Tíminn - 08.03.1987, Síða 15

Tíminn - 08.03.1987, Síða 15
Sunnudagur 8. mars 1987 Tíminn 15 Ánægju- legt kynlíf - bannað Frétt frá írlandi írska eftirlitið hefur framlengt bannið á handbókinniÁnægjulegt kynlíf - gefinni út fyrir 15 árum og metsölubók í mörgum löndum. Nefndin, sem gefur engar ástæður fyrir banninu hefur nú framlengt fyrri ákvörðun frá árinu 1974. Margar bækur hafa verið bannaðar í írlandi s.l. 40 ár eða síðan siðanefnd þessi var sett á laggirnar. En þrátt fyrir boð og bönn hafa afrituð eintök af bókinni fengist á heilsugæslustöð heimilisskipulags. Hrað- bankaran Fjórir tölvubankaræningjar hafa verið handteknir í Frankfurt Þýskalandi. Þeir virðast hafa svikið út úr hraðbönkum um 100.000 mörk (50.000$). Þessa iðju stunduðu þeir í Frankfurt og nágrenni. Virðast þeir hafa keypt sér hraöbankakort sem eigendur tilkynntu síðar að hefði verið stolið. Tóku allt út af þeim reikningum. Síðar breyttu þeir segulstrimlinum í einkatölvunni sinni staðsettri í Mercedes limosine bílnum sínum (-batterídrifin tölva), þannig að þeir gátu nú haldið áfram iðju sinni og hreinsað út af fleiri hraðbankareikningum. Lögreglan leitar nú þeirra sem seldu þeim hraðbankakortin. Tveir reiðir menn... Tveir menn á heimleið eftir að hafa verið hafnað um inngöngu í útlendingahersveitina frönsku reyndu að kyrkja unga konu og hentu henni svo út um glugga lestar. Konan var á ferð með dóttur sinni og mennirnir höfðu verið að stíga í vænginn við hana en hún hafnað þeim með þessum afleiðingum. Konan lifði af fallið en mennirnir bíða nú dóms. Ein stjarnan af Bonanza genginu deyr úr aids Douglas Lambert sjónvarpseríu-leikari frá USA þekktur úr Bonanza - Rawhide og Dr. Kildare dó úr aids á heimili sínu í London. Þessi leikari - sem var í skóla með Marlon Brando og Marilyn Monroe sagöi nýlega í blaðaviðtali að á meðal elskhuga sinna hefði verið Rock Hudson - fyrir löngu síðan. Hudson dó á síðasta ári úr aids. Lambert hafði verið veikur af sjúkdómnum í um það bil ár. Lambert sagði í grein sem bar yfirskriftina Diary of an aids victim: Ég gerði mér grein fyrir að með því að birta sjúkrasögu mína myndi ég hjálpa öðrum - bæði þeim sem hafa smitast og hinum sem þurfa að vita um aids-semfljótlegaverða allir. Ákærður fyrir morð eftir að hafa selt unglingi englaryk Frétt frá Santana Ana Cal. 30 ára maður hefur verið ákærður fyrir morð á unglingi. Forsaga málsins er sú að maðurinn hafði selt unglingi englaryk sem hann neytti og í vímunni drukknaði hann. Mark Taylor, sá sem seldi honum dópið hefur nú verið sakaður um morð á Adrian Ubregon 18 ára sem drukknaði í Kyrrahafinu við suðurströnd Californiu eftir neyslu þess. Þó allir væru sammála um að morðið hafi ekki verið af ásettu ráði var hann dæmdurfyrir morð - þar eð dauði Adrian hlaust af ólöglegri sölu eitursins. Þar sem Taylor hefur langa sakaskrá frá 1974 vegna eiturlyfja og áfengisneyslu á hann yfir höfði sér 29 ára fangelsi. KROSS- GÁTAN Nr. 531 - Hafðu ekki áhyggjur af bílnum, mamma, það er löggumaður.sem stendur við hann og passar hann...

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.