Tíminn - 03.03.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.03.1987, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 3. mars 1987 Tíminn 3 Verðlagsnefnd ákveður 22% hækkun á launalið bænda: Tíu prósent hækkun tekur gildi strax - öðrum hækkunum frestað til 15. mars. Þingflokkur Framsóknar segir launahækkun til bænda nauðsynlega í mjög hörðum árekstri Tveir menn létust og kona og telpa slösuðust í mjög hörðum árekstri rétt norðan viö Tíðaskarð á Kjalarncsi um miðjan dag á sunnudag. Ökumenn beggja bif- reiðanna létust, þegar bílarniróku saman úrgagnstæðum áttum. Öku- maöur var einn í öðrum bílnum en þrír farþegar voru í hinum. Tildrög slyssins virðast hafa ver- ið j)au að bíll sá sem ekið var í suðurátt ók á röngum vegarhelm- ingi. Ekki var um að ræða framú- rakstur. Ökumennirnir tveir sem létust heita, Jónas Ewald Jónasson 24 ára gamall til heimilis'að Köldu- kinn 29, og Gísji Andrésson bóndi að Hálsi í Kjós. Gísli var 69 ára gamall. Hann var giftur og lætur eftir sig.níu uppkomin börn. Kona Jónasar og telpur þeirra tvær voru farþegar í bílnum. Tveir farþegar voru fluttir á slysadeild. Kona sem sat í framsæti bifreiðarinnar sem ekið var í norðurátt, slasaðist og einnig stúlka sem sat í aftursæti. briöji farþeginn slapp ómeiddur. Umferð tepptist í nokkurn tíma þegar lögregla og sjúkrabflar voru að athafna sig á slysstað. - ES Verðlagsnefnd búvara (sex manna nefnd) samþykkti á fundi sínum sl. sunnudag 22% hækkun á launalið verðlagsgrundvallar sauðfjárbúa og kúabúa. Um leið var ákveðið að hækka launalið verðlagsgrundvallar- ins um 10% frá og með 1. mars en fresta að öðru leyti hækkunum til 15. mars, að beiðni ríkisstjórnarinnar. Þessi frestur var samþykktur af 4 fulltrúum af sex en tveir fulltrúar neytenda í nefndinni vildu að hækk- unin kæmi öll til framkvæmda strax. í bréfi frá forsætisráðherra kemur fram að ríkisstjórnin hafi ekki fengið vitneskju um þá heildarhækkun sem bændur telji sig eiga rétt á fyrr en á ríkisstjórnarfundi þann 26. febrúar. Ef af þessari hækkun verði, sé ljóst að það muni valda mjög mikilli gagnrýni, m.a. frá Alþýðusambandi Islands. Auk þess sýndist Ijóst að slík hækkun myndi valda samdrætti í sölu. Tekið er fram í bréfinu að ríkisstjórnin sé ekki að leggja dóm á réttmæti hækkana með því að biðja um þennan frest, en vilji leita allra leiða í samráði við fulltrúa bænda til þess að hækkun landbúnaðarafurða verði sem næst almennri verðlags- þróun í landinu. Ingi Tryggvason formaður Stéttar- sambands bænda sem á sæti í sex- mannanefnd segist álíta að þessi frestur sé gefinn til þess að gefa ríkisvaldinu möguleika á að finna leiðir til þess að búvöruverðshækk- anir fari ekki að öllu leyti út í verðlagið en komi ekki niður á launahækkunum bænda. Jafnframt segist Ingi ekki sjá ást- æðu til annars, en umræddar hækk- anir komi til framkvæmda 15. mars og hafi venjuleg áhrif á verð til neytenda þá, hafi ekki fundist aðrar leiðir til að draga úr áhrifum þeirra á vöruverð til neytenda. Jón Helgason landbúnaðarráð- herra sagði í samtali við Tímann að hann og fjármálaráðherra hefðu í gær átt viðræður við fulltrúa Alþýðu- sambandsins og að hann hefði skipað mann í viðræðunefnd við Stéttar- samband bænda. Sagði Jón að þessi nefnd myndi leita leiða til að koma í veg fyrir að búvöruverðhækkanirn- ar færu út í verðlagið án þess að slíkt kæmi niður á launahækkunum til bænda. Stjórn