Tíminn - 09.01.1987, Síða 7

Tíminn - 09.01.1987, Síða 7
Föstudagur 9. janúar 1987 Tíminn 7 UTLÖND llllllll! BÆKUR Kína: AFRÍSKIR HÁSKÓLA- NEMAR MÓTMÆLA KYNÞÁTTAHATRI Segjakynþáttahatur í Kínaveraverraen í Suður-Afríku-Viljafara heim nema öryggi þeirra sé betur tryggt Það virðist ekki vera svo mjög erfitt fyrir þá hvítu að öðlast virðingu Kínverja. Séu menn svartir á hörund horfið öðruvísi við Pekíng - Reuter Um þrjú hundruð afrískir náms- menn fóru í gær í mótmælagöngu í Pekíng, þrátt fyrir bann yfirvalda, tii að mótmæla kynþáttahatri í Kína. Einn námsmannanna sagði það vera verra en í Suður-Afríku. Stúdentarnir kröfðust þess að vera sendir heim nema öryggi þeirra væri betur tryggt. Þeir hvöttu einnig aðra Afríkubúa til að setjast ekki á skóla- bekk í Kína. Bæði lögregla og skólayfirvöld vöruðu afrísku stúdentana við að fara í kröfugöngu og sögðu að heimild skorti frá yfirvöldum fyrir göngunni en slík lög voru sett til að draga úr lýðræðiskröfum kínverskra stúdenta sem hafa verið háværar að undanförnu. Þrátt fyrir þessar aðvar- anir gengu háskólanemarnir um 15 kílómetra leið frá hinni erlendu tungumáladeild Pekíngháskólans til sendiráðs Marokkó. Mótmælagangan fylgdi í kjölfar bréfs til afrískra stúdenta frá Kín- verska stúdentafélaginu, bréf sem yfirvöld hafa reyndar sagt að hafi verið falsað og stúdentafélagið sjálft hefur afneitað. í því voru afrísku stúdentarnir sakaðir um að leita á kínverskar stúlkur á háskólasvæðinu og hegða sér samkvæmt „siðum er menn temja sér í hitabeltisskógun- um“. Stúdentar frá Nígeríu, Marokkó, Botswana, Kenya, Uganda, Chad og nokkrum öðrum Afríkuþjóðum tóku þátt í mótmælunum og hrópuðu á göngu sinni vígorð á borð við: „Látið okkur hafa miðana" og „Aft- ur til Afríku á rnorgun". Formaður samtaka afrískra stú- denta í landinu sagði þá ekki muna mæta í kennslustundir né taka próf fyrr en öryggi þeirra væri tryggt. „Það hvernig farið cr með okkur hér gerir þetta land verra en Suður- Afríku. Enginn afrískur stúdent ætti að koma hingað til að læra,“ sagði einn Afríkubúanna og bætti við að flestir félaga sinna þráðu ekkert eins heitt og að fara heim. Gangan í gær vakti mikla athygli og fjöldi Kínverja fylgdist með henni. Stúdentarnir héldu aftur til háskóla síns eftir að sendiherra Mar- okkó hafði lofað að koma kröfum þeirra á framfæri við viðkomandi yfirvöld. Kínversku stúdentasamtökin hafa neitað að bréfið hafi komið frá þeim og embættismaður innan mennta- málaráðuneytisins sagði það hafa verið skrifað af vondu fólki sem vildi eyðileggja góð samskipti Kínverja og Afríkubúa. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að afrísku stúdentarnir færu í kröfu- göngu sína enda sögðu þeir árásir á þá vera algengar mjög. Að sögn stúdentanna var ráðist á einn sú- danskan nema í þessari viku fyrir það eitt að dansa við kínverska stúlku á hóteli í Pekíng. „Flestir Kínverja líta upp til þeirra hvítu en vita nánast ekkert um Afríku. Þeir halda að við séum villimenn eða dýr. Kínverskur lækn- ir spurði einn okkar um daginn hvort við lifðum í trjám og ætum hvor annan," sagði einn afrísku stúdent- anna. Samkvæmt opinberum tölum koma um 70% þeirra erlendu stú- denta sem nema í Kína frá öðrum Asíuríkjum, Arabaríkjunum og löndum svörtu Afríku. Þeir eru oft upp í sex ár í námi sínu og hafa yfirleitt litla peninga aflögu, komast þvf sjaldan heim til sín og eru lítið samvistum við gagnstæða kynið. Ástralía: Heróín- neytandi hótaði búðarfólki með eyðni Sydney - Reuter Heróínneytandi þusti inn í tvær búðir í Sydney í Ástralíu og hótaði að sprauta viðkomandi búðarfólk með vökva fengi hann ekki peninga. Vökvann sagði hinn 24 ára gamli eiturlyfjasjúklingur innihalda hans eigið eyðnisýkta blóð. Lögregía