Tíminn - 03.03.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.03.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn llllllllllllllllllll LANDBÚNADUR lllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliy Þriðjudagur 3. mars 1987 TÓNLIST IIIIIIIM Nokkrir starfsmenn varahlutaverslunarinnar, talið frá vinstrftísleifur Þorbjörnsson, Agnar Þór Hjartar verslunar- stjóri, Magnús Marísson, Guðmundur Kristjánsson, Sveinn Matthíasson og Björg Thorberg. Tímamjnd: Pjctur ISTARTHOLUNUM FYRIR SUMARID Byrjað að panta varahluti í heyvinnuvélar fyrir næsta vor Undirbúningur fyrir væntanlega varahlutaþjónustu við bændur í hey- skapartíð í sumar er þegar hafinn. Um þetta upplýsti Agnar Þór Hjart- ar verslunarstjóri hjá varahlutaversl- un Búnaðardeildar Sambandsins okkur þegar við spurðum livað þess- um undirbúningi liði. - Annars erum við á kafi í því núna þessa dagana, sagði Agnar, - að þjónusta Yamaha snjósleða. Þetta á við þó að við höfum ekki haft mikið af snjónum að segja hér í höfuðborginni, en þessir sleðar eru orðnir býsna margir út um allt land. Líka hafa bæst við hjá okkur fjór- hjólin frá Yamaha, en ég held að þau séu orðin um 30-40 í landinu. Þá stendur vetrarrúningur yfir nú á þessum tíma, og það er töluvert um að vera hjá okkur í sambandi við hann. Við höfum í mörg ár selt Lister sauðfjárklippur í mörgum gerðum, og það fer mikið af þeim út frá okkur núna þcssa dagana. Þetta er það helsta sem er í gangi hjá okkur núna, en annars erum við á fullu við að undirbúa vorið. Það felur fyrst og fremst í sér að við erum að gera lagerpantanir á varahlutum í heyvinnutækin til þess að vera vel búnir undir vertíðina. Annars er samkeppnin orðin gíf- urlega mikil í þessum varahlutum eins og öðrum, en við leggjum fyrst og fremst áherslu á að vera með “original" hluti frá framleiðendun- um sjálfum. Þar erum við öruggir með gæðin, en að sjálfsögðu lítum við þó líka í kringum okkur ef um ntikinn verðmismun er að ræða. Það má minna á að við eruni núna með varahlutasölu í Massey-Fergu- son og Perkins vélar, en við verslum samtals við ein 60-70 erlend fyrir- tæki. Inni á lagerskrám okkar eru um 35 þúsund vörunúmer, og þar af eru um 30 þúsund til í birgðum hér í versluninni. í undirbúningi okkar fyrir vertíðina í sumar stefnum við að því að vera vel birgir, en þess utan eru samgöngur orðnar það greiðar að núna er hægt að útvega hvað sem upp á kynni að koma með mjög skömmum fyrirvara. Það má líka minna á að hjá okkur verður í sumar sama helgarþjónu.st- an og við höfum verið með í mörg ár, en hún innifelur að við höfum opið á laugardögum klukkan tíu til tvö yfir heyskapartímann. Þetta hef- ur verið mikið notað, og yfirleitt er það vegna uppákomandi vandræða hjá mönnum. Þá má nefna að við eigum mikið og gott samstarf við kaupfélögin í sambandi við alla varahlutaþjón- ustu. Starfsmenn hér í búðinni eru átta, og hjáokkurerufyrst ogfremst fyrrverandi starfsmenn Véladeildar Sambandsins og Dráttarvéla hf. sem búa yfir mikilli þekkingu og reynslu í öllu sem viðkemur varahlutaversl- un. - esig Agnar við fjórhjólin sem eru ein hclsta nýjungin í vélasölunni nú um stundir. FLAUTA OGGlTAR „Álítur þú, að skáld, sem vikið hafa að nokkru eða öllu frá stuðlum, höfuðstöfum og rími, hafi tekið skakka stefnu?“, spurði blaðamaður Birtings skáldið Stein Steinarr árið 1955. Og skáldið svaraði: „Ég held, að það sé aukaatriði, hvort Ijóð er rímað eða órímað. Enginn verður skáld fyrir það eitt að sleppa stuðlum, höfuðstöfum og endarími, á sama hátt og enginn verður skáld fyrir rímið eitt saman. Þetta eru að vísu gömul og viðurkennd sannindi, en þó held ég, að sumir höfundar þessarar bókar (Ljóða ungra skálda) mættu taka það til nýrrar athugunar. Aftur á móti hefur mér ævinlega fundist ljóðformið krefjast sérstaks máls eða orðbragðs eða hvað það nú heitir, táknræns, konsentreraðs, „upphafins" máls. Einkum og sér í lagi hið svokallaða moderne ljóð. Það er hverju orði sannara, að rímið bjargar miklu í þeim andlegu bágind- um, sem gömlu mennirnir eiga við að stríða, en rímleysan verður að berj- ast upp á eigin spýtur. Hún stendur og fellur með sér sjálfri án utanað- komandi