Tíminn - 03.03.1987, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.03.1987, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 3. mars 1987 Tíminn 13 LEIKLIST llllllllíl lltllilillllll TILFINNINGAMÁL Þjóðjeikhúsið, litla sviðið. Tveir ein- þáttungar: Gættu þín eftir Kristínu Bjarnadóttur og Draumar á hvolfi eftir Kristínu Ómarsdóttur. Tónlist: Guðni Franzson. Leikmynd og búningar: Þor- björg Höskuldsdóttir. Leikstjóri: Helga Bachmann. í öllu flóði leiksýninga í Reykjavík flýtur auðvitað sitthvað smálegt með, og engin ástæða til að búast við meistaraverkum frá lítt reyndum höfundum. Einþáttungar þessir munu hafa fengið verðlaun í sam- keppni Þjóðleikhússins. Vissulega eru bjórar í þeim báðum, en í heilu lagi virtust mér þeir býsna pasturs- litlir eins og þeir komu fyrir sjónir á litla sviðinu. Leikhúsið hefur lagt rækt við sýninguna sjálfa eftir því sem unnt er og raunar njóta íslensk viðfangsefni að öllum jafnaði áhuga og alúðar leikhúsmanna. En með slíku verður ekki barið í bresti verkanna ef bakfiskur þeirra hrekk- ur ekki til. Þessir leikþættir þeirra nafna eiga það sameiginlegt að vera við- Draumar á hvolfi kvæmnislegar pælingar í tilfinninga- lífi - og ég vona að engum mislíki þótt ég nefni að mér fundust þeir afar „kvenleg" verk - ég held að á þennan hátt hefði enginn karlhöf- undur tekið á málum. Þetta segi ég ekki verkunum til lasts, síðuren svo. Höfuðprýði þeirra er einlægnin og -að svo miklu leyti sem þau taka 'heima hjá áhorfanda er það í krafti þeirrar einlægni. Kristín Bjarnadóttirferðast íþætti sínum á milli hugarflugs og hvers- dagsraunsæis. Aðalpersóna þáttar- ins er Begga sem átt hefur við geðrænan vanda að stríða, og barn- leysið leggst þungt á hana. Hún á vinkonu sem er brennuvargur, hún leitar heim til foreldra sinna, sambýl- ismaðurinn er þreyttur á henni, hún dvelst tíðum í eigin ímyndun og ál erfitt með að tengja sig við veruleik- ann. Einhvern veginn loddi þetta ekki saman og stafar það fyrst og fremst af því að persónusköpunin er ófull- nægjandi. Kristín Bjarnadóttir er Ijóðrænn höfundur í eðli sínu að því er virðist af þessu verki og sumt af einræðum Beggu er fallegt og næm- lega skrifað. Hitt er annar handlegg- ur að geta mótað persónu þannig að Hin bjarta Verónsborg Á Herranótt: RÓMEÓ OG JÚLÍA eftir William Shakespeare. Þýðandi: Helgi Hálfdánarson. Leikstjóri: Þórunn Sigurðardóttir. Leikmynd: Karl Aspelund. Stjórnun tónlistar: Kristín Guð- mundsdóttir. Leikið í Félagsstofnun stúdenta. Sjaldan hef ég horft af meiri ánægju á skólasýningu en þessa. Þórunn Sigurðardóttir á vissulega lof skilið fyrir starf sitt með Herra- nótt og ekki síst fyrir að hafa valið Rómeó og Júlíu þegar hún var beð- in að finna „eitthvað dálítið gott leikrit" til að setja upp í ár, eins og hún segir frá í leikskrá. Rómeó og Júlía er ekki aðeins kjörið verkefni fyrir unga leikendur, heldur er það slíkur menningarauki fyrir þá að fást við slíkt viðfangsefni að fátt hefði orðið fremra. Það er því ástæða til að samgleðjast Herranæt- urstjórn og öllum sem að þessu stóðu. Og það því fremur að með- ferðin á verkinu var í heild betri en unnt var að búast við af óreyndum leikurum. Og mest er um vert þann falslausa æskuþokka sem sýningin vitnar um. Þetta ætlar að verða lofrolla meiri en til stóð því að engum er víst hollt að fá of mikið hrós í æsku. En hitt er hægt að segja fortakslaust að það er dauður maður sem ekki hrífst með á Herranótt í