sagði manninum hafa tekist að ná í sem samsvarar tæpum tvö þúsund íslenskum krónum í fyrstu búðinni en í annarri búðinni hefði miðaldra afgreiðslukona neitað að taka mark á orðum þjófsins og þar með hefði vopnið verið slegið úr höndum hans. Maðurinn hefur verið sakaður um vopnað rán, líkamsárás og að geyma heróín í fórum sínum. Dómari og böðull eftir Mickey Spillane Bókaútgáfan Breiðablik hefur sent frá sér bókina Dómari og Böðull, eftir Mickey Spillane. Mickey Spillane er heimsþekktur sakamálarithöfundur og seljast bækur hans í milljóna upplögum um allan heim. Nokkur orð um innihaldbókarinnar: „Félagiminn Jack er dáinn, - myrtur af einhverjum sem hefur horft á hann deyja með háðsbros á vör, meðan honum blæddi út... Ég hef svarið þess dýran eið að hefna dauða Jacks vinar míns. Og þegar ég hef gómað morðingjann mun ekkert stöðva mig. Ég mun verða allt í senn, kviðdómur, dómari og böðull...“ Þannig talar Mike Hammer, einkaspæjarinn. Nafn hans eitt vekur ótta í milljónaborginni... maðurinn sem framfylgir réttlætinu, meðan lögreglan stendur ráðþrota. Rásir dægranna eftir Málf ríði Einarsdóttur Hjá forlaginu Ljóðhús er komin út bókin Rásir dægranna eftir Málfríði Einarsdóttur. Á bókarkápu segir að þessi bók sé tekin saman úr eftirlátnum skrifum Málfriðar. Annars vegar er þar efni sem hún vann að á síðustu árum ævi sinnar. Hins vegar er þar að finna eldri skrif, pistla um ýmisleg efni, list og skáldskap, og um þann vanda að rita íslensku, lýsingar á umhverfi og aldaranda og mannlýsingar, svo nokkuð sé talið. Einnig eru í bókinni dálítil sýnishorn af blaðagreinum höfundar, og úrval bréfa, þar á meðal elstu skrif Málfríðar í óbundnu máli sem komið hafa á prent og munu koma lesendum hennar nokkuð á óvart. Það er Sigfús Daðason sem búið hefur bókina til prentunar. Kardemommu- bærinn Sagan sívinsæla komin út á ný Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér bókina Fólk og ræningjar í Kardemommubæ eftir norska skáldið Thorbjörn Egner. Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk þýddu söguna. Fólk og ræningjar í Kardemommubæ kom upphaflega út á íslensku fyrir aldarfjórðungi en hefur verið ófáanleg um langt skeið. Engu að síður þekkja flestir íslendingar söguna um ræningjana þrjá, þá Kaspar, Jesper og Jónatan af barnaleikritinu sem höfundur samdi eftir sögunni og sýnt hefur verið í Þjóðleikhúsinu og víðar hér á landi. Og hver man ekki eftir Tóbíasi gamla, Soffíu frænku, þeirri skapmiklu konu, eða Bastían bæjarfógeta sem vill helst ekki taka nokkurn mann fastan. — Bókina prýðir mikill fjöldi litmynda sem höfundur hefur sérstaklega gert fyrir þessa endurskoðuðu útgáfu sögunnar. Aftast í bókinni eru einnig nótur við söngtextana í sögunni, svo að allir geti tekið lagið með söguhetjunum. Fólk og ræningjar í Kardemommubæ er 139 bls. Bókin er prentuð í Noregi. TÓMSTUNDABÆKUR IÐUNNAR Nýr bókaflokkur Tómstunda- bækur Iðunnar Iðunn hefur sent frá sér tvær fyrstu bækurnar í nýjum flokki fyrir börn og unglinga, Tómstundabækur Iðunnar. Nefnast þær Leikir og grin og Þrautir og galdrar. í þá fyrmefndu hefur verið safnað saman fjölda leikja, bæði gamalla og nýrra og kemur bók af þessu tagi sér vel við hin ýmsu tækifæri þar sem krakkar eru saman komnir til að skemmta sér. En í þeirri síðarnefndu er eins og nafnið bendir til að finna safn þrauta og galdra. Hér er hægt að skyggnast inn í leyndardóma hins fullkomna töframanns og tileinka sér hin ótrúlegustu brögð og brellur. Sem dæmi má nefna ýmsar þrautir með spil, eldspýtur, vasaklúta o.s.frv. Þetta eru bækur sem tilvalið er að draga fram í góðum félagsskap. Þær eru þýddar úr dönsku. Sigurður Bjarnason bvddi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.