Tíminn - 08.03.1987, Síða 8
8 Tíminn'
Sunnudagur 8. mars 1987
EKKI verður annað sagt en hann hafí ungur
fengið að kenna á mótlæti í tilverunni.
Foreldrarnir dóu frá honum á unga aldri úr
berklaveiki og sjálfur lá hann löngum veikur af
þessum sama kvilla, sem var ættlægur. Alla sína
ævi má segja að þessi sérkennilegi maður hafi aldrei tekið
á heilum sér heilsufarslega og er það því undarlegra að
honum tókst að sveigja flesta stjórnmálamenn samtíma síns
undir vilja sinn í áratugi. í þessum veikbyggða kroppi
reyndist búa járnvilji og afburðagáfur sem dugðu honum
til að halda um stjórntaumana á hverju sem gekk og hann
ávann sér slíka hylli konungs síns að enginn komst í
námunda við hann á því sviði.
Fríður gat hann varla kallast - andlitið var magurt og
sviplaust, yfirskeggið mikið og smá augun grá og stingandi.
í ræðuflutningi var hann þurr og stuttorður og fór aldrei út
fyrir efnið. Þetta var sem sagt sá alræmdi Jacob Brönnum
Scavenius Estrup.
Konungurinn mat Estrup
öllum mönnum meir.
endurbótum í samgöngumálum
og vann Jótum sínum margvís-
legt gagn.
Kurr í landi
Upp úr þessu fékk baráttan
fyrir auknu lýðræði byr undir
báða vængi og lögðu vinstri
menn megináherslu á að stjórnin
skyldi lúta meirihluta þjóðþings-
ins, (neðri deildar) sem vinstri
menn réðu, gegn landsþinginu,
(efri deildar) sem hægri menn
réðu. Stóðu þeir þar fremstir í
flokki Hansen og helsti foringi
bænda, C. Berg, sem hafði verið
afar andvígur samkomulaginu á
Fönix hótelinu og varað við því.
Stóðu þessir foringjar nú hins
vegar loks sameinaðir. Hægri
menn lögðu aftur á móti megin-
áherslu á jafnrétti þinganna og
rétt konungs til þess að velja
ráðherra sína og dró þetta pers-
ónu Kristjáns 9. á óheppilegan
hátt inn í málþófið.
Eftir stjórnarkreppu árið 1875
var stjórnarmyndunartilraun
loks falin Estrup. Það varð upp-
haf að mesta afturhaldstímabili
í sögu Dana eftir lok einveldis.
Stjórn sjö glæpamanna
og innbrotsþjófa
Vitað var að hitna mundi í
kolunum þegar maður á borð
við Estrup tæki við stjórnar-
taumunum og ekki síst þar sem
aðalandstæðingurinn Berg var
ekki síður ósveigjanlegur og
Fæddur pólitíkus
Estrup var fæddur í Sorö árið
1825, sonur stórgósseiganda og
söngkennara. Þegar faðir hans
lést var hann 21 árs gamall og
tók þá að erfðum óðalið
Kongsdal á Jótlandi og síðar
óðalið Skaffögaard og þar valdi
hann sér að búa æ síðan. Hann
leit líka alla tíð á sig sem Jóta,
þótt fæddur væri á Sjálandi. Það
var dönskum gósseigendum
mikið happ að einn úr þeirra
hópi skyldi hafa eiganst afspreng
sem þennan, því enginn reyndist
hagsmunum þeirra trúrri um
sína daga.
Hann gekk menntaveginn að
vonum, þótt oft yröi hlé á vegna
endurtekinna heilsubótarferða
hans suður á bóginn, og enn
gerði sjúkdómurinn það að
verkum að hann varð að gæta
ítrustu reglusemi á stúdentsár-
unum - sem vera eiga svo glöð
og áhyggjulaus - og gæta mikill-
ar sjálfsafneitunar. Má ætla að
það hafi aukið á þá alvöru og
strangleika sem honunr virtust
annars í blóð borin.
Ætla má að Estrup hafi ekki
þótt maður skemmtilegur. Hann
var fullkomlega ósnortinn af
listum, en hélt sínu striki án þess
að líta til hægri eða vinstri og svo
var hann grandvar í öllum sínum
háttum og óttalaus að allar ásak-
anir og rógburður hrukku af
honum sem vatn af gæs.
