Tíminn - 21.02.1987, Side 5
Laugardagur 21. febrúar 1987
Tíminn 5
Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri um nýbúgreinar:
Hlutverk leiðbeininga-
þjónustunnar mikilvægt
Staða ráðunauts í fiskeldi hefur verið auglýst
Á ráðunautafundi sem haldinn
var fyrir skemmstu á Hótel Sögu hélt
Atkvæöagreiðsla í HÍK
um verkfallsheimild:
Förum í hart
efþörfkrefur
- segir Kristján Thorlacius,
formaöur HÍK. Krafa um
45 þúsund króna
lágmarkslaun
„Ég á von á því að verkfalls-
heimild verði samþykkt, þó það
sé auðvitað ekki hægt að segja
fyrir um það. Við gerum kröfu
um 45 þúsund króna lágmarks-
laun fyrir okkar félagsmenn, bæði
í grunnskólum og framhaldsskól-
um. Okkur finnst þessi krafa ekki
óbilgjörn og það er auðvitað ekki
um annað að ræða en að fara í
hart með þetta ef að við fáum
ekki neins konar leiðréttingar,"
sagði Kristján Thorlacius, for-
maður, Hins íslenska kennara-
félags, í samtali viðTímann í gær.
Félagsmenn HÍK greiddu at-
kvæði í gær um hvort afla ætti
félaginu verkfallsréttar og verður
þeirri atkvæðagreiðslu framhald-
ið á mánudaginn. Hins vegar er
ekki búist við að talning geti
hafist fyrr en á laugardaginn í
ntestu viku. öflun verkfalls-
heimildar miðast við verkfalls-
boðun þann 16. mars n.k.
- phh
Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri er-
indi um þátt leiðbeiningaþjónustu
landbúnaðarins í eflingu nýgreina.
Jónas gerði m.a. að umtalsefni
hvernig staðið var að loðdýrarækt-
inni í byrjun. Byrjað hafi verið á
loðdýrarækt án þess að nokkur ráðu-
nautur vær starfandi en síðan hafi
fljótlega verið sendur einn maður til
að „kynna sér loðdýrarækt“. Sá
maður starfaði síðan einn í 10 ár
þrátt fyrir stöðuga fjölgun loðdýra-
búa. Fyrsta loðdýraræktarnámskeið
var síðan haldið á Hólum fyrir
héraðsráðunauta þegar refaræktinni
fór að vaxa fiskur um hrygg. Upp frá
því hafi ráðunautarnir stöðugt verið
að afla sér reynslu og þekkingar
bæði innanlands og utan og miðlað
þeirri þekkingu til bænda. Samhliða
því hafi verið tekin upp kennsla í
loðdýrarækt og sérstakir ráðunautar
séu nú starfandi í greininni.
Þess má geta að nú er áætlað að
um 230 bændur stundi loðdýrabú-
skap. Flest búin eru á svæðinu frá
Fnjóskadal til Svarfaðardals, á svæð-
inu kringum fóðurstöðina á Sauðár-
króki og á svæði kringum fóðurstöð
Selfoss, en einnig eru nokkur fjöldi
búa á Austurlandi.
Jónas sagði að nú væri brýnt
verkefni að þétta loðdýrabyggðina
innan hvers fóðurstöðvasvæðis,
þannig mætti bæta rekstrarmögu-
leikana og ekki síður að bæta rekst-
urinn með betri stjórn og skipulagi
og síðast en ekki síst að bæta
fóðurframleiðsluna og gera hana
tryggari þannig að ekki eigi sér stað
slys í fóðurframleiðslunni.
Eins og sjá má af framangreindu
komu leiðbeiningar varðandi loð-
dýrarækt bæði seint og voru of litlar,
þótt nú hafi verulega verið bætt úr.
Hins vegar megi ýmislegt af þessu
læra.
Sú nýbúgrein sem einna mestar
vonir eru bundnar við nú, utan
loðdýraræktarinnar er fiskeldi.
