Tíminn - 21.02.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.02.1987, Blaðsíða 16
Kosningaskrifstofa Framsóknarfélaganna í Reykjavík er í Nóatúni 21 og er opin kl. 9.00-17.00 virka daga. Síminn er 24480. Kosningástjóri er Eiríkur Valsson. Lítiö inn hjá okkur - þaö er alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin í Reykjavík. Reykvíkingar Guömundur G. Þórarinsson veröur með viö- talstíma miövikudaginn 24. febrúar kl. 10.00- 12.00 í Nóatúni 21. Framsóknarflokkurinn. Reykjanes Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi er í Hamraborg 5, Kópavogi. Skrifstofan er opin alla daga frá 9.00-18.30. Kosningastjóri er Hermann Sveinbjörnsson. Símar skrifstofunnar eru 91 -41590 - 40225 - 40226. Verið velkomin. Hafnarfjörður - framsóknarvist Þriggja kvölda spilakeppni hefst í félagsheimilisálmu íþróttahúss Hafnarfjaröar föstudaginn 27. febrúar kl.20.30. Seinni kvöldin veröa 13. og 27. mars. Góö kvöld- og heildarverðlaun. Allt spilafólk velkomiö Framsóknarfélögin í Hafnarfirði Vestfiröir Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins aö Hafnarstræti 8 ísafirði er nú opin daglega. Síminn er 94-3690. Kosningastjóri er Geir.Sigurðsson. Framsóknarflokkurinn Austurland Kosningaskrifstofa Kjördæmissambands framsóknarmanna á Austurlandi er aö Lyngási 1, Egilsstöðum, sími 1584. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9 til 17. Kosningastjóri er Skúli Oddsson. Norðurland vestra Skagfirðingar - Sauðárkróksbúar Komið í morgunkaffi með Stefáni ( Framsókn- arhúsið laugardaginn 21. þ.m. kl. 10-12 f.h. og sþjallið um pólitík og kosningar. Framsóknarfélagið. Suðurland Kirkjubæjarklaustur og nágrenni Jón Helaason ráðherra, Þórarinn Sigurjónsson alþingismaöur ásamt Guöna Agústssyni og Unni Stefánsdóttur verða til viðtals og ræða þjóðmálin í félagsheimilinu laugardaginn 21. febrúar kl. 14.00. Allir velkomnir Hella- og nágrenni Jón Helgason ráðherra og Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður ásamt Guðna Ágústssyni og Unni Stefánsdóttur verða til viðtals og ræða þjóðmálin í grillskálanum á Hellu þriðjudaginn 24. febr. kl. 21.00. Allir velkomnir Kosningaskrifstofa Kjördæmissambands framsóknarmanna á Suðurlandi Eyrarvegi 15 Selfossi er oþin alla virka daga frá kl. 9.00 til 12.00, sími 99-2547. Ein'nig er skrifstofa Þjóðólfs ogin á sama tíma sími 99-1247. Alltaf heitt á könnunni. DAGBÓK Laugardagur 21. febrúar 1987 80 ára cr í dag, laugard. 21. febrúar, Ingileif YViium frá Fagradal í Vopnafirði, til heimilis að Hveramörk 8, Hveragerði. Hún er í dag stödd á heimili sonar síns að Fremra-Nýpi í Vopnafirði. Guðsþjónustur í Reykjavíkur- prófastsdæmi sunnudaginn 22.febr.1987. BIBLÍUDAGURINN Tekið á móti framlögum til Biblíufélags- ins í messunum. Árbæjarprestakall Barnasamkoma í Foldaskóla í Grafar- vogshverfi laugardag kl. 11 árdegis,- Barnasamkoma í safnaðarheimili Árbæj-1 arsóknar sunnudag kl. 10.30 árdegis. Guðsþjónusta í safnaðarheimilinu kl. 14 Organisti Jón Mýrdal. Foreldrum vænt- anlegra fermingarbarna sérstaklega boðið til guðsþjónustunnar. Samvera í safnað- arheimilinu eftir messu. Fjallað um ferm- ingarundirbúning og framkvæmd ferm- inga í vor. Kaffiveitingar í boði kvenfé- lagsÁrbæjarsóknar. Sr. GuðmundurÞor- steinsson. Áskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall Barnaguðsþjónusta í Breiðholtsskóla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Tekið við gjöf- um til Hins fsl. biblíufélags. Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja Barnasamkoma kl. 11. Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Elín Anna Antonsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Helgi Elíasson bankaútibússtjóri flytur stólræðu. Organ- isti Guðni Þ. Guðmundsson. Fundurmeð foreldrum fermingarbarna eftir messuna. Konukvöld bræðrafélagsins kl. 20.30. Bræðurnir baka og bera fram veitingar. Óskar Magnússon flytur ræðu. Æskulýðs- félagsfundur þriðjudagskvöld. Félagsstarf aldraðra miðvikudagseftirmiðdag. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan Laugardag: Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10.30. Sönghópur úr Álftamýrarskóla kemur í heimsókn. Egill og Ólafía. Messa kl. 11. Sr. Hjalti Guðmundsson. Messa kl. 14. Sr. Þórir Stephensen. Dómorgan- istinn leikur á orgel kirkjunnar í 20 mín. fyrir messuna kl. 11. Elliheimilið Grund Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Árelíus Níels- son. Fella- og Hólakirkja Laugardag: Barnasamkoma í Hóla- brekkuskóla kl. 14. Sunnudag: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Rangheiður Sverr-, isdóttir djákni. Kór Ölduselsskóla syngur. Organisti Guðný Margrét Magn- úsdóttir. Fundur í æskulýðsfélaginu mánudagskvöld kl. 20.30. Sr. Hreinn Hjartarson. Fríkirkjan í Reykjavík > Laugardag 21. jan.: Samvera fermingar- barna kl. 14. Sunnudag: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðspjallið í myndum. Barnasálmar og smábarnasöngvar. Af- mælisbörn sérstaklega velkomin. Fram- haldssaga. Við píanóið Pavel Smid. Bænastundir á föstunni verða í kirkjunni þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 18. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Biblíudagurinn. Friðrik Schram guð- fræðingur prédikar. Skátar koma í heim- sókn og taka þátt í messunni. Organisti Árni Arinbjarnarson. Fimmtudag: Messa í Furugerði 1 kl. 18. Sr. Halldór S. Gröndal. Hallgrímskirkja Barnasamkoma og messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudag: Fyrirbæna- messa kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Fimmtudag: Opið hús fellur niður en aukasýning á Kaj Munk verður fyrir aldraða ogöryrkja í staðinn kl. 16. Uppl. gefur safnaðarsystir í síma 39965. Landspítalinn Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. ' Háteigskirkja Messa kl. 10. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Messa kl. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. Organleikari Ort- hulf Pruhnner. Kársnesprestakall Fjölskylduguðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11 árdegis. Kór Kársnesskóla syngur. Stjórnandi Þórunn Björnsdóttir. Biblíulestur í safnaðarheimilinu Borgum n.k. miðvikudagskvöld kl. 20. Sr. Arni Pálsson. Langholtskirkja Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund barnanna kl. 11. Söngur, - sögur, - myndir. Þórhallur Heimisson og Jón Stefánsson sjá um stundina. Guðsþjón- usta kl. 14. Prestur sr. Pjetur Maack. Organisti Jón Stefánsson. Sóknamefndin. Laugarneskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14 með þátttöku yngri og eldri skáta úr Laugarneshverfi. Einnig kemur skáta- félag frá Sólheimum í Grímsnesi í heim- sókn. Mánudag: Æskulýðsstarf kl. 18. Fundur með foreldrum og/eða forráða- mönnum fermingarbarna verður kl. 20.30. Þriðjudag: Bænaguðsþjónusta kl. 18. Laugardag 28. febr.: Síðdegiskaffi með fjölbreyttri dagskrá kl. 14.30. Sókn- arprestur. Neskirkja Laugardag: Félagsstarf aldraðra kl. 15. Valgarð Runólfsson skólastjóri Gagn- fræðaskólans í Hveragerði segir frá skáld- um og fleiru frá heimabæ sínum. Einnig verða sýndar litskyggnur frá félagsstarf- inu í vetur. Þá verður sýnd mynd Osvald- ar Knudsen, „Þórsmörk", þar sem Jó- hannes skáld úr Kötlum les kvæði sitt um Þórsmörk. Sr. Frank M. Halldórsson. Sunnudag: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan tíma. Dr. Sigurður Örn Stein- grímsson prófessor prédikar. Sr. Frank M. Halldórsson. Mánudag: Æskulýðs- starfið kl. 19.00. Þriðjudagogfimmtudag: Opið hús fyrir aldraða kl. 13-17. Mið- vikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Fimmtudag: Biblíulestur kl. 18.30. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Seljusókn Skátaguðsþjónusta í Ölduselsskóla f sam- vinnu við skátafélagið Segul kl. 11.00. Barnaguðsþjónusta í Seljaskólanum kl. 10.30. Guðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 14. Gísli H. Friðgeirsson eðlisfræðingur og Vilborg R. Schram fóstra ræða um efnið: Hvers virði er Biblían mér. Altaris- ganga. Þriðjudag: Fundur í æskulýðsfé- laginu Sela Tindaseli 3, kl. 20.30. Sóknar- prestur. Seltjarnarneskirkja Barnaguðsþjónustakl. 11.00. Eirný og Solveig Lára tala við börnin og stjórna söng. Messa kl. 14. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Sighvat- ur Jónasson. Aðalfundur Biblíufélagsins veðrur haldinn í kirkjunni eftir messu. Selkórin syngur við upphaf fundarins. Opið hús fyrir unglingana mánudags- kvöld kl. 20.30. Opið hús fyrir 10-12 ára þriðjudagkl. 17.30. Sóknarprestur. Frikirkjan í Hafnarflrði Barnasamkoma kl. 11. Sr. Einar Eyjólfs- son. Félag eldri borgara: „Opið hús“ í Sigtúni Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur „Opið hús“ í Sigtúni við Suðurlandsbraut laugardaginn 21. febrú- arkl. 14.00-19.00. Haraldur Steinþórsson skýrir frá tilboðum í utanlandsferðalög fyrir félaga FEB. Ólafur Þórðarson flytur kveðskap og gamanmál. Laugardagskaffi á Víkinni Kvennalistinn verður með laugardags- kaffi á Hótel Vík í dag laugardaginn 21. febrúar frá kl. 14.00. Þar talar Hellen Gunnarsdóttir, félagsfræðingur um inni- hald lestrarbóka og viðhorf skólabarna til kynhlutverka. Að sjálfsögðu verður heitt kaffi á könnunni og allir velkomnir. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík stend- ur fyrir félagsvist í dag, laugardaginn 21. febrúar kl. 14.00 í félagsheimilinu Skeif- unni 17. Allir velkomnir. Tónleikar í Tónlistarskóla Keflavíkur í dag, laugard. 21. febrúar kl. 16.00 munu Nora Kornblueh sellóleikari, Ósk- ar Ingólfsson klarinettuleikari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari halda tón- leika í Tónlistarskóla Keflavíkur. Á efnisskrá tónleikanna eru einleiks- og kammerverk eftir Lautoslawski, Webern, Schumann, Stravinsky og Beet- hoven. Auk þess flytur Snorri Sigfús nokkur lög úr barnalagaflokki sem hann samdi haustið 1984. Árshátíð Átthagafélags Ingjaldssands Átthagafélag Ingjaldssands heldur árs- hátíð sína laugardaginn 28. febrúar kl. 19.00 að Ármúla 40. Mímir: Fyrirlestur um íslensk fræði Mímir, félag stúdenta í íslensku við Háskóla íslands, hefur í vetur staðið fyrir röð fyrirlestra um íslensk fræði. Félagið hefur fengið valinkunna fræðimenn til að greina frá rannsóknum sínum á ýmsum sviðum fræðanna. Næsti fyrirlestur í þess- ari röð verður næstkomandi laugardag, 21. febrúar, í stofu 101 í Odda. Að þessu sinni verður fjallað um málfræðileg efni, Sigurður Konráðsson cand. mag. flytur fyrirlestur sem hann nefnir: Um hljóð- skipun. Fyrirlesturinn hefst kl. 14.00 og er öllum opinn. Kynning á tillögum að skipulagi Vesturfoæjar íbúasamtök Vesturbæjar gangast um þessar mundir fyrir kynningu á tillögum að skipulagi Vesturbæjarins. Kynningunni átti að Ijúka sl. fimmtu- dag með fundi, en samþykkt var að framlengja sýningu á tillögunum og er sýningin því enn opin í dag í Hlaðvarpan- um í stóra salnum kl. 15.00-18.00. Á sýningunni má sjá teikningar, módel og 4«jrt, þar sem bæði eru úttekt á hinum ýmsu þáttum í skipulagi hverfisins og deihslcipulagi. Teiknistofa Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts hefur gengið trá þessu á sýninguna. Fræðslufundur FAAS Félag aðsíandenda Alzheimersjúkl- inga, FAAS, gengst fyrir fræðslufundi í Hlíðarbæ, Flókagötu 53, Reykjavík, n.k. laugardag, 21. febrúar. Húsið eropið frá kl. 13.00 til 18.00. Erindi verða flutt um sjúkdóminn, umönnun sjúklinga, meðferð, félagslega þjónustu, þjálfun o.fl. Alzheimersjúkdómur (hcilabilun) er algengastur þeirra sjúkdóma, sem valda alvarlegum elliglöpum. en getur einnig lagst á fólk á miðjum aldri. Þeim sem hafa áhuga á þessum málum er velkomið að mæta á fundinn í Hlíðarbæ. sem eins og áður greinir hefst kl. 13.00 n.k. laugar- dag. Keflavíkurkirkja Biblíudagurinn. Sunnudagaskóli kl. 11.00. Muniö skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14.00. Skátar koma til kirkju í tilefni af Baden Powell-degi. Sóknarprestur. Félagsvist Skagfirðingafélagsins Skagfirðingafélagið í Reykjavík heldur félagsvist í Drangey, Síðumúla 35, á sunnud. 