Tíminn - 03.03.1987, Blaðsíða 5
- ^ . *. i • /*, -i . r *v »*♦♦♦♦*
Þriðjudagur 3. mars 1987
)
,-r, V’ . {
\
Tíminn 5 {
Búnaöarþing:
Erindi um útrýmingu
riðuveiki lagt fram
- en alls hefur verið lagt fram 41 erindi til þingsins
Fimm erindi voru lögð fram á 8.
fundi Búnaðarþinga í gær og er þar
með búið að leggja fram 41 erindi til
þingsins.
Erindi um útrýmingu riðuveiki
var lagt fram á þinginu. Þar er farið
fram á að fjárskipti fari fram á þeim
bæjum sem nú hafa riðuveikt fé eða
grunur leikur á að riðuveiki sé í
uppsiglingu. Einnig um möguleika á
skráningu vanhalda og veikinda í
tengslum við forðagæslu sveitarfé-
laganna sem stýrt yrði frá Búnaðar-
félagi íslands en í samvinnu við
Sauðfj árveikivarnir.
Lagt var fram erindi um kjötmat
þar sem farið er fram á að Búnaðar-
þing beiti sér fyrir því að nýju
kjötmatsreglurnar taki gildi hið allra
fyrsta, en þær bíða nú staðfestingar
landbúnaðarráðuneytisins.
Tvö erindi voru lögð frani um
vanda í ullariðnaði og þá stöðu sem
komin er upp varðandi afstöðu Iðn-
aðardeildar SÍS og Álafoss til kaupa
á íslenskri ull og mat þessara stofn-
ana á gildi hennar sem hráefnis til
iðnaðar.
Þá var lagt fram erindi um endur-
skoðun á reglugerð um söluskatt,
þannig að bætt verði inn í hana að
búnaður til losunar heys úr hlöðu og
losunarbúnaður í haughús verði
undanþeginn söluskatti.
Tvö mál voru tekin til fyrri unt-
ræðu, tillaga til þingsályktunar um
eflingu atvinnu og byggðar í sveitum
vegna breyttra búhátta og erindi um
upplýsinga- og kynningarherferð á
gildi íslensks landbúnaðar. Bæði
málin voru afgreidd til seinni um-
ræðu. Fjögur mál voru tekin til
síðari umræðu og afgreidd sem
samþykkt. Þau voru reikningar Bún-
aðarfélags íslands, tillaga til þings-
ályktunar um eflingu fiskeldis sem
búgreinar á bújörðum, tillaga til
þingsályktunar um tryggingasjóð
loðdýraræktar gegn verðsveiflum,
og erindi um eflingu leiðbeininga-
þjónustu í landbúnaði. ABS
Gamla pakkhúsið sem unglingarnir á Hvolsvelli hafa af miklum krafti breytt í æskulýðsmiðstöðina Glaumbæ þar
sem stefnt er að fjölbreyttu félagslífi ásamt diskótekum og dansleikjum framvegis. Mynd Snorri Þormid„<>n.
Krakkarnir á Hvoli
skemmta sér í Glaumbæ
Nýr stjórnmálaflokkur:
Þjóðarflokkurinn býður
fram í öllum kjördæmum
Um helgina var stofnaður í
Borgarnesi nýr stjórnmálaflokkur
og ber hann heitið Þjóðarflokkur-
inn. Pétur Valdimarsson Akureyri,
var kjörinn formaður, en aðrir í
stjórn eru Ragnar Eðvaldsson,
Keflavík, Stefán Ágústsson, Sel-
fossi, Sigríður Rósa Kristinsdóttir,
Eskifirði og Sjöfn Halldórsdóttir,
Selfossi. Meðstjórnendur eru Ingi-
björg Guðmundsdóttir Reykjavík,
Sveinbjörn Jónsson Suðureyri og
Guðríður B. Helgadóttir Austur-
hlíð í Húnavatnssýslu.
Ákveðið hefur verið að stefna
að framboði í öllum kjördæmum
og er verið að vinna í þeim málum
nú. Megin markmið flokksins eru
að stefna að auknu jafnrétti milli
landshluta, draga úr miðstýringu
og fá fram aukna stjórnmálalega
og rekstrarlega ábyrgð í þjóðfélag-
inu.
