Tíminn - 09.01.1987, Side 12

Tíminn - 09.01.1987, Side 12
12 Tíminn Föstudagur 9. janúar 1987 FRÉTTASKÝRING Það fór ekki fram hjá fólki í kringum mitt síðasta ár að rekstur kaupfélaganna innan Sambands ísl. samvinnufélaga hafði í heildina tekið gengið mjög erfiðlega árið 1985. Þetta kom m.a. berlega fram á aðalfundi Sambandsins á Akur-' eyri, þar sem býsna háar taptölur voru lagðar fram. Líka mátti sjá • þetta af fréttum frá aðalfundum einstakra félaga sem m.a. voru á sínum tíma birtar hér í blaðinu. Enn er svo skammt liðið frá. áramótum að skiljanlega eru ekki komnar fram neinar tölur um af- komu kaupfélaganna á síðasta ári. Sá er hér ritar hefur þó verið að hlera það í samtölum við kaupfé- lagamenn undanfarnar vikur og mánuði hvernig reksturinn gangi. Ef marka má slíka allsendis óform- lega „skoðanakönnun“ þá er samt ekki annað að sjá en að horfurnar séu nokkuð bjartari núna um af- komu félaganna á síðasta ári en var eftir árið 1985. Þó er þetta með miklum fyrirvör- um, og sérstaklega er það ljóst að félögin í stærstu landbúnaðarhér- uðunum verða áfram illa fyrir barð- inu á erfiðleikum landbúnaðarins. Líka hafa orðið nokkur meinleg áföll í kaupfélagarekstrinum, og meðal annars hafa tvö kaupfélög hætt starfsemi nýverið, það er Kf. Stykkishólms og Kf. Svalbarðseyr- ar. Fleiri félög hafa einnig átt í alvarlegum rekstrarvanda, án þess þó að til stöðvunar hafi þurft að koma. Kaupfélag Beruf jarðar Nýjasti bresturinn í starfsemi samvinnufélaganna í landinu er hins vegar það sem gerðist nú um áramótin er Kf. Berufjarðar á Djúpavogi neyddist til að hætta starfsemi. Nánar til tekið er þessu þannig háttað að félagið hefur átt í miklum erfiðleikum undanfarið, m.a. vegna þess að þar var ráðist í byggingu nýs og vandaðs verslun- arhúss, og eins og víðar reyndist fjármagnskostnaðurinn af því erf- iður hjallur að klífa. Að loknu níu mánaða uppgjöri á liðnu ári voru málin þar eystra tekin til vandlegrar skoðunar. Forráðamenn félagsins áttu m.a. ýtarlegar viðræður við löggiltan endurskoðanda þess, helstu lánar- drottna og forráðamenn Sambands ísl. samvinnufélaga í Reykjavík. Niðurstaðan úr þeim viðræðum varð sú að félagið ákvað að óska eftir greiðslustöðvun frá og með síðustu áramótum. Jafnframt var leitað til Kaupfélags Austur-Skaft- fellinga á Hornafirði um að það kæmi til aðstoðar. Niðurstaðan varð sú að KASK ákvað að hlaupa undir bagga, og í bréfi, sem stjórn- arformaður Kf. Berufjarðar og kaupfélagsstjóri KASK sendu við- skiptamönnum hins fyrr nefnda fyrir fáum dögum er greint frá því í smærri atriðum hvernig þeirri aðstoð verður háttað. KASK aðstoðar Raunar má segja að KASK hafi þegar á síðasta ári verið byrjað á aðstoð sinni við Kf. Berufjarðar. í haust leið tók félagið sláturhús kaupfélagsins á Djúpavogi á leigu og annaðist slátrunina þar nú á haustmánuðunum. Núverandi samkomulag felur það hins vegar í sér að á meðan greiðslustöðvunin varir tekur KASK verslun og mjólkursamlag Kf. Berufjarðar á leigu og annast þann rekstur. Þá kaupir KASK vörubirgðir í verslun Kf. Beru- fjarðar við upphaf leigutímans. Sem sjá má er litið á þessar ráðstaf- anir sem björgunaraðgerðir til bráðabirgða, og ekki verður séð að forráðamenn KASK hafi enn sem komið er að minnsta kosti hugleitt það í neinni alvöru að taka að sér samvinnurekstur á Djúpavogi til frambúðar. Hjá Kf. Berufjarðar er starfandi innlánsdeild, sem tryggð er í Tryggingarsjóði innlánsdeildanna. í samkomulagi kaupfélaganna tveggja er gert ráð fyrir að hún verði sameinuð innlánsdeild KASK, en tekið er fram að þetta sé háð samþykki sparifjáreigenda og stjórnar Tryggingarsjóðs inn- lánsdeildanna. í bréfinu til viðskiptamanna Kf. Berufjarðar er einnig lögð á það áhersla að á meðan greiðslustöðv- unin varir verði unnið að því að finna frambúðarlausn á málefnum Kf. Berufjarðar. Þá er tekið fram að megináhersla verði á það lögð að leita eftir samningum sem stuðl- að geti að því að viðskiptamenn Kf. Berufjarðar verði fyrir sem minnstu fjárhagslegu tjóni. KASK kveðst þar einnig munu leitast