Tíminn - 10.02.1987, Síða 7
Þriðjudagur 10. febrúar 1987
Tíminn 7
Framkvæmanlegasta
leiðin
Mér finnst ekki úr vegi, eins og
málum nú er komið að rifja upp
efni greinar, sem ég birti í Tíman-
um 1. ágúst síðastliðinn. Þar sagði
á þessa leið:
„Það er ljóst, að Hafskipsmálið
hefur komið Útvegsbankanum í
mikinn vanda. Eins og er, þá er
bankinn ekki fær um að gegna því
mikilvæga hlutverki í þágu at-
vinnuvega landsins, sem hefurhvíit
á honum um langt skeið. Ef bank-
inn verður að hætta starfsemi sinni
veldur það mörgum mikilvægum
atvinnufyrirtækjum miklum
vanda, jafnvel óleysanlegum. Þess
vegna verður annað hvort að
gerast: Endurreisa bankann eða
finna annan aðila eða aðra aðila til
að taka við hlutverki hans.
Ein hugmyndin er sú, að ríkið
takið að sér að greiða skuldir
Útvegsbankans að miklu leyti, en
síðan verði hann sameinaður
Verzlunarbankanum og Iðnaðar-
bankanum og stofnaður einn öflug-
skylt að þjóna því hlutverki, sem
hvílt hefur á Útvegsbankanum,
heldur fremur ýmsum brasksjónar-
miðum. Það ber einnig að minnast
þeirrar reynslu, að eini bankinn,
sem hér hefur farið á hausinn, var
einkabanki.
Önnur hugmynd er sú, að Út-
vegsbankinn verði sameinaður
Búnaðarbankanum, sem nú er
traustur banki. Fjarri ferþóþví, að
Búnaðarbankinn sé fær um að taka
að sér alla þá jrjónustu við atvinnu-
lífið, sem Útvegsbankinn hefur
því kapphlaupi gæti lyktað. Það
gæti því orðið hlutskipti hins nýja
banka að fara sömu leið og Útvegs-
bankinn.
Báðar þær leiðir sem hér eru
nefndar hafa augljósa ókosti og
hættur í för með sér.
Ýmsar aðrar leiðir koma til at-
hugunar, en hafa vart verið kann-
aðar enn sem skyldi. Ein er sú, að
fara svipaða leið og þegar íslands-
bankinn var endurreistur og
styrkja Útvegsbankann til að halda
áfram starfsemi sinni. Það gafst
lífga Útvegsbankann.
Vitanlega má ekki ganga fram
hjá því, að uppi hafa verið háværar
kröfur um sameiningu banka. Sam-
eining Búnaðarbanka og Útvegs-
banka væri ekki fjarlægur draumur
undir þeim kringumstæðum, að
Útvegsbankinn væri búinn að rétta
sig við aftur. Eðlilegust væri þó
sameining einkabankanna, t.d.
Verzlunarbanka og Iðnaðarbanka
og Samvinnubanka og Alþýðu-
banka. En þetta þarf að eiga sína
eðlilegu þróun. Þess verður líka
heyri undir Alþingi líkt og ríkis-
endurskoðun, cn allir flokkar hafa
nú fallist á tillögur Halldórs Ás-
grímssonar í þeim efnum. Alþingi
á ckki aðeins að annast lagasetn-
ingu, heldur á það líkt og banda-
ríska þingið að fylgjast ekki síður
með framkvæmd laganna, því að
annars geta þau orðið dauður bók-
stafur. Bankarnir eru svo valda-
miklar stofnanir og þó einkum
Seðlabankinn, að það er ekki
minni þörf á því að þingið fylgist
nteð þeim en ríkinu.
vel að gæta, að mörgum myndi
þykja þröng fyrir dyrum, ef ekki
væri hægt að leita til nema tveggja
banka."
Við þetta má bæta því, að eftir
að Útvegsbankinn er orðinn hluta-
félagsbanki, er sameining hans og
Búnaðarbankans fjarlægari en
áður. Hins vegar gæti komið til
greina að sameina Landsbankann
og Búnaðarbankann og aðcins
verði þvf einn sterkur ríkisbanki,
en einkabankarnir komi svo til
viðbótar. Þetta er hins vegar mál,
sem ekki verður leyst í fljótræði á
skömmum tíma.
Bankaeftirlitið
Við þessar hugleiðingar þykir
rétt að bæta nokkruni orðum unt
bankaeftirlitið, en nokkuð hefur
verið rætt um það að undanförnu
og þó ekki rninnst það undir hvaða
aðila það eigi að heyra, en nú
heyrir það undir Seðlabankann.
Það er vitanlega meðöllu óeðlilegt,
að það heyri undir einn af bönkun-
um. í Seðlabankanum hafa safnast
saman svo mikil völd, að með öllu
er óafsakanlegt að hafa hann ekki
undir eftirliti eins og hina bankana.