ár. Auðvit- að eru leikendur misgóðir og eiga mismikið erindi upp á svið eins og gerist í skólaleikjum. En allirgera sitt besta og áhuginn orkar miklu eins og menn vita. Þórunn Sigurðardótt- ir er líka reyndur og fær leikstjóri og hefur reynst krökkunum góður leiðbeinandi. Félagsstofnun er kannski ekki kjörið leikhús og óþægilegt gat verið að þurfa að snúa upp á sig í sætunum því leikið er á pöllum langs eftir húsinu. En fyrir bragðið gekk sýningin einkar greitt og textaframburður var svo skýr og vel heyrist hvaðanæva. Hinn gulifallegi textf Helga Háldán- arsonar naut sín að sönnu misvel, en í heild komst hann vel til skila. Ekki dettur mér í hug að telja upp allan þann sæg sem kemur við sögu í sýningunni og gefa ein- kunnir. En nokkur stærstu hlut- verkin verður þó að nefna. Thor Aspelund og Jóhanna Halldórsdótt- ir leika elskendurna og gerðu það einkar fallega. Bæði eiga lof skilið fyrir textameðferð. Bæði hafa þau til að bera gervilegt útlit, furðu ör- ugga framkomu og leggja sig öll fram í hlutverkunum. Sem að lík- um lætur verða þau burðarás sýn- ingarinnar og bera hana í sannleika upþi. Ástæða er til að nefna fleiri leikendur, og þá sérstaklega Ragn- heiði Elínu Clausen í hlutverki fóstrunnar. Ragnheiður lék af fítonskrafti svo að ekki átti meiri vera í hlutfalli við aðra svo að leik- stjóri hefði átt að tempra hér. En illa er ég svikinn ef þarna er ekki á ferð efni í góðan skopleikara. Merkútsíó var einnig fjörlega leik- inn af Kjartani Guðjónssyni. Þessi tvö hlutverk gefa mesta möguleika hinna smærri í leiknum og voru þau færi vissulega nýtt svikalaust. Kapúlett lék Sveinbjörn Höskulds- son og var vel reiður þegar Júlía þrjóskast við að giftast París. En fursti Arnars Ástráðssonar hefði mátt vera skörulegri. Sömuleiðis var bróðir Lárens tæpast nógu myndugur þótt Dagur Gunnarsson færi drengilega með hlutverkið. Honum eru lagðar í munn nokkrar fegurstu línur verksins og hefðu þurft að lyfta þar undir framsögn- ina. Hópatriði voru allvel af hendi leyst en ekki er nein smávegis kúnst að koma slíku fyrir svo að vel fari með óvönunt leikurum. En hér gildir það að leikhúsgesturinn er reiðubúinn að hrífast með leiknum og horfa framhjá viðvaningsbragn- um. Leikstjóranum hefur tekist það sem mest er um vert, að blása leikendum í brjóst ást og alúð gagn- vart verkinu og stilla saman streng- ina svo að hnökralaust fer á svið- inu. Lifandi tónlistarflutningur gerði og sitt. Ég sé ekki ástæðu til að orð- lengja frekar um sýningu Herranæt- ur. Það var sérstaklega gaman að fá hana rétt ofan í það að hafa hlýtt á vandaðan flutning útvarpsins á Rómeó og Júlíu um jólin. Þetta „ástarinnar eigið sjónarspil" glatar vissulega engu af töfrum sínum þótt tímar líði. Ungt fólk á að fást við þetta verkefni, „aðeins góður skáld- skapur er verðugt viðfangsefni ungu fólki sem glíma vill við Thalíu", svo að enn sé vitnað í leikstjóra. Vonanandi taka Reykvíkingar framtaki Herranætur vel og flykkj- ast í Félagsstofnun á næstunni. Enginn þarf að verða svikinn á því. Gunnar Stefánsson Gættu þín hún lifni á sviðinu. Mest lífsmark var þrátt fyrir allt með Beggu sem nýtur augljóslega langmestrar samúðar höfundarins. Vinkonan Agnes, að ekki sé talað um Nonna, eru hins vegar persónur sem verða líflausar f af þeirri einföldu ástæðu að höfundin- um tekst ekki að gera þær ljósar fyrir sjónum okkar. Maður hefur einfald- lega engan áhuga á þessu fólki. Aðrar persónur eru foreldrarnir sem