Tíminn - 17.03.1987, Qupperneq 22

Tíminn - 17.03.1987, Qupperneq 22
22 Tíminn Þriðjudagur 17. mars 1987 fTH' * Timinn í dag skeyttu orði framan við eru ábyrgir fyrir því að nóg efni sé til á síðurnar, og að því sé skilað í tæka tíð til vinnslu. Þannig verða fréttastjórar að standa skil á sínum síðum og ekki dugir að það dragist á langinn, því að á dagblaði verður að vinna öll störf eftir ströngum tímasetning- um, því annars er hætt við að allt skipulag fari úr skorðum. Sem fyrr segir hefur ritstjóri yfirumsjón með starfi ritstjórnar og sker úr um þau mál sem vafi leikur á um hvernig staðið verð- ur að af hálfu blaðsins. Aðstoð- arritstjóri tekur m.a. við að- sendu efni og skipuleggur þá liluta blaðsins, sem ekki falla beinlínis undir fréttir. Hér sem í öðrum þáttum í daglegu amstri skarast verkefni og mál eru leyst með góðu samstarfi og sam- vinnu. Þótt erlendar fréttir heyri undir fréttadeildina, hefur sá blaðamaður sem þeim sinnir frjálsar hendur um val frétta og frágang. Oft er þrengt meira að erlendu fréttunum en góöu hófi gegnir, en takmörkuö stærð blaðsins setur margs konar efni skorður og því er það þáttur í allri blaðamennsku að vclja og hafna. Tíminn er áskrifandi að frétt- um frá Reuter, en sú fréttastofa spannar alla heimsbyggðina og hefur fréttaritara í nánast öllum löndum heims. Tekið er á móti fréttunum á afrita, sem er í gangi allan sólarhringinn og fátt markvert skeður úti í heimi sem ekki kemur inn á ritstjórnar- skrifstofu Tímans. Uppistaðan í erlendu fréttun- um kemur í gegnum Reuter, en auk þess fylgist blaðamaðurinn, sem sér um erlendu fréttirnar með blöðum og tímaritum. Þarna á við sem á öörunt sviðum blaðamennsku, að þeir sem við hana starfa þurfa að fylgjast vel með og vita lengra nefi sínu um menn og málefni en það eitt sem þeir skrifa hverju sinni. íþróttafréttir eru einnig sjálf- stæð heild innan fréttadeildar- innar. Starfsdagur íþróttafrétta- manns er breytilegur, allt eftir því hvað er að ske á þeim vettvangi hverju sinni. Sá sem sér urn íþróttafrásagnir vinnur mjög sjálfstætt. Honum er gefið ákveðið rúm til að fylla og verður að þalda sig við það hvort sem mikið er um að vera á íþróttasviðinu eða ekki. Þegar mikilsverð keppni stendur yfir er íþróttafréttaritari staddur þar hvort sem lcikur fer fram um helgi eða að kvöldi. Því er vinnutíminn mjög óregluleg- ur. Þegar keppt er að kvöldi, verður sá sem um íþróttirnar sér að hafa snör handtök að koma sér á ritstjórnarskrifstofuna og skila af sér frásögn og gagnrýni á leikinn. Sömuleiðis er mikil pressa á ljósmyndurum að skila af sér sínu efni rétt áður en blaðið fer í prentun. Þingfréttaritari á sér tvo vinnustaði. Alþingi og ritstjórn- arskrifstofuna. Hann verður að fylgjast með öllu því markverð- asta sem fram fer á þingi, fylgjast með umræðum og lesa býsn af þingskjölum. Þá verður hann að Íiafa gott samband við þingmenn og oft slæðast góðar fréttir úr Alþingishúsinu, sem hvorki hef- ur verið minnst á í umræðum, né liggja frammi á skjölum. Ljósmyndarar Tímans eiga erilsama daga. Þeir eru yfirleitt á ferð og flugi eftir því hvar atburðir ske og hvernig þá ber að. Þeir skipta með sér vinnu- Ekki verður svo skilist við ritstjórn Tímans, að geta ekki skrifstofustjóra ritstjórnar. Það sæti fyllir Guðjón Einarsson, sem er elsti starfsmaður blaðsins. Hann var yfirmaður ljósmyndadeildar um áratuga skeið og gegnir þeim starfa enn. Þar að auki sér hann um marga hluti sem varða ritstjórnina í heild, og má segja að á vissan hátt haldi hann henni starfhæfri. Hann ber ábyrgð á að öll tæki og tæknitól sem notuð eru við nú- tíma blaðamennsku, séu í lagi pg