Tíminn - 21.02.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.02.1987, Blaðsíða 11
10 Tíminn lllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR Laugardagur 21. febrúar 1987 Laugardagur 21. febrúar 1987 (ÞRÓTTIR llllllllllllllllllllllllllll Tíminn 11 Yerð HUSGÖGN OG ■** INNRETTINGAR co cq SUOURL ANDSBRAUT 18 V/O Oí/ rúmsamstæður Dýnustærð: 90x200 cm. Hún er alltaf laus og býöurþér ArsAvöxtun 20.4% ★ Haa vexti frá fyrsta innborgunardegi ★ Vexti sem færðir eru á höfuðstói tvisvar á ári ★ Hávaxtaauka reynist verðtryggð kjör betri Ísland-Júgóslavía: Stærsti viðburður ársins í handknatt- leiknum hérlendis Pað leikur lítill vafi á að heim- sókn Júgóslava hingað til lands er stærsti viðburður á handknatt- leikssviðinu hérlendis í ár, það eina sem gæti slegið henni við væri ef heimsliðið kæmi hingað til lands eins og menn hafa látið sig dreyma um. Það er ekki á hverj- um degi sem heimsmeistararnir sjálfir gera sér ferð til íslands. Það er reyndar merki um styrk íslensks handknattleiks að þeir skuli yfirleitt hafa áhuga á að leik hér. Júgóslavar skipuleggja leikjaplanið langt fram í tímann og spila ekki á móti eins sterku liði og ísland er nema í mjög góðu formi. Einn sigur fslenska landsliðið í hand- knattleik hefur aðeins unnið heimsmeistara Júgóslava einu sinni af þeim 15 skiptum sem liðin hafa mæst. Þá voru þeir líka teknir í bakaríið, 20-13 í Laugar- dalshöll fyrir tveimur árum eins og allir handknattleiksunnendur muna. Tvisvar hefur orðið jafn- tefli en Júgóslavar hafa unnið 12 sinnum. Markatalan er 274-329. Leikur nr. 444 Leikur íslendinga og Júgósiava á mánudaginn verður 444. lands- ieikur íslands í handknattleik í meistaraflokki karla. í þessum 443 leikjum hafa þeir sigrað 177 sinnum, gert 42 jafntefli og tapað 224 sinnum. Þeir hafa skorað 8895 mörk en fengið á sig nokkuð færri, 8838. Fyrsti landsleikurinn var í Lundi í Svíþjóð árið 1950, á HM. Hann tapaðist reyndar7-15. Kristján markahæstur Kristján Arason er markahæst- ur íslensku leikmannanna, hann hefur skorað 711 mörk í 137 leikjum eða rúmlega 5 mörk að meðaltali í leik. Næstur kemur Sigurður Gunnarsson með rúm 3 mörk í leik, 343 mörk alls og Sigurður Sveinsson hefur skorað tæp 3 mörk í hverjum leik að meðaltali, 304 mörk alls. Bjarni Guðmundsson hefur hinsvegar skorað næst flest mörk alls, 496 í 199 leikjum. Forsaia á morgun Forsala á leikina hefst á morg- un kl. 13.00-16.00 í Laugardals- höll en síðan verður byrjað að selja miða kl. 17.00 leikdagana. Leikirnir hefjast mánudag og þriðjudag kl. 20.30. Bjarni leikur sinn tvöhundraðasta lands- leik á mánudaginn Bjarni Guðmundsson leikur í ís- lenska landsliðsbúningnum í hand- knattleik í 200. skipti á mánudags- kvöldið. Móthcrjarnir eru ekki af verri sortinni eins og fram hefur komið, heimsmeistararnir sjálfir Júgóslavar. Bjarni er leikjahæstur allra íslend- inga fyrr og síðar og gildir það jafnt um handknattleik sem aðrar greinar. í þessum 199 landsleikjum sem að baki eru hefur Bjarni skorað 496 mörk. Það vita sjálfsagt allir að Bjarni leikur í horninu en hann er einnig þekktur fyrir gífurlegan spretthraða sem kemur að góðum notum í hraðaupphlaupum. Bjarni leikur í