Tíminn - 21.02.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.02.1987, Blaðsíða 15
Laugardagur 21. febrúar 1987 Tíminn 15 MINNING Rannveig Þorstei nsdótti r Fædd 6. júlí 1904 Dáin 18. jan. 1987 Þegar mér síðari hluta janúar barst til suðlægra stranda andlát Rannveigar Þorsteinsdóttur hrl. kom mér það ekki á óvart, því ég vissi hve heilsu hennar hafði hrakað og hún beið þess sem verða vildi með rósemi og æðruleysi. Þó hennar hafi verið rækilega minnst í blöðum langar mig að festa á blað nokkur fátækleg orð um samskipti okkar og kynni í meir en 60 ár. Þegar ég var í e.d. Samvinnuskólans veturinn 1925-’26 var hún enn við nám í skólanum í framhaldsdeild. Hófust þá með okkur góð kynni, sem enst hafa síðan. Jukust þau við það árið 1927, þegar hún var orðin afgreiðslu- og fjárhaldsmaður Tímans, og ég að frumkvæði Jónasar frá Hriflu tókst á hendur innheimtuferð um Vestfirði á útlíðandi vetri með langan skulda- lista, sem Rannveig hafði rækilega undirbúið. Tókst þessi ferð framar vonum. Á sama ári flutti ég útá land og samfundir við Rannveigu féllu niður. Fylgdist ég þó með frama hennar en hún tók stúdentspróf komin yfir fertugt og varð þar fyrst til að brjóta þá braut, sem nú er algeng og tíðfarin, að fullorðið fólk setjist á skólabekk og ljúki háskólaprófi. Ekki lét hún sér stúdentsprófið nægja, en hófþegar lögfræðinám við Háskóla íslands og lauk því á aðeins þremur árum með hárri I. einkunn. Hefi ég ekki fundið í lögfræðingatal- inu neinn sem lokið hefurslíku námi á svo skömmum tíma. Þegar ég flutti til Reykjavíkur 1949 var hún um haustið f þingframboði fyrir Fram- sóknarflokkinn og hófust þá kynni okkar að nýju. Það var þá mjög á orði haft að þó flokkurinn hefði ekki samkvæmt fyrri kosningatölum neina möguleika á að fá mann kosinn myndi Rannveig komast að því hún kæmist allt sem hún ætlaði sér, vegna einbeitni og áhuga, samfara gáfum og vinsældum. Sú varð líka raunin að hún náði kosningu með glæsibrag. 1956 varð Rannveig fyrir stórfelldu heilsufarsáfalli svo hún hæstaréttarlögmaður varð að njóta sjúkrahúsvistar mán- uðum saman og beið þessa áfalls aldrei bætur. Þrátt fyrir það hóf hún skömmu síðar undirbúning þess að ná réttindum til málflutnings fyrir Hæstarétti fyrst íslenskra kvenna. Flutti hún sín prófmál um flókið efni, sem voru vaxtaokur, mál, sem upp komu á sjötta áratugnum og margir voru flæktir í, bæði lögmenn og aðrir, og fengu sumir bæði sektar- og fangelsisdóma. (Enda var þá enginn Seðlabanki sem veitti þessum skálkum skjól.) Stóðst Rannveig þessa prófraun og fékk réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti 15. apríl 1959. Þann sama dag bar fundum okkar saman í miðbænum og tókum tal. Ég var ekki við neitt fastbundinn. Hafði nýlega selt fyrirtæki, sem ég hafði starfrækt í 10 ár. Spyr ég Rannveigu hvort ég eigi ekki að koma til hennar á skrifstofuna svo sem mánaðartíma og sinna fasteignasölu. „Það er svo tímafrekt að ég get ekki annast það með lögfræðistörfum" svaraði Rann- veig. „Ég er búinn að vinna að fasteignasölu í 6 ár f skjóli Einars Ásmundssonar hrl. og er fær um að ganga frá öllum skrifum og skjölum í sambandi við sölu fasteigna." „Þá er