Tíminn - 03.03.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.03.1987, Blaðsíða 20
Ljúffengir réttir í hádeginu BAKKI ____VEITINGAHÚ8_ Lækjargötu 8, sími 10340 Skaftahlíð 24 - Sími 36370 Rjúkandi morgunbrauð kl. 8 alla daga YAMAHA Vélsleðar og fjórhjól BUNADARDEILO | SAMBANDSINS ARMULA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 T Tíininn Þriðjudagur 3. mars 1987 Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga: Boða verkfall 19. mars Stjórn Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga hefur tilkynnt vinnustöðvun frá og með 19. mars næstkomandi. Kemur þessi til- kynning í kjölfar úrslita atkvæða- greiðslu meðal félagsmanna þar sem 70 af 81 sem atkvæði greiddi voru fylgjandi verkfalli, en alls voru 89 á kjörskrá. Samningum háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga var sagt upp í júlí 1986. Kröfugerð félagsins hef- ur verið hafnað af Samninganefnd ríkisins, en ríkið hefur boðið há- skólamenntuðum hjúkrunar- fræðingum upp á 3,5% hækkun launa ásamt áfangahækkunum ASÍ/VSÍ. Ljóst er að þar sem vinnustöðv- un þessi nær til 89 hjúkrunarfræði- nga, munu margir mikilvægir þætt- ir heilbrigðisþjónustunnar lamast verulega. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa þegar verið haldnir fundir þar sem settar hafa verið upp áætlanir um neyðarþjónustu þegar og ef til vinnustöðvunar kemur. Ekki fengust frekari upplýsingar í gær en yfirlýsinga um viðbrögð er að vænta í dag. -RR Kennarar í HIK boða verkfall: Menntamálaráðuneytið komið inn í viðræður - endurskoðun og endurmat á kennarastarfi rætt í sérstakri undirnefnd Kennarar innan Hins íslenska kennara með það fyrir augum að kennarafélags (HÍK), hafa sam- auka hagræðingu í skólakerfinu. þykkt að veita stjórn félagsins verk- Hugmyndin er að með aukinni hag- fallsheimild og hefur þegar verið boðað verkfall frá og með 16. mars nk. Almenn atkvæðagreiðsla fór fram í félaginu fyrir rúmri viku og var talið nú um helgina og kom þá í Ijós að rúmlega 65% félagsmanna vildu fara í verkfall. Rúmlega 80% félagsmanna greiddu atkvæði eða 919 kennarar, sem fyrst og fremst kenna við framhaldsskóla landsins, t.d. mennta- og fjölbrautaskóla. Samningaviðræður hafa gengið stirðlega að undanförnu en í gær fundaði undirnefnd sem hefur það meginmarkmið að endurskoða launakerfi og endurmeta starfstíma ræðingu skapist svigrúm til kjara- bóta fyrir kennara án verulegrar útgjaldaaukningar fyrir ríkisvaldið. í þessari undirnefnd eiga sæti tveir fulltrúar kennara, fulltrúi fjármála- ráðuneytis og fulltrúi menntamála- ráðuneytis. Skipan þessarar undir- nefndar er í samræmi við þá stefnu sem samningaviðræður hafa verið að taka að hvert einstakt aðildarfé- laginnan BHMRgeri sérstakasamn- inga með sérstakri uppbyggingu launakerfis sem taki eingöngu mið af viðkomandi starfsstétt og hennar starfsskilyrðum. Þannig verði samanburður milli launakjara há- skólamanna hjá ríkinu ekki lengur „sjálfvirkur" eins og verið hefur. ríkisins hefur sérstaklega mikinn áhuga á þessari stefnu, en HÍK og BHMR eru þó enn á því að hafa samráð um lágmarkslaun í það minnctn _ II Landsfundur Sjálfstæöisflokksins í vikunni: á átökum um formann Frjáls innflutningur á landbúnaðarvörum óskynsamlegur nú, segir Þorsteinn Pálsson IBM mótið: Jón L. vann Tíundu og næst síðustu umferð IBM skákmótsins lauk á Hótel Loft- leiðum í gærkvöld og urðu úrslitin sem hér segir: Helgi Ólafsson-Kortsnoj .... 0-1 Jón L. Árnason-Ljubojevic . . 1-0 Margeir Péturs.-Agdestein . . 0-1 Short-M. Tal ..............'A-'A Timman-Polugajevski........ 'A-V6 Portisch-Jóhann Hjartar .... 0-1 íslensku skákmönnunum tókst ekki að ná sér á strik í gær nema Jóni L. sem tefldi hörku skák við Júgóslav- ann Ljúbo. íslendingarnir raða sér nú í flest neðstu sætin en fyrir 11. og síðustu umferð er staðan þessi: 1. Short 7V4 2-4. Kortsnoj ...............6 Vi 2-4. Tal.......................Wi 2-4. Timman..................6Vi 5. Portisch.................... 