Jónas telur að heildarmöguleikar
til fiskeldis hérlendis séu meiri en í
nokkurri annarri búgrein. Hins veg-
ar væri allt óljóst hvar og hvernig
fiskeldi verður stundað og hverjir
standi að baki því, þá m.a. með tilliti
til byggðar.
Á síðustu fjárlögum var samþykkt
að veita fé til ráðningar ráðunauts í
fiskeldi á vegum Búnaðarfélags fs-
lands og. hefur staða hans þegar
verið auglýst.
í hans verkahring kemur að at-
huga möguleika til fiskeldis í ein-
stökum héruðum og á einstökum
býlum og leiðbeina um framkvæmd-
ir, t.d. með gerð kostnaðaráætlana,
öflun leyfa og rekstraráætlanagerð
og margt fleira. Fiskeldisráðunautur
myndi hafa samvinnu með bygginga-
og vatnsvirkjaráðunautum Búnaðar-
félagsins.
Ekki eru tiltækar tölur um fjölda
þeirra bænda sem þegar eru farnir út
í fiskeldi en víða eru menn að byrja
og hafa það meðfram öðrum búskap,
ýmist einir eða fleiri saman. Það er
því ákaflega mikilvægt að þeir hinir
sömu hafi sem allra fyrst aðgang að
leiðbeiningaþjónustunni því með
því móti er hægt að koma í veg fyrir
óþarfa kostnað og fyrirhöfn.
„Ef fiskeldi á annað borð getur
spjarað sig hér, sem við bindum
miklar vonir við, þá er enginn vandi
að lifa af því eingöngu," sagði Jónas
í samtali við Tímann.
ABS
Hópatríði úr Aida.
Fádæma vinsæl óperusýning:
Nýtt fólk tekur
við söng í Aida
Óperan Aida hefur verið sýnd við
fádæma vinsældir í rúmar fjórar
vikur hjá íslensku óperunni. Uppselt
hefur verið á hverja sýningu og
pantanir fram í tímann verið langt
umfram það sem venja er.
Um þessar mundir eru að verða
nokkrar breytingar á hlutverkaskip-
an og flytjendum. Þannó. febrúarsl.
tók Robin Stapleton við hljómsveit-
arstjórn af Gerhard Deckert.
Stapleton er breskur og velþekktur
hljómsveitarstjóri erlendis. Hann
hóf æfingastjórn í Covent Garden
aðeins 20 ára gamall og hefur enginn
annar gegnt þeim störfum svo ungur
sem hann var þá. Hljómsveitarstjórn
í Covent Garden hóf hann svo fyrir
fjórum árum og hefur um árin stjórn-
að mörgum fremstu söngvurum og
hljómsveitum heims.
Tveir nýir söngvarar eru nú að
taka við stórum hlutverkum. Eiður
Á. Gunnarsson er nýkominn til
landsins til að syngja hlutverk kon-
ungsins sem Hjálmar Kjartansson
söng áður. Er þetta í annað sinn sem
Eiður tekur þátt í óperuuppfærslu
hér á landi en hann er fastráðinn við
óperuna í Aachen. Anna Júlíana
Sveinsdóttir mun um næstu helgi
taka við hlutverki Amnerisar af
Sigríði Ellu Magnúsdóttur. Hún ætti
að vera íslenskum óperuunnendum
vel kunn af mörgum óperuhlutverk-
um sem hún hefur haft með höndum
á sviði Gamla bíós á liðnum árum.
Illllllllllllllllllllllllll SKÁK
Ofurmót IBM:
Vel teflt og illa
Tal og Jóhann áttu fallega skák, Short og Kortschnoi Ijóta
Önnur umferð IBM ofurmótsins
varð geysispennándi og framan af
var mest gaman að því að fylgjast
með framvindu mála á skákborð-
inu á milli Jóns L. Árnasonar og
Margeirs Péturssonar. Annars
mátti sjá bæði fallega taflmennsku
í gær sem og forljóta.
