Tíminn - 05.05.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.05.1987, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 5. maí 1987 Tíminn 9 VETTVANGUR llllllllllll lllllllllllllll Sverrir Haraldsson Æsustöðum A-Hún. Landsbyggðarflokkur Allmikið hefir verið skrifað að undanförnu um aðgerðir þær sem stuðla að fækkun bænda, og er það ekki neitt undarlegt, þó að ýmsir láti til sín heyra í því sambandi. Þær aðgerðir sem Frammleiðni- sjóður fór út í síðastliðið haust, það að kaupa fullvirðisréttinn af sumum bændum, þar var ekki rétt staðið að verki. Þessi ráðstöfun var gerð meðal annars til að draga úr dilkakjötsframleiðslu í landinu. Það var óþarfi að slátra heilbrigðu fé í þeim tilgangi. Heldur var mikið nær að skera riðuveiku hjarð- irnar úr því að verið er að útrýma riðu í landinu. Enda er það tvísýnt að hægt sé að búa við riðuveikan fjárstofn. Fleira var hægt að gera til að létta á innlendum dilkakjöts- markaði. Lækka átti toppana á stóru fjárbúunum niður í 300-350 ærgildi, það sýnist vera réttlæti í því að fjárbændur yfirleitt sitji við sama borð. Margir fengu mikið minni úthlutun heldur en það sem nefnt er hér að framan. Fjárbú með allt upp í 1000 fjár eiga engan rétt á sér eins og málum er háttað í dag. Síðan mætti leggja niður ríkisbúin í þeirri mynd sem þau eru rekin í dag. Þessi tilraunabú mætti reka hjá einstökum bændum, og er ekki sýnt að það gæfi mikið minni árangur. Þeir sem eru með stór kúabú ættu ekki að hafa rétt til að vera með sauðfjárbú. Þó ekki sé nú á minnst alþingismennina sem í sveitum búa. Það sem hér að framan hefir verið talið upp ætti að létta mikið á innlenda dilkakjöts- markaðinum. En þetta lítur nú ekki svona út í dag. Nú er það fyrirsjáanlegt að bændum fækkar mikið á næstu árum, og landbyggðaríbúum öllum, ef ekkert róttækt verður gert í þeim efnum. Of mikil grisjun í sveitum landsins býður mikilli hættu heim. Það verður sífellt erfiðara og erfiðara fyrir þá sem eftir verða, þá hrynur byggðin fyrirvaralítið. Þetta er ekki ein- göngu vandi þeirra sem í sveitum búa. Það er ekki síður hagsmuna- mál kauptúnanna og kaupstaðanna á landsbyggðinni að landbúnaðar- héruðin haldist í byggð, og meira að segja Stór-Reykjavíkur líka. Því Stór-Reykjavík lifir að nokkru leyti á landsbyggðinni. Það er kom- inn tími til að íbúar landsbyggðar- innar allrar fari að skoða þessi mál í réttu ljósi. Það sem vantar er samstaða í pólitík. Stofna þarf einn allsherjarflokk Landsbyggð- arflokk, sem flestir eða allir sem úti á landi búa styddu, þá fengjum við fulltrúa inn á Alþing sem væru virkir, og tækju á málum lands- byggðarinnar eins og þyrfti að gera á hverjum tíma. Þeir landsbyggðar- þingmenn sem sitja á Alþingi fyrir okkur í dag hefðu gott af því að hvíla sín lúnu bein. Við réttum ekki hlut landsbyggðarinnar nema með sterkum samtökum. Nú er það svo að fyrir nokkrum árum voru stofnuð Landshlutasamtök. Markmið þeirra voru meðal annars að samtökin skyldu ekki vera pólit- ísk. Slík samtök ná engum árangri, vegna þess að Alþingi hefir síðasta orðið. Það er þar sem frumvörpin verða að lögum en ekki annarsstað- ar. En upp úr þessum samtökum verður að öllum líkindum stofnað- ur einskonar Landsbyggðarflokk- ur. Það er komin það mikil hreyf- ing á þau mál í kjördæmum landsins. Einhverjir hugsa ef til vill svo. „Það er annað að kveðja á Kotum, eða komast í Bakkasel,“ það mætti snúa þessu við. Fyrst er að kveðja á Kotum og komast síðan í Bakkasel. Það er erfitt að trúa því að íbúar landbyggðarinnar styðji ekki að sínum eigin málefnum í kosning- um. En hitt er víst að núverandi iandsbyggðaþingmenn verða ekki neitt hrifnir af svona uppákomum. Við sem úti á landi búum getum alveg stofnað okkar eigin stjórn- málaflokk, ef vilji og samstaða er fyrir hendi, sem enginn þarf að efast um lengur. Við látum lönd og leið öll flokks- bönd frá fyrri tíð - Við hlustum ekki lengur á kosningasvikaloforð. Það er lágmarkskrafa alþingis- manna