Þessir eiginleikar, ásamt
ódæma starfsþreki, urðu til að
þessi erkiíhaldssami maður átti
ungur greiða leið til metorða
meðal danskra hægri manna,
var hann kjörinn á þing, 1854,
og ávann sér þá þegar mikið álit
meðal þjóðernissinnaðra Dana
er vildu auka útgjöld til hermála
hvað mest, enda var hugur í
þjóðinni eftir umtalsverða sigra
í stríðinu við Prússa 1848-1850.
Eftir nokkurt hlé á þingmennsk-
unni, sem enn stafaði af veikind-
um var hann kjörinn á þing að
nýju 1864 og sat á þingi óslitið
eftir það til ársins 1898.
Veislan á Hótel Fönix
Þótt erfaðaeinveldinu hefði
verið aflétt í Danmörku var
landsþingið samt með mjög
íhaldssömum blæ og réttur smá-
bænda og borgarlýðs mjög fyrir
borð borinn. Eftir hraklegar
ófarir Dana í stríðinu við Prússa
Estrup ávarpar ríkisráðsfund 1888. Friðrik krónprins fyrir enda
borðsins. '
réttur miðaðist við 2000 ríkis-
dala tekjur á ári, sem mætti
auðvitað rammri mótspyrnu.
En það var þá sem snilli
Estrups kom í ljós. Hann dró
upp tillögu sem gerði ráð fyrir
fulltrúum sem valdir yrðu af
sóknarnefndum í landinu og
skyldu þeir verða jafnmargir
fulltrúm stórgósseigenda. Af-
ganginn af fulltrúasætunum
skyldu svo skipa menn valdir af
þeimm fimmtungi íbúa borga og
kaupstaða, sem hæsta skatta
greiddu. Þótt ekki yrði tillagan
samþykkt sem slík, þá varð hún
þó að grundvelli þeirrar kosn-
ingalöggjafar sem á endanum var
samþykkt og var stóreignastétt-
inni afar hagstæð. Smiðshöggið
í viðleitni við að binda hendur
vinstri aflanna var þó hin al-
ræmda veisla á hótelinu Fönix í
Kaupmannahöfn í október
1865, þar sem fulltrúar vinstri og
hægri manna komu saman og
gerðu með eins konar sættir
„stór- og smábænda" eins og
það hét, yfir klingjandi glösum
og rjúkandi réttum. Áttu vinstri
menn eftir að naga sig í handar-
bökin yfir þessari hræðilegu
skyssu. Þarna var foringi vinstri
manna, J.A. Hansen, ginntur til
samvinnu undir því yfirskini að
stórjarðeigendur og smábændur
skyldu ganga í samfylkingu gegn
embættismannavaldinu. Auð-
vitað urðu efndirnar á annan
veg, og löngum hefur Estrup
verið talinn „arkitekt“ þessa
samkomulags. Það var því ekki
að furða að aðeins mánuði síðar
var honum boðin staða innan-
ríkisráðherra í ráðuneyti Friis
greifa og eins stærsta jarðeig-
anda landsins, sem hann gegndi
í fjögur ár. Ekki reyndist Estrup
alls varnað í því embætti og
hann átti frumkvæði að ýmsum
1868 áttu danskir hernaðarsinn-
ar og afturhald hins vegar undir
högg að sækja og vinstri öfl í
landinu fóru að sækja fastar á,
ekki síst gagnrýndu menn hinar
afar þröngu reglur um kosninga-
rétt til þingsins, sem miðaðist
við háar fjáreignir. Stjórnar-
skráin frá 1868 var nær ónýtt
plagg eftir stríðið, jrar sem hún
hafði gert ráð fyrir innlimun
hinna glötuðu hertogadæma,
Slesvíkur og Holtsetalands, og
þarfnaðist endurskoðunar. I
endurskoðunardrögunum gerði
stjórnin ráð fyrir að kosninga-
„Hart f stjór!“ Estrup stýrir
þjóðarskútunni til hægri.
(Samtíma skopmynd).
Einvaldur
s
Danmerkur og Islands
- sagt frá J.B.S. Estrup, hataðasta stjórnmálamanni Dana sem
stjórnaði með harðri hendi í 19 ár í trássi við þing og þjóð