V-Þýskalandi með Wanne- Eikel í 2. deild. Þorbjöm kemur næstur Þorbjörn Jensson er næst leikja- hæsti leikmaðurinn, með 157 leiki. Þá kemur Kristján Sigmundsson með 141, Kristján Arason með 137, Þorgils Óttar Mathiesen með 136, Einar Þorvarðarson með 134, Páll Ólafsson með 125, Guðmundur Guðmundsson með 121, Sigurður Gunnarsson með 110 og Sigurður Sveinsson með 102. Alls eru þetta 10 leikmenn með yfir 100 landsleiki auk þess sem Alfreð Gíslason leikur sinn 100. leik á mánudag. Liðið er gífurlega leikreynt og má til saman- burðar nefna að leikjahæsti Júgósl- avinn sem kemur hingað er mcð 86 leiki að baki. Meðaltalið yfir 100 í framhaldi af þessu er gaman að leika sér að því að reikna út meðal- talslandsleikjafjölda liðsins í heild. Þegar 18 manna hópurinn sem valinn hefur verið og sagt var frá í blaðinu í gær er tekinn kemur út merkileg tala, tæplega 105. Efafturerskoðað líklegt byrjunarlið á mánudaginn hækkar talan enn og fer í tæplega 134. Til samanburðar er meðaltalið í 14 manna hóp Júgóslavanna tæpir 35 leikir. Búast má við að hver leikmaður bæti við sig milli 40 og 50 leikjum fram yfir ólympíuleikana í Seoul og svo geta menn dundað sér við að reikna hvað þá kemu út. Svo mikið er víst að það er liðin tíð að íslenska landsliðið í handknattleik tapi vegna reynsluleysis. “Heyrðu dómari, Alli er fyrir innan,“ segir Ámi Friðleifsson Víkingur. Aðalsteinn Jónsson lítur á aðstæður, sannarlega virðist þarna vera einhverskonar lína íslandsmótið í handknattleik, 1. deild: Guðmundur á útopnu gegn sterkum Blikum - Víkingar sigruðu Breiðabliksmenn 27-21 í toppuppgjöri 1 .deildarinnar íslandsmótið í handknattleik, l.deild: Valsmenn sigruðu slaka Akureyringa Valsmenn áttu ekki í miklum erfiðleikum með að sigra KA frá Akureyri í l.deildarleik í handbolta í gærkvöldi. Valsarar yfirgáfu Laug- ardalshöllina glaðir í bragði eftir að hafa unnið með 33 mörkum gegn 27. Staðan í hálfleik var 18-13 fyrir Reykjavíkurliðið. Leikurinn var jafn til að byrja með en í síðari hluta fyrri hálfleiks- ins fór að skilja að með liðunum. Akureyringarnir neituðu hinsvegar að gefast upp í síðari hálfleiknum, náðu að minnka muninn í eitt mark 24-23 en betri endasprettur Vals- manna tryggði þeim sanngjarnan sigur. Jakob Sigurðsson var bestur Valsmanna, skoraði 8 mörk en þeir Stefán Halldórsson, Þorbjörn Guðmundsson og Júlíus Jónasson skoruðu 5 mörk hver. Stefán átti góða spretti í leiknum. Hjá KA voru Jón Kristjánsson og Pétur Bjarnason bcstir og einnig markahæstir. Jón skoraði 7 mörk, Pétur 6 og Guðmundur Guðmunds- son skoraði 5 mörk. Varnir beggja liða voru lélegar í gærkvöldi og markvarslan kannski þar af leiðandi lítil. Guðmundur Guðmundsson fyrirliði Vík- inga var á útopnu í síðari hluta leiks Víkings og Breiðabliks, toppliðanna í l.deild ís- Bjarni Guðmundsson gerir sig líklegan til að skora eitt af 496 landsleikjamörk- um sínum. Staöan: Staðan í 1. deild karla á íslandsmótinu í handknattleik eftir leikina í gærkvöldi: Vikingur-Breiðablik.............. 27-21 Valur-KA......................... 33-27 Víkingur.......... 13 11 1 1 312-266 23 Breiðablik......... 13 8 2 3 300-290 18 FH ............... 12 8 1 3 300-269 17 Valur.............. 