að standa við sín loforð og fyrirheit. Þingflokka aginn er orð- inn slíkur innan Alþingis, að það er ekki nema einn og einn þing- maður sem þorir að segja sína meiningu, og fær yfirleitt litlar þakkir fyrir hjá viðkomandi þing- flokki. Sjaldan eða aldrei hefireins mikið verið barist um að komast í fyrsta sæti á framboðslistunum eins og fyrir þessar kosningar. Og meira að segja í einföldum Búnað- arþingskosningaundirbúningi ligg- ur við stór áflogum. Eins og allir vita, var fyrir nokkrum árum settur kvóti á hina hefðbundnu landbún- aðarframleiðslu, vegna þess að bestu markaðirnir erlendis lokuð- ust fyrir þessar vörur, og hefir hann verið hertur síðan. Stafar það meðal annars af því hvað mikið af öðrum kjöttegundum hafa komið inn á markaðinn. í dag heitir þetta fullvirðisréttur. En mesti gallinn á þessari stjórnun er sá að sumum er úthlutað svo litlu, að alls ekki er hægt að lifa af slíkri úthlutun. Það er ef til vill dálítið gróft að halda því fram, að þó að erlendu markaðirnir hefðu ekki lokast, og bændur mátt framleiða eftir vild, sýnist það vera augljóst, að grípa hefði þurft til framleiðslustjórnun- ar, að minnsta kosti á sauðfé. Fjárbúin hefðu orðið það stór með allri þeirri tækni sem nú er og hefði orðið og ræktunarmöguleikum, að bæði afréttir og heimalönd hefðu ekki borið allan þann pening svo að nokkurt vit hefði verið í. Nú er svo komið að með nýja kjötmat- inu, er albesta dilkakjötið verðfellt, svokallaður O-flokkur, því það er staðreynd að kjöt af feitum skepnum er alltaf best, skepnum sem liðið hefur vel, það er lítið kjöt af mögrum dilkum, og það lítið það er, er það svo að segja óætt. Það hefir verið mikið um það rætt af ráðamönnum bændastéttar- innar og alþingismönnum, að loð- dýrarækt geti komið í stað hinna hefðbundnu búgreina, þó sér í lagi sauðfjárræktar. Það er mjög hæpið að svo geti orðið. Fyrst og fremst er þessi grávara nokkurs konar tískuvara, eða þær flíkur sem úr þessum skinnum eru búnar til. Slíkur markaður hefir áður reynst ótryggur. Stofnkostnaður er mikill við loðdýrabú. Líka skal á það minnt að telja má nokkuð öruggt að ungu bæi\daefnin á komandi árum, una ekki við loðdýrabú ein saman fram til dala í framtíðinni. íslensk bændamenning hyrfi að mestu við fall sauðkindarinnar, og þar rneð íslensk rómantík sveit- anna. Það hefði verið mikið vænlegri kostur, hvað loðdýrabúin snertir, ef markaðir eru svona öruggir eins og af er látið, að komið hefði verið upp sameignarloðdýrabúum á ein- um stað fyrir hverja sýslu fyrir sig, fyrir þá aðila sem hefðu haft áhuga á að vera með stór bú. Flutnings- kostnaður hefði orðið allmikið minni í fóðri, og öll afföll sömuleið- is. Sauðfé á eftir að fækka mikið enn í landinu. Þar verða ekki ýkja margir sem fá sér fé aftur, sem skera niður við riðu. Margir sauð- fjárbændur hætta búskap á næstu árum, og of fáir taka við. Hefði það ef til vill verið besta lausnin að banna sauðfjárhald með lögum á íslandi? Annars ættu bændur að fá verðlaun fyrir að framleiða slíka úrvalsvöru, eins og íslenska dilka- kjötið er. Það er erfitt að trúa því, að ekki skuli vera hægt að selja heimsins besta kjöt á góðu verði í öðrum löndum. Eitthvað hlýtur að vera að í þeim efnum. Það er staðreynd að Stór- Reykjavík sogar til sín bæði fólk og fjármagn utanaf landsbyggð- inni. Þetta er mjög nauðsynlegt að stöðva, ef landið á að haldast allt í byggð. Við snúum þessu ekki við, nema með sterkum pólitískum samtökum. Það skiptir sjálfsagt -ekki máli hvaða nafn sá flokkur bæri, hitt skiftir meira máli að meiri hluti landsbyggðaríbúa stæðu óskiftir að slíkum stjórnmála- flokki, hvort sem kjósendurnir ættu heima í sveit, kauptúnum eða kaupstöðum úti á landsbyggðinni. Það leiðir aldrei til góðs að trúa á blekkingar hvort sem það er í trúmálum eða pólitík. Sannleikur- inn hlýtur ætíð að verða númer eitt. Ef svo fer að sveitir landsins tæmast að mestu, verður fall bændafólksins ekki mest, heldur