fundar. „Þarna voru hins vegar kjörnir fulltrúar ungmennahreyfing- arinnar, skátahreyfingarinnar, íþróttahreyfingarinnar, bindindis- hreyfingarinnar, kristilega æskulýðs- starfsins og farfugla. Þannig að við teljunt sent sátum þcnnan fund, að þarna sitji þó fulltrúar stærstu æsku- lýðssambanda á landinu. Þarna endurspeglast að sjálfsögðu átök milli annars vegar hinnar breiðu æskulýðsstarfsemi og hins vegar fé- lagsstarfs ungs fólks sem að er mikið hagsmunamál og pólitískt mál, um áhrif og völd. Þarna verður nokkur áherslubreyting þannig að meir er lagt upp úr hinu fjölbreytilcga barna og unglingastarfi, á kostnað hags- munahópanna, þ.e. pólitísku hóp- anna og námsmannahópanna." - HM Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 16 þús. í fyrra: Lang mest fjölgun Þjóðverja og Dana Erlendir ferðamenn hér á landi urðu alls 113.528 á nýliðnu ári, sem er rösklega 16 þúsund fleira en árið 1985 (16,5%). Um tvo þriðju aukn- ingarinnar, eða um 10.500 manns mátti rekja til aðeins fjögurra landa. Mestu munaði þar um 44% fjölgun þýskra ferðamanna, eða úr um 9.400 upp í um 13.600 milli ára. Dönum fjölgaði um hátt í 3 þús. upp í 13.600 manns, Svíum um 2.300 og Norð- mönnum um 1.100. Frá þessum fjórum löndum komu rúmlega 40% allra ferðamanna hingað í fyrra. Lang flestir ferðamenn koma enn sem fyrr frá Bandaríkjunum, um 32.700 manns á síðasta ári - en athyglivert er að þeim fjölgaði þá aðeins um rúmlega 1 þús. frá árinu áður, þrátt fyrir leiðtogafundinn fræga og umræddar lopapeysu- kaupaferðir Kana. Frá Bretlandi komu um 10 þús. manns, og hefur sú tala lítið hækkað frá 1984. Frá framangreindum 6 löndum hafa yfir 80% allra erlendra ferðamanna komið síðustu þrjú árin, þótt hlut- föllin milli þeirra hafi nokkuð breyst. Hlutfallslega fjölgaði ítölum hins vegar einna mest milli ára, eða um 81%, en fjöldi þeirra er hins vegar ekki mjög mikill, eða um 2.120 manns. Svipaður fjöldi kom frá Hol- landi, sem var um 40% fjölgun. Frökkum fjölgaði og um fjórðung uppí um 5.620 í fyrra. Hjá Svisslend- ingum, Austurríkismönnum, Kan- adamönnum og Finnum verður ekki vart aukins áhuga á okkur íslending- um á síðasta ári. Þótt 114 lönd hafi átt fulltrúa í hópi ferðamanna hér á síðasta ári voru það aðeins 13 lönd sem áttu fleiri en eitt þúsund fulltrúa. Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað um 33% eða rúmlega 28 þús. manns á síðustu tveim árum. Yfir því hlutfalli eru 7 lönd. Hlutfallslega hefur Itölum fjölgað mcst 104%, þá Dönum 66%, Svíum 56%, Austur- ríkismönnum 52% og Norðmönn- um, Hollendingum og Vestur-Þjóð- verjunt um 42-45%. Frá Bandaríkj- unum er fjölgunin tæp 20%, en varð nær öll milli áranna 1984 og ’85. -HEI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.