Tíminn - 21.02.1987, Side 7
Tíminn 7
Laugardagur 21. febrúar 1987’
Mario Cuomo ríkisstjóri í New York: Ætlar ekki í forsetaslag
Forsetakosningar veröa í Bandaríkjunum á næsta ári:
Cuomo kom á óvart
- Lýsti yfir í gær að hann myndi ekki leita eftir
útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi
Reuter - New York, Washington
Mario Cuomo ríkisstjóri í New
York kom heldur en ekki á óvart í
gær þegar hann tilkynnti í útvarpi að
hann myndi ekki berjast fyrir að
hljóta útnefningu demókrata fyrir
forsetakosningarnar í Bandaríkjun-
um árið 1988.
Cuomo var á beinni Ifnu í útvarps-
þætti einum er hann lýsti þessu yfir:
„Ég nota þetta tækifæri til að gera
afstöðu mína Ijósa: Ég mun ekki
verða frambjóðandi", sagði ríkis-
stjórinn.
Flestir stjórnmálaskýrendur
höfðu búist við því að Cuomo færi í
forsetaslag og töldu að hann yrði
helsti keppinautur Gary Harts, fyrr-
um öldungardeildarþingmanns frá
Cólarado, sem þykir líklegastur um
þessar mundir til að hljóta útnefn-
ingu demókrata.
Víst er að með þessari ákvörðun
hefur Cuomo, sem er frjálslyndur
demókrati af gamla skólanum, opn-
að leiðina fyrir marga óþekktari og
yngri frambjóðendur flokksins.
Meðal þeirra má nefna Richard
Gephardt frá Missouri sem gat ekki
leynt ánægju sinni er hann frétti af
ákvörðun Cuomos og mun líklegast
verða á mánudaginn fyrsti demókr-
atinn til að tilkynna formlega að
hann sækist eftir útnefningu
flokksmanna sinna.
Gephardt og aðrir minna þekktir
frambjóðendur þykja þó ekki líkleg-
ir til að sigra Hart. Hinsvegar gæti
svarti baráttumaðurinn Jesse Jack-
son vel velgt Hart undir uggum en
hann fékk mikinn fjölda atkvæða
hjá demókrötum í forsetaslagnum
árið 1984.
Hjá repúblikunum fóru hlutirnir
einnig að skýrast í gær. í*á setti
varaforsetinn George Bush á stofn
kosninganefnd sem safna á pening-
um og vinna fyrir hann í komandi
kosningaslag. Bush hefur ekki form-
lega skýrt frá því að hann leiti eftir
útnefningu repúblikana en myndun
kosninganefndarinnar í gær bendir
ekki til annars en að varaforsetinn
leiti eftir því að taka við af yfirmanni
sínum Rónald Reagan í byrjun árs
1989.
Aðrir sem líklega munu leita.
eftir að hljóta útnefningu repúblik-
ana eru Robert Dole leiðtogi repú-
blikana í öldungadeildinni, Jack
Kemp fulltrúadeildarþingmaður og
Pat Robertson er stýrir trúarþáttum
í bandarísku sjónvarpi við miklar
vinsældir.
ÍSLENSKAR ÆVISKRAR
ómissandi uj^flettirit á þorraí
Með flBviágripum n«r 8000 íslendinga frá landnámstímum til ársloka 1965
eru þflBr í sex bindum eitt viðamesta safn um íslenska flBttfrflsði og
persónusögu.
Æviskrámar eru í samantekt Ráls Eggerts Ólasonar með viðaukum eftír
Jón Guðnason og Olaf Þ. Kristjánsson
Verð aðeins kr. 4.375,-
Til sölu í helstu bókaverslunum.
HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG
ÞINCHOl TSSTR*TI J PÓSTHÓLF 1252 121 REYKJ AVlK
Auglýsing
um atkvæðagreiðslu um samein-
ingu allra sveitarfélaga í Austur-
Barðastrandarsýslu í eitt sveitar-
félag.
Atkvæðagreiðsla um sameiningu allra sveitarfé-
laga í Austur-Barðastrandarsýslu í eitt sveitarfélag
mun fara fram 14. og 15. mars n.k. Kosið verður
á þingstöðum allra hreppanna. Kjörfundir hefjast
þar ofangreinda daga kl. 13.00 og lýkur kl. 17.00.
Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fer fram hjá
hreppstjórum viðkomandi hreppa og hjá sýslu-
manni Barðastrandarsýslu á venjulegum skrif-
stofutíma frá 9. mars til og með 13. mars.
Kjörskrár munu liggja frammi á venjulegum stöð-
um frá 23. febrúar til og með 28. febrúar. Kærur
vegna kjörskrárskulu berasttil oddvita viðkomandi
hreppa eigi síðar en viku fyrir fyrri kjördag.
Atkvæðagreiðsla verður að öðru leyti nánar aug-
lýst í viðkomandi sveitarfélögum.
Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga
í Austur-Barðastrandarsýslu.
Norrænn styrkur til bókmennta
nágrannalandanna
Ráöherranefnd Noröurlanda hefur skipað sérlega nefnd til að
ráðstafa fé því sem árlega er veitt til að styrkja útgáfu á norrænum
bókmenntum í þýðingu á Norðurlöndunum. Fyrsta úthlutun nefndar-
innar á styrkjum í þessu skyni 1987 fer fram í maí.
Norræn styrkur til þýðinga á bókmenntum
nágrannalandanna
Þá mun nefndin einnig í maí úthluta styrkjum til þýðinga á árinu 1987.
75.000 danskar krónur eru til umráða, er þeim fyrst og fremst ætlað
að renna til þýðinga úr færeysku, grænlensku, íslensku og samísku
á önnur Norðurlandamál.
Umsóknarfrestur fyrir báða þessa styrki rennur út 1. apríl 1987.
Umsóknir sendist til:
Nordisk Ministerrád
Store Strandstræde 18
DK-1255 Kopenhavn K, Danmark.
ffi^l FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
[lOCIJ Á AKUREYRI
Hjúkrunarfræðingar
Laus er til umsóknar staða hjúkrunardeildar-
stjóra á Speglanadeild F.S.A. Staðan veitist strax
eða eftir samkomulagi.
Um er að ræða 60% starf á dagvinnutíma.
Umsóknum skal skilaðtil hjúkrunarforstjóraog/eða
hjúkrunarframkvæmdastjóra, sem veita allar nán-
ari upplýsingar í síma 96-22100.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
rml LAUSAR STÖEMJR HJÁ
W REYKJAVIKURBORG
Fóstrur eða annað starfsfólk með aðra uppeldis-
lega menntun óskast til starfa á leikskólann/skóla-
dagheimilið Hálsakot, Hálsaseli 29 og Hraunborg
Hraunbergi 10.
Upplýsingar gefur umsjónarfóstra á skrifstofu
Dagvistar barna í síma 27277 og 22360 og
forstöðumaður viðkomandi heimilis.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Auglýsingadeild hannar
auglýsinguna fyrir þig
Okeypis þjónusta