Tíminn - 21.02.1987, Blaðsíða 2
r r r >
\ ' 'i >
2 Tíminn
Laugardagur 21. febrúar 1987
Albert Guömundsson um stækkun álversins í Straumsvík:
Við erum að reyna að
selja umframraforku
- Ríkiö hefur ekki áhuga á eignarhlut í stækkun og hækkun
raforkuverðs „tómt mál“.- Hluthafa leitaö í Þýskalandi og Austurríki
„Það er talin hagkvæmari rek-
strareining ef Álverið verður
stækkað. Það er verið að leggja
niður álver víða um heim, fyrir utan
það að við leggjum áherslu á að selja
sem mest af þeirri umframorku sem
við eigum til að bjóða. Við leggjum
ekki áherslu á að stækka til að eiga
í því hlut sjálfir," sagði Albert
Guðmundsson, iðnaðarráðherra
þegar Tíminn innti hann eftir af
hverju íslensk stjórnvöld hefðu
áhuga á að stækka álverið í Straums-
vt'k.
- En er þá ekki fyrst og fremst
verið að leita að hagkvæmri lausn
fyrir Aluswiss með þessu ?
„Nei,nei, ekkert sérstaklega. Við
erum bara að reyna að selja rafork-
una sem við eigum umfram. Við
tökum ekki að okkur fjárfestingu að
neinu leyti."
- Þannig að þetta er fyrst og
fremst leið til að losna við auka-
raforku ?
„Já, þess vegna erum við nú að
leita að stóriðju til að selja þeim
raforkuna. En eitt er víst að þeir hjá
Aluswiss vilja stækka verksmiðjuna
en hafa ekki bolmagn til þess sjálfir
og þess vegna var verið að leita að
einhverjum öðrum aðila til að
stækka hana og okkar áhugi er að
finna þann aðila til að geta selt meira
rafmagn.
Ég reikna með að það fari mjög
■fljótlega af stað könnunarviðræður
við nýja aðila. Hingað til hefur þetta
verið meira og minna í höndum
Aluswiss, en nú er þetta orðið fyrir
okkur að finna nýja aðila. En Alu-
swiss er opið fyrir að fá nýjan
hluthafa þarna inn.“
- En hvaða aðilar eru í sigtinu?
„Það er nú of snemmt að segja
Söfnun Kiwanis fyrir brunavarnarkerfi
Kópavogshæli:
Mikill afgangur
af söf nunarfénu
- Ráðstafað til kaupa á sundlaugarlyftu og
sérhönnuöu baðkeri
Kópavogshæli var gefið bruna-
varnarkerfi, en Kiwanis hreyfingin
stóð fyrir stöfnun meðal landsmanna
í fyrravetur í framhaldi af brunan-
um, sem kom eins og reiðarslag yfir
þjóðina. Tveir sjúklingar fórust af
völdum eldsins og ákváðu Kiwanis
félagar að grípa til einhverra þeirra
ráða svo afstýra mætti að slíkir
atburðir gerðust aftur. Fjársöfnun
tókst mjög vel og voru gerð fullnað-
arskil á reikningum í gær. Mikill
afgangur varð af söfnunarfé, þegar
brunavarnarkerfið hafði verið keypt
og sett upp, og var honum varið til
kaupa á sérstakri lyftu við sundlaug
hælisins til að auðvelda sjúklingum
afnot af lauginni og auk þess keypt
setbaðkar, sem kemur að góðum
notum við böðun þeirra sem geta
með illu móti notað venjuleg ker,
svo sem sjúklingar í hjólastól. Enn
var afgangur af fénu, kr. 20.194, og
var Birni Gestssyni, forstjóra Kópa-
vogshælis, fenginn hann í hendur.
Mæltust Kiwanisfélagar til þess, að
féð yrði notað til kaupa á einhverju
smávægilegu til að gleðja þá sjúkl-
inga sem misstu allt sitt í brunanum.
Fleiri lögðu hönd á plóginn. Fyrir-
tækið A. Karlsen hf. gaf afslátt af
álagningu sinni á þeim tækjum, sem
keypt voru til hælisins. Ennfremur
fékkst afsláttur á flutningsgjöldum
og þvílíku. „Ekki síst viljum við
þakka landsmönnum góða þáttöku í
söfnuninni,“ segir í tilkynningu Kiw-
anis.
