Tíminn - 03.03.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.03.1987, Blaðsíða 8
Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- I. Hvert er markmiðið? Baráttuaðferðir sérframboðs Stefáns Valgeirssonar í Norðurlandskjördæmi eystra vekja athygli, enda í nokkru ósamræmi við það sem gengur og gerist í kosningabaráttu stjórnmálaflokka. í síðustu viku var sent út á vegum þess, bréf til flokksbundinna framsóknarmanna og var bréfið undir- ritað af Stefáni Valgeirssyni og helstu stuðningsmönnum hans. Tilgangurinn var að hvetja menn til að íhuga úrsögn úr Framsóknarflokknum og bent á að sérstök eyðublöð þess efnis væru til staðar ef menn óskuðu. Eitthvað hefur þetta bréf hitt þá sérframboðsmenn aftur í höfuðið og reyna þeir nú að afsaka það á allan máta. Þeir gera sér grein fyrir því að með þessum aðgerðum gengu þeir of langt í sundrunarstarfseminni og að fólk hefur áttað sig á því hvað hún getur kostað. Staðreyndin er sú að framsóknarmönnum í Norður- landi eystra blöskrar að Stefán Valgeirsson, skuli vera einn af helstu hvatamönnum þess að félagsbundnir framsóknarmenn segi sig úr flokknum. Nú er augljóst að stuðningsmenn Stefáns Valgeirssonar hafa það ekki nema að litlu leyti sem markmið að koma honum á þing, miklu fremur virðist það ásetningur þeirra að kljúfa Framsóknarflokkinn í kjördæminu. Takist það er ekki einungis verið að splundra því félagsstarfi sem fram hefur farið á vegum flokksins, heldur verið að koma í veg fyrir að Framsóknarflokkurinn geti áfram verið forystuafl stjórnmála í kjördæminu. Það er sárt til þess að vita að Stefán Valgeirsson, sem hingað til hefur verið í forystusveit Framsóknarflokksins í kjördæminu skuli ljá nafn sitt til slíkra verka. Stefán hefur til þessa verið í forystusveit framsókn- armanna í kjördæminu og gert sér glögga grein fyrir þýðingu þess að framsóknarmenn standi saman í kjördæminu. Norðurlandskjördæmi eystra hefur verið höfuðvígi Framsóknarflokksins og fullyrða má að sterk staða flokksins þar hefur verið kjördæminu til framdráttar. Það er því lítt skiljanlegt hvaða hvatir liggja að baki því að ábyrgir menn sem telja sig framsóknarmenn skuli hafa það að markmiði að kljúfa Framsóknarflokkinn og gera hann þar með að litlu afli. Vera má að slíkt geti þjónað fámennum hópi skamma stund en sé horft til framtíðarinnar hljóta allir framsóknarmenn að sjá að þannig niðurrifsstarf kemur andstæðingunum einum að gagni. II. Nýr stjórnmálaflokkur Um helgina var stofnaður nýr stjórnmálaflokkur, Þjóð- arflokkurinn. Enda þótt flokkurinn eigi rætur sínar að rekja til einstaklinga sem hafa verið virkir í starfi innan samtaka um jafnrétti milli landshluta, en þó er vitað að fjöldi áhrifamanna innan samtakanna mun ekki styðja flokkinn. Stuðningsmenn um jafnrétti milli landshluta hafa löngum haldið því fram að styrkleiki samtakanna felist í því að innan þeirra eru menn úr öllum stjórnmálaflokk- um sem hafa komið sjónarmiðum þeirra á framfæri. Það vekur þess vegna spurningar hvort stofnun þessa nýja stjórnmálaflokks verði ekki til að eyðileggja það ágæta starf sem samtök um jafnrétti milli landshluta hafa unnið að og vakið hefur athygli meðal landsmanna. 8 Tíminn Þriðjudagur 3. mars 1987 lllllllllllllllllllllll GARRI Myndlist Það var ánægjulcgt aö sjá í sjónvarpinu á sunnudagskvöldið umfjöllunina sem þar var um þann hóp ungra myndlistarmanna sem nú sýna verk sín á stórri og myndar- legri sýningu á Kjarvalsstöðum. Þar var rætt við þrjá unga mvndlist- armenn, og í viðtölunum við þá kom greinilega fram að þetta fólk er vel að sér í stefnum og straumum í list samtíðarinnar, jafnt heima sem erlcndis, og hefur í ríkum mæli til að bera þann heilbrigða metnað sem hverjum sönnum lista- manni er nauðsynlegur. Á meðan rætt var við fólkið var myndavélinni rennt eftir veggjum sýningarsalarins. Þar kom það skýrt í Ijós að í list þessa hóps af ungu fólki er ríkjandi mikil fjöl- breytni. Þar svífur yfir vötnum ferskur