Tíminn - 21.02.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 21. febrúar 1987
Tíminn 3
Menntamálaráðuneytiö:
Heildarúttekt gerð á
fræðsluskrifstofunum
- í kjölfar umræðna að undanförnu
Menntamálaráðuneytið hefur á-
kveðið að láta fara fram heildarút-
tckt á stöðu fræðsluskrifstofa lands-
ins og samskiptum þeirra við mennta-
málaráðuneytið. Markmið úttektar-
innar er að fá heildarmynd af starfs-
háttum og samskiptum þeirra er
með fræðslumál fara í fræðslu-
umdænrum og fjármálalegri stöðu
einstakra fræðsluumdæma.
Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar
umræðna sem fram hafa farið að
undanförnu urn samskipti fræðslu-
yfirvalda í Norðurlandsumdæmi
eystra og menntamálaráðuneytisins.
Ráðuneytið hefur farið þess á leit
við fræðsluumdæmin að þau skipi
tvo fulltrúa til samstarfs við fulltrúa
ráðuneytisins, en þeir eru Helgi
Ólafsson og Kristjón Kolbeins.
Niðurstöður úttektarinnar eiga að
liggja fyrir um miðjan apríl n.k.
-ABS
Þessi mynd var tekin þegar eignaraðilum að Lottói 5/32 var afhentur
ágóðahluti í fyrsta skipti. Frá vinstri: Þórður Þorkelsson, stjórnarformaður
fslenskrar Getspár, Arnþór Hclgason, formaður Öryrkjabandalags íslands,
Pálmi Gíslason, formaöur Ungmcnnafélags íslands og Sveinn Björnsson,
forseti íþróttasambands fslands.
Lottó 5/32:
137 milljónir
á 12 vikum
- eignaraðilum úthlutað gróða
íþróttasamband íslands, Öryrkja-
bandalag fslands og Ungmennafélag
íslands, sem eru eignaraðilar ís-
lenskrar Getspár sem rekur Lottó
5/32 fengu úthlutað ágóðahlut sínum
í fyrsta sinn eftir að lottóið hófst,
þann 29. nóvember.
Komu 24 milljónir til skipta milli
sambandanna þriggja og var upp-
hæðinni deilt eftir eignarhlut hvers
og eins. Þannig komu 11,3 milljónir
króna í hlut ÍSÍ, 9,6 milljónir í hlut
Öryrkjabandalagsins og tæplega 3,2
milljónir króna í hlut Ungmennafé-
lags íslands. Ef fram heldur sem
horfir má gera ráð fyrir að ÍSÍ fái 90
m.kr. á árinu, Öryrkjabandalagið
um 80 m.kr. og Ungmennafélag
fslands um 26 m.kr.
Gera forráðamenn eignaraðila sér
að vonum, góðar vonir um að fé
þetta megi nýtast þeim hið besta.
Mun Öryrkjabandalagið t.d. nú sjá
fram á að geta reist og rekið íbúðar-
húsnæði fyrir öryrkja og renna 80%
af peningum þeim sem koma inn
fyrir lottóið, til Hússjóðs Öryrkja-
bandalags íslands. - phh
Borgames:
Ósamkomulag í sveitarstjórn
- um skuldir sveitarstjórnar og ráöningu félagsmálastjóra
f nýjasta fréttabréfi Borgarnes-
hrepps er staðhæft að skuldir sveit-
arsjóðs væru rúmar 60 milljónir
króna og er þar m.a. kennt urn
illum skilum fyrri sveitarstjórnar-
meirihluta, þ.e. framsóknarmanna
og sjálfstæðismanna. Nú eru aftur
á móti Alþýðubandalag og óháðir
í meirihluta.
Tíminn hafði samband við Gísla
V. Halldórsson fulltrúa Framsókn-
arflokksins í sveitarstjórn og sagði
hann þessar tölur rangar. Eftir því
sem hann kæmist næst væru nettó-
skuldir sveitarsjóðs röskar 43 millj-
ónir króna. Mismunurinn væru úti-
standandi tekjur sveitarsjóðs, svo
sem útsvör, vangoldin framlög
ríkissjóðs og fleiri gjöld sem gengi
misjafnlega að innheimta en óeðli-
legt að afskrifa.
„Það er alveg á hreinu að Borg-
arncshreppur stcndur ekki illa í
samanburði við önnur sveitarfé-
lög," sagði Gísli.
En það er fleira sem sveitar-
stjórnarmenn í Borgarnesi eru ekki
á sama máli um. Sl. miðvikudag
var ráðinn félagsmálastjóri í Borg-
arnesi, Brit Bieltved, en hún er
með B.A. próf í félagsráðgjöf.
Ráðningin er þriggja mánaða
rcynsluráðning.
Gísli sagði að framsóknarmönn-
um hefði ekki fundist það samræm-
ast launakjörum annarra starfs-
manna sveitarfélagsins að greiða
hinum nýja félagsmálastjóra 12
launaflokkum hærri laun en æsku-
lýðsfulltrúanum í Borgarnesi og
þrcmur launaflokkum hærri laun
cn skrifstofustjóra hreppsins. Að-
spurður um hvcr laun félagsmála-
stjórans væru sagði Gísli að þau
samsvöruðu 145. launaflokki
BHM, en æskulýðsfulltrúinn væri í
66. flokki BSRB og þaðsamsvaraði
12 launaflokka mun. Ennfremur
væru allar líkur á að þessi ráðning-
arsamningur yrði til frambúðar því
ekki væri vaninn að leggja störf
niður sem stofnuð hefðu verið.
Gísli sagði cinnig aðspurður að
urn þessar mundir væri unniö að
starfsmati hjá Borgarneshreppi og
búist við að laun starfsmanna
breytist í kjölfar þess. „Við fram-
sóknarmcnn styðjum það, að sam-
ræmi komist á laun starfsfólks
sveitarfélagsins, en við teljum að
þarna sé verið að raska því tölu-
vcrt.“
-ABS
Launareikningur
er kjarabot fyrir launþega
Við bjóðum þeim fjölda einstaklinga sem leggja
reglulega inn fé, nýjan tékkareikning sem sameinar
kosti veltureiknings og sparireiknings.
Launareikningur er með 4% lágmarksvöxtum, en
fari innstæðan yfir 12.000 krónur, reiknast 10% vextir
af því sem umfram er.
r. I stað þess að reikna vexti af lægstu
innstæðu á 10 daga tímabili, eru reiknaðir vextir af
innstæðunni eins og hún er á hverjum degi.
Handhafar tékkareiknings geta breytt honum í
Launareikning án þess að skipta um reikningsnúmer.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á öllum
afgreiðslustöðum bankans.
' * 'Xy '' *r.
• | m ■
,,
* ' * -'i
INlNLÁNSVIÐSiaPTI - LEIÐ TIL LÁNSVIOSKIPTA