félags kúabænda á sunnan- verðu Snæfellsnesi kom saman til skyndifundar sl. sunnudag vegna ákvörðunar um að fresta launahækk- unum til bænda. Þar segir m.a.: „í 1. gr. búvörulaganna, d.lið segir að kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. Nú er það viðurkennd staðreynd að kjörbænda eru mun lakari en kjör annarra stétta í landinu sbr. skýrslu Byggða- stofnunar um byggð og atvinnulíf 1985. í>ví samjtykkir stjórnin að mótmæla harðlega þeirri frestun á hækkun á launalið verðlagsgrund- vallarins sem taka átti gildi l.mars. Fundurinn telur það óþolandi að tekjulægsta stétt landsins sé neydd til að gefa eftir sinn rétt til launa- hækkunar til lengri eða skemmri tíma." „Bændur eru mjög óánægðir með þessa ákvörðun um að fresta hækk- unum. Það er í raun verið að taka 5% af launum bænda. Hjá sumum þýðir þetta 300 krónur á dag, eða rúm 100 þúsund á ársgrundvelli. Samkvæmt skýrslu Byggðastofn- unar er landbúnaðurinn að meðaltali með 337 þúsund fyrir hvert ársverk á meðan meðaltal allra stétta í landinu er 482 þúsund fyrir hvert ársverk. Þetta þýðir það að bændur eru með 150 þúsund krónur undir meðaltalslaunum. Verslunarmenn eru næstir fyrir ofan bændur og munurinn á hverjum á’slaunum þar er um 100 þúsund." sagði Magnús Aðkoman var hörmuleg eins og þessi mynd ber með sér. ökumenn beggja bílanna létust og tveir farþegar slösuðust. í baksýn sést Tíðaskarð og nær röð bíla þangað, en umferð tepptist í nokkurn tíma. Báðir bílarnir eru Ónýtir. Tímamynd Sverrir Bílar óku saman á Kjalarnesi: TVEIR LÉTUST OG TVEIR SLÖSUÐUST 8.-9. umferö á IBM mót- inu á Loftleiöum: Einn íslenskur sigur um helgina Annars var helgin slæm íslendingum Tvær umferðir voru tefldar á IBM skákmótinu um helgina. Áttunda umferð var tefld á laugardaginn og vakti sigur Jóhanns Hjartarsonar yfir Nigel Short mesta athygli. Fram- an af virtist sem heldur hallaði á Jóhann. Með snilldarlcgri tafl- mennsku sneri Jóhann því sér í hag og þegar upp var staðið frá borðinu var Jóhann búinn að bæta við sig vinningi. Önnur úrslit urðu sem hér segir í áttundu umferð: Jón L. og Tal sömdu um jafntefli eftir aðeins ellefu leiki. Helgi Ólafsson gerði jafntefli við Júgóslayann Ljubojevic. Mar- geir mætti ofjarli sínum þar sem Polugajevski var á ferðinni. Holl- endingurinn Timman sigraði Ung- verjann Portisch. Kortsnoj sigraði Agdestein. Níunda umferð sem tefld var á sunnudag, var ekki sú besta af hendi íslensku þátttakendanna sem sést hefur. Tvær skákir töpuðust, og tvö jafntefli litu dagsins ljós. Samtals fengu stórmeistararnir okkar fjórir því einn vinning. Jóhann Hjartarson gerði jafntefli við Timman og Helgi gerði jafntefli við Portisch. Þá gerðu þeir Short og Polugajevski jafntefli og sömuleiðis þeir Kortsnoj og Lju- bojevic. Agdestein sigraði Jón L. og Tal sigraði Margeir. Ályktanir SUF: Kosningalögin og „mjúku málin” Um síðustu helgi var haldinn fundur í miðstjórn SUF og voru þar m.a. samþykktar ályktanir um kosn- ingalög, fjölskyldumál og íþrótta- og tómstundamál. Erþarm.a. harm- að að kosningalaganefnd skyldi ekki sjá sér fært að stuðla að auknu valfrelsi kjósenda milli einstakra frambjóðenda á listum stjórnmála- flokkanna. Er þetta ekki síst talið mikilvægt í ljósi reynslunnar af próf- kjörum og sérframboða þeirra sem þar lúta í lægra haldi. Þá er bent á að nefndinni hefði verið í lófa lagið að leita fyrirmynda í Danmörku og á írlandi. í