6 6. Polugajevski................5H 7. Agdestein................... 5 8. Jón L......................4Vi 9-11 Ljubojevic...............3V6 9-11. Helgi Ólafs.............3>/z 9-11. Jóhann Hjartar...........342 12. Margeir Péturs.............lVi Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins telur ekki líkur á átökum á 27. landsfundi Sjálf- stæðisflokksins, sem haldinn verður dagana 5. mars til 8. mars nk. og sagði Þorsteinn að þetta álit hans næði einnig til formannskjörsins. Á blaðamannafundi sem Þor- steinn hélt í gær í tilefni af komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins kont fram að formaðurinn hefur litla trú á, að tillaga viðskiptanefndar flokks- ins um að innflutningur á landbúnað- arafurðum verði gefinn frjáls, verði samþykkt. Sagði Þorsteinn að þessi hugmynd hafi stundum komið upp í umræðum innan flokksins, en aldrei verið ríkjandi og aldrei verið sam- þykkt á landsfundi. „Við í forystu flokksins teljum að við núverandi aðstæður væri óskynsamlegt að gera breytingu á þeirri stcfnu, sem hefur verið fylgt að þessu leyti,“ sagði Þorsteinn. Um stöðuna eftir kosningar sagði Þorsteinn það aðalatriði fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að geta orðið í lykil- hlutverki í næstu ríkisstjórn. „Ég tel að baráttan standi um annars vegar ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkur- inn væri þungamiðjan í, ellegar vinstri stjórn undir hvaða nafni sem Kjurtan Gunnarsson, framkv.stj. Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Páls- son, formaður og Friðrik Sophus- son varaformaður, á blaðamanna- fundi í gær. vinstri flokkarnir vildu gefa slíkri stjórn. Það fer auðvitað eftir styrkleika- hlutföllum flokkanna eftir kosn- ingarnar hver þeirra er fýsilegasti kosturinn, frá okkar bæjardyrum séð. Okkur þykir Alþýðuflokkurinn hafa verið svolítið óstöðugur í rás- inni og hlaupið málefnalega úr einu máli f annað, en það útilokar í sjálfu sér ekki samstarf eftir kosningar. Ef fer sem horfir og aðalkeppnin verði á milli Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks, að þá liggur í augum uppi að ef Alþýðuflokkurinn ynnni verulega á, á okkar kostnað að það væri ávísun á vinstristjórn," sagði Þor- steinn Pálsson. - Phh eftir að hann yfirgaf bílinn Ökumaður. sem margsinnis hef- ur verið sviptur ökuréttindum vegna hraðaksturs og ölvunar við akstur var í gær handtekinn fyrir að aka réttindalaus. Talsverður eltingaleikur varð áður cn lögregl- an náði ökufantinum. Hinn hrað- aglaði ökumaður er í kringum tvítugt. Ökufanturinn, en hann stendur sannarlega undir því nafni, sást á leið upp Hverfisgötu. Þegar hann varð var við að lögreglan veitti honum athygli steig hann bensínið í botn og ók upp Hverfisgötu. Þegar hann var kominn langleiðina upp eftir götunni, stöðvaði hann bílinn og rcyndi að komast hlaup- andi undan armi laganna. En arm- ur laganna er langur og lögreglu- þjónn, frár á fæti. hljóp ökufantinn uppi og náði honum á Laugavegi. Ökufantur þcssi hefur hlotið þyngsta dónt á íslandi fyrir hrað- akstur, en hann var sviptur öku- leyfi í ár og gert að greiða háa sekt, þegar hann var mældur á Sund- laugaveginum reyndist hann vera á 180 km hraða en viðurkenndi hin- svegar 160 km hraða og var dæmd- ur fyrir það. ökutæki fantsins tekið af kranabifreið í gær. Bflinn skildi hann eftir og hljóp síðan undan armi laganna en án árangurs því lögreglumaður brá undir sig betri fætinum og náði ökufantinum á hlaupum á Laugavegi. Tímamynd Sverrir Harðsvíraöur ökufantur handtekinn: LÖGREGLUMADUR HLJÓP HANN UPPI Ekki líkur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.