andi scm einkennist af blöndu af leit, tilraunastarfsemi og byltingarhugmyndum. Það er IBM á íslandi sem hefur staðið fyrir því að koma þessari sýningu á laggirnar. Garri hefur ekki enn komist til að sjá hana, en ætlar að gera það. Morgunblaðið Aftur á móti hafði Garri alls ekki sömu ánægjuna af því að lesa Morgunblaðið sitt á sunnudaginn og af því að horfa á þetta sjónvarps- efni. Eins og tryggir Garralesendur vita er honum á margan hátt hlýtt til þeirra vina sinna á Morgunblað- inu og tekur sárt til þess þegar hann rekur sig á að þeir hegða sér eins og bjánar. Nú vill svo til að seint í næsta mánuði verða kosningar til Alþing- is. Þá gengur þjóðin að kjörborð- inu til að velja nýtt þing til næstu ' fjögurra ára. Áður en kosningar fara fram er háð kosningabarátta. Þá koma frambjóðendur fram fyrir þjóðina, leggja verk sín undir dóm hennar, gera grein fyrir stefnumál- um sínum og því «em þeir hyggjast t gera þegar og ef þeir komast á' þing. Þetta gera þeir allir nema Guðrún Helgadóttir, sem eins og menn vita hcfur lýst því yfir að sér leiðist svolciðis. Sumir eru svo skammsýnir að tala með óvirðingu um kosninga- baráttuna. Slíkt er þó vanhugsað. Við búum í lýðræðisþjóðfélagi og viljum víst síðast af öllu breyta því. En því fylgir að á okkur öllum, borgurum þessa lands, hvflir sú skylda að kynna okkur það sem frambjóðendur hafa til málanna að leggja og láta svo skynsemina ráða því hverja við tcljum vænlegast að styðja til þess að fara með mál okkar á Alþingi. f kosningabaráttunni gegna blöðin, hvað sem líður nýjum Ijós- vakafjölmiðlum, geysilega þýðing- armiklu hlutverki. En þeir hjá Morgunblaðinu virðast ekki vera farnir að átta sig á því nú í ár. Leiðari þeirra á sunnudaginn var um hnignandi stöðu Keagans Bandaríkjaforseta og áhyggjur Morgunblaðsins út af því að hann myndi ekki stjórna Bandaríkjun- um af nægilega mikilli röggsemi næstu tvö árin. Garri hefur nú ciginlega ekki haft veður af því að kosningarnar hér heima komi til með að snúast um innanríkismál í Bandaríkjunum. Og ekki tók betra við þegar Garri hélt áfram að lesa og fór yfir í Reykjavíkurbréfið. Þar var skrif- að um heimskommúnismann, eðli hans og náttúru, og síðan fjallað nokkuð grannt um ýmsa valda- menn í Sovétríkjunum. Allt var það af þeirri ætt sem tíðkaðist í pólitískri umræðu hér á kreppuár- unum, fyrir um það bil hálfri öld, þegar menn deildu sem harðast um það hvort Sovétríkin væru himna- ríki eða helvíti á jörð. Og í lokin á þessu Reykjavíkurbréfi var svo klykkt út með nokkrum hagnýtum upplýsingum fyrir væntanlega ferðamenn til Bahamacyja. Með hliðsjón af íhöndfarandi kósningum þykir Garra þessi fram- mistaða eiginlega alls ekki nógu góð. Kannski gerir það ekki svo mikið til þótt fylgið hrynji þá af Sjálfstæðisfiokknum, og má víst með sanni segja að farið hafi fé betra cn sá flokkur. En í það stefnir ef höfuðmálgagn flokksins bregst gjörsamlega þeirri sjálf- sögðu skyldu sinni að upplýsa landsmenn um það hvað flokkur- inn vill. Raunar stóðu þeir sig betur hjá Morgunblaðinu á fimmtudaginn var. Þá prentuðu þeir upp í Stak- steinum sínum pistilinn sem Garri skrifaði hér í Tímann á miðviku- daginn næstan á undan. Ef þeir á Morgunblaðinu vilja fá vit í stjórn- málaskrifin hjá sér þá ættu þeir að gera meira af því að prenta upp pistla eftir Garra. Til dæmis þennan. Þjóðarflokkurinn Og nú er búið að stofna enn einn smáflokkinn, og heitir hann víst Þjóðarflokkurinn. Það er merki- legt hvað menn geta stundum verið skammsýnir, að láta sér í alvöru detta í hug að það sé þjóðinni til hagsbóta að fylla Alþingi af smá- flokkum sem aðeins hafa eitt mál á stcfnuskrá sinni en enga mótaða stefnu í öllum hinum. Öllum hinum flokkunum, nema vitaskuld krötum, er fyllilega treystandi til að vinna að málcfnum landsbyggðarinnar. Innan þeirra eiga menn því að láta til sín taka, en ekki að hlaupa út í það í fýlukasti að stofna enn einn flokkinn. Líka erum við íslendingar ekki það stór