Tíminn - 21.02.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.02.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 21. febrúar 1987 SPEGILL Astrid Lindgren virðist líka hafa gaman af lesa bækurnar sínar! Hér er hún að líta í Ronju ræningjadóttur sem hefur verið kvikmynduð og mun sú mynd vera eina leikna kvikmyndin sem sett hefur verið ís- lenskt tal á til sýningar í kvikmyndahúsum hér. Lína langsokkur skipar heiðurssess á heim- ili Astrid Lindgren. Nú er verið að gera kvikmynd í Bandaríkjunum um þá skemmtilegu og óvenjulegu stúlku. Hin eina og sanna Dynasty-leikkona Linda Evans. Það er ekki leiðum að líkjast ! Vera Safro, 48 ára læknisfrú í Houst- on er iðulega tckin fyrir lcikkonuna Lindu Evans vonsviKinn a svip, þa var hann elskulegur við okkur. Eitt sinn er við vorum að borða á fínum matstaö í Beverly Hills kom George Hamilton inn í salinn með gesti og veifaði til mín bros- andi. Litlu seinna settist Cher rétt hjá okkur og brosti til mín um leið. Dóttir mín heyrði að Cher sagði við herrann sem hún var með: “Þarna er Linda Evans að borða með einhverju fólki sem cg ekki kannast við“. Við hlógum öll að þessu, - en satt best að segja verð ég að viðurkcnna, að ég er töluvert upp með mér af því að vera tekin fyrir Lindu Evans .“ „Hef ekki tíma til að verða gömul“ Tvífari Lindu Evans VE ERA Safro, húsmóðir í 'Houston í Texas, er svo ná- kvæmlega lík lcikkonunni Lindu Evans. að meira að segja samstarfsfólk leikkonunnar villist á þeim. Þegar Vera Safro er á ferð, hvort heldur er á flugvöllum eða í versl- unarferðum, skal það ekki bregð- ast að Ijósmyndarar hópast að henni og rithandasafnarar koma og biðja hana að skrifa nafn sitt, Vera Safro segir að sér hafi brugðið þegar hún sá Lindu Evans fyrst í sjónvarpinu: „Almáttugur, hún er alveg eins og ég, - við erum nákvæmlega eins!“ Vera er ljóshærð og bláeygð, vel vaxin, herðabreið eins og Linda og kunnugir segja þær ótrúlega líkar. Sjálf segir Vera, að hún hafi eitt sinn verið í lyftu, þegar maður ávarpaði hana sem Lindu Evans en hún mótmælti því að hún væri leikkonan. Þá sagði stúlka, sem var í lyftunni með þeim: „Ég ætlaði ekki að ónáða þig neitt Linda, en manstu ekki eftir mér þegar ég vann í búningsklefunum og fata- geymslunum hjá 20th Century- Fox?“ Vera Safro sagðist alls ekki vera Linda Evans. Þá sagði stúlkan: „Ég þekki þig, og meira að segja man ég eftir tveimur stórum ljósum freknum á annarri kinn þinni, - og þarna eru þær!“ Ekki hefur Vera Safro fengið það staðfest að þær ljóskurnar báðar séu með eins bletti á kinn. Vera Safro er þriggja barna móðir og hún er gift kvensjúk- dómalækni í Houston. Þau áttu heinta í Suður-Afríku en fluttust til Bandaríkjanna 1977. Hún sagðist ekki hafa horft á sjónvarp svo nokkru næmi, og því ekki séð Dynasty-þættina með Lindu Evans fyrr en þau hjón fóru í frí til Acapulco fyrir 4 árum. „Þegar við komum í anddyri hótelsins varð mikið um að vera. Ljósmyndari kom hlaupandi og smellti af okkur myndum og fólk safnaðist að. Þá kom hótelstjórinn og bauð okkur velkominn og dreif okkur með sér út úr kraðakinu. Hann fylgdi okkur til herbergja okkar og sagði að sér væri heiður að því að hafa Lindu Evans leikkonu sem gest á hótel- inu. Ég útskýrði fyrir honum að ég væri alls ekki Linda og þrátt fyrir að aumingja hótelstjórinn yrði hálf -seg i r Astrid Lindgren sem er að verða áttræð! ASTRID Lindgren, besti vinur barna á öllum t aldri í a.m.k. 56 lönd- & um verður áttræð á þessu ári en hefur ekki einu sinni látið sér detta í hug að tími sé kominn til að setjast í helgan stein! „Ég er alltaf full af hugmyndum og hefengan tímatilað verðagömul," segir hún. Astrid er síung í anda og sískrif- andi. Hún leitar þó gjarna að efni í eigin æskuminningum og lætur þess getið að Börnin í Ólátagarði eigi uppruna sinn í hennar eigin föðurgarði. „Þar bjuggum við við það besta atlæti sem börn geta