Tíminn - 05.05.1987, Page 2

Tíminn - 05.05.1987, Page 2
2 Tíminn Þriöjudagur 5. maí 1987 Salmonella sýkingin í Dölum: Á fjórða tug nú smitaðir - gæti hafa komiö úr kjúklingi Salmonellasýklarnir í Dölum gera það ekki endasleppt og hafa nú á fjórða tug manna smitast. Að sögn Sigurbjörns Sveinssonar, heilsu- gæslulæknis í Búðardal hefur ræktast sýkill úr kjúklingum úr veitingasöl- unni sem seldi þennan ólukku ferm- ingarmat, en enn á eftir að tegundar- greina salmonelluna, þ.e. hvort um sé að ræða sama sýkil og angrað hefur héraðsbúa. Salmonella typhimurium nefnist sá skæði sýkill sem Iagði á þriðja tug manna í 3 fermingarveislum á dögunum, en fleiri hafa lagst, því nú hafa á fjórða tug manna smitast. Höfðu þeir fengið mat úr veitinga- sölunni í millitíðinni sem fermingar- veislurnar voru og sýkingin uppgötv- ast, en það var um vikutími. Pó nokkur röskun hefur átt sér stað á Búðardal og í nágrenninu, og ennfremur hefur sýkingin valdið miklu tjóni. Veitingasalan kemur t.d. til með að skaðast mikið á þessum veikindum, og en'nfremur vitað um tilfelli á íslandi um að hann hafi lagt nokkurn að velli. En það er vitað að einkenni þessa salmonella- sýkils eru svæsin ". -SÓL Gleðiauki atvinnulausra námsmanna: Atvinnumiðlunin í Félagsstofnun - milliliður stúdenta og atvinnurekanda Atvinnumiðlun námsmanna hef- ur tekið til starfa og er þetta 10. starfsárið. Hún mun starfa út júní mánuð og er þegar orðin viður- kennd stofnun á atvinnumarkaðin- um og gegnir mikilvægu hlutverki eins og reynsla undanfarinna ára sýnir. Mikill fjöldi námsmanna og atvinnurekenda hafa í gegnum árin leitað á náðir Atvinnumiðlunar og flestir fengið farsæla úrlausn sinna mála. í fyrra skráðu tæplega 600 náms- menn sig hjá miðluninni og má búast við verulegri aukningu í ár. Tveir starfsmenn munu starfa við Atvinnumiðlunina í sumar og er hún í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut og er sfminn 621080 og 27860. SÓL hefur mikil röskun átt sér stað hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar og að sögn Ólafs Sveinssonar hefur fjöldi manns verið frá vinnu þar síðustu viku og er það fólk í banni frá vinnu næstu 3 vikurnar. Þurfti að ráða 1 manneskju í matvöruverslunina og í bakaríinu þurfti að skipta algerlega um starfsfólk. Nokkuð víst er að sýkillinn hafi komið með aðkeyptum hráefnum, þannig að uppruninn sé ekki í Dölum. Sigurbjörn Sveinsson, heilsu- gæslulæknir kvað sýkilinn mann- skæðan í vissum tilfellum, en ekki er Hraðsveitakeppni B.R. Atlantik efst Nú er lokið 6 umferðum af 9 í hraðsveitakeppni hjá Bridgefélagi Reykjavíkur Efstu sveitir eru: 1. Atlantik................................ 125 stig 2. Einar Jónsson........................... 108 stig 3. Guðmundur Sveinsson...................... 95 stig 4- Delta..........................................94 stjg Prjár síðustu umferðirnar verða spilaðar miðvikudaginn 6. maí og lýkur þar með spilamennsku vetrarins. Stjóm Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka og dómnefnd sjóðsins rannsakar hin ýmsu handrit og gefur viðeigandi einkunnir. F.v.: Sigrún Klara Hannesdóttir, lektor, Ármann Kr. Einarsson, rithöfundur, Hildur Hermóðsdóttir, nemi, Ragnar Gíslason, útgáfustjóri og Ólafur Ragnarsson, forstjóri. NTUNARSIMI 91-651414 daga vikunnar kl. 9.00-22.00. Póstverslunin Príma Barnabókaverðlaun veitt í annað sinnr Verðlaun veitt um miðjan maí - og bókin út Dómnefnd á vegum Verðlauna- sjóðs íslenskra barnabóka vinnur um þessar mundir að því að velja verðlaunahandrit til útgáfu í kjölfar samkeppni sem sjóðurinn efndi til á síðasta ári. Islensku barnabókaverðlaunin eru nú veitt í annað sinn, en í fyrra hlaut Guðmundur Ólafsson verð- launin fyrir bók sína Emil og Skundi. Búist er við að niðurstaða dóm- nefndar liggi fljótlega fyrir og er stefnt að því að verðlaunabókin komi á markað um miðjan maí. Alls bárust um 30 handrit í samkeppnina að þessu sinni. Verðlaunasjóðurinn var stofnaður 1985 í tilefni af 70 ára afmæli barna- bókahöfundarins vinsæla Ármanns Kr. Einarssonar. Lögðu fjölskylda Ármanns og Bókaútgáfan Vaka fram stofnfé sjóðsins. Tilgangur hans er að örva fólk til að skrifa bækur fyrir börn og unglinga og stuðla jafnframt að auknu framboði Páll Lýðsson í Litlu-Sandvík - tekinn við formennsku í Sláturfélagi Suöurlands Páll Lýðsson bóndi í Litlu-Sand- vík hefur verið kosinn formaðui Sláturfélags Suðurlands. Formaðui félagsins var áður Gísli Andrésson á Hálsi í Kjós, en hann lést í bílslysi i marsbyrjun í vetur. Eftir fráfall Gísla tók Sigurður Jónsson á Kastalabrekku í Rangár- vallasýslu við formannsstarfi hans. Sigurður var áður varaformaður fé- . lagsins, en við varaformennskunm tók þá Páll Lýðsson. 80. aðalfundur á sama tíma íslensks lesefnis fyrir áðurnefnda aldurshópa á öðrum tíma árs en fyrir jól. Höfundur besta handritsins að mati dómnefndar hlýtur 50.000 króna verðlaun að viðbættum höf- undarlaunum samkvæmt samningi Rithöfundasambands íslands og Fé- lags íslenskra bókaútgefenda. Sérstaða þessarar samkeppni er að úrslit verða ekki tilkynnt fyrr en verðlaunabókin er tilbúin til útgáfu. Þessi háttur vakti töluverða athygli í fyrra og hlaut verðlaunabók Guð- mundar mjög góðar viðtökur í fyrra, þrátt fyrir útgáfu á öðrum tíma árs en hefðir hafa verið fyrir hér á landi. íslensku barnabókaverðlaunin verða þess vegna veitt sama dag og bókin kemur út um miðjan maí. Vaka-Helgafell gefur bókin út í kiljuformi með það fyrir augum að hægt verði að stilla verði hennar í hóf. -SÓL Páll Lýðsson í Litlu-Sandvík. Sláturfélagsins var haldinn í Reykja- vík á föstudag, en á stjórnarfundi að honum loknum baðst Sigurður mjög eindregið undan kjöri sem formaður félagsins. Var Páll Lýðsson þá kos- inn formaður í hans stað. -esig

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.