ályktun um fjölskyldumál er m.a. lögð áhersla á mikilvægi þess að vinnutími sé styttur svo fjölskyld- an geti verið meira saman. Þá sé nauðsynlegt að vinna áfram að lausn húsnæðismálanna og í því sambandi að auka á valkosti núverandi kerfis, t.d. auka framboð leiguhúsnæðis og íbúða á félagslegum grundvelli. Nauðsynlegt sé að tryggja vellíðan barna meðan foreldrar vinna úti með byggingu og rekstri dagvistar- heimila og komið verði á fjölskyldu- launum til foreldra sem eiga börn á dagheimilisaldri. Verði foreldrum þannig veitt valfrelsi um það hvaða hátt þeir kjósa að hafa á gæslu barna sinna. Fjölskyldulaunin verði greidd beint frá ríki og miðist við tekjur og fjölskyldustærð. Þá verði lög um fæðingarorlof endurskoðuð þannig að þau tryggi öllum greiðslu án tillits til atvinnuþátttöku og jafnframt verði fæðingarorlof lengt. Meðal þess sem fram kemur í álytkunum um íþróttir og tóm- stundastarf má nefna að áhersla er lögð á að allir eigi kost á slíku starfi án tillits til starfs, búsetu, aldurs, stéttar eða kyns. Þá er bent á það að íþrótta- og tómstundastarf sé hluti menntakerfisins og nauðsynlegt og raunar eðlilegt að nýta sem best skóla og annað opinbert húsnæði sem ætlað er til tómstunda. Sveitar- félögin eru hvött til að styðja við bakið á íþrótta- og tómstundastarf- inu enda felist í því einhver sterkasta vörnin gegn fíkniefnavandanum. Mikilvægi þess að íþrótta- og æsku- lýðsfélög eigi sitt eigið húsnæði er áréttað og bent á að í því skyni verði að efla íþróttasjóð og félagsheimila- sjóður verði að halda sínum mörk- uðu tekjustofnum. Þá er í lokin bent á mikilvægi þess að endurskoða íþróttalögin og marka þar þá stefnu að þeir sem stýra þessari starfsemi geti einbeitt sér að öðrum verkefn- um en fjáröflun. -RR Guðjónsson bóndi í Hrútsholti á Snæfellsnesi. Þingflokkur Framsóknarflokksins ályktaði um þetta mál á fundi sínum í gær og sagði Páll Pétursson formað- ur þingflokksins að ekki kæmi til greina annað en bændur fengju sínar tilskildu launahækkanir. Þingflokk- urinn er sammála þeirri frestun sem orðið hefur eins og málin standa, en að sögn Páls koma auknar niður- greiðslur til greina sem leið til að tryggja launahækkunina til bænda þó aðrar leiðir séu jafnframt hugsan- legar. Hörður Sigurgrímsson formaður Landssambands kúabænda sagði í samtali við Tímann, að hann væri ekki ánægður með þessa frestun, en hins vegar væri ekki hægt að for- dæma strax tilraunir ríkisstjórnar- innar til þess að minnka áhrif hækk- ana á launum til bænda á verð til neytenda. Það sé jákvætt að sex- mannanefnd hafi ákveðið þessa hækkun, þótt hún komi ekki til framkvæmda fyrr en að hálfum mán- uði liðnum. ABS/BG Nýr formaður blaðamanna Á aðalfundi Blaðamannafélags íslands sem haldinn var sl. laugardag urðu formannaskipti í félaginu. Ómar Valdimarsson sem verið hefur formaður undanfarin sex ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en í hans stað var Lúðvík Geirsson sem verið hefur varaformaður, einróma kjörinn formaður. Á aðalfundinum á laugardag þökkuðu blaðamenn Ómari vel unnin störf fyrir félagið á umliðnum árum um leið og þeir fögnuðu nýjum formanni. Ómari var á þessum tímamótum gefíð forláta pennasett af Blaðamannafélaginu þar sem letruð voru á silfurskjöld þakklætisorð. Á myndinni má sjá Lúðvík formann færa Ómari pennasettið. Tímamynd Sverrir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.