við að haga rekstrinum á Djúpavogi með þeim hætti að sem minnstri röskun valdi fyrir viðskiptamenn. Hraðfrystihúsið Búlandstindur hf. á Djúpavogi var um árabil dótturfyrirtæki kaupfélagsins. í kjölfarið á rekstrarerfiðleikum þess síðustu árin hefur Sambandið ásamt samstarfsfyrirtækjum sínum þó komið þar inn sem meðeigandi, og mun kaupfélagið nú orðið ein- ungis eiga minnihlutann af hlutafé þess. Að því er best er vitað mun Búlandstindur hf. starfa áfram með óbreyttum hætti þrátt fyrir greiðslustöðvun kaupfélagsins. Ekkert einsdæmi Það er rétt að hafa í huga að það, sem Kf. Austur-Skaftfellinga er nú að gera á Djúpavogi, er síður en svo nokkurt einsdæmi. Þess eru ýmis dæmi frá liðnum árum að þegar kaupfélag hefur orðið að hætta starfsemi þá hafi nágranna- félag hlaupið undir bagga og haldið áfram rekstri þess, hluta hans eða öllum. Frá síðustu misserum eru til dæmis tvö dæmi þessa. Þegar Kf. Svalbarðseyrar varð gjaldþrota í fyrra varð það ofan á að Kf. Eyfirðinga tók að sér að reka áfram verslun þess á Svalbarðseyri, og gerir enn. Hitt dæmið er um Kf. Stykkis- hólms sem varð að hætta rekstri á nýliðnu ári. Þá kom nágrannafélag, Kf. Hvammsfjarðar í Búðardal, til skjalanna og yfirtók verslun félags- ins í Stykkishólmi. Það hóf rekstur hennar í ágúst s.l. og hefur rekið hana síðan. Það er trúlega ástæða til að benda á að í tilvikum sem þessum er alls ekki ástæða til að ætla viðkomandi félögum að þau séu að reka neins konar útþenslustefnu fyrir eigin hönd. Smásöluverslun í hinum dreifðu byggðum landsins er ekki sú gróðaútgerð að févonin reki menn almennt til að sækjast sérstaklega eftir henni. En á hinn bóginn er það hlutverk samvinnurekstrarins að þjóna fólk- inu í landinu, og er það raunar megintilgangur hans og það sem gefur honum tilverurétt. Þess vegna liggur það einfaldlega í eðli málsins að kaupfélög líta á það nánast sem skyldu sína að hjálpa fólki í nágrannabyggðarlögum, ef þau hafa á annað borð bolmagn til þess og þar vantar verslunarþjón- ustu. Kaupfélög verða að útibúum Og fleiri dæmi um þetta má nefna frá liðnum árum. Til dæmis voru á sínum tíma sérstök kaupfé- lög starfandi bæði á Siglufirði og Ólafsfirði, en nú hafa þar um árabil verið starfrækt útibú frá Kf. Eyfirðinga á Akureyri. Á Seyðisfirði og Borgarfirði eys- tra voru sömuleiðis lengi vel sjálf- stæð félög. Þau hættu hins vegar störfum á sínum tíma, og nú hefur Kf. Héraðsbúa á Egilsstöðum rek- ið verslanir á báðum stöðum í mörg ár. Þá hefur Kf. Borgfirðinga í Borgarnesi einnig komið við sögu í málum sem þessum. Meðal ann- ars gekk kaupfélagarekstur á utan- verðu Snæfellsnesi ekki nógu vel um langan tíma. Þar varð niður- staðan sú að Kf. Borgfirðinga setti upp verslanir á Hellissandi og í Ólafsvík. Verslunina á Hellissandi rekur félagið enn þann dag í dag, en í Ólafsvík tóku heimamenn sig til fyrir rúmum þremur árum og stofnuðu nýtt félag, Kf. Ólafsvík- ur. Það hefur starfað síðan og gengið eftir vonum. Þá eru allmörg ár frá því að Kf. Suður-Borgfirðinga á Akranesi varð að hætta starfsemi. Kf. Borg- firðinga hljóp einnig þar undir bagga og opnaði verslun á Akra- nesi. Þeirri verslun var þó lokað í sumar leið vegna taprekstrar, en af hugmyndum heimamanna um stofnun nýs kaupfélags á Akranesi hafa ekki borist fregnir, hvað sem framtíðin kann að bera í skauti sér í því efni. Framtíð útibúanna Raunar má segja það berum orðum að í þessum málum öllum hefur bersýnilega verið að eiga sér stað ákveðin þróun. Það sem hefur verið að gerast er að litlu félögin hafa í vaxandi mæli reynst of litlar rekstrareiningar til að standa undir sjálfstæðum rekstri, og því hefur verið gripið til þess ráðs að sameina þau stærri félögum. Fáar og stórar rekstrareiningar hefur verið kjör- orðið sem unnið hefur verið undir. Þó má einnig segja að á þessu máli geti verið tvær hliðar. Er þá ekki einungis átt við byggðasjónar- miðin og þau sárindi er það getur skapað íbúum byggðarlags að hafa ekki lengur sitt eigið kaupfélag. Það er líka að því að gæta að of smáar rekstrareiningar geta