Tíminn - 17.03.1987, Qupperneq 12

Tíminn - 17.03.1987, Qupperneq 12
12 Tíminn Þriðjudagur 17. mars 1987 I’egar þessi mynd at fronskum fiskimönnum á íslandsmiöum var tckin, voru fiskveiðar íslcndinga frumstædar. Þaö söng i ra og rciöa og vinna sjómanna var þrældómur. t»á var öld árabata og scglskipa, cn síöan komuþilskip tilsögunnar, trillur, vclbátar og togarar. Lciö okkar hcfur lcgiö fra crfiöum skilyröum gamla timans til tæknmýjunga okkardaga. Ja, þaö crafscm áöur var. \ú vcröur tæknin fullkomnari mcö hverjum dcgi scm líöur, og þcss vcgna cr nauösynlcgt fyriralla þá, scm viö útgcrö og fiskvcrkun fást, aö spyrja sjálfa sig: Fylgist cg nögu vcl mcö? Sjávarafuróadcild Sambandsins svarar þcirri spurningu. SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA Sjávaraf urt&adeiid Umbúöirogveiðariærí OP ICELANDSambandshusiö Rcykjavík-Simi 28200-Telex 2023 Voruafgreiöslan Holtabakka -Símar 681050 og 84667 m*. ! ' 8 ~ /I Tíminn í sj ötíu ár prentari og síðar forstjóri. Þarna stóð svo á að flokka- skipting á Alþingi íslendinga var í endursköpun. Fyrr þennan vetur höfðu nokkrir þingmenn stofnað Framsóknarflokkinn á Alþingi, og sá flokkur átti raun- ar ráðherra í ríkisstjórn Jóns Magnússonar, og var það Sig- urður Jónsson frá Ystafelli. Þessi flokkur átti sér ekkert blað að málgagni. Hins vegar stóð yfir heimsstyrjöldin fyrri, og vegna hennar varð ríkis- stjórnin að grípa til ýmissa að- gerða sem urðu misjafnlega vin- sælar eins og gengur. Á þessum tíma gáfu stjórnmálaflokkarnir ekki sjálfir út blöð, líkt og síðar varð. Tíminn varð því ekki í fyrstu lotu beint málgagn Fram- sóknarflokksins. Um útgáfu hans var stofnað félag 20-30 manna víða um land, og lögðu þessir eigendur fram fé til útgá- funnar. „Inngangur“ Stefna blaðsins var mörkuð í grein sem birtist fyrst á fyrstu síðu fyrsta tölublaðsins og ber einungis fyrirsögnina „Inngang- ur“. Þar er í byrjun vikið að því að um nokkur undanfarin miss- eri hafi verið á döfinni samtök allmargra manna sem stefnt hafi að því að þjóðin skiptist fram- vegis í flokka eftir því „hvort menn væru framsæknir eða íhaldssamir í skoðunum." Þar er því lýst að menn hafi verið orðnir óánægðir með árangurinn af gömlu flokkaskiptingunni í landinu, og því hafi dvínað mjög trúin á lífsgildi gömlu flokk- anna. Síðan segir orðrétt, og verður þar að hafa í huga að Íietta er skrifað árið áður en slendingar hlutu fullveldi: „En þjóð sem býr við þingræði getur ekki án flokka verið. Og stjórnarhættir og framkvæmdir í þingræðislöndunum fara mjög eftir því hvort flokkarnir eru sterkir og heilbrigðir, eða sjúkir og sjálfum sér sundurþykkir. Þar sem flokkarnir eru reikulir og óútreiknanlegir, eins og rok- sandur á eyðimörk, verða fram- kvæmdirnar litlar og skipulags- lausar, því að hver höndin er þar upp á móti annarri. Heilbrigð flokkaskipun hlýtur að byggjast á því að flokksbræðurnir séu andlega skyidir, séu samhuga um mörg mál en ekki aðeins eitt, og það þau málin sem mestu skipta í hverju landi.“ Og áfram er haldið með skil- greiningu á væntanlegum ís- lenskum stjórnmálaflokkum: „Erlendis hefur reynslan orð- ið sú í flestum þingræðislöndun- um að þjóðirnar skiptast í tvo höfuðflokka, framsóknarmenn og íhaldsmcnn. Að vísu gætir alla jafna nokkurrar undirskipt- ingar, en þó marka þessir tveir skoðunarhættir aðallínurnar. Og svo þarf einnig að verða hér á landi, ef stjórnarform það, Guðbrandur Magnússon, ritstjóri 1917. Það var áhugasamur hópur af ungum, hressum og framfara- sinnuðum mönnum sem stóðu fyrir útgáfu á blaði sem hóf göngu sína fyrir réttum sjötíu árum í dag. Þessu blaði var gefið nafnið Tíminn, og fyrsti ritstjór- inn var Guðbrandur Magnússon . wm.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.