öðru máli að gegna,“ segir hún og afhendir mér lykla að skrifstofunni á stundinni og flaug svo til Strasburg á fund Evrópuráðsins morguninn eftir. Á þessum tíma var ég að undirbúa atvinnurekstur, sem ég ætlaði að hefja eftir 2-3 mánuði og þetta starf á skrifstofu Rannveigar reiknaði ég sem stundarfyrirbrigði. En það stóð í 15 ár allt þar til þess hún hætti að starfrækja lögmanns- skrifstofu 1974, þá sjötug. Það var mjög ánægjulegt að starfa með Rannveigu og atdrei varð okkur sundurorða. Aldrei man ég til þess að hún léti veður hamla, þó að vetri væri, að mæta á skrifstofunni kl. 10 að morgni. Fór hún svo heim í hádegi og kom aftur kl. 2 og vann þá sleitulaust oft fram á kvöld. Um árabil þegar hún var formaður Kven- félagasambands íslands og annaðist allt skrifstofuhald þess, voru stjómar- fundir haldnir á skrifstofu hennar og félagskonur utan af landi tíðir gestir, svo oft var margt um manninn. Þegar litið er til þess hvað Rann- veig var frá unga aldri mikil driffjöð- ur í öllum félags og menningarmál- um, íþróttahreyfingum, ungmenna- félagsskapnum og hvers konar menningarstarfsemi vekur undrun að hún skyldi ekki vera heiðruð með riddarakrossi, t.d. áttræð. Því hún ber höfuð og herðar yfir marga þá Iúðulaka, sem alltaf er verið að krossa. Gott dæmi um ötulleika Rannveigar, að hverju sem hún gekk, vil ég að lokum nefna lítið dæmi. Á því tímabili sem Rannveig sótti þing Evrópuráðsins var Jóhann Þ. Jósefsson þar fasturfulltrúi. Hann var nú enginn aukvisi og alvanur ferðum til sjós og lands, en var nú nokkuð við aldur. Eitt sinn er ferð var fyrir höndum hringdi hann á skrifstofuna og varð ég fy rir svörum. Spurði hann mig hvort ég vissi hvernig Rannveig ætlaði að haga sinni ferð og sagði að sér lægi hugur á að geta orðið henni samferða því hún væri svo ötull ferðamaður. Þannig var Rannveig, allir töldu sér tryggingu í návist hennar, þrátt fyrir heilsuskerðingu á síðari árum. Blessuð sé minning hennar. Costa del Sol, 7. febrúar 1987 Sigurjón Sigurbjörnsson Jónína Gunnarsdóttir Jóna, eins og við kölluðum hana, var dóttir Friðdóru Jóhannesdóttur og Ingimundar Þorkelssonar. Hún ólst upp hjá móður sinni og manni hennar, Gunnari Halldórs- syni, sem gekk henni í föðurstað. En á unglingsárum styrktist gott samband við Ingimund. Jóna var elst systkina sinna og snemma vaknaði sjálfsbjargarvið- leitni og ábyrgðartilfinning gagnvart systkinum sínum, sem hún var alltaf tilbúin að leiðbeina og móður okkar reyndist hún ástkær dóttir. Hugur hennar stefndi mjög til náms, hún var gagnfræðingur frá Flensborgar- skóla í Hafnarfirði, síðan lauk hún námi frá Húsmæðraskóla Reykja- víkur, og bar heimili hennar þess ljósan vott. Hún sérmenntaði sig í ýmsum greinum, meðal annars í tungumál- um og dvaldist erlendis við tungu- málanám í tvö ár, með það fyrir augum að gerast flugfreyja. Olli það henni vonbrigðum að vegna hæðar sinnar var hún ekki gjaldgeng í flugfreyjuskólann. En tungumála- kunnátta hennar kom að góðu gagni, þó sérstaklega franskan, þar sem hún átti eftir að verða búsett í Luxemborg ásamt eftirlifandi eigin- manni sínum, Kolbeini Sigurðssyni. Börn þeirra urðu fjögur: Sigurður, f. 