tiltæk þegar á þarf að halda. í hans verkahring er einnig að halda til skila beinum kostnaði sem ritstjórnin stofnar til frá Herborg Guðmundsdóttir, ráðs- kona. Hún sér um að ávallt sé til nóg kaffi i alla þá svelgi sem eiga oftar erindi til hennar en á nokk- urn annan stað á blaðinu. tíma og verkum og þurfa iðulega að vera á mörgum stöðum sam- tímis ef vel á að vera. Blaða- ljósmyndarar þurfa að vera þar nærri sem fréttir verða til og hafa yfirleitt í mörg horn að líta og vita aldrei að morgni hvar vinnustaður þeirra verður að degi. Að myndatökum loknum tek- ur sama rútínan við, að geysast í myrkraherbergi og framkalla afurðirnar. í sambandi við ljósmynda- deildina er mynda- og filmusafn Tímans. Það er mikið að vöxtum og geymir tugþúsundir manna- mynda og fréttamyndir frá liðn- um áratugum. Mikið verk er lagt í að halda safninu við og hafa það í röð og reglu og ekki líður svo dagur að margir blaðamanna þurfi ekki að leita til safnstjóra til að fá þar myndir af mönnurn og ýmsu því sem daglega birtist í biaðinu. Helgarblað Tímans er smá- kapítuli út af fyrir sig. Við það vinna tveir eða þrír blaðamenn, en þeir sinna stundum líka viss- um verkunt við daglega blaðið og aðrir blaðamenn skjóta stundum grein og grein í helg- arblað. Efnisval og uppsetning á helgarblaðinu er með nokkuð öðru sniði en á sjálfum Tíman- um. Reynt er að hafa það sem fjölbreyttast og er blandað sam- an innlendu efni og erlendu og leitast við að hafa í hverju tölublaði eitthvað við allra hæfi. Jónas Guðmundsson, prentari. Sigurður Þorkelsson, prentari Pressan í Blaðaprenti áfullu. Hún verður brátt lögð af og fullkomnari prentvél tekin í notkun. Bygging yfir hana og alla starfsemi Tímans er hafin og verður tekin í notkun síðar á árinu. degi til dags, en það er eins með þetta starf og önnur sem til falla á dagblaði, að þeim verða aldrei gerð tæmandi skil með einfaldri upptalningu. Prófarkalestur er krefjandi starf og er það unnið á vöktum eins og margt annað á Tíman- um. Frá morgni og fram til miðnættis sitja prófarkalesarar við og eru fundvísir á jafnt ritvillur sem málvillur. Af mikilli elju er leitast við að útrýma hvorutveggja og þótt ein og ein villa slæðist í endanlega gerð blaðsins, eru þær eins og kræki- ber í tunnu miðað við allar þær sem prófarkalesarar hafa fundið og leiðrétt. Ef haft er í huga hve mikið lesmál er í hverju blaði og með hve miklum hraða það er unnið gengur kraftaverki næst að ekki skuli vera meira af villum en raun ber vitni. Próf- arkalestur lætur ekki mikið yfir sér en er eitt vandasamasta og stundum vanþakklátasta starf sem til fellur á dagblaði. Til lítils væri að skrifa blað ef engin væri prentsmiðjan. Tím- inn rekur eigin prentsmiðju þar sem setning og umbrot fer fram. En sjálf prentunin fer fram í Blaðaprenti, sem er í húsi gengt Tímanum. í prentsmiðju er unnið á tví- skiptum vöktum. Fyrri vaktin mætir kl. 8 að morgni og vinnur fram yfir miðjan dag og hin síðari til miðnættis, eða lengur þegar svo ber við að horfa. Samstarf prentsmiðju og rit- stjórnarereðlilega náið oggeng- ur snuðrulaust fyrir sig. Utlits- teiknarar skila öllu efni í hendur prentarana, sem fara um það höndum og gera prenthæft. Þeir ganga frá síðunum í það fornt sem blaðalesendur þekkja. Skil frá auglýsingadeild fara einnig fram í gegnum útlitsteiknara til prentsmiðju. Þar þarf að sant- ræma öll störf sem aðrar deildir skila af sér og verða tímasetning- ar að falla að öllum vinnubrögð- um. Setjarar setja allt efni sem kemur á vélrituðum blöðum og tækjabúnaður umbreytir því í þá lesmálsdálka, sem Tímales-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.