Bryndís Pétursdóttir og Róbert Arnfinnsson áttu létt með að gefa lit. Bryndís var mjög góð. Að ekki sé gleymt litlu stúlkunni sem Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir lék einkar fallega. Hún kemur við sögu í endur- liti Beggu til bernskunnar og barn- leysisins. . Begga er leikin af Sigurjónu Sverr- isdóttur, fallega og blátt áfram. Aft- ur á móti gat Elfa Gísladóttir með engu móti gefið Agnesi svip sem varla var von og sömuleiðis átti Andrés Sigurvinsson í vandræðum með Nonna og verður ekki láð það. Þannig verða veikleikar verksins sem einkum felast í ófullnægjandi persónusköpun til að draga máttinn úr hinu tilfinningalega innilhaldi þáttarins, sálarkreppunni sem höf- undur vill lýsa. Lýríkin og dramatík- in samþýðast ekki hvor annarri í þessu verki Kristínar, hvað sem síðar kann að gerast. Þáttur Kristínar Ómarsdóttur er að vissu leyti stílhreinni. Hann fjall- ar um karl og konu sem eru innilukt með sjálfum sér og tilfinningamálum sínum. Þriðja persóna, þjónn í gisti- húsi, kemur inn og þau æfa sig á honum. Um síðir er eins og þau ætli að losna úr þessum tómleikans hring sem þau eru innilukt í. Þetta er ærlegt byrjunarverk, höfundur korn- ungur svo að það er varla að undra þótt hljómbotninn í verkinu sé veik- gerður. En með aldri og þroska gæti Kristín Ómarsdóttir vissulega komið til. Sumt í verki hennar var býsna fallegt og á stöku stað náði hún upp erótískri spennu, einkurn þegar þjónninn er á sviðinu, sem að líkum lætur. Annars verður tilfinningasem- in stundum nokkuð mikil og firring- artalið gjarnan eins og upp úr bók og er varla undrunarefni þegar svo ungur höfundur á í hlut. Karlmaður verksins, Árni, er gerður meyr og ósköp aðþrengdur, konan öllu hress- ari, en skemmtilegastur er þjónninn sem kemur inn í heim þessa fólks. Ellert Ingimundarson leikur hann á kómískan hátt. Arnór Benónýsson er Árni, kraftmikill leikari sem fékk hér úr litlu að spila. Ragnheiður Steindórsdóttir, Matthildur, átti góðan leik og var ángæjulegt að fylgjast rneð örugguni tökum hennar á hlutverkinu. Tónlistin lætur vel í eyrum. En það sem einna ágætast er við sýning- una á þáttum þessum báðum er leikmynd Þorbjargar Höskuldsdótt- ur. Hún er einkar stílhreint verk og listrænt sem við má búast af slíkum listamanni. Einkuin er skjannahvít og eyðileg umgjörðin um parið í seinni þættinum hið besta til þess fallin að undirstrika það tilfinninga- tóm sem verkið lýsir - eða leitast við að lýsa, væri kannski réttara að segja. Þótt þessar skáldkonur hafi ekki náð að skapa verk sem sitja lengi eftir í huga áhorfandans sýna þær báðar skáldlega tilfinningu og eiga vafalaust eftir að gera betur næst. Gunnar Stefánsson. LESENDUR SKRIFA !!!!!!!! Uppruni lífsins og takmark Heilabrot Löngum hafa menn reynt að ráða gátuna um sköpun heimsins. Trúar- brögðin hafa komið fram með sínar skýringar á þessu og ekki síst upphafi lífsins. Þar var þróunarkenningin að sjálfsögðu ekki með. „Hvað er líf og hvað er heimur?“ spyr Kristján Jónsson og svarar síðan: „Það er af vindi vakin alda, er verður til og deyr um leið.“ Var það kannski þessi mikla gáta, sem varð honum ofviða? Mörgum hefir hún verið torleyst. Ég man að þegar ég var unglingur, var ég stundum að hugleiða hvar heimurinn gæti endað. Ég gafst venjulega fljótt upp á að hugsa um þetta. Mér fannst að ef ég færi að hugsa mjög fast um þetta gæti ég hreint og beint orðið vitlaus. Eitt er þó víst, að engar líkur eru til að sá heimur sem við getum séð með stjörnusjánum sé annað en eins og ósýnileg rykögn í alheiminum. Er þetta kannski allt ein lifandi heild? Hvernig varð þessi mikli heimur til? Mér hefir alltaf þótt mikið koma til hins fræga texta: „í upphafi var orðið, og orðið var hjá Guði, og orðið var Guð.