hjálparmeðala. Henni er, þótt undarlegt megi virðast, raun- verulega miklu þrengri stakkur sniðinn." Fáum hafa þótt leikarar eða aðrir flytjendur ljóða leggja ljóðinu mikið til - sérhver læs maður, sem nennir að liggja yfir ljóði, getur haft þess nokkur not. En þessu er ólíkt farið með tónlistina: fáir eru læsir á „par- titúr“, og tónverk eru ævinlega sam- vinna - ef það er rétta orðið - tón- skálds og flytjenda hverju sinni. í mörgum svokölluðum samtímaverk- um virðist flutningurinn vera sérlega mikilvægur, þannig að tónverkið beinlínis stendur og fellur með flytj- andanum, enda eru sum slík verk beinlínis stíluð upp á sviðsflutning: þau eru sambland af „hreinni tónlist“ og leiklist. Kolbeinn Bjarnason er meðal mest áberandi flautuleikara vorra nú um stundir, og er sterkastur í sam- tímatónlist, þótt hann komi víða við. Á háskólatónleikum 11. febrúar flutti hann, ásamt Páli Eyjólfssyni gítarleikara, þrjú verk fyrir flautu og Maurizio Barbacini. gítar, „Þrjú samtöl" fyrir flautu og gítar eftir sænska tónskáldið Hilding Hallnes, tvo þætti úr „Dýrahringn- um“ eftir Stockhausen, en verk það samanstendur af 12 þáttum, svo sem stjörnuspökum mun vera Ijóst. Þeir Páll og Kolbeinn fluttu „Krabbann" og „Hrútinn“, og eru þetta bæði skemmtilegir og fallegir þættir. Síð- ust á efnisskrá var „Kvöldlokka“ (serenaða) eftir Willy Burkhard, Svisslending sem m.a. var kennari Jóns Nordal. Undirritaður reynir ekki að leggja almennt mat á tónverk þessi eða tónskáld, en minnist þess þó, að samtíma Beethoven og Moz- art voru tugir og hundruð tónskálda sem sömdu verk í löngum bunum, og fengu sum hver miklar vinsældir og virðingu samtímamanna - Salieri var t.d. mikils virtur í Vín á sínum tíma, og kenndi bæði Beethoven og Mozart, þótt ekki sé hans minnst nú nema vegna öfundarmála hans við hinn síðarnefnda. Áhrifamesti flytjandi samtíma- tónlistar á flautu hér á landi hefur verið Manúela Wiesler, en Kolbeinn Bjarnason var meðal nemenda hennar (og síðar í hópi nemenda Ro- berts Aitken í Kanada). Manúela hefur vafalaust haft áhrif á smekk vorn á þessu sviði, en hún er hinn mesti sviðssnillingur auk þess að vera fimur flautuleikari: þegar Manú- ela Wiesler flytur samtímaverk á flautu, er flutningurinn eins konar al-list (gesamtkunst), þar sem tón- listin og tónlistarmaðurinn renna saman í eina heild. Kolbeinn er all- metnaðarfullur í viðfangsefnum, og kann talsvert fyrir sér í flautuleik. Hann hefur einnig umtalsvert af sviðsöryggi Manúelu, en samt vantar allnokkuð á að hann sé fullkominn í þessari list. Ef Kolbeinn Bjarnason ætlar að hasla sér völl á þessu sviði þarf hann að taka málin miklu fastari tökum en hann hefur ennþá gert. Páll Eyjólfsson spilaði sinn part af öryggi, og vonandi fáum við að heyra til hans í framtíðinni í verkum sem höfða meira til gítars. Satt að segja voru þessi verk, nema helst „Dýra- hringur" Stockhausens, ekki sér- lega vingjarnleg við gítaristann. Sig.St. Kristján Jóhannsson. ÓPERU- TÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit íslands hafði óperutónleika fimmtudaginn 19. febrúar þar sem þungamiðja og miðpunktur var Kristján Jóhannsson stórsöngvari, vinur hans, Maurizio Barbacini, stjórnaði hljómsveitinni. Á efnisskrá voru forleikir og tenór- aríur eftir Verdi, Donizetti, Goun- od, Ciléa og Puccini. Fullt hús var, og allgóð fagnaðarlæti. Ég hef það fyrir satt, að Kristján Jóhannsson sé nú jafnoki mjög góðra „alþjóðlegra söngvara", ekki einn af þeim stóru, en framar- lega í 2. röð. Kristján sýndi á þessum tónleikum á sér nýja hlið, sotto voce, að syngja veikt. Þetta er nauðsynlegur strengur í hörpu hvers stórsöngvara, og Kristján á eftir að æfa hann ennþá betur: hann söng þessa kafla fallega, en röddin barst ekki nógu vel til almennu sætanna. Hins vegar fylla hinir björtu höfuð- tónar Kristjáns hvaða hús sem er, og einnig eru sterkir brjósttónar hans sérlega glæstir. Um svo ágæta tónleika er raunar ekki margt að segja; mcginmálið er það, að Kristján Jóhannsson er í stöðugri framför, og meðan svo fer fram heldur hann áfram að vera vor stóri maður í tenórsöngnum. Sig.St

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.