verður fall hinna mikið hærra, sem í þorpum og kaupstöðum búa úti á landi. Og fari svo að flestir íslend- ingar setjist að á Stór-Reykjavíkur- svæðinu þá kemur upp sú staða, að hér yrði borgríki, og það er hæpið að það þrífist á íslandi, sjálfstæði þjóðarinnar verður þá stefnt í voða. Ef ekki helst í byggð nema smáhluti landsins, þá verðum við ekki íslendingar nema að nokkru leyti. FRIMERKI Plllllilll iiiliiiinili iiiiiiinin Bréfið dýra Hvernig yrði þér við lesandi góður, ef þú fengi bréf frá ókunnum manni, sem bæði þig að koma því í verð fyrir sig og vonaðist eftir að það væri svona 16-17 þúsund króna virði. Þegar þú færir að skoða málið sæir þú strax að það ætti að geta selst á svona hálfa milljón. Svo kæmir þú því á gott uppboð, með þessu lág- marksverði en það seldist hinsvegar á tvær milljónir sexhundruð og fimmtíuþúsund. Ég held að flestir yrðu undrandi. Það varð líka Frank Ariansen, hjá Dano Frimerkeauksjoner. Hann fékk bréf þetta sent eins og lýst hefir verið. Bréfið er frímerkt með tveim frímerkjum. Noregi númer 1, og Noregi númer 5. En það sem gefur því gildi, er að þetta er fyrsta bréfið sem finnst með þessum tveim frí- merkjum. Það væri svona álíka ef einhver fyndi íslenskt bréf með einu skildingamerki og einu auramerki, sem ekki er útilokað. Bréfið er mjög fallegt, dagsett 28. janúar 1857. Það er stimplað með númerastimpli 44, sem þýðir að það er sent frá Christiansand. Endastöð, eða móttakandi þess er í Larvik, eða Laurvig eins og það var stafað á þeim tíma. Þá er skrifuð talan 3 á framhlið þess, sem þýðir að það var 3 kvint að þyngd. Þá var bréfið auk alls þessa ábyrgðarbréf. Þá kemur í Ijós að burðargjaldið var 12 skilding- ar, 4+8. Það erengin spurning, að í norskri póstsögu er þetta merkilegasti grip- urinn, sem fram hefir komið á þessu ári og þarf mikið til að slá því við. Auk heldur er þetta hæsta verð sem nokkru sinni hefir verið greitt fyrir norskt bréf. Og svo var byrjað að bjóða. Lágmarksverðið, sem var 90 þúsund norskar krónur, steig ört og boðin hættu ekki fyrr en þau voru komin í 420 þúsund norskar krónur. Þar við bættist svo þóknun svo endanlegt verð var 472.500,00 norskar krónur. Þegar svona var komið óskuðu bæði seljandi og kaupandi nafn- leyndar. Einasta íslenska bréfið sem kemst nálægt þessu, er hið svo oft rang- nefnda Biblíubréf. Það á að hafa selst fyrir eina milljón marka á sínum tíma, sem að vísu var nokkru hærri upphæð, en miðað við í dag, nær tvöföld upphæðin. Það er vissu- lega ekki útilokað að bréf leynist enn hér á landi, sem mundu skila slíkri upphæð ef þau kæmust á uppboð. Að vísu eru til nokkur skildingabréf í eigu einstaklinga hér heima ennþá, en þau verða ekki til sölu á næstunni. Þó held ég að ekkert þeirra mundi ná þessu verði í dag, að einu undanskildu, sem færi langt til í sama vcrð og Biblíubréfið. Því skulum við gera okkur grein fyrir því, að ísland er helmingi verðmætara í sjaldgæfustu bréfum en Noregur. Þetta er ekki svo lítill fengur fyrir okkur. Af þessu getum við lært að láta aldrei svona hluti frá okkur fara, nema til þeirra er við treystum fullkomlega, ekki aðeins fyrir þeim, heldur einnig til að gera úr þeim góða peninga fyrir okkur. Og að fá svona gott verð fyrir hluti kostar líka eigandann nokkra peninga, sem sé þóknun til seljanda. Ef litið er svo til allra íslensku skildingabréfanna, einnig þeirra sem eru í opinberum söfnum, þá eru það nokkur mörg sem mundi fást meira verð fyrir en hér er rætt um. Þar fylgir sá böggull hinsvegar skamm- rifi, að ekkert þeirra er eða verður til sölu. Þetta sannar okkur því enn frekar, að raunverðmæti íslenskra bréfa er meira en norskra. Ef litið er svo til frímerkja almennt, þá stendur ísland einnig betur þar. Hin sígildu mcrki okkar eru yfirleitt mun hærri í verði en- þegar svo kemur að almennum merkjum dagsins í dag er verðið samt svipað hjá báðum þjóðum. Sigurður H. Þorsteinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.