Tíminn - 09.01.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 09.01.1987, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 8. janúar 1987 Tíminn 15 lllllillllllllll MINNING ...... ................. ............. .................. ' ... ':l Steingrímur Jóhannesson Grímsstöðum í Mývatnssveit Þann 23. desember síðastliðinn andaðist að heimili sínu Grímsstöð- um í Mývatnssveit, bernskuvinur okkar og félagi Steingrímur Jóhann- esson. Hann lést nær fyrirvaralaust og um aldur fram. Steingrímur fæddist að Grímsstöðum 23. febrúar 1921 og ól þar allan sinn aldur að undanskild- um tímabundnum frávikum. - For- eldrar hans voru Elín Kristjánsdóttir og Jóhannes Sigfinnsson bóndi þar. Elín var skyld foreldrum okkar báð- um og ræktuð frændsemi og vinátta þeirra á milli. Þar við bættist að móðir Elínar, Arnfríður Björnsdótt- ir, var heimilisföst á Gautlöndum í mörg ár og einnig þrjú börn hennar, sum aðeins um stundarsakir en önn- ur lengur. Arnfríður var dálæti heimamanna ekki sfst okkar barn- anna svo að okkur fannst jafnan við eiga hluta í henni með barnabörnum hennar. Þannig mynduðust einskon- ar fjölskyldutengsl við Grímsstaði, og þá fyrst og fremst Elínu og Steingrím með tilheyrandi frænd- rækni. Ógleymanlegar verða okkur heimsóknir í Grímsstaði. Framand- legt lífríki þessarar landareignar, framandleg störf við vatn og veiði, Elín með sína smitandi gleði í augum og hlátri, er sá svo um að við nutum lífsins til grunns og svo Stjana á Grímsstöðum með fiðluna sína - ekki gleymist hún heldur. Með árun- um lögðust niður þessar heimsóknir og sundur dró með okkur frændsyst- kinunum þar til við fórum að starfa saman í ungmennafélaginu Mývetn- ingur. Núna á dögum harðvítugrar auðs- og einkahyggju, er vissulega tíma- bært að rifja upp og skilgreina eðli og kjarna ungmennafélaganna, áhrif þeirra á einstaklingana og þá jafn- framt á þjóðfélagið allt. Um leið og við gengum í ungmennafélagið, á hverjum stað, skynjuðum við og námum smám saman þá sameignar- og samvinnukennd sem var, og er væntanlega enn, einkunn þessa fé- lagsskapar, þar sem allir unnu með öllum og fyrir allt til þess að félagið þeirra mætti leysa sem flest og stærst verkefni til velfarnaðar fyrir það sjálft og þjóðfélagið. Að sjálfsögðu höfðu, og hafa ekki allir jafnnæman félagsanda. En Steingrímur á Grímsstöðum var dæmigerður ungmennafélagi og vék aldrei af þeim vegi í hverjum þeim félagsskap, er hann gerðist þátttak- andi. Ávallt reiðubúinn til starfa án annars ágóðahlutar en þess að vinna vel að góðu málefni. Þannig munum við vinir hans og félagar jafnan minnast hans - með hönd í hönd. Eflaust munu einnig margir minn- ast Steingríms sem afreksmanns á leiksviði. í>ar undi hann sér sem fiskur í vatni og leysti hlutverk sín með ágætum. Að öðrum ólöstuðum munu þó þrjú hlutverk bera hæst á leikaraferli hans. Hjálmar tuddi í Maður og kona, Candy í Mýs og menn og Skrifta-Hans í Ævintýri á gönguför. Svo ólík sem þau eru einkenndust þau öll af næmi fyrir gerð persónunnar og hófstillingu í meðferð hennar. Skynjun hans á harmi og skopi skáldlistarinnar var honum slíkur vegvísir við val á upplestrar- og skemmtiefni, sem hann oft var krafinn um, að undrun sætti. Steingrímur lagði mikla stund á íþróttir svo sem skíðagöngu og tók þátt í mörgum skíðamótum. Á með- an leikfimifélag Mývetninga starfaði var hann þar stöðugur þátttakandi. Á glímuvelli var hann góður liðs- maður bæði sem leikmaður og dóm- ari. Síðast en ekki síst hefur hann ástundað knattspyrnu allt frá ung- lingsárunum og fram að hinstu stund, og nú síðustu árin með sonum sínum. Steingrímur kvæntist Þorgerði Eg- ilsdóttur Jónssonar frá Húsavík. Þau