fengið, öryggi, frelsi og mikinn kærleika," segir hún. Hún segist ekki sækja hugmyndir til barna- barnanna sinna 7, en þau séu hins vegar fyrst til að heyra nýju sögurn- ar sem stöðugt streyma fram úr penna hennar. íslensk börn í margar kynslóðir hafa haft góð og skemmtileg kynni af bókum Astrid. Lína langsokkur, Emil í Kattholti, Bróðir minn Ljónshjarta, Ronja ræningjadótt- ir, Börnin í Ólátagarði og áfram mætti telja upp, sögur af ólíku tagi, hreinar skemmtisögur og sögur með dýpra ívafi, allar ná til lesend- anna. Ög það er langt í frá að íslenskir lesendur séu þeir einu sem fá að njóta þess að lesa sögur Astrid Lindgren á móðurmáli sínu, þær hafa verið þýddar á 56 tungu- mál! SVEITASTJÓRNARMÁL Málefni Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar Um miðjan janúar var haldmn sérstakur fundur í bæjarráði Akraness um málefni Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, eink- um með tilliti til nýsamþykktrar hækkunar á gjaldskrá veitunnar. Á fundinum voru einnig bæjar- stjóri, hitaveitustjóri, formaður stjórnar HAB og hreppsráð Borg- arness. Á fundinum var eftirfar- andi samþykkt gerð: „Sameiginlegur fundur bæjarráðs Akraness og hreppsráðs Borgar- ness, haldinn á Akranesi 11. janúar 1987, fagnar þeirri samþykkt Alþing- is við afgreiðslu lánsfjárlaga að heimila fjármálaráðherra að semja við Hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar um ráðstafanir til aö bæta fjárhag veitunnar. Með vísan til tilmæla ríkisstjórnar- innar um aðhald í gjaldskrárhækk- unum sem og þess, að málefni HAB eru nú til umfjöllunar hjá fulltrúum forsætis-, fjármála- og iðnaðarráðu- neyta, mælist fundurinn til, að störf- um verði hraðað svo sem frekast er kostur þannig að lækka megi sem fyrst óæskilegan húshitunarkostnað notenda veitunnar. Jafnframt beinir fundurinn þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar, að hún hlutist til um að hækkun gjaldskrár HAB verði frestað frá 1. júní til 1. mars 1987, meðan unnið er að lausn áfjárhagsvanda veitunn- ar.“ Borgarafundur um HAB í bæjarstjórn Akraness var eftir- farandi tillaga samþykkt í kjölfar umræðna um málefni HAB: „Bæjarstjórn Akraness samþykkir að halda almennan borgarafund um málefni Hitaveitu Akraness og Borg- arfjarðar. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra, Ingimundi Sigurpálssyni, að boða hlutaðeigandi aðila á fund í bíóhöll- inni Akranesi á heppilegum tíma og sjá um framkvæmd fundarins." Sala á eignarhlutum Akraneskaupstaðar Eins og greint var frá hér í dálkn- um í haust var gerð úttekt á eignar- hluta Akraneskaupstaðar í hluta- og sameignarfélögum. Þá var hér um daginn sagt frá samningi um sölu á hlut bæjarsjóðs í Nótastöðinni hf. En i framhaldi af framlagningu grein- argerðar um framangreinda úttekt, hefur bæjarráð lýst yfir áhuga að selja eignarhlut bæjarins í eftirfar- andi fyrirtækjum: Krossvík hf., Síldar og fiskimjöls- verksmiðju Akraness hf., Verkfræði- og teiknistofan sf., og Vélsmiðjunni hf. Bæjarstjóra hefur verið falið að ræða við forsvarsmenn hlutaðeig- andi fyrirtækja. Breytingar á eignarhlut í dvalarheimilinu Höfða Fyrir nokkru kynnti bæjarstjóri Akraness stjórnarmönnum dvalar- heimilisins Höfða hugmyndir um hugsanlega breytingu á eignarhlut- deild eignaraðila, en hrepparnir sunnan Heiðar hafa farið fram á þær, með tilliti til breytts íbúafjölda á hverjum stað. Eignarhlutdeild Akranesbæjar er nú 87,5%, en hreppanna 12,5%. Vegna fjölgunar íbúa á Akranesi miðað við hrepp- anna eru uppi hugmyndir á að breyta hlutföllunum í 90% hlut Akra- ness og 10% hlut hreppanna. Mál þetta er nú I athugun. Þá hefur bæjarráð heimilað stjórn Höfða að láta vinna fullnaðarteikn- ingar á grundvelli fyrirliggjandi bygg- ingarnefndarteikningar 2.áfanga heimilisins. Samþykktin takmarkast þó við ráðstöfunaríé framkvæmdar- og fjáröflunarnefndar. -HM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.