Reikningar söfnunarinnar voru
lagðir fram til endurskoðunar af
löggiltum endurskoðanda.
Að auki er rétt að geta þess, að af
tölum heilbrigðisráðuneytisins er
það rakið, að öll sú umræða sem
fram fór samhliða söfnuninni hafi
valdið því að fleiri sjúkrastofnanir
eru nú á fjárlögum með framlög til
aukinna brunavarna en verið hefur
áður. Þannig er óbeinn árangur af
þessari söfnun jafnvel enn meiri en
menn þorðu að vona í fyrstu.
þj
fyrir um það, en ég hef trú á því að
það sé rétt að leita í Evrópu og þá
sérstaklega í Þýskalandi, Austurríki
og kannski í Frakklandi. Ég hef ekki
hugmynd um hvort álverksmiðjur
vestan hafs eru tilkippilegar, en það
þarf að þreifa á þessu víðsvegar um
heim.“
- Er þá gengið út frá sama
raforkuverði og Aluswiss fær?
„Já ég held að það sé tómt mál að
tala um hærra raforkuverð til viðbót-
arframleiðslu þarna. En hitt er ann-
að mál að það yrði ekki lækkað.
Stækkunin kallar hvorki á breytingu
á hafnarskilyrðum né rekstri, því
það yrði þá samrekstur þarna, og
reksturinn myndi þá bara bæta við
sig. Þetta yrði eitt fyrirtæki. Þess
vegna er þetta talið ódýrara en að
byggja nýja verksmiðju."
- Én eru hugmyndir um aðrar
álverksmiðjur á landinu lifandi enn
þá?
„Ekki svo ég viti til, það hefur
ekkert verið talað við mig um það og
ég veit ekki um neinn aðila sem
hefur á þessari stundu áhuga á að
byggja nýtt álver á íslandi," sagði
Albert Guðmundsson.
- phh
Flugleiðir:
Aukin umsvif
og betri af koma
- félagið minnist 50 ára afmælis samfellds
atvinnuflugs á árinu
í ár minnast menn þess að 50 ár
eru liðin frá- því að samfellt
atvinnuflug hófst hér á landi er
Flugfélag Akureyrar, forveri
Flugfélags fslands var stofnað.
Flugieiðir ætla að minnast þessa
með ýmsum hætti og m.a. sténdur
til að gefa út bók unt sögu atvinnu-
flugs á landinu og efnt verður til
flugsýningar í haust.
Á afmælisárinu hefur verið hann-
að nýtt merki sem notað verður á
árihu og einnig verður starfað und-
ir nýju kjörorði Flugleiðir - fyrir
Þ'g;
Á fréttamannafundi sem for-
ráðamenn félagsins héldu kom
fram að nýlega hefur verið hrundið
af stað miklu námskeiðahaldi hjá
félaginu. Námskeið þessi má rekja
tii svipaðra námskeiða sem SAS
flugfélagið hélt fyrir sitt starfsfólk
og miðaði að því að bæta þjónustu
fyrirtækisins. Á námskeiðum Flug-
leiðamanna verður einnig lögð á
það áhersla að kynna markmið og
stefnu fyrirtækisins. Alls munu um
1800 manns sækja námskeiðin,
starfsfólk Flugleiða hérlendis og
erlendis. Það er Stjórnunarfélagið
sem sér um þessi námskeið en
leiðbeinandi á þeint verður Haukur
Haraldsson.
í máli Sigurðar Helgasonar for-
stjóra kopt fram að afkoma félags-
ins á árinu 1986 hefði verið mjög
góð. Endanlegar tölur lægju ekki
fyrir en allt útlit væri fyrir að
hagnaður ársins yrði meiri en 1985,
en þá var hann um 200 millj.
króna. Þessi bætta staða hafi leitt
til þess að félagið væri farið að
hugaaðflugvélakaupum. Þærvélar
sem helst kbma til greina eru
Boeing 737-200, -300 eða -400 eða
þá Airbus A320. Boeing vélarnar
eru til afgreiðsiu á árunum!988-
1989 en Airbus ekki fyrr en 1992.
Allar eru þessar vélar tveggja
hreyfla og nota um 35-50% minna
eldsneyti á hvern sætiskílómetra
en þær sem nú eru notaðar í
Evrópufluginu. Þá verður unnið
að könnun valkpsta í endurnýjun
innanlandsflotans, en á maricað
eru að koma vélar sem þar koma
lii álita.
