Tíminn - 21.02.1987, Page 12

Tíminn - 21.02.1987, Page 12
12 Tíminn ^■■IbÓKMENNTIR ' : . Laugardagur 21. febrúar 1987 Ogunin sprengir af sér böndin Einar Ólafsson: Sólarbásúnan, Blekbyttan, Rvk. 1986. Það fer ekki á milli mála að Einar Ólafsson kann vel til verka sem ljóðskáld. í þessari nýjustu bók sinni sendir hann frá sér öguð og efnis- þrungin ljóð, í rauninni flest hver býsna innhverf. Það felur í sér að í þeim er mikið gefið í skyn, en oft minna sagt, og gjarnan ort út frá innri hugarheimi mannsins og til- finningalífinu. Formskyn höfundar er greinilega vel agað, sem ekki síst kemur fram í upphafsljóði bókarinn- ar, sem er án nafns en má kannski segja að fjalli um ljóðið í umferð- inni. Án þess að hér verði farið út í ýtarlega greiningu á því verki skal þess getið að þar sýnist mér tekist á við það viðfangsefni að lýsa því hvernig ljóðið sem slíkt lifir sínu eigin sjálfstæða lífi innan um ys og þys hversdagsins. Meðferð höfundar á því efni felur í sér margs konar skírskotanir, sem ekki er rúm til að rekja í stuttri blaðaumsögn, er eru þó gerðar af töluvert fagmannlegri íþrótt. Yrkisefnin hér eru flest hver sótt í daglega lífið umhverfis okkur, og athygli vekja ýmsar myndrænar lýs- ingar, til dæmis af götum úti í Reykjavík. En efni úr öðrum áttum koma þó fram þarna einnig, svo og boðskapur, og má þar sem sýnishorn grípa upp verk sem heitir Vorljóð: Taktu byssu stingdu í jörð svo hlaupið snúi upp og fylltu það af mold settu svo í hana fræ og vökvaðu með vorregn í huga og þá má vera að upp vaxi blóm lilNARÖLAFSSON SÓLARBÁSÚNAN kanski blátt ef til vill gult eða rautt með grænum blöðum en ræturnar langar og mjóar æ langar og mjóar vissulega er betra að rækta blóm í víðum potti eða breiðu beði og ekki er loku fyrir það skotið að gott verði að hafa byssu til taks til taks en gleymdu samt ekki að það er vor Vonandi dugar þetta ljóð til að sýna hvernig hér er ort; verkin hér eru yfirveguð og öguð, til þess fallin að vekja hughrif og hugleiðingar. En út af því bregður hins vegar undir lok bókar þar sem hastarlega er snúið við blaðinu. Er raunar engu líkara en að skáldið hafi þar sleppt fram af sér beislinu og leyft eigin skaphita að sprengja af sér þunga sjálfsögunarinnar fram að þessu. Þar koma fyrst nokkur pólitísk ljóð þar sem deilt er á erlendan frétta- flutning Morgunblaðsins. Sú ádeila er þó tiltölulega meinlaus og meir af ætt háðsádeilu og skops en árásar. En í framhaldi af því kemur svo hastarleg árás á Ronald Reagan Bandaríkjaforseta; sú ádeila er af þeirri tegund að ekki er við annað að jafna í fljótu bragði en kveðskap kraftaskáldanna hér á öldum áður. í sporum Bandaríkjaforseta lægi víst beinast við að vona hér að Einar Ólafsson búi ekki yfir gáfu krafta- skáldsins; að öðrum kosti á forsetinn víst ekki á góðu von. En þrátt fyrir þetta er hér á ferðinni áhugaverð ljóðabók sem ætti að geta átt erindi víða. Hún er efnismikil og á það skilið að vera veitt athygli. -esig Jafnaðargeð Óskar Árnl Óskarsson: Handklæði f gluggakistunni, Blekbyttan, Rvk. 1986. Það fer ekki á milli mála að Óskar Árni Óskarsson hefur skáldgáfu og beitir henni bara býsna vel í þessari bók, sem mun vera hans fyrsta. Hann hefur vissulega lent í sjálfur eða orðið vitni að vonbrigðum, eða sorgum ef menn vilja kalla það svo, og kann að lýsa slíku í ljóði. Gott dæmi þess er upphafsljóðið, Síðan þú fórst: Það syngur svo einmanalega í hliðinu sfðan þú fórst. eirðarlaust laufið á garðstígnum eltir mig útá götu treflinum týndi ég í gær þannig líða dagarnir handklæði í gluggakistunni og mér er kalt og stúlkurnar í búðinni eru hættar að brosa til mín síðan ég fór að kaupa 1 matinn fyrir einn síðan þú fórst Hér er töluvert laglega leikið með ljóðformið og síður en svo með í Ijóði nokkrum byrjandabrag. Og áfram er haldið