í samtali við formann flokksins
kom m.a. fram að flokkurinn teldi
eðlilegt að hafa einhvers konar
löggjöf um stjórnun fiskveiða, en
landshlutarnir hefðu þar meira að
segja en nú er. Varðandi landbún-
aðarmálin vill flokkurinn að gerð
verði allsherjar landnýtingaráætl-
un og stefnan síðan tekin á grund-
velli hennar. „Það vantar heildar-
stefnu og ægilegt hvernig búið er
að fara með bændur. Það eina sem
til er einhver stefna um að skera
niður.“ í húsnæðismálunum vill
hinn nýi flokkur byrja á því að
leggja niður Húsnæðisstofnun og
„...láta bankana sinna hlutverki
sínu.“ í mennta- ogheilbrigðismál-
um vill flokkurinn breyta stjórninni
þannig að hún verði flutt út í hina
einstöku landshluta, en ekki stýrt
frá ráðuneytum. Til að jafna hugs-
anlegan aðstöðumun einstakra
landshluta vill flokkurinn að ák-
veðnum hluta tekna rfkisins verði
varið og hafa menn þar í huga
fyrirmynd frá Sviss, en þar er
slfkur stuðningur stjórnarskrár-
bundinn. í utanríkismálunum er
lögð áhersla á friðar- og afvopnun-
armál og umhverfisverndarmál.
Umhverfisverndarmálin eru þarna
með vegna mikilvægis þess að fylgj-
ast ekki aðeins með því hvað gerist
innan lands í þeim efnum, heldur
einnig f kringum landið. Flokkur-
inn vill endurskoðun varnarsamn-
ingsins og hafa veruna í NATO
sífellt í endurskoðun að sögn Pét-
urs Valdimarssonar.
- RR
Landsfundur Flokks mannsins:
Maðurinn í öndvegi
Um hclgina varhaldinn íTónabíói
landsfundur Flokks mannsins. Var
þar samþykkt stjórnmálayfirlýsing
þar sent m.a. er lögð áhersla á að
maðurinn verði hafður í fyrirrúmi og
velferð fyrirtækja og einstakra hags-
munaaðila látin víkja. Helstu atriðin
í leið að þessu marki eru talin að
afnema allt misrétti, lögbinda lág-
markslaun sem miðist við fram-
færsluvísitölu og láta elli- og örorku-
bætur taka mið af framfærsluvísi-
tölu.
Þá segir í ályktuninni að flokkur-
inn vilji „... að landsbyggðin hafi
fjárhagslegt bolmagn til þess að geta
byggt þar upp blómlegt atvinnulíf og
búi við fjárhagslegt sjálfstæði."
Sérstök klásúla er um bændur og
landbúnaðarstefnuna þar sem segir:
„Við viljum tryggja bændum afkomu
sína og höfnum algjörlega þeirri
stórbændapólitík og landeyðingar-
stefnu sem nú tíðkast. Við erum
óhagganlegir talsmenn bænda og
teljum að hagsmunir þeirra og neyt-
enda fari saman þótt svo talsmenn
milliliða, embættismanna og lýð-
skrumara hafi reynt að ala á úlfúð á
milli þessara náttúrulegu banda-
manna.“
í stjórnmálaályktuninni er einnig
komið inná húsnæðismálin og lýst
yfir vilja til að leysa þau í eitt skipti
fyrir öll. Heilbrigðisþjónustuna telur
flokkurinn að eigi að reka þannig að
hún sé að mestu ókeypis, þar með
taldar tannlækningar. Bent er á
mikilvægi þess að halda uppi öflugu
menntakerfi og m.a. komið inn á
launakjör kennara og námslánin.
Lögð er áhersla á að minnka
ríkisumsvif og stórauka greiðslur af
erlendum lánum til að komandi
kynslóðir þurfi ekki að bera þæi
býrðar. Þá er lýst vilja til þess að
laun alþingismanna verði aldrei
hærri en sem nemur lögboðnum
lágmarkslaunum í landinu á hverjum
tíma.
Hvað varðar utanríkismálin kem-
ur fram að flokkurinn leggur á það
áherslu að íslendingar geti staðið
uppréttir sem boðberar friðar á al-
þjóðavettvangi. í því sambandi er
lagt til a$ Alþingi komi þvítilleiðar
að stórveldin skrifi undir sáttmála
sem tryggi hlutleysi íslands. For-
maður Flokks mannsins er Pétur
Guðjónsson.
