Tíminn - 21.02.1987, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.02.1987, Blaðsíða 1
í STUTTU MÁLI... ÍSLENSKUR gæöafiskur hf. í Njarövík hefur á undanförnum vikum flutt roöflett tindabikkjubörö til Belgíu. Þaö er út af fyrir sig e.t.v. ekki svo fréttnæmt, nema hvaö belgíska fyrir- tækiö N W Peters í Brugge sem sér um dreifingu á tindabikkjuböröunum, er jafnframt 49 % eigandi í íslenskum gæðafiski, skv. heimildum Fiskifrétta. SJÓVEIKI er vandamál er hrjáir marga. Nú eru hins vegar komin á markað erlendis sérstök teygjubönd sem smeygt er upp á báöa úlnliði og eiga þau aö losa menn viö veikina. Er byggt á kenningum nálastungumanna í Kína og er lítil kúla á armbandinu sem þrýstir laust á ákveðinn „Nei- kuan“- punkt á innanverðum hand- Ieggnum. Þessi uppfinning kemur frá Bandaríkjunum og hafa þar veriö seld ein þrjúhundruö þúsund armbönd, eöa svo segja Fiskifréttir. VIRKI HF. hefur aukiö hlutafé sitt til muna. Einnig hefur hluthöfum fjölg- aö mjög verulega. Gengiö var frá þessu á fundi þann fimmta febrúar. Fjöldi starfsmanna og einstakra sér- fræðinga sem standa aö VIRKI hf. eftir fjölgun er yfir 300 manns. Ætlunin með stækkuninni er að efla til muna starf VIRKIS á erlendum vettvangi en fyrir- tækið starfaði í Kína, Grikklandi, Tyrk- landi og fleiri löndum í fyrra. SKAGAMENN geta fariö í tívolí á morgun. Miöað viö reynslu fyrri ára munu margir notfæra sér þaö. Skátar á Skaga hafa lagt nótt við dag síðustu vikur til aö klára aö smíöa tækin og leggja síðustu hönd á undir- búning. Tívolíið er sett upp í íþrótta- húsinu viö Vesturgötu og verðuropnað klukkan 12. Heimir Janusson, einn af aðstandendumtívolísins, sagöi í sam- tali við Tí mann að þetta væri sennilega glæsilegasta tívolíið frá upphafi á Skaga. BÚNAÐARÞING hefst næst- jj komandi mánudag og stendur út fyrstu vikuna í mars. Á þingingu veröur kosin ný stjórn Búnaöarfélags íslands og nýr formaður félagsins þar sem núverandi formaður Ásgeir Bjarnason gefur ekki kost á sér áfram. p i i Tímamynd Sverrir FÉLAGAR úr klúbbnum 4x4 / héldu á um eitt hundraö bifreiöum | sínum yfir Sprengisand í gær á leið til : Akureyrar. Þar er ætlunin aö halda j bílasýningu á sunnudaginn og rennur hluti aögangseyris til bílaklúbbsins. KRUMMI “Þá eru þeir Jón Oddur og Jón Bjarni aftur komnir út í kuldann! “ Hallarbylting í Æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins í Reykjavík: HANDALÖGMÁL Á ADALFUNDI - burtreknir en flokksdyggir félagar smöluðu liði og hentu róttæklingunum út. Það dró heldur betur til tíðinda á aðalfundi Æskulýðsfylkingar Al- þýðubandalagins í Reykjavík sl. fimmtudagskvöld. Þá ruddist ritari Alþýðubandalagsins, Pálmar Hall- dórsson inn á nýsettan fund, með lið úr Iðnnemasambandinu sem ekki var í ÆFR sér til fulltingis, og veittist að formanni ÆFR, Sigurði Einarsyni í ræðustól. Samkvæmt heimildum Tímans urðu þar tölu- verðar ryskingar sem fleiri manns blönduðust í, þar sem fundarmenn freistuðu þess jafnframt að varna innrásarmönnum inngöngu. Forsaga þessa máls er sú, að innan ungliðahreyfingar Alþýðu- bandalagsins eru tvær fylkingar, önnur sem þykir holl undir flokks- forustuna og má þar nefna Pálmar Halldórsson, Önnu Hildibrands- dóttur, Sölva Ólafsson og Ragnar Þórsson og síðan stjórn ÆFR sem hefur viljað halda sjálfstæðri stefnu gagnvart flokknum. Deilur þessara fylkinga hafa síðan kristallast í deilum um ágæti Guðrúnar Helga- dóttur annars vegar og Ásmunds Stefánssonar, hins vegar. Ætlaði Stjórn ÆFR að birta auglýsingu þar sem fólk var hvatt til að stroka Ámund Stefánsson út af lista. 