þarna og ort fyrst og fremst um sitthvað sem fyrir augun ber í lífinu hér í kringum okkur. Til dæmis er þarna nokkuð langur bálk- ur af prósaljóðum um bernsku- minningar höfundar frá Bergstaða- strætinu; þar er töluvert miklu af efni og myndum komið til skila í knöppu formi, og kemur höfundur því öllu vel frá sér. Líka er þarna forvitnilegur ljóðabálkur um mann sem nefndur er Minn kæri; þar er á ferðinni mannlýsing sem er áhuga- verð og lofar góðu, en skortir hins vegar fágun og ber með sér að yfir ÓSKAR ÁHNIÓSKARSSON HANDKLÆÐI GLUGGAKISTUNNI henni hefði höfundur þurft að liggja dálítið lengur. Betur gert er þarna ljóð sem heitir Á villigötum, þar sem ást karls á konu er nokkuð snyrtilega lýst með öfgastíl og allvel haldið á. Kímni er þarna líka á ferðinni í því að eitt ljóð bókarinnar er prentað á glæru og fylgir með henni laust; þetta ljóð eiga menn að bera upp að andliti elskunnar sinnar og lesa það niður að munni, og er ljóðið um þetta. Annars einkennir það ljóðin í þessari bók hvað þau eru rík af jafnaðargeði. Höfundur hefur frá ýmsu að segja, misjafnlega skemmti- legu eins og gengur, en hann heldur myndum sínum hér allfast innan marka hófstillingar og æsingarleysis. Hann agar sig með öðrum orðum vel og sýnir ljóðforminu viðeigandi virð- ingu. Slíkt er jákvætt og lofar góðu. -esig Einlægt og opinskátt Bergllnd Gunnarsdóttlr: Ljóðsótt, Blekbyttan, Rv. 1986. Það ríkir mikil einlægni í Ijóðun- um í þessari bók, og þau eru mjög opinská. Það felur vissulega í sér hættu fyrir höfundinn. Hún berar þarna margar innstu tilfinningar sín- ar - raunar alveg inn í kviku. Þegar skáld leyfir sér að færa tilfinningar sínar svo opinskátt á torg þá setur það sig í þá stöðu að einhverjir illkvittnir náungar geti komið og sparkað í kvikuna. Og slíkt getur verið sárt. Berglind Gunnarsdóttir yrkir mik- ið um sérheim kvenna í þessari bók, ekki síst um meðgöngu og móðurást. Og þar á meðal er kvæði sem heitir í kviðnum sprengja og er um efni •sem ég man ekki eftir að hafa séð sérstakt ljóð um fyrr, tíðir kvenna: / kviðnum hljóðlát sprengja á djúpsævi langt inní dimmu djúpi þar sem sársaukinn á bústað sinn sprengja til að sprengja allan heiminn í kviðnum sprengja sem springur einu sinni í mánuði og síðan tómið sem blóðið skilur eftir Þetta er langtífrá besta kvæði bókarinnar, en gott samt og sýnir vel hvernig hér er ort. Þá er þarna líka ljóðabálkur um þjáningar Krists á krossinum, og margt fleira. Þá má ekki gleyma því að bókin hefst á nokkrum ljóðum um ljóðið sem slíkt, og þar er í upphafi komist hraustlega að orði þar sem segir: „Megi ljóðið vekja / gleði auka reiði / dapurleik veita / huggun“ og svo framvegis. Og eftir sömu nótum er haldið í næstu ljóðum. Þó má segja að byrjun bókarinnar gefi fyrirheit sem ekki rætist alveg nægilega vel úr í því sem á eftir fylgir. Bókin er öll góð, en fyrstu tveir hlutarnir, um ljóðin og kven- heiminn þó áberandi bestir. Það er töluverð list að raða ljóðum niður í bók, og hér er ég ekki frá því að markvissari röðun hefði gefið bók með meira innbyrðis jafnvægi. En í stuttu máli sagt þá er þarna vel ort um mörg efni sem innst inni snerta hvert mannsbarn. Hugrekki höfundar er greinilega töluvert og felst í því í hve ríkum mæli hún þorir að opinbera sínar eigin og innstu tilfinningar. Og slíkt gefur ljóðum gildi. Þegar öllu er á botninn hvolft er ljóð tjáning á því sem skáldinu finnst. Berglind Gunnarsdótturtekst hér býsna vel að bera slíka tjáningu á borð. -esig llllllllllll BÆKUR . ^: " ,;oi": .. • ' .jii;':- Umsögn um norskar bækur Reidun Kvaale. Kvinner i norsk presse gjennom 150 ár. Gyldendal Norsk Forlag. Osló 1985. Reidun Kvaale gerir í bók þessari góða grein fyrir því hvernig í raun- inni er til sérstök kvennablaða- mennska. Hún gengur út frá Enge- bret hreyfingunni