Tíminn - 03.03.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.03.1987, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 3. mars 1987. Freyr búnaðarblað 2. tbl. Freys á þessu ári er nýkomið út. Meðal efnis í blaðinu er: ísland er fiskeldisland, sem er ritstjórnargrein um fiskeldi, oger þetta blað helgað því efni. Hlutdeild bænda í fiskeldi heitir grein eftir Árna ísaksson veiðimálastjóra um möguleika bænda til fiskeldis. Þá er grein Árna Helgasonar fiskifræðings: Aðferðir í laxeidi og helstu forsendur. Kynbætur á laxfiskum heitir frásögn Stefáns Aðal- steinssonar kynbótafræðings og Jónasar Jónassonar fiskifræðings um það efni. Seiði á markaði eru margs konar, segir Pétur Bjarnason, forstöðumaður Laxeld- isstöðvarinnar í Hveravík í N.-ísafjarðar- sýslu. Þá er sagt frá skipulagi þjónustu og leiðbeininga í fiskeldi. Sigurjón Davíðsson laxeldisbóndi í Tálknafirði skrifar grein um starf sitt. Skipt laxeldi heitir grein Þórólfs Antons- sonar, framkv.stj. Olunnar hf. á Dalvík. Þá skrifar Árni ísaksson veiðimálastjóri grein um hugsanleg áhrif eldisfisks á náttúrulegan laxastofn. Margar myndir eru í blaðinu og línurit og töflur til skýringar efni greinanna. Útgefendur Freys eru Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. Rit- stjórar: Matthías Eggertsson og Júlíus J. Daníelsson. Forsíðumynd blaðsins er frá Laxeldis- stöð ríkisins í Kollafirði. Iþróttablaðið 1. tbl. þessa árs af íþróttablaðinu hefst á ritstjóraspjalli Þorgríms Þráinssonar ritstjóra, þar sem hann skrifar um íþrótta- mann ársins 1986, Eðvarð Þ. Eðvarðsson og árangur íslenska landsliðsins f hand- bolta á nýliðnu ári. Viðtöl eru við Einar Vilhjálmsson spjótkastara, Guðna Bergs knattspyrnu- mann og marga fleiri íþróttamenn á ýmsum sviðum, um árangur þeirra á s.l. ári og framtíðardrauma á íþróttasviðinu. Bjarki Sigurðsson í Víkingi, unglinga- landsliðsmaður í handbolta, er kynntur í þessu blaði. Þá er sagt frá Selfossi - íþróttabæ á uppleið og fylgja myndir af mörgum hópum íþróttamanna þar. Kolbrún Ylfa Gissurardóttir á Selfossi sundkona er kynnt í blaðinu. íþróttamenn ársins eru kynntir og myndir eru af þeim. „Stakk af með lögguna á hælunum" heitir viðtal við Arnór Guðjohnsen at- vinnuknattspyrnumann hjá Anderlecht í Belgíu. „Ekki sá vinsælasti í hópnum“, er fyrirsögn á viðtali við Þorberg Aðalsteins- son, þjálfara og leikmann með Saab f Sviþjóð. Ivar Sæmundsson, Þróttí Nesk.st. blakmaður er kynntur með mynd og umsögn í blaðinu. Margt fleira er í blaðinu, svo sem um líkamsræktarstöðvar, fréttir frá íþrótta- félögum o.fl. Blaðið er málgagn íþrótta- sambands íslands en útgcfandi er Frjálst framtak hf. Bjarmi Blaðið Bjarmi er 80 ára í ár. Það er gefið út af Kristilegu skólahreyfingunni, Landssambandi KFUM og KFUK og sambandi ísl. kristniboðsfclaga. Ritstjóri er Gunnar J. Gunnarsson. Forustugrein blaðsins nefnist Afmælis- gjöf. Hugleiðing eftir dr. Hjalta Hugason heitir „I kjölfar holdtekjunnar". Þá er samantekt ritstjóra í tilefni 80 ára afmælis ritsins. Stutt spjall er við Ástráð Sigur- steindórsson vegna afmælisins, og ýmsir fleiri rita í Bjarma á þessum tímamótum. Þá er þýtt efni og bréf utan úr heimi, sem segja fréttir frá kristniboðsstarfi. Umboðsmenn Tímans: Nafn umboðsmanns Heimili Sfmi Hafnarfjörður Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Garðabær Ragnar Borgþórsson Hamraborg 26 641195 Keflavík GuðríðurWaage Austurbraut 1 92-2883 Sandgerði Jónas G. Jónsson Klapparstíg4 92-7641 Garður Benedikt Viggósson Eyjaholti 16 92-7217 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut4 92-3826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut55 93-1261 Borgarnes Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgötu 26 93-7740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 24 93-8410 Grundarfjörður Þórunn Kristinsdóttir Grundargötu43 Ólafsvik GuðnýH.