“ Þarna hefir maður strax á tilfinningunni að „orðið" hlýtur að hafa einhverja sérstaka merkingu. Helgi Pjeturs sagði, þar sem hann fjallaði um þennan furðu- lega texta, að „orðið“ mætti líka þýðameðorðinu „fyrirætlun". Þegar maður les þennan texta finnst manni ósjálfrátt að „orðið“ hljóti þar að hafa merkingu í þá átt. En hvað skal segja um upphaf og þróun lífsins? Okkar sólkerfi á sér upphaf og endi. Það er útilokað að lífið hafi orðið hér til fyrir einhverja undarlega tilviljun. Lífið á þessari jörð hlýtur að vera angi af lífi í alheimi. Það verður ekki fyrst til á þessari jörð, fremur en jurt sem ekki verður ræktuð án þess að sáð sé frækorni. Þegar lífið hefst á jörðinni, hlýtur það að hafa í sér einskonar fyrirheit um framþróun í vissar áttir, rétt eins og frækorn sem sáð er. Þegar við lítum á dýrin, fuglana og ekki síður blómin, hlýtur okkur að vera ljóst að hér getur ekki verið um tilviljanir að ræða. Hvaða tilgangi gæti fegurð blómsins þjónað, ef náttúruúrvalið eitt ætti að ráða ferð- inni? Hinar svokölluðu óæðri lífver- ur hafa margar miklu auðveldari lífsmöguleika heldur en hinar æðri, eins og Helgi Pjeturss bendir ein- hversstaðar á í Nýal. Enginn trúir lengur að náttúruúrvalið sé næg skýring á framþróuninni. Við upphaf lífsins á jörðinni er stefnt að vissu marki og engar líkur á að þar sé komið að einhverju loka takmarki. „Guð skapaði manninn í sinni mynd,“ segir í sköpunarsögunni. Og „orðið“, eða „fyrirætlunin" var Guð, eins og segir í öðrum frægum texta, sem ég vitnaði áður í. Þróun manns- ins til fullkomnunar mun halda áfram, nema hann verði sjálfur til þess að stöðva hana. „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa", sagði Kristur. Er það ekki það nauðsyn- legasta af öllu að mannkynið átti sig á undri lífsins og fánýti grimmdar- innar og styrjaldanna. Hvað er lífið? Það er eins og fljót sem stöðugt leitar úthafsins. Lífið á jörðinni er eins og dropi, sem á eftir að samein- ast fljótinu. Einangrun lífsins á þess- ari jörð okkar er jafn óhugsandi eins og jörðin sjálf væri án alls sambands við alla sólnamergðina í alheiminum. Nú stendur mannkynið f sömu sporum og hinar fornu menningar- þjóðir, þegar þeirra menning hefir hrunið. Vopnabúnaðurinn tekur sí- felldum framförum. Vísindin vita margt um efnið, en lítið um lífið. Trúarbrögðin hafa vitað að lífið er æðra efninu og stefnir að einhverju æðra marki. En svo kemur dansinn kringum gullkálfinn. Hin kolsvarta efnishyggja viðurkennir ekki að lífið er það sem skiptir máli. Vísindin verða að koma trúarbrögðunum til hjálpar, en ekki rífa þau niður. Hinar fornu menningarþjóðir hafa margsinnis staðið í svipuðum spor- um og mannkynið stendur nú. Það er líkt og staðið sé við einhvern þröskuld sem erfitt er að komast yfir. Það virðist vanta framtíðar hugsjón. Það virðist svo sem ekki verði lengra komist án meiri vitn-. eskju um lífið, upphaf og framhald. Kyrrstaða virðist ekki möguleiki, eins og Jónas orðaði það: „Það er svo bágt að standa í stað, því mönnunum munar, annaðhvort aft- ur á bak, ellegar nokkuð á leið.“ Steinar Pálsson Hlíð, Gnúpverjahreppi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.