þar sem konur í blaðamannastétt byrjuðu að spyrja. Þessar spurningar vörðuðu kennslu blaðamanna, venjur í starfi og að- ferðir. Einnig hvort konur störfuðu ekki í þeirri vissu að til væri veruleiki og hvunndagur sem sjaldnast felst í efni fjölmiðlanna. Hreyfingin er stofnuð í Osló um 1974 og innan hennar fóru konur að spyrja um hvemig líf blaðakvenna hefði verið fyrr á árum og efni það er þær skráðu. Út frá öllum þessum spurn- ’ ingum verður svo bókin til og svarar þeim á verðugan hátt. En fleiri efni tekur Kvaale fyrir. Hver voru launin fyrir 50-100 árum og hverjar voru konurnar sem þá voru blaðakonur. Bókin hefst á minningarorðum um höfundinn, en hún lést á jóladag, 1984, aðeins 57 ára að aldri, eftir 17 ára starf á Aftenposten í Osló. í fyrsta kafla er svo rætt hversvegna bókin varð til. Þá er rætt um fyrstu blaða- ritstjórana, það er að konur sofi þungt og lengi. Þá tekur hún fyrir ýms sjónarmið blaðakvenna og hvernig þær brutu múrinn. Hún tekur fyrir einstaklinga ýmissra dagblaða og sögu kvenna á þeim, ekki aðeins á Oslóarsvæðinu, heldur fer hún um allt landið. Einn af sérstæðum eiginleikum Kvaale í skrifum sínum var hversu opin og hreinskilin hún var. Það kemur vel fram í þessari bók og vekur hjá lesandanum sömu athygli og greinar hennar gerðu á sínum tíma. Bókin er það góð að kalla má hana kórónuna á lífsstarfi Reidun Kvaale. Gyldendal Norsk Forlag efndi til samkeppni meðal kvenrithöfunda í Noregi árið 1986. Voru þar margar bækur verðlaunaðar. Hér verða þó aðeins fimm þeirra taldar upp en það eru: Line Baugsto: Reise í gult lys. Skáldsaga. 99 bLs. Gro Amesen: Kjæra mor. Ljóð. 101 bls. Annetita S. Biiyiikakan: Fabula Rasa. Skáld- saga. 182 bls. Wera Sæther: Afrika Ordfríka. LJnglingabók. Reise í gult lys er saga um putta- linga frá Evrópu á ferð í Suður-Am- eríku. Þau hittast á fljótabát í Ama- zon. Einmanaleiki, frygð, ævintýra- löngun, þar sem heimurinn og annað fólk er aðeins hver önnur nauðsynja- vara, sem jafnvel þarf að berjast um, er kannske mótleikur gegn róman- tískum hátt stemmdum ferða- myndabókum nútímans. Frásagn- arstíllinn er líka frábær. Kjære mor fjallar um skyndilegan dauða barns og langdrægt lífsstríð móður. Sorg og samband móður og dóttur, krabbi móðurinnar, angist, meðhöndlun, örvinglun, biðin og gleðin yfir smámunum er sem rauður þráður. En varðar þetta ekki alla? Kærleikur þeirra sem nánastir eru? Fabula Rasa hefst kannske að nokkru á hefðbundinn hátt, en svo hoppar allt sem kallað getur hefð- bundið út um gluggann. Ævintýraleg saga, sem hvorki virðir rúm né tíma, byggir á helgisögnum jafnt og ryk- föllnum skólastofum, visku Austur- landa og ruglingi Vesturlanda. Það er erfitt að rýna slíka bók. Lesandinn verður að njóta þess að lesa hana og það er enginn vandi. Hún á sér hliðstæður bæði í Suður-Ameríku og á íslandi. Wera Sæther hefur stundum feng- ið orð í eyra fyrir þung ljóð. Það breytist ekki í ástarsöng hennar. Aftur á móti er unglingabókin mjög skemmtilega skrifuð. Um báðar bækurnar verður þó að segja að þær eru vel skrifaðar og stíllinn einstak- lega skemmtilegur. Öivid Fjeldtad: Kvinne bilder. Framtidcn i váre hender/Dreyer. Oslo 1986.152 bls. f bók þessari er reynt að leita svara við spurningum eins og hvort kvennaáratugurinn sem Iauk 1985 hafi breytt einhverju um stöðu kon- unnar í heiminum í dag. Til að skýra þetta eru teknar fyrir 25 konur frá 5 löndum. Hvernig líður þeim? Hvernig er líf þeirra? Hefir það breyst á þessu 10 ára tímabili? Endanlegt svar er ekki að finna, en blaðamennimir sem ferðast hafa um og rætt við þær, gera tilraun til að gefa raunsanna mynd af lífi þeirra, lífi nýfædds barns allt til aldraðrar ekkju. Skemmtileg lesning, en hefur tilraunin tekist? Sigurður H. Þorsteinsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.