eignuðust átta börn sem öll eru á lífi og ennfremur stóran hóp barna- barna. Hann lét af búskap fyrir allmörg- um árum og hefur síðan unnið við Kísiliðjuna í Mývatnssveit. En sértil upplyftingar og yndisauka átti hann jafnan nokkrar kindur er tengdu hann við jörð og gróanda. Steingrímur á Grímsstöðum lagði ekki fyrir sig langa skólagöngu eða heimsreisur. En sem náttúrubarn, því það var hann reyndar, safnaðist honum ýmis fróðleikur, sem hvorki verður kenndur né numinn nema í tengdum við lifandi náttúru um- hverfisins. Hann lifði og dó á bökkum Mý- vatns þar sem móðir náttúra er gædd meiri grósku og auðugra lífi en annars staðar gerist og fegurðin gengur aldrei til viðar. Og nú, er við kveðjum okkar gamla góða vin fögn- um við því hlutskipti hans. Ásgerður og Böðvar á Gautlöndum. IIIIIIIIIIIIIHIIIIII FISKIRÆKT llllllliilllBl.i!1 :.l1!llllllllll!|.i;: ''Mlllllllllllll:^ :.HIIIIIM:|i'.- .................................................................................................................................................. Kvíaeldi í örum vexti í Danmörku Danir eru þekktir fyrir dugnað og útsjónarsemi í sambandi við búskap ýmiskonar. Danska fiskeldið er stór- atvinnugrein, en grundvöllur þess var lagður nokkru fyrir aldamótin seinustu þegar menn hófust handa og grófu jarðtjarnir og tóku að ala silung. Þessi búskapur varð með tímanum að öruggum atvinnuvegi sem fyrr segir. Og dönskum silungs- eldismönnum tókst með áratuga starfi að byggja upp góða markaði fyrir silunginn. Einn mikilvægasti þeirra er í Þýskalandi, svo að segja við bæjardyrnar, en þangað fara um 2/3 framleiðslunnar. Heildarútflutn- ingsverðmæti á ári frá silungseldinu er um 500 milljónir danskra króna eða um 2,7 milljarðar íslenskra króna. Talið er að eldisrými í Danmörku á landi, þ.e. í fersku vatni, sé þegar fullnýtt, enda hafa kröfur í sambandi við mengun og umhverfisvernd auk- ist mjög á seinni árum. Sjóeldi hefur óðum verið að ryðja sér til rúms á seinni tímum, eins og kunnugt er, og Danir hafa þar góða undirstöðu þar sem er áratuga reynsla þeirra af silungseldi í fersku vatni. 3.200 lestir úr sjókvíum Framleiðsla á regnbogasilungi í sjóeldi í Danmörku hefur verið í örum vexti, en eldisstöðvarnar eru 40 talsins og er gert ráð fyrir að heildarframleiðslan verði 3.200 lestir á þessu ári, samkvæmt því sem Norsk Fiskeoppdrett greinir frá. Það þarf sérstakt leyfi til að koma á fót eldisstöð í Danmörku eins og í Noregi, og eins og í síðarnefnda landinu eru eldismenn óánægðir með hversu flókið kerfið er. Það er Fiskveiðiráðuneytið í Danmörku sem hefur með kvíaeldið að gera þar í landi, en umhverfisráð amtanna í Danmörku spila stórt hlutverk í sambandi við leyfisveitingar, svo sem stærð stöðvanna sem er miðað við fóðurnotkun og því tengt meng- unarmálum. Einnig vilja þau sum ráða því hvar kvíarnar séu settar niður í sjónum. Danska þjóðþingið ákvað snemma á þessu ári, að taka upp þá meginreglu að eldiskvíum mætti ekki koma fyrir í fjörðum. Þá hafa yfirvöld komist að þeirri niðurstöðu að hentugt sé að miða við svonefndar fjölskyldukvíar með hámarksfram- leiðslu bundna við 100 lestir. Fari menn lengra frá landi, megi hafa stöðvarnar stærri, allt að 400 lestir hverja stöð. Þá hefur komið fram krafa til yfirvalda um að sjómenn og aðrir fái að reka kvíaeldi með um 25-40 lesta ársframleiðslu sem hlið- arbúgrein. „Fyllstu gæöi úr tjöm á borð“ Eins og fyrr greinir eru árlegar tekjur Dana af silungseldi sem svarar til um 2,7 milljarða íslenskra króna. Danskir eldismenn gera sér grein fyrir því, að þeir þurfa að leggja töluvert af mörkum til þess að mæta aukinni samkeppni á mörkuðum, bæta