7. desember 1966; Jóhannes Ingi f. 23. september 1969; Björn, f. 25. júlí 1977; Friðdóra Dís, f. 26. febrú- ar 1982. Þau horfa nú með söknuði á eftir móður sem af alúð og umhyggju helgaði þeim líf sitt. Þótt skilnaður- inn sé sár er vert að minnast þess, „að þar sem góðir menn fara eru guðs vegir“. Víst er að Jóna hefði kosið að vera hér lengur og halda áfram kærleiks- ríku starfi sínu sem eiginkona og móðir. Fyrir rúmum tveimur árum fór sjúkdómur sá er lagði hana að velli að gera vart við sig og Jóna skynjaði hvert stefndi, enda kom kallið fyrr en varði. Með þrautseigju sem henni var svo eiginleg tekur hún sér ferð á hendur til íslands aðeins þremur vikur fyrir andlátið. Þá átti hún meðal annarssamveru- stundir með fólki sínu, sonunum Sigga og Jóa og tengdamóður, sem hún mat mikils eins og allt sitt tengdafólk. Mig langar sérstaklega að þakka Ólöfu systur okkar hversu mikil stoð og stytta hún var Jónu og fjölskyldu hennar á erfiðum stundum. Móðir hennar, systkini, makar og þeirra börn þakka þá alúð sem þau urðu aðnjótandi í samskiptum við hana. Kæri Kolli og börn, missir ykkar er mikill og tómarúmið stórt, en minningin um ástkæra eiginkonu og móður er huggun á sorgarstund. Öllum nánum aðstandendum votta ég samúð. Vor dýpstu Ijóð eru döpur tjáning á djúpri sorg. Jóhanna Gunnarsdóttir [fffl IAUSAR STÖÐUR HiÁ m REYKJAVIKURBORG Fóstra eða þroskaþjálfi óskast til stuðnings börn- um með sérþarfir á leikskólann Hálsakot, Hálsaseli 29. Upplýsingar gefur Guðrún Einarsdóttir sálfræðing- ur á skrifstofu Dagvistar barna í símum 27277 og 22360. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Óskilahross í Hvalfjarðar- strandarhreppi Ung, rauðblesótt hryssa, ómörkuð í óskilum í Hvalfjarðarstrandarhreppi. Upplýsingar í síma 93- 3848 og 93-3855. Hreppstjóri Hvalfjarðarstrandarhrepps. íj Hj |i LAUSAR STÖÐUR HJÁ '1* 1 REYKJAVIKURBORG Bifvélavirki óskast á slökkvistöðina í Reykjavík. Laun samkvæmt launataxta bifvélavirkja. Umsóknir skilist á slökkvistöðina við Skógarhlíð fyrir 1 . mars nk. t Bálför móður minnar, tengdamóður og ömmu Rigmor Koch Magnússon Sólheimum 23, Reykjavik fer fram frá Nýju-Fossvogskapellunni miðvikudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Þökkum vinum hinnar látnu umhyggju og aðstoð við hana í veikindum hennar. Magnús Óskarsson Elín Sigurðardóttir Óskar Magnússon Eydís Magnúsdóttir t Innilegustu þakkir fyrir sýnda samúð við andlát móður okkar Ásgerðar Helgadóttur frá Borgarnesi Fjölskyldur Harðar og Helga Ólafssona. t Innilegar þakkir færum við öílum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför Jónínu Gunnarsdóttur Kolbeinn Sigurðsson Sigurður Kolbeinsson Jóhannes Ingi Kolbeinsson Björn Kolbeinsson Friðdóra Dís Kolbeinsdóttir t Við þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa Guðmundar Björgvins Bjarnasonar Sólheimum 16, Reykjavík Einnig þökkum við frábæra hjúkrun á deild 2A Landakotsspítala. Guðrún Björnsdóttir Sigurmunda Guðmundsdóttir Magnús Guðmundsson Hallfríður Guðmundsdóttir Karl Jósepsson Bjarni Guðmundsson Hólmfríður Jónsdóttir Baldur Guðmundsson Björg Guðmundsdóttir Björn Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.