22. febrúar kl. 14.00. Aðalfundur Kattavinafélagsins Aðalfundur Kattavinafélags íslands verður haldinn í félagsheimilil Óháða safnaðarins Háteigsvegi, sunnudaginn 22. febrúar og hefst kl. 2 (kl. 14.00). Stjórnin. Félagsvist Breiðfirðingafélagsins Spiluð verður félagsvist í Sóknarsalum Skipholti 50A sunnudaginn 22. febrúar kl. 14.30. Kaffiveitingar á eftir. Verðlaun verða afhent, bæði fyrir keppni dagsins og heildarverðlaun fyrir þriggja daga keppnina. Allir eru veíkomnir. „Fávitinn“ eftir Dostoévskí í MÍR Á morgun, sunnud. 22. febr. kl. 16.00, verður kvikmyndin „Fávitinn“ sýnd í bíósal MÍR að Vatnsstíg 10, en hún er gerð eftir samnefndri skáldsögu Fjödors Dostoévskí. Myndin er frá árinu 1958 og leikstjóri Ivan Pyriev, en með aðalhlut- verkin fara J. Jakovlév, J. Borisova, N. Podgorní og R. Maksimova. Skýringar- textar með myndinni á íslensku. Aðgangur að kvikmyndasýningum MÍR er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Hið íslenska náttúru- fræðifélag: Fyrirlestur um eldvirkni á Jan Mayen og fslandi Mánudagskvöldið 23. febrúar kl. 20.30 flytur Páll ímsland jarðfræðingur fyrir- lestur um eldvirkni á Jan Mayen og íslandi á vegum Hins fslenska náttúru- fræðifélags, uppruna og þróun virkninnar í Ijósi óstöðugra rekbelta á Norður- Atlantshafssvæðinu, frá því landrek hófst þar fyrir um 60 milljón árum, en þá skildust Noregur og Grænland að og haf varð til á milli þeirra. Virku svæðin eða rekbeltin hafa í tímanna rás flust til innan svæðisins rekur Páll hver áhrif þeir flutn- ingar hafa haft á eldvirkni á Jan Mayen og fslandi. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 101 f Odda, hugvísindahúsi Háskólansog hefst kl. 20.30. Félagsvist Kvenfélags Kópavogs Spiluð verður félagsvist n.k. mánudag, 23. febrúar kl. 20.30 f félagsheimilinu. Allir velkomnir. Fundur Prestafélags Suðurlands Prestafélag Suðurlands heldur fund í safnaðarheimili Hveragerðiskirkju mánu- daginn 23. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: Hirðisbréf biskups. Frummælendur eru sr. Sigurður Sigurðarson og sr. Þorvaldur Karl Helgason. Skemmtikvöld Rangæinga félagsins Rangæingafélagið í Reykjavík heldur skemmtikvöld þriðjud. 24. febrúar í Ár- múla 40. Spiluð verður félagsvist, Sævar Kristinsson stjórnar. Karlakvartett fé- lagsins syngur undir stjórn Njáls Sigurðs- sonar. Þórður Tómasson, safnvörður i Skógum flytur ávarp. Sunnudagsferðir Útivistar 1) Kl. 13.00 Þjóðleið mánaðarins: Lága- skarð - Raufarhólshellir. Skemmtileg gönguleið suður frá Hveradölum. Skoðað verður mynni Raufarhólshellis, en þar eru oft ísmyndanir á þessum tíma árs. 2) Kl. 13.00 Skíðaganga um Hellis- heiði. Gott skíðagönguland. Brottför verður frá BSÍ, bensínsölu. (600 kr.) Frítt er fyrir börn með fullorðnum. Ath. Öskjur fyrir ársritin eru komnar. Góuferð verður í Þórsmörk 13.-15. mars. Útivist, ferðafélag. Sunnudagsferð F.í. Kl. 13.00 Jósepsdalur göngu- og skíða- ferð. Ekið verður að kaffistofunni og gengið þaðan í Jósepsdal á skíðum - eða fótgangandi. Þægilegt gönguland er í Jósepsdal og við allra hæfi. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni austanmegin. Far- miðar við bíl (400 kr.) Frítt er fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ath. Kvöldvaka um eyðibýlin á Jökul- dalsheiði verður miðvikud. 25. febrúar. Ferðafélag íslands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.