Tíminn - 09.01.1987, Qupperneq 4

Tíminn - 09.01.1987, Qupperneq 4
Cybill með Peter Bogdanovich, sem hún segisl alllaf elska - fagnaðarlæti aðdáenda þeirra nálgast gamia „Bítlaæðið"! YRIR rúmu ári urðu „góðu strákarnir frá Norcgi“, þ.e. hljóm- svcitin A-ha allt íeinu heimsfrægir, og nú hafa þeir náð svo langt að halda hljómleika í Royal Albert Hall í London ! Þeir strákarnir hafa líka verið kallaðir „frægasta útllutningsvara Noregs“, og eru montnir af þeim titli. Þessir ungu menn heita: Mort- en Harket, Mags Furuholmen og Pal Waaktaar. Önnur eins fagnaðarlæti og „súpertríóið A-ha“ hefur fengið á hljómleikaferö í Englandi í haust, hafa ekki þekkst síðan Bítlarnir voru upp á sitt besta. segir í enskum poppblöðum. Morlen (sá í miðið á myndinni) segist Itafa verið nokkurs konar „Ijótur andarungi“ í æsku. Hann var með tannréttingarspangir á tönnunum, unglingabólur, fór ein- förum og varð oft t'yrir barðinu á frekjudólgum í skólanum. En þetta gekk fljótt yfir og hann fékk meira sjálfstraust. Hann var mjög trúað- ur, og það togaðist mjög á í huga hans að einbeita sér að guðfræði (sem hann reyndar innritaðist í og stundaði um tíma) og að snúa sér að tónlistarnámi. Tónlistarnámið varð ofaná, að minnsta kosti í bili. Hjartaknúsararnir í A-ha: Mags, Morten og Pal en Morten segist enn hafa áhuga á guðfræðinni, þó hann ekki ætli sér endilega að verða prestur. Morten vann um tíma á geðdeild sem hjúkrunarmaður og sú vinna segir hann að hafi kennt sér margt gott, m.a. að vera ekki með óhemjuskap út af smámunum, en reyna að stjórna tilfinningum sínum. Mags (t.v. á myndinni) kom fyrst fram opinberlega fjögurra ára gamall með danshljómsveit afa síns. Hann spilaði þá á trompet, - en kunni ekki nema eitt lag ! Mags átti leyndarmál þegar hann var lítill drengur. Hann átti nefni- lega ósýnilegan vin, sem hann kallaði Slobbix, og Anne-Lise, mamma Mags, segir að hann hafi kennt Slobbix um öll prakkarastrik sem hann sjálfur gerði! Pal var óskaplega feiminn í skóla. Hann segist ekki muna eftir að hafa nokkru sinni yrt á stelpu, hvað þá meir. Pal var farinn að spila mikið meðan hann var í skóla, og varð þá stundum stopul skólagangan hjá honum. Kcnnarar hans voru farnir að uppnefna hann „Gesta-nemandann“ Pal og Mags stofnuðu fyrstu skólahljómsveitina sína 1977 „Spider Empire", og eitt sinn þegar þeir spiluðu úti besta lagið sitt. þá var hávaðinn svo mikill að lögregl- an var tilkölluð ! Þeir félagarnir fóru til London og ætluðu sér að verða frægir, en það tókst ekki í fyrstu atrennu. Morten segir, að þegar þeir hafi hringt til plötuútgefandanna og sagt til sín, að þeir væru þrír ungir popparar frá Noregi, þá var bara hlegið að þeim og símtólinu skellt á. Peir gáfust þó ekki upp og drifu sig til Ameríku og þar tókst þeim hcldur betur. Fyrsta plata þeirra „Take On Me" komst i fyrsta sæti á vinsældalistum í 12 löndum ! Hljómsveitin A-ha hafði ekki spilað á hljómleikum, heldur ein- ungis inn á plötur, þar til fyrir nokkrum mánuðum, að þeir fóru í sitt fyrsta hljómsveitarferðalag, og fóru um 25 lönd á níu mánaða ferðalagi og alls staðar voru fagn- aðarlætin óstjórnleg og aðdáendur þeirra sóttu að þeim, svo lögregla varð að vernda ungu hljómsveitar- mennina. 