Ljótt á að horfa
Hinn ungi Nigel Short háði
viðureign við Viktor Kortschnoi
og virtist Kortschnoi hafa betur
með hvítt. Tefld var frönsk vörn,
en í henni er Kortschnoi snillingur
og hefur gripið til hennar í árarað-
ir. En Short fylgir ekkert endilega
kokkabókunum og kemur and-
stæðingnum oft í opna skjöldu.
Svo var í þetta sinn og komu báðir
skákmenn öllum áhorfendum í
opna skjöldu með lélegri tafl-
mennsku, - altént óskiljanlegri. Þá
Kortschnoi taldi sig hafa vaðið
fyrir neðan sig missti hann af leik,
sem lá beint við að leika og spjótin
tóku að snúast. Short flengdist
fram og aftur borðið með drottn-
inguna án sýnilegrar ástæðu ann-
arrar en að tefja fyrir andstæðingn-
um, sem var í tímahraki. Að
lokum lék Kortschnoi eftir tals-
verða umhugsun af sér manni og
gaf skákina. „Þessi skák er sú
vitlausasta sem ég hef séð lengi,“
varð Guðmundi Sigurjónssyni,
stórmeistara, að orði.
Short sjálfur var miður sín þrátt
fyrir sigurinn. „Ég lék hræðilega í
dag. Ég veit ekki hvernig stóð á
þessu."
Jafntefli strax
Stystu skákinni í II. umferð lauk
eftir aðeins 15 leiki. Þar sömdu
Helgi Ólafsson og Lev Polúgaév-
skíj um jafntefli. Ekki að sakast
við Helga meðan hinir íslend-
ingarnir tapa, sögðu gárungar, og
að Polú, sem hann yfirleitt er
kallaður, vilji fara sér að engu
óðslega eftir sigur hans á Jóhanni
Hjartarsyni í I. umferð. Úrslitin
komu ekki á óvart, því teflt var
gamalt j afnteflisafbrigði af Drottn-
ingarindverskri vörn. Skákin var
því spennusnauð og leiddi aðeins
til eins.
Portisch sótti þungt
Agdestein frá Noregi og Ung-
verjinn Portisch tefldu Drottning-
arbragð og ósköp hefðbundið þar
að auki, svokallað Tartakower af-
brigði. Hún byrjaði þunglamalega
en varð ekki logmmolluleg, svosem
skák Helga og Pólú. Portisch náði
frumkvæði í miðtafli og þyngdi þá
sóknina. Agdestein varðist í 30
leiki en varð varnarlaus eftir snilld-
Eftir II. umferð
arfórn Portisch fyrir skiptamun.
Yngsti stórmeistari heims um þess-
ar mundir stóðst ekki „vinnuhest-
inn frá Búdapest" snúning og gaf
skákina. Simen Agdestein hefur
engan vinning fengið enn sem kom-
ið er.
Biðskákin
Aðeins ein skák fór í bið. Þar
tókust á Hollendingurinn Jan
Timman og Ljubomir Ljubojévic
frá Júgóslavíu, sem beið ósigur
gegn Short í I. umferð. Sérfróðum
þótti sýnt að biðin væri Ljubojévic
aðeins gálgafrestur, - að hann væri
örugglega búinn að tapa annarri
skák sinni í þessu ofurmóti. Þeir
tefldu franska vörn og var skákin
mjög þung allt að endatafli.
Ðræður berjast
Sem fyrr segir var mest gaman
að fylgjast með viðureign landanna
tveggja, Jóns L. Árnasonar og
Margeirs Péturssonar. Jón Loftur
er frægur fyrir djarfleika í sókn og
að víla ekki fyrir sér að fórna telji
hann sig vinna betri stöðu. í þetta
sinn sýndi hann á sér aðra hlið.
