Tíminn - 17.03.1987, Page 17

Tíminn - 17.03.1987, Page 17
Þriðjudagur 17. mars 1987 Tíminn 17 Kristinn Finnbogason, framkvæmdastjóri Tímans. Á honum hvíla öll meiriháttar fjármálaumsvif og daglegur rekstur fyrirtækisins. Hann á einnig sæti í stjórn Blaöaprents, en nú er verið að búa það nýjum tækjakosti og byggja yfir fyrirtækið. Einnig er verið að reisa hús yfir starfsemi Tímans og þeirra blaða sem hafa samvinnu um rekstur Biaðaprents. Steingrimur Gíslason, auglýs- ingastjóri, ásamt vösku starfsliði sínu. Að baki honum eru Sigurrós Kristinsdóttir, sölumaður, Sigríð- ur Hulda Sveinsdóttir, ritari, Unn- ur Ágústsdóttir, sölumaður, Þór- unn Helga Guðmundsdóttir, sölu- maður og Steinþóra Sigurðar- dóttir, ritari. áður en einu tölublaði lýkur og er sent út til kaupenda, er vinna hafin við næsta blað og jafnvel fleiri tölublöð fram í tímann. Þetta er eins og hringrás en samt er hver dagur engum öðrum líkur og langt því frá að tvö blöð séu eins, þótt svipmót sé hið sama. Á Tímanum í dag er starfstil- högun deildaskipt og hefur hver deild og hver starfsmaður sín verkefni, en samt verða allir að vinna sem ein heild. Útgefandi Tímans er Fram- sóknarflokkurinn og Framsókn- arfélögin í Reykjavík og hefur sú tilhögun staðið í aðeins rúmt ár, en lengst af hefur Framsókn- arflokkurinn einn verið útgef- andi blaðsins. Stjórn útgáfufélagsins fer með æðstu völd og allar mikilsháttar ákvarðanir um stefnu og rekstur blaðsins eru teknar á stjórnar- fundum. Blaðstjórn ræður rit- stjóra og ákveður umfangsmikl- ar breytingar á útgáfunni þegar svo ber undir. Hún skiptir sér ekki af daglegum rekstri né ráðningu annarra starfsmanna Svanhildur Karlsdóttir, gjaldkeri. Sigurbjörg Tómasdóttir, ritari og Kristín Haraldsdóttir, dreifingarstjóri. Sverrir Sverrisson, bílstjóri og sendiherra. Friðrikka Selma Tómasdóttir, bókari. Kristín Guðmundsdóttir, sendiherra. Helga Sigurðardóttir og Þórdís Linda Guðjónsdóttir, símaverðir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.