- RR
Þingsályktunartillaga Guörúnar Tryggvadóttur o.fl.:
Skógrækt ríkisins
að Hallormsstað
Ungmenni eru á ný tekin að
bregða sér í Glaumbæ - að þessu
sinni unglingamir á Hvolsvelli. Gamli
Glaumbær var sem kunnugt er í
gömlu frystihúsi en æskulýðsmið-
stöðin Glaumbær - sem formlega
var tekin í notkun laugardaginn 14.
febrúar - er í gömlu pakkhúsi sem
unglingarnir á Hvolsvelli hafa sjálfir
að miklu leyti standsett. Að kvöldi
hins formlega opnunardags var ung-
lingaskemmtun þar sem Sverrir Storm-
sker átti að koma fram meðal
annarra og höfðu unglingarnir lagt
sig fram um að undirbúa komu
kappans, sem lét svo ekki sjá sig á
staðnum.
Að sögn Finns Tryggvasonar og
Sigmundar Rafnssonar hafa um
fimmtán unglingar starfað við frá-
gang húsnæðisins með aðstoð hinna
eldri. Unglingarnir munu sjálfir sjá
um þá starfsemi sem fram fer í
æskulýðsmiðstöðinni í samvinnu við
umsjónarmann og æskulýðsnefnd.
Fyrirhugað er að opið hús verði á
mánudags- og föstudagskvöldum þar
sem gestir geta teflt, spilað, leikið
borðtennis eða horft á sjónvarp og
videó. Diskótek er ákveðið að hafa
mánaðarlega. Ennfremur hafa ung-
lingarnir kannað áhuga fólks á öllum
aldri fyrir námskeiðum og eru nú
m.a. að fara af stað með námskeið í
erobikk og væntanlega fljótlega
snyrtinámskeið.
„Alþingi ályktar að fela landbún-
aðarráðherra að hlutast til um að
höfuðstöðvar Skógræktar ríkisins,
ásamt embætti skógræktarstjóra,
verði flutt að Hallormsstað á Völlum
í Suður-Múlasýslu."
Þannig hljóðar tillaga til þings-
ályktunar, sem Guðrún Tryggva-
dóttir (F.Au.) flytur ásamt Jóni
Kristjánssyni (F.Au.) og Sverri
Sveinssyni (F.N.v.)
í rökstuðningi tillögunnar segir að
um nokkurt skeið hafi verið rætt um
að flytja ýmsa opinbera þjónustu-
þætti út á landsbyggðina og efla með
því ýmsa aðra starfsemi þar.
Ágreiningur hafi verið um rétt-
mæti slíks flutnings, einkum hvað
varðar stórar stofnanir og hafa ýmsir
talið heppilegra að setja upp deildir
eða útibú frá stofnunum úti á landi.
Hins vegar hefur verið nær óum-
deilt að höfuðstöðvar Skógræktar
ríkisins væru best niður komnar á
þeim stað þar sem mestir skógar eru
á landinu, mest gróska í tilraunum
og skógrækt lengst komin, sem er á
Hallormsstað á Völlum í Suður -
Múlasýslu. Vísast í því sambandi
m.a. til tillagna stofnananefndar frá
1975, en þar var Skógrækt ríkisins
talin fyrst stofnana sem nefndin áleit
sjálfsagt að flytja brott af höfuðborg-
arsvæðinu.
Benda flutningsmenn einnig á að
Skógrækt ríkisins sé hvorki stór
stofnun í sniðum né mannmörg,
þannig að fátt standi í vegi fyrir
flutningi hennar tæknilega séð. Þá
hafi Hallormsstaður um áratuga
skeið verið vagga skógræktar á fs-
landi. Skógrækt ríkisins hafi þarsína
langstærstu deild og þar fari fram
mikilvægustu uppeldistilraunir á
landinu.
Þá er bent á í greinargerðinni þær
breytingar sem staðið hafa yfir á
búháttum í landbúnaði. Samdráttur
í hefðbundnum búgreinum er óum-
flýjanleg staðreynd og reynt er að
beina bændum inn á nýjar brautir.
Ræktun nytjaskóga er tvímælalaust
ein þeirra leiða sem fara skal, enda
almennur áhugi á því innan bænda-
samtaka á Austurlandi og víðar.
Með flutningi höfuðstöðva Skóg-
ræktar ríkisins að Hallormsstað, þar
sem vaxtarsprotar skógræktar eru,
næðist ekki eingöngu stór áfangi í
byggðamálum heldur einnig t' þróun
nýrrar stórbúgreinar í landbúnaði.
Flutningsmenn telja tillöguna vera
í raun prófstein á vilja stjórnvalda til
Guðrún H. Tryggvadóttir.
að flytja opinbera þjónustuþætti út
á land, en slíkur flutningur hefur
gífurlega þýðingu fyrir þróun byggða
og stuðlar að jöfnun aðstöðu þegn-
anna.
ÞÆÓ