þjóð að við höfum efni á því að vera að ala á illindum milli íbúa Reykjavíkur og íbúa annarra landshluta. Kratarnir hafa verið að þcssu, og það er algjör óþarfi að bæta við ö<)rum flokki í *sama tilgangi. Garri leggúr þess vegna mjög eindregið til að menn kjósi Framsóknarflokkinn i , komandi kosningum en ekki Þjóðarflokk- inn. Garri. llllllllllllllllllllllll VÍTT OG BREITT llllllllllllllllllllillllllllllllllllW^ Unga fólkid - ábyrgð - uppeldi Öll höfum við verið ung. Mörg okkar höfum séð um uppeldi á börnum okkar. Ekki hefur alltaf tekist jafn vel til - hvorki með uppeldið á okkur - né okkar upp- eidi á komandi kynslóð. Eða svo virðist okkur miðað við fréttir í fjölmiðlum af vandamálum ung- linga. Kostnað af þeim sökum - sem þjóðfélagið ber vegna mistaka í mótun ungmennanna - svo sem eftirlit - tómstundaiðja o.fl. o.fl. Einhliða þiggjendur Það sem mér sýnist vera að, er að unglingar - og börn í dag eru einhliða þiggjendur. Þeirra viðhorf virðist vera „láttu mig hafa - mig vantar - gefðu mér“ sem er vægast sagt hæpin þróun. En er þetta ekki okkur að kenna? Við pössum þau, mötum þau, réttum þeim allt upp í hendurnar. Mér er minnisstætt atvik þar sem ca 10 ára barn sat til borðs hjá ömmu sinni. Barnið vantaði skeið-ogkallaði: „Amma, komdu með skeið“. Við hliðina á barninu var hnífaparaskúffa með skeiðum í. Ég spurði ömmuna hvað hún væri að hugsa með svona uppeldi. Fátt varð um svör. Ábyrgð á eigin gerðum Ætti ekki allt uppeldi að miða að því að einstaklingurinn geti staðið á eigin fótum - og geri það. Til þess þarf að venja hann á að taka ábyrgð á sér sjálfum og gerðum sínum. Er það gert í dag? Eg efast um að svo sé. Við sjáum stálpaða unglinga á síðkvöldum brjóta búð- arglugga - sparka í kyrrstæða bíla - eyðileggja almenningssíma og er þá fátt talið. Þessir unglingar spila óábyrgt. Við hljótum að álíta að þeir hafi ekki verið aldir upp við að taka ábyrgð á sér og gerðum sínum. Þessir unglingar eiga síðar að stjórna Svo kemur að því að þessir sömu unglingar erfa landið. Hvernig verður stjórn þeirra þá? Hefur ábyrgð þeirra vaxið? Ef til vill - en virðist í fljótu bragði tilviljun háð. Orsök? Ef við leitum orsaka fyrir þessu „ástandi“ virðist nærtækust sál- fræðilegskýring. E.t.v. ótti móður- innar við „að daga uppi ein.“ Tryggir sig með tengingu við af- kvæmin. Þjónustahennareinskon- ar innborgun á eignarhald. Hagur barnsins sem sjálfstæðrar veru kemur svo næst á eftir þessu sjónar- miði. Það eru margar hliðar á væntumþykju. Hvað ertilbóta? Hvemig væri að láta bömin taka ábyrgð á sjálfum sér frá því þau mögulega geta? Að þau megi gera eins mikið og þau geti tekið ábyrgð á sjálf. í fljótu bragði virðist einnig að þurfi að láta þau taka þátt í lífinu - og af fullri ábyrgð - mikið fyrr en nú er gert. Ég minnist þess að unglingum var fengin félagsmið- stöð - held hafi verið í Kópavogi - og að þau hafi bara fengið húsnæð- ið „hrátt“ og sagt að nú gætu þau séð um afganginn. Eg ég man rétt voru einhverjir ráðgjafar að verki með þeim. Fréttir bárust síðan af ótrúlegum dugnaði - hugkvæmni og elju við standsetningu hússins. Var ýmislegt notað við innréttingar - sem ekki kostaði mikið í pening- um. Tíma kostaði það - en var unnið af unglingunum í sjálfboða- vinnu. Að vísu man ég þessar blaðafréttir ekki nógu vel -og þó. Hvaðmeð hina-sem aidrei verða ábyrgir? Svo eru önnur börn sem alítaf spila óábyrgt. Hvert liggur þeirra lífsleið? Sá sem gengur um bæinn - brýtur glugga - sparkar í bíla o.s.frv. lendir í slæmu horni gagn- vart öðrum. Svo og samvisku sinni - ef hefur ekki fyrir löngu svæft hana. Öll erum við í mannlegu samfélagi - þar gilda vissar reglur - vegna nauðsynjar - þeir sem síbrjóta þessar reglur lenda „utan garðs“. Við erum öll að vinna saman - ekki hvert gegn öðru - það gefur okkur enga innri ánægju að skaða náungann. Vinnum saman - sýnum hvort öðru skilning og hátt- vísi. M.A.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.