Mér virðist eðlilegt að bankaeftir-
litið verði sjálfstæð stofnun, sent
Þórarinn Þórarinsson:
Bankaeftirlitið á að
heyra undir Alþingi líkt
og ríkisendurskoðun
Seðlabankinn þarfnast ekki síður eftirlits en viðskiptabankarnir
Stjórnarflokkarnir hafa náð sam-
komulagi um þá bráðabirgðalausn
Útvegsbankamálsins, sem er fram-
kvæmanlegust undir ríkjandi
kringumstæðum. Þessi leið er
gagnrýnd af sumum vegna þess, að
henni fylgja mikil framlög af hálfu
ríkisins. Þess er þá ekki gætt, að
aðrar leiðir, sem helst hefur verið
rætt um, hefðu ekki reynst ríkinu
hagkvæmari eða a.m.k. hafa ekki
verið færð haldbær rök að því.
Það er rétt, sem haldið hefur
verið fram af Þorsteini Pálssyni, að
þessa leið hefði strax mátt fara
fyrir ári og að tap Útvegsbankans
hefði þá orðið mun minna. Það var
hins vegar ekki gert og málinu
skotið til athugunar og umsagnar
hins almáttuga Seðlabanka. Tillög-
ur þær, sem hann hefur haft fram
að færa, hafa verið til meðferðar
síðan og valdið töfum í marga
mánuði.
Það er þó bót í máli, að tap
ríkisins þarf ekki að verða eins
mikið og þær tölur, sem helst eru
nefndar í þessu sambandi benda
til. Seðlabankinn hefur grætt stórar
upphæðir á vaxtaviðskiptum sínum
við viðskiptabankana. Eðlilegt er,
að hann endurgreiði Útvegsbank-
anum gróða sinn á viðskiptunum
við hann.
ur einkabanki. Þetta er eðlilega
draumur Sjálfstæðisflokksins, því
að ýmsir aðalstólpar hans myndu
fá öll ráð yfir þessum banka. Hug-
mynd þessi er þó ekki aðeins
fordæmanleg frá pólitísku sjónar-
miði. Það er engin trygging fyrir
því, að slíkur banki myndi telja sér
veitt. Engin trygging er heldur
fyrir því, að þeir sparifjáreigendur,
sem hafa skipt við Útvégsbankann,
færi sparifé sitt yfir í hinn nýja
banka. Vafalaust munu aðrirbank-
ar reyna að lokka þá til sín, ef
Útvegsbankinn hyrfi úr sögunni.
Ómögulegt er að sjá fyrir hvernig
ekki illa. Þegar óhappið með Haf-
skip er undanskiliö hafa ekki verið
færð rök að því, að Útvegsbankinn
hafi verið illa rekinn, eða a.ni.k.
ekki verr en hinir bankarnir. Að
dómi sumra kunnugra manna,
myndi það hafa minnsta röskun í
för með sér fyrir ríkið, að endur-
Athugasemd frá Matthíasi Á. Mathiesen,
utanríkisráðherra, vegna leiðara
Tímans, laugardaginn 7. febrúar 1987:
f leiðara Tímans sl. laugardag er
fullyrt, að undirritaður hafi á Al-
þingi „varið“ þær gjörðir Banda-
ríkjamanna, „að hefja að nýju
kjarnorkuvopnatilraunir með til-
raunasprengingu sinni í Nevada-
eyðimörkinni fyrr í vikunni“. Með
því, að í þessari setningu er rangt
með farið, vil ég koma eftirfarandi
á framfæri:
í umræðum þeim, sem fram fóru
á Alþingi fimmtudaginn 5. febrúar
um tilraunasprengingar Banda-
ríkjamanna, lét ég í ljós von um,
að árangur í samningaviðræðum
risaveldanna í Genf myndi leiða til
niðurskurðar kjarnavopna og alls-
herjarbanns við slíkum sprenging-
um undir raunhæfu eftirliti. í þeim
viðræðum hafa Sovétmenn ekki
reynst reiðubúnir að samþykkja
eins tryggar eftirlitsráðstafanir og
Bandaríkjamenn hafa krafist. Ég
skýrði sprengingar Bandaríkja-
manna út frá varnarstefnu Atlants-
hafsbandalagsins, en hún hvílir á
svokallaðri „fælingu", þar sem
kjarnavopn gegna lykilhlutverki.
Það væri mat Bandaríkjamanna,
að á meðan kjarnavopn hafa þýð-
ingu fyrir varnir Vesturlanda verði
þeir að framkvæma slíkar tilraunir.
Þetta er staðreynd, sem ég útskýrði
í ræðu minni, en að ég hafi lýst
stuðningi við kjarnasprengingum,
það er rangt.
Það er síðan til að kóróna þenn-
an málflutning, að segja, eins og
leiðarahöfundur Tímans gerir, að
munur á stefnu Framsóknarflokks
og Sjálfstæðisflokks komi fram í
þvf, að „Framsóknarflokkurinn
vilji frið í heiminum“, og að fram-
sóknarmenn séu þeirrar skoðunar,
„að best færi á því að öllum
kjarnavopnum væri útrýmt“. Að
sjálfsögðu er enginn ágreiningur
um þetta efni meðal íslendinga, en
það er eins og endranær deilt um
leiðir, líkt og ég benti á í nefndri
ræðu á Alþingi.
Þess má að lokum geta, að
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, sagði í sinni ræðu
við þetta sama tækifæri, að hann
gerði enga athugasemd við ræðu
utanríkisráðherra, en hann bætti
því síðan við, að persónulega for-
dæmdi hann slíkar sprengingar.