framleiðsluna og ná til nýrra viðskiptavina. Undanfarin ár hefur aukin umræða og auknar kröfur verið gerðar til mengunarvarna, sem fyrr segir, bæði hvað varðar fiskinn og umhverfi hans. Það getur auðvit- að skipt máli gagnvart þeim, sem neyta afurðanna frá silungseldinu, að varan sé fyrsta flokks að öllu leyti. Kunnáttumenn telja, að verja þurfi verulegum fjármunum í eins- konar þróunarstarf, hvað snertir þessi atriði; atvinnugreinina, um- hverfið og útflutninginn og fleira. Menn hafa orðað kjörorðið þannig: „Fyllstu gæði úr tjörn á borð“. Danir hafa verið áhugasamir við að reykja lax til að selja erlendis. Þannig áttu Danir um 40% af inn- flutningi á þessum varningi til Ítalíu á árinu 1985, en hann var alls um 960 lestir af reyktum laxi. En brandarinn er, að stærstur hluti þessa reykta lax, er af norskum uppruna, úr sjókví- um. Þetta minnir á, að Danir hafa verið iðnir við að fullvinna vöru, enda þótt þeir búi ekki vel sem hráefnisland. Þeir hafa sýnilega bætt sér þetta upp með nýtni og útsjónar- semi og þykja hörku duglegir í viðskiptalífinu. eh. I|l Auglýsing um fasteignagjöld Lokiö er álagningu fasteignagjalda í Reykjavík 1987 og verða álagningarseðlar sendir út næstu daga ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjaldanna. Gjalddagarfasteignagjaldaeru 15. janúar, 1. mars og 15. apríl. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíróseðla í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi. Fasteignagjaldadeild Reykjavíkurborgar, Skúla- túni 2, veitir upplýsingar um álagningu gjaldanna, símar 18000 og 10190. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar munu fá lækkun á fasteignaskatti samkvæmt reglum sem borgarstjórn setur og framtalsnefnd úrskurðar eftir, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 73/1980 um tekjustofna sveitarfélaga. Verður viðkomandi til- kynnt um lækkunina þegar framtöl hafa verið yfirfarin, sem vænta má að verði í mars- eða aprílmánuði. Borgarstjórinn í Reykjavík, 6. janúar 1987. Frá Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi Nýbygging Fjölbrautaskóla Suðurlands verður vígð og skólinn settur laugardaginn 10. janúar n.k. og hefst athöfnin kl. 14.00. Nemendur mæta kl. 12.30 við Selið. Allir eru velkomnir til hátíðarinnar, sérlega er skírskotað til eldri nemenda skólans. Húsið verður til sýnis þennan sama laugardag til kl. 21.00. Stundatöflur verða afhentar fimmtudaginn 15. janúar kl. 14.00, þar í húsinu, gegn greiðslu innritunargjalds kr. 1.500.- Kennsla hefst skv. stundaskrá föstudaginn 16. janúar. í öldungadeild hefst kennsla fimmtudaginn 15. janúar. Innritunar- gjald, kr. 3.600.-, greiðist í fyrstu kennsluviku. Enn er hægt að taka við nemendum í dagskóla og öldungadeild. Innritun fer fram á skrifstofu skólans sími 99-2111. Skólameistari *|| Heilsuverndarstöð ijf Reykjavíkur og heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis verða lokuð föstudaginn 9. janúar 1987 frá kl. 13.00, vegnajarðarfararDr. Med. JónsSigurðsson- ar, fyrrverandi borgarlæknis. Heilbrigðisráð Reykjavíkur Námsvist í Sovétríkjunum Sovésk stjórnvöld munu væntanlega veita einum Islendingi skólavist og styrk til háskólanáms í Sovétríkjunum háskólaáriö 1987-88. Umsóknum skal komið til menntamálaráöuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 6. febrúar n.k. og fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meömælum. - Umsóknareyðublöð fást I ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 6. janúar 1987. FRAMTÆKNIs/f Skemmuveg 34 N Vélsmiðja 200 Kópavogur Járnsmíði- Viðgerðir lceland Tel. 91-641055 Vélaviðgerðir - Nýsmíði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.