Bókanir það sem af er árinu
benda til meiri umsvifa hjá félaginu
en nokkru sinni áður. Hafa Flug-
leiðir verið í sókn á öllum markaðs-
svæðum að sögn Sigurðar og hefur
vcrið tekin á leigu Boeing 727-200
vél frá 1. júní og verður félagið
með 13 vélar í rekstri í sumar,
Ferðatíðni verður víða aukin á
árinu bæði í innan- og-utanlands-
fluginu. Þannig verða þrjár ferðir
frá Evrópu til Orlando í viku og
áætlunarflug til Boston mun hefjast
innan skamms. Þá verða fleiri ferð-
ir milli Færeyja og Glasgow, auk
þess sem flug verður hafið milli
Færeyja og Bergen. -RR
Björn Gestsson, forstöðumaður Kópavogshælis, við nýju lyftuna sem Kiwanismenn gáfu hælinu fyrir afgang
söfnunarfjárins. Hún gerir mönnum auðveldara fyrir að komast ofan í sundlaugina í glæsilegum húsakynnum hælisins.
(Tíminn/Pjétur)
Um 63 millj. gróði á
Sementsverksmiðjunni
Sementsverksmiðja ríkisins skil-
aði nær 63 milljóna króna hagnaði
árið 1986 - en árið 1985 var niður-
staða rekstrarreiknings yfir 46 millj-
óna króna tap. Sölutekjur verk-
smiðjunnar voru rúmlega 441 millj.
króna, sem var hækkun um 72
milljónir milli ára.
Framleiðslukostnaður var um 300
millj. króna, sem var aðeins um 5%
hækkun milli ára. Flutnings- ogsölu-
kostnaður var nokkru lægri en árið
áður, um 13% hækkun á stjórnunar-
kostnaði og rekstur fasteigna svipað-
ur. Fjármagnskostnaður var um 33,5
millj. króna, sem var 9 millj. króna
lækkun frá 1985. Gengis- og vísitölu-
hækkun tekinna lána og tekjufærsla
vegna verðbreytinga stóðust nokk-
urn veginn á en árið áður var það um
16 millj. kr. neikvæður jöfnuður.
Alls seldi verksmiðjan 111,477
tonn af sementi á árinu, sem var
2.634 tonnum minna en 1985. í
ársskýrslu segir að sala á sementi til
íbúðabygginga hafi dregist nokkuð
saman en sala til Keflavíkurflugvallar
hins vegar orðið meiri en nokkru
sinni fyrr. Um 72% af sementinu
voru seld frá Reykjavík. Sala á
sckkjuðu sementi minnkaði úr 31
þús. í 26 þús. tonn.
Verð á sementi hækkaði einu
sinni á árinu, um 15,8%. Fastráðnir
starfsmenn verksmiðjunnar voru 153
íárslok-ófærrienáriðáður. -HEI
Bjóöa Vinstri sósíalistar fram?
Ákvörðun tekin í dag
- á Hótel Borg. Hugmyndir uppi um útvarpsstöö
Vinstri sósíalistar, sem eru sam-
tök baráttufólks á vinstra kanti
stjórnmálanna hafa undanfarnar
vikur rætt þann möguleika að
bjóða fram í komandi þingkosning-
um. Héldu samtökin í því tilefni
ráðstefnu þann 24. janúar sl. þar
sem þessi mál voru rædd. Voru
uppi skiptar skoðanir fundar-
manna um hvort samtökin væru í
stakk búin til að fara út í kosninga-
baráttu, þar sem slíkt kostar pen-
inga, tíma og skipulagningu. Éjóst
væri að ef farið yrði af stað í slíka
baráttu án þess að þessum frum-
forsendum væri fullnægt, yrði jafn-
vel betur heima setið en af stað
farið.
Þessi mál hafa nú verið til um-
ræðu innan samtakanna og verður
í dag kl. 14.00 haldinn fundur á
Hótel Borg þar sem ákvörðun um
framboð verður endanlega tekin.
Þá verða á fundinum kynntar hug-
myndir um útvarpsstöð samtak-
anna og starf þeirra almennt kynnt.
Fundurinn er öllum opinn.
- phh