Mikið bar á hve örugglega Jón
tefldi og áhættulaust, enda átti
Margeir í mestu vandræðum frá
fyrsta leik til hins síðasta. Jón með
hvítt byrjaði á gömlu afbrigði af
sikileyskri vörn , sem ekki er talið
hættulegt. En Margeir þekkti það
illa og Jón hefur vitað að hann
hefur ekki teflt það áður. Jón sótti
sífellt á og átti marga stórhættulega
möguleika. í skákskýringarstofu
dunduðu menn sér lengi við að
máta Margeir á ýmsan hátt. Jón L.
gjörsigraði Margeir í skemmtilega
tefldri skák.
Fallegust hjá Tal
Það er kunnugra en frá þurfi að
segja að Tal er frægur fyrir gull-
fallegar leikfléttur og snjalla tafl-
mennsku. Þá hliðina sýndi hann á
sér í gær í skák við Jóhann Hjartar-
son. Þeir léku Tchigorin afbrigði af
spænskum leik. Þar fór hörkuskák,
svo sem við var að búast, en Tal
læddist lymskulega að Jóhanni.
Leikni hans á borðinu er ekki
viðbrugðið. Sú skák fylgir í heild
sinni hér á eftir, en Jóhann gaf
gjörtapaða skák.
TAL-JÓHANN
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4.
Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7.
Bb3 0-0 8. c3 d6 9. h3 Ra5 10. Bc2
c5 11. d4 Dc7 12. Rbd2 Bd7 13.
Rfl cxd4 14. cxd4 Hac8 15. Re3
Rc6 16. d5 Rb4 17. Bbl a5 18. a3
Ra6 19. b4 g6 20. Bd2 axb4 21.
axb4 Db7 22. Bd3 Rc7 23. Rc2 Rh5
24. Be3 Ha8 25. Dd2 Hxal 26.
Rxal f5 27. Bh6 Rg7 28. Rb3 f4 29.
Ra5 Db6 30. Hcl Hg8 31. Dc2
Rce8 32. Db3 Bf6 33. Rc6 Rh5 34.
Db2 Bg7 35. Bxg7 Kxg7 36. Hc5!
Da6 37. Hxb5 Rc7 38. Hb8 Dxd3
39. Rce5 Ddlt 40. Kh2 Hal 41.
Rg4+ KI7 42. Rh6t Ke7 43. Rg8t
svartur gaf
Hl 1111 1111 ^llllll
S8 i. ■ III i
III ■1 i lllllllllll
1 111 A 1 ■4
10 1111! A ■I 1
1 111 H A
H III 10 AÍS
1 illllllllll Wllllll 11111
III. umferð hefst á morgun klukk-
an 16:30. Eftirtaldir eru mótherjar
og fyrrtaldir hafa hvítt: N.Short-
Jón L. Árnason, Margeir Péturs-
son- Helgi Ólafsson, J.Timman-
V.Kortschnoi, L.Portisch-L.Lju-
bojevic, Jóhann Hjartarson-
S.Ágdestein, L.Polugaévskij-
M.Tal
Biðskákirnar
Eins og mönnum þótti sýnt í
fyrradag þegar skák Margeirs Pét-
urssonar og Viktors Kortschnois í
I. umferð fór í bið gaf Margeir eftir
fáa leiki. Eins fór um biðskák
Timmans og Ljubojevic að sá
síðarnefndi gaf. þj
1. JónLÁrnason 2. Margeir Pétursson 3. Short 4. Timman 5. Portisch 6. Jóhann Hjartarson 7. Polugaevsky 8. Tal 9. Agdestein 10. Ljubojevic 11. Korchnoi 12. Helgi Ólafsson 1 2 3 4 6 8 9 10 11 12 vinn röð
II 1 'h 1 'h
0 0 0
1 1 2
1 2
'h 1 1 Vfc
3 0 0
1 'h 1V6
V •z 1 V/z
0 0
0 0 0
1 o • § 1
'k h III 1