Árnadóttir Grundarbraut24 93-6131 Rif Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-6629 fsafjörður Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktstdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Súðavík Heiðar Guðbrandsson Neðri-Grund 94-4954 Flateyri Guðrún Kristjánsdóttir Brimnesvegi2 94-7673 Patreksfjörður NannaSörladóttir Aðalstræti 37 94-1234 Bíldudalur Tone Solbakk Tjarnarbraut 1 94-2268 Þingeyri Karitas Jónsdóttir Brekkugötu 54 94-8131 Hólmavík ElísabetPálsdóttir Borgarbrautö 95-3132 Hvammstangi Baldur Jessen Kirkjuvegi 95-1368 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut20 95-4581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-4772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95-5311 Siglufjörður Friðfinna Símonardóttir Aðalgötu21 96-71208 Akureyri Jóhannes Þengilsson Kambagerði 4 96-22940 Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson 96-25016 Dalvík Brynjar Friðleifsson Ásvegi 9 96-61214 Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð8 96-62308 Húsavík ÆvarÁkason Garðarsbraut45 96-41853 Kópasker Þóra Hjördís Pétursdóttir Duggugerði9 96-52156 Raufarhöfn Ófeigurl.Gylfason Sólvöllum 96-51258 Þórshöfn Kristinn Jóhannsson Austurvegi 1 96-81157 Vopnafjörður VeigurSveinsson Lónabraut21 97-3122 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógum 13 97-1350 Seyðisfjörður SigríðurK. Júlíusdóttir Botnahlið28 97-2365 Reyðarfjörður MarinóSigurbjörnsson Heiðarvegi 12 97-4119 Eskifjörður IngvarJúlíusson Túngata 11B 97-6190 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Eiríksdóttir Hlíðargötu8 97-5239 Stöðvarfjörður Stefán Magnússon Undralandi 97-5839 Djúpivogur RúnarSigurðsson Garði 97-8820 Höfn Ingibjörg Ragnarsdóttir Smárabraut 13 97-8255 Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Skólavöllum 14 99-2317 Hveragerði ErnaValdimarsdóttir Heiðarbrún 32 99-4194 Þorlákshöfn Guðrún Eggertsdóttir Básahrauni 7 99-3961 Eyrarbakki ÞórirErlingsson Túngötu28 99-3198 Stokkseyri SteinarHjaltason Heiðarbrún22 •99-3483 Hvolsvöllur Bára Sólmundardóttir Sólheimum 99-8172 Vík PéturHalldórsson Sunnubraut5 99-7124 Vestmannaeyjar Ásd í s G ísladóttir Bústaðabraut7 98-2419 BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVIK:.... 91-31815/686915 AKUREYRI:...... 96-21715/23515 BORGARNES: ........... 93-7618 BLÖNDUOS:........ 95-4350/4568 SAUÐARKROKUR: ... 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:........ 96-71489 HUSAVIK:....... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ......... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: ... 97-3145/3121 FASKRUÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303 irrterRerrt Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. Pósthólf 10180 Ij^J^MasseyFerguson i a©i\m ::i n•/*'! ni Fáðu þér sæti. Dráttarvélasæti Hagstætt verð BUNABARDEILO BAMBANDBIHB ARMULA 3 REYKJAVlK SlMI 38900 ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIDJAN éddda hf. SMIÐJUVEGI 3. 200 KOPAVOGUR SÍML45000 Vertu í takt við Tímann AUGLÝSINGAR 1 83 00 Kosningaskrifstofa Framsóknarfélaganna í Reykjavík er í Nóatúni 21 og er opin kl. 9.00-17.00 virka daga. Síminn er 24480. Kosningastjóri er Eiríkur Valsson. Lítið inn hjá okkur - það er alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin í Reykjavík. Reykjanes Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins í Hafnarfirði hefur verið opn- uð að Hverfisgötu 25, sími 51819 og verður opin daglega til mánaðamóta frá kl. 20.30-22.00. Kosningastjóri: Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir. Verið velkomin í kaffi og rabb. Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi er í Hamraborg 5, Kópavogi. Skrifstofan er opin alla daga frá 9.00-18.30. Kosningastjóri er Hermann Sveinbjörnsson. Símar skrifstofunnar eru 91 -41590 - 40225 - 40226. Verið velkomin. Vestfirðir Kosn i ng askr if stof a Framsóknarflokksins að Hafnarstræti 8 ísafirði er nú opin daglega. Síminn er 94-3690. Kosningastjóri er Geir Sigurðsson. Framsóknarflokkurinn Norðurland eystra Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra er að Hafnarstræti 90, Akureyri, sími 96-21180. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9.00-17.00. Kosningastjóri er Sigurður Haralds- son. Austurland Kosningaskrifstofa Kjördæmissambands framsóknarmanna á Austurlandi er að Lyngási 1, Egilsstöðum, sími 1584. Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 9 til 17. Kosningastjóri er Skúli Oddsson. Hraungerðishreppur - nágrenni Jón Helaason ráðherra Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður ásamt Guðna Agústssyni og Unni Stefánsdóttur verða til viðtals og ræða þjóðmálin í Þingborg miövikudaginn 4. mars kl. 21.00. Allir velkomnir. Norðurland vestra Kosningaskrifstofa framsóknarmanna er að Hótel Blönduósi, sími 4094. Skrifstofan verður oþin fyrst um sinn frá kl. 16-18 alla daga vikunnar. Kosningastjóri Valdimar Guðmannsson. Lítið við og rabbið um kosningaundirbúninginn. Athugið Þeir aðilar sem ætla sér að setja inn tilkynningar undir liðnum Flokksstarf, verða framvegis að skila þeim inn til blaðsins í síðasta lagi á hádegi, daginn fyrir birtingu þeirra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.