'Þessu vildu Ásmundarmenn ekki una og freistuðu þess í gær að taka yfir stjórn félagsins. Mættu því á aðalfundinn Pálmar, Anna Hildibrandsdóttir, Sölvi og Ragnar, en þau þrjú síðastnefndu voru rekin úr ÆFR í vetur, ásamt fjölda iðnnema sem margir hverjir voru ekki í ÆFR og því án félagsskírteina. Var þeim því meinuð innganga á fundinn. En samkvæmt heimildum Tím-! ans hleypti Pálmar Halldórsson þeim er úti stóðu inn og upphófust þá ofangreind handalögmál. Ætl-i aði Sigurður Einarsson, formaður þá að slíta fundi, en „innbrots- menn“ hótuðu þá að setja nýjan fund og kjósa nýja stjórn. Var þá friðmælst og settust menn rjóðir og heitir í sæti sín. Var ætlunin að halda fundi áfram eftir fyrirfram ákveðinni dagskrá, en þá bar Krist- inn Einarsson, einn úr „Ásmundar- liði“ ÆFR fram dagskrártillögu sem gerði ráð fyrir að kosið yrði til stjórnar strax, þar scm nokkrir félagar hans voru á leið úr salnum. Áður hafði verið ætlunin að taka fyrir lagabreytingar, m.a. um breytingar á stjórn. Þegar dagskrártillagan var síðan samþykkt með eins atkvæðis mciri- hluta, gekk Sigurður Einarsson og stjórn ÆFR ásamt stuðningsfélög- um út úr salnum, en það lið sem eftir sat kaus nýja stjórn. Hafa stjórnarmenn ÆFR nú sagt sig úr ÆFR og Alþýðubandalaginu og er von á að fjöldauppsögnum eftir helgina. -phh Um þessar mundir eru nemendur 9. bekkja grunnskóla víða um land ■ starfskynningu. Er það afar misjafnt hvað unglingarnir hafa áhuga á og hvað þeir vilja helst kynna sér í atvinnulífinu. Tíminn hitti 2 hressa stráka úr 9. bekk Gagnfræðaskólans á Selfossi, en þeir voru í starfskynningu í Vcitingahöllinni, þá Kára Örlygsson og Andrés Jóakimsson. Þeir sögðu að þetta hefði verið „bara gaman“, eins og þeir orðuðu það. Voru þeir að skera grænmeti í kjötsúpu þegar við komum að þeim, og líkaði þeim það ágætlega. Þeir sögðu okkur enn fremur að margir í þeirra skóla hefðu valið að kynna sér störf matreiðslumanna, og væru þeir nemendur á hinum ýmsu veitingastöðum. Diðrik Ólafsson í Veitingahöllinni sagði að það væri greinilega mikill áhugi fyrir þessum störfum og væru nemendur í starfskynningu tíðir gestir í Veitingahöllinni. SBS/Starfskynning. Tímamynd Svcrrir Fulltrúaráösfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga: Þungar áhyggjur vegna stadgreiðslukerfisins Fulltrúaráð Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, sem í eiga sæti 35 fulltrúar sveitarfélaga í öllum landshlutum, þingar nú í Borgarnesi. Aðalmál fundarins hefur verið frumvarp ríkisstjórn- arinnar um staðgreislu opinberra gjalda og fyrirhugaðar breytingar á skatt- og tekjustofnalögum í tengslum við það. Það kom fram í máli Björns Friðfinnssonar formanns Sam- bandsins að sveitarstjórnarmcnn telja mörgu ábótavant varðandi staðgreiðslukerfið og fyrirhugaða framkvæmd þess. Sá flýtir sem viðhafður er við afgreiðslu máls- ins geti leitt af sér að nýja kerfið verði mcin gallað. Þá kontu fram miklar áhyggjur fundarmanna vegna þess að lítil fámenn dreif- býlis sveitarfélög sem hefðu marga einstaklinga með tekjur undir skattleysismörkum myndu hrapa í tekjum við breytinguna. Alexander Stefánsson félags- málaráðherra sagðist hafa upp- lýsingar sem sýna alveg hið gagn- stæða. Tekjur þessara tilteknu sveitarfélaga af útsvörum myndu cinmitt aukast verulega. Það staf- ar af því að ríkið mun greiða útsvör þeirra aðila sem cru undir skattleysismörkunum. Þá komu frarn áhyggjursveitar- stjórnarmanna yfir skilum út- svarstekna til sveitarfélaganna. Frumvarpið tæki ekki nægjanlega vel á þeim málurn. Ennfremur kom fram gagnrýni á þá fyrirætl- an að táka 1% af tekjum sveitar- félaga til að standa straum af hinu nýjainnheimtukerfi. Töldu menn þetta enn eitt dæmið um hvernig ríkið tæki sífellt meira fjármagn frá sveitarfélögunum. Fjallað verður um stað- greiðslukerfið í nefndum í dag. Fulltrúarnir munu einnig ræða þar frumvarp menntamálaráð- herra um framhaldsskóla, en það gæti sparað sveitarfélögum um- talsvcrt fé og einnig verður „hér- aösncfnda" fyrirkomulagið rætt eins og það er skilgreint í hinum nýju sveitarstjórnarlögum. -ÞÆÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.