13 7 2 4 326-293 16 Stjarnan........... 12 5 2 5 306-285 12 KA ................ 13 5 2 6 300-310 12 Fram .............. 12 5 0 7 283-279 10 KR ................ 12 4 1 7 237-263 9 Haukar............. 12 2 2 8 252-292 6 Ármann............. 12 0 1 11 235-304 1 landsmótsins í handknattleik. Hann skoraði hvert markið á fætur öðru og tryggði öðrum fremur Víkingi sigur á Kópavogsbúunum. Leikurinn fór 27-21 fyrir Reykjavíkurpilt- ana eftir geysiskemmtilega viðureigá þar sem bæði liðin gerðu sinn skammt af mistökum en bættu það upp með skemmti- legum fléttum á milli. Leikurinn var í járnum fyrstu tuttugu mínúturnar en þá sigu Víkingar fram úr og leiddu í hléi 14-9. Breiðabliksmenn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik, léku af skynsemi og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Þeir tóku mann úr umferð hjá Víkingi og er síðari hálfleikur var hálfnaður var staðan aftur orðin jöfn 17-17. Þessu náðu Kópavogsbúarnir ekki að fylgja eftir, lykil- leikmennirnir Björn og Aðalsteinn Jóns- synir greinilega orðnir þreyttir og Víkingar gengu á lagið. Enginn þó sem Guðmundur Guðmundsson besti hornamaður fslend- inga. Hann fór á kostum, skoraði á alls konar hátt og er flautað var til leiksloka hafði hann gert 10 mörk alls, sannarlega besti maður vallarins. Víkingar virðast æ líklegri til að næla sér í íslandsmeistaratitilinn. Kristján Sig- mundsson var góður í markinu, varði m.a. 3 vítaskot. Karl Þráinsson og Árni Friðleifs- son, ásamt Bjarka Sigurðssyni og Einari Jóhannssyni í vörninni léku allir vel. Enginn skar sig úr í Blikaliðinu, Guð- mundur Hrafnkelsson lék þó mjög vel í markinu í síðari hálfleik. Aðalsteinn skor- aði mest, 5 mörk en Svafar Magnússon og Jón Þórir Jónsson skoruðu 4 mörk hvor. Knattspyrna: Boca gengur vel eftir að Menotti kom Stórliðinu argentínska Boca Juniors hefur sannarlega gengið allt í haginn í knattspyrnunni þar í landi st'ðan Cesar Luis Menotti tók þar við stjórninni fyrir skömmu. Menotti, sem þjálfaði lið Arg- entínumanna er varð heimsmeist- ari árið 1978, hefur stjörnað lið- inu í fjórum dcildarleikjum og hefur liðið unnið þá alla, skorað átta mörk í þcim en aðeins fengið á sig aðeins eitt. Boca hefur ekki unnið titil síðan Diego Maradona hjálpaði þeim að vinna dcildarmcistaratit- ilinn árið 1981. Nú gæti hinsvegar orðið breyting á, þökk sé Menotti' og hæfileika hans að stjórna og öðlast virðingu leikmanna sinna. Þetta stórlið argentínskar knatt- spyrnu er nú aðeins nokkrum stigum á eftir þeim liðum er leiða deildina. Evrópukeppni B-þjóða u-16 ára í badminton: ísland í tíunda sæti fslenska landsliðið í badminton varð í 10. sæti af 12 í Evrópukeppni B-þjóða undir 16 ára aldri í badmint- on. Keppnin fór fram í Strassbourg í Frakklandi um síðustu helgi. fslenska liðið var í riðli með Austurríkismönnum og Svisslend- ingum. Leikurinn gegn Austurrík- ismönnum tapaðist stórt en gegn Sviss var tapið mjög naumt, 4-3 og voru tapleikirnir þrír allir oddaleik- ir, þ.e. þrjár lotur þurfti til að fá úrslit. Fyrirkomulagið á keppninni var þannig að sigurvegarar hvers riðils kepptu um 1.-4. sætið, næstu lið um 5.-8. sæti og botnliðin um 9.