lent í því að standa ekki undir sér, jafn- vel þótt þær séu einungis reknar sem útibú. Og á tímum, þegar öll samvinnuhreyfingin stefnir að því að hætta rekstri tapeininga, getur slíkt reynst litlu búðunum hættu- legt. Allt of margar og smáar einingar Einmitt varðandi þetta síðast nefnda atriði koma fram athygl- isverðar athugasemdir í viðtali við Guðjón B. Ólafsson forstjóra í síðasta jólahefti Hlyns, blaðs sam- vinnustarfsmanna. Guðjón segir þar að smásöluverslunin á vegum samvinnufélaganna sé of kostnað- arsöm og að hana þurfi að endur- skipuleggja. Einingarnar séu allt of margar og smáar; þær þurfi að staðla og sama máli gegni um vöruvalið. Orðrétt segir Guðjón: „Eftir því sem samgöngur batna verður landið meira og minna eitt markaðssvæði, og þegar samvinnu- fyrirtækin reka um 250 verslanir sem um helmingur þjóðarinnar, eða segjum um 150 þúsund manns, verslar í, með öðrum orðum um 600 manns á hverja verslun, þá fær það ekki staðist." Framtíðarstefnan Hér má trúlega segja að stór hluti af framtíðarstefnu samvinnu- hreyfingarinnar í verslunarmálum sé dreginn saman í hnotskurn. Á síðustu árum hefur verið greinileg tilhneiging til þess í landinu að verslunum fækkaði á sama tíma og þær stækkuðu. Þetta hefur vita- skuld bitnað á litlu búðunum hvar sem er í landinu, og þá einnig á litlu kaupfélögunum og litlu útibú- unum. Þaueru mörghveríhættu. Það er til dæmis ekki langt síðan fréttir bárust af því að hjá Kf. ísfirðinga væru uppi hugleiðingar um að loka einhverjum af þeim þremur útibúum sem félagið rekur utan ísafjarðar og eru í Hnífsdal, Súðavík og á Suðureyri. Líka er skemmst að minnast þess þegar Kf. Vestur- Barðstrendinga neydd- ist til að loka nokkrum útibúum sínum í fyrra og mikið fjaðrafok var gert út af í blöðum andstæðinga samvinnuhreyfingarinnar. Slík mál gætu sem best komið upp víðar, en að hinu er að gæta að innan Sambandsins og kaupfé- laganna er nú unnið ötullega að því að auka enn hagræðingu og þar með að spara í verslunarkostnaði. Meðal annars hefur verið bent á að því fer verulega fjarri að kaupfé- lögin geri öll innkaup sín hjá Verslunardeild Sambandsins, og sömuleiðis að hún gæti sem best annað töluvert meiri heildsölu- dreifingu en hún gerir í dag. Einnig hefur verið talað um aukna hag- ræðingu í vöruflutningum og vöru- dreifingu innanlands, sem allt gæti lækkað verslunarkostnaðinn. Mikilvægi kaupfélagsstjórans Líka hefur það margoft vakið athygli þess sem hér ritar hvað lítil j kaupfélög geta gengið lengi ef þau eru svo heppin að til þeirra ræðst samviskusamur og útsjónarsamur kaupfélagsstjóri. Það má beinlínis fullyrða það að mörgum slíkum mönnum hafi með reynslu sinni og dugnaði tekist að reka kaupfélög lengi og vel á stöðum þar sem öll venjuleg hagfræðilögmál hefðu úr- skurðað slíkt fyrirfram dauða- dæmt. En slík dæmi breyta því ekki að i í rekstri samvinnufélaganna er að mörgu að hyggja. Og þó sýna þau kannski betur en margt annað hvað samvinnuhreyfingin á mikið undirþvíkomiðaðhafaívinnuhjá i sér dugmikið og áhugasamt starfsfólk. Líka stendur vitaskuld allt og fellur hjá henni með því að hún þurfi ekki endalaust að vera að berjast við taprekstur. Þar þurfa því fleiri en einn þáttur að fara saman, svo að vel sé, og fer kannski vel á að enda þennan pistil með því að vitna aftur í viðtalið við Guðjón B. Ólafsson þar sem hann dregur helstu staðreyndir málsins mjög skynsamlega saman. Hann segir þar: „Ef einhver annar getur rekið verslun þá eigum við að geta það líka, svo ég held að spurningin snúist um að hver einasta eining verður að standa undir sér. Það er ekkert í hugsjónum, í samþykktum eða í yfirlýsingum samvinnumanna sem segir að við eigum að reka fyrirtæki og verslanir með tapi. Við höfum enga sjóði til að ganga í. Ég tel að verkefnið sé að finna þá hagkvæmni með stöðlun og staðsetningu að þetta sé hægt. Þetta þýðir einfaldlega að ekki getur gengið, eins og þó er víða, að tvær til þrjár verslanir séu í tiltölu- lega litlum þorpurn." -esig

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.