4 Tíminn Föstudagur 9. janúar 1987 nú - Aour keppinautar um EMMY-verðiaun en leika saman i sjonvarpsmynd s°ZtZn<z°8Cybw ut^n,a„ OP ha.s,S v<9 mik,u°rþein!SteryÍð ,VarP anga og iJ '' H,ð ef,"«»ccr Q WJÓNVARPSFÉLAGIÐ NBC í Ameríku ákvað að gera nýja útgáfu fyrir sjónvarp á leikritinu „Hið langa og heita surnar" eftir sögu Williams Faulkner, en það hafði verið kvikmyndað áður með Paul Newman og Elizabeth Taylor í aðalhlutverkum 1958. Það gekk þó erfiðlcga að ákveða leikara í aðalhlutverkin nú í nýju útgáfunni af leikritinu. Að síðustu var leitað til Don Johnson, aðal- leikarans í „Miami Vice“-sjón- varpsþáttunum og hinnar fögru, ljóshærðu leikkonu Cybill Shepherd, sem leikur um þessar mundir í vinsælum sjónvarpsþátt- um í Ameríku, sem nefnast „Moonlighting". En þessir þættir „Miami Vice“ og „Moonlighting“ kepptu um fyrsta sæti þegar Emmy-verðlaununum var úthlutað síðast. Nú er þeim Don og Cybill teflt saman í leikritinu „Hið langa og heita sumar“ og er búist við miklu af þessum vinsælu leikurum. Don Johnson er um þessar mundireinn afvinsælustu leikurum í Ameríku og þykir algjör kvenna- töfrari, vanalega með þriggja daga skegg á vanga og prakkaralegur á svipinn. Hann er 35 ára, fæddur í Flat Creek í Missouri. Hann er sagður hinn mesti kvennabósi, en sjálfur segir hann: „Mér finnst konur yndislegar. Ég hef verið að reyna að ákveða með sjálfum mér hvernig konur ég kýs fyrst og fremst og hver smekkur minn er - en komist að þeirri niðurstöðu, að það er eitthvað heillandi við þær allar!“. Don á fjögurra ára son með fyrrverandi kærustu sinni, og er hið besta samkomulag milli for- eldranna um dvalarstað drengsins. Hann býr hjá mömmu sinni, en fær að vera í heimsókn hjá pabba sínum við og við. Cybill Shepherd fékk slæma út- reið hjá gagnrýnendum í Holly- wood þegar hún fyrir 4-5 árum lék á móti Burt Reynolds í „At Long Last Love“, sem stjórnað var af Peter Bogdanovich. Cybill „lagði þá á flótta“ lrá Hollywood og kom ekki þangað um tíma. Cybill er 37 ára og fædd í Memphis. Hún á fimni ára dóttur með fyrrv. eiginmanni sínum, David Ford, sem vann við Merc- edes Benz umboð í Memphis. Þau Cybill kynntust þar þegar hún Núverandi stórvinur Cybill er hinn glæsilegi dr Bruce Oppenheim „flýði frá Hollywood" - eins og hún sjálf kallar það - og fór heim til Mcmphis til að jafna sig eftir skilnaðinn við leikstjórann Peter Bogdanovich, cn þau höfðu búið saman í nokkur ár. „Peter var dásamlegur og ég lærði margt og mikið af honum. Ég elska hann ennþá, þó við höfum ekkigetað búið saman. Líklega kem ég alltaf til með að elska hann. Mér verður oft á að miða nýja vini mína við hann og það eru fæstir seni koma vel út úr þeim samanburði," segir Cybill í blaðaviðtali. Cybill var spurð um hvort ekki væri heitt í kolunum á milli hennar og mótleikarans í „Moonlighting". Bruce Willis, en hún segir þau bæði forðast það. Samvinnan gangi vel og þau séu ágætir vinir, - en eiginlega sé það líkara bróður og systur-sambandi. Nú er Cybill með lækni í Los Angeles, sem er kírópraktor, en þau gefa ekkert upp um hvort alvara sé með í spilinu. í sjónvarpsþáttunum „Moonlighting" leikur Cybill með Bruce Willis, og hún segir að þau bæði tvö forðist að hcitar tilfinningar vakni hjá þeim þó samvinnan sé náin. „Við erum eins og bróðir og systir,“ sagði leikkonan

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.