-12. sæti. ísland keppti því um 9.-12. sætið. Þar vannst stórsigur á ítölum og Spánverjum en í síðasta leik sigruðu Frakkar 5-2 og 10. sætið varð því hlutskipti íslendinga. Austurríkismenn höfnuðu í 3. sæti, á eftir Pólverjum og Sovét- mönnum sem voru með langsterk- ustu liðin. Svisslendingar urðu í 5. sæti, þeir unnu sína leiki um 5.-8. sætið alla 7-0. Jóhann Kjartansson landsliðs- þjálfari sagði í spjalli við Tímann að raunhæft hefði verið að íslenska liðið endaði í 6. eða 7. sæti, þeir hefðu verið óheppnir með riðil eins og sjá mætti á árangri Svisslendinga sem íslenska liðið tapaði mjög naumt fyrir. Hann gæti því ekki verið ánægður með 10. sætið en hinsvegar væri þátttaka á svona móti mjög góð reynsla fyrir krakkana. Jón Zimsen náði bestum árangri íslcnsku keppendanna og vann alla sína leiki í einliðaleik. Hann var í hópi sterkustu leikmannanna á mót- inu. Bróðir hans, Óli Björn Zimsen var aftur á móti yngsti keppandinn, aðeins 13 ára og vakti hann athygli fyrir góða tækni. íþróttaviðburðir helgarinnar Handknattleikur ÍSLAND-JÚGÓSLAVÍA Laugardalshöll mánuda}> kl. 20.30 1. deild karla: Haukar-Stjarnan (S) Id. KR-FH (L) sd. 1. dcild kvenna: Stjarnan-KR (D) Id. Fram-ÍBV (L) Id. Ármann-Víkingur (L) Id. Valur-FH (L) sd. 2. dcild karia: Fylkir-ÍBV (B) Id. ÍR-HK (B) Id. Atturelding-ÍA (V) Id. ÍBK-Rcynir (K) sd. kl. 14.00 - 20.00 - 15.15 - 14.(K) - 15.15 - 15.15 - 14.00 - 15.15 - 14.00 - 14.00 kl. 14.00 - 20.00 15.30 L=Laugardalshöll, S=Strandgata Hafnar- firði, D=Digranes Kópavogi, B=Seljaskóli Breiðholti V=Varmá K=Keflavík. Körfuknattleikur Úrvalsdeild: KR-ÍBK (H) sd. Valur-Fram (B) sd. 1. dcild kvcnna: KR-ÍR (H) sd. 1. deild karla: Þór-DMFG (A) Id. - 14.00 UBK-ÍS (D) sd. - 20.00 H=Hagaskóli, B=Seljaskóli Breiðholti, A = Akurcyri, D=Digranes Kópavogi. Blak 1. dcild karla: ÍS-Þróttur N. (H) Id. Fram-KA (H) Id. 1. deild kvcnna: ÍS-Víkingur (H) Id. kl. 14.CK) - 15.15 16.30 Glíma Körfuknattleikur: Tap hjá ÍS ÍBK sigraði ÍS með 61 stigi gegn 40 í leik liðanna í 1. deild kvenna í körfuknattleik í fyrrakvöld. ÍBK hefur þar með náð 2. sætinu í deildinni af ÍS en KR er í efsta sæti og hefur þegar sigrað í deildinni. Bikiirglíma Islands vcröur háð t íþrótta- húsi Kennaraháskólans í dag og hefst kl. 15.00. Kcppcndur eru 21 og keppa þcir í tveimur flokkum, 20 ára og cldri og yngri cn 20 ára. Skíði Einar ólafsson kcppir í 50 km göngu á HM í Oberstdorf í dag. Visa-Bikarmót SKÍ verður á Akureyri um hclgina og verður keppt í göngu. Kcppni hcfst báða dagana kl. 11.00. Þá verður og kcppt í alpagrcinum á Akureyri, mótið scm átti að vcra á Dalvík hefur vcrið fært þangað vcgna snjóleysis. Badminton Unglingamcistaramót TBR vcrður í gangi alla helgina í TBR húsinu við Gnoðarvog. Sund Sundmót Aspar hcfst í Sundhöllinni í Reykjavík í dag kl. 17.00. Kcppcndur verða allt bcsta sundfólk landsins, fatlað scm ófatlað þar á mcðal A-landsliðið. Knattspyrna Kcppni í þýsku 1. dcildinni í knattspyrnu hcfst að nýju í dag eftir 11 vikna hlc. Mcðal lcikja má ncfna viðureignir Baycr Ucrding- cn og Homburg annarsvegar og Stuttgart og Waldhof Mannhcim hinsvegar. „CABÍNA“ GETUR Dll AN HEWNflR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.