Tíminn - 05.05.1987, Side 12

Tíminn - 05.05.1987, Side 12
12 Tíminn Þriðjudagur 5. maí 1987 FRÉTTAYFIRUT GENF - Yuly Vorontsov, helsti samningamaöur Sovét- stjórnarinnar, sagðist búast viö ao risaveldin tvö kæmust aö samkomulagi um aö fjarlæga allar meðaldrægar kjarnorku- flaugar sínar frá Evrópu í af- vopnunarviðræðum þeim sem nú standa yfir í Genf. JÓHANNESARBORG - Óeirðalögregla réðist með kylfum að þusundum stúdenta á lóð háskólans í Jóhannesar- borg í gær og foringi í öryggis- lögreglunni varaði blökkumenn vio því að efna til óeirða fyrir kosningarnar á morgun þar sem hvíti minnihlutinn gengur að kjörborðinu. NÝJA DELHI - Forseti Indlands neitaði fréttum um að hann hygðist koma Rajiv Gandhi forsætisráðherra frá völdum. Neitunin dró þó ekki úr sögusögnum um að valda- togstreita væri nú á æðstu stöðum innan indversku stjórn- arinnar. MANILA — Skæruliðar kommúnista á Filippseyjum hótuðu að hefna sín á nokkrum yfirmönnum stjórnarhersins og stjórnmálamönnum fyrir ao gera vinstrisinnuðum fram- bjóðendum erfitt fyrir að kynna málstað sinn fyrir þingkosnin- garnar í landinu sem fram fara i næstu viku. NEW YORK - Reagan Bandaríkjaforseti hélt uppi vörnum fyrir stefnu stjórnar sinnar í málefnum Mið-Amer- íku og sagði að stuðningur við Contra skæruliðana í Nicarag- ua hjálpaði til við að varna útbreiðslu sovéskra áhrifa á þessu svæði. TEL AVIV — (búar ísraels- ríkis héldu upp á 39. þjóðhátíð- ardag sinn í gær og Shamir forsætisráðherra hvatti til að frestað yrði að reyna að skipu- leggja alþjóðlega friðarráð- stefnu um málefni Mið-Austur- landa. RÓM — Stjórn Muammar Kaddafis í Libýu neitaði á- sökunum stjórna Ástralíu og Nýja Sjálands um að hún væri að skipta sér af málefnum Suður Kyrrahafssvæðisins. WASHINGTON — Banda- rfska stórblaðið The Washing- ton Post sagði að leiðtogar Sýrlands og Trans, sem lengi hafa átt í huamyndafræðileg- um erjum, hefðu átt leynilegar viðræour í síðustu viku og hefði Hussein Jórdaníukon- ungur verið gestgjafi þeirra í Amman. Jórdanskur ráðherra sagðist hinsvegar ekkert vita af slíkum viðræðum. ÚTLÖND Hllllllllllli llllllllllllllllllllli Hlllllllllll Bandaríkin: Iranshneykslið inn á heimili sjónvarpsáhorfenda Washington-Keuter Sjónvarpsútsendingar frá yfir- heyrslum í bandaríska þinginu vegna íransmálsins hefjast í dag. Margir telja að þær geti átt eftir að draga að nýju úr vinsældum og áhrifum Reag- ans Bandaríkjaforseta. Reagan hefur verið að rétta úr kútnum síðustu tvo mánuðina eftir að vinsældir hans hröpuðu mjög í kjölfar uppljóstrana í sambandi við vopnasöluna til Irans og það að hluti ágóðans af þeirri sölu var sendur til Contra skæruliðanna í Nicaragua. Ráðamenn í Hvíta húsinu eru nú áhyggjufullir vegna sjónvarpsút- sendinganna því þar fær almenning- ur í fyrsta skipti að heyra sögurnar um vopnaviðskiptin beint frá lykil- mönnum í málinu á borð við Richard Secord, fyrrum yfirmann í flughern- um, John Poindexter, fyrrum þjóð- aröryggisráðgjafa, og jafnvel frá að- stoðarmanni hans Oliver North. Helst vonast embættismenn í Hvíta húsinu að allt fari sem eðlileg- ast fram og engin ný vitneskja komi í ljós sem komi sér illa fyrir forset- ann. Þetta er þó hæpið að gerist og sérfræðingar spá að spurningum, um hversu mikið Reagan hafi vitað um vopnasöluna og mál tengd henni, muni fjölga og þær gerast ágengari þegar líður á vitnayfirheyrsluna sem bandaríska þjóðin fær tækifæri til að fylgjast með. Það er sosum ekki ólíklegt að eitthvað meira eigi eftir að koma upp á yfirborðið í yfirheyrslunum. Þær verða nefnilega haldnar í frægu herbergi þingsins þar sem hneykslis- mál á borð við Watergate og Titanic sjóslysið hafa verið krufin til mergjar. Líbanon: Karami segir af sér Beirút-Reuler Rashid Karami forsætisráðherra Líbanons, sem er sunni múslimi, tilkynnti um afsögn ríkisstjórnar sinnar í gær, tíu manna „þjóðeining- arstjórnar" sem skipuð var fyrir þremur árum til að reyna að binda enda á hið tólf ára gamla borgara- stríð í Líbanon. Karami sagði, eftir að hann til- kynnti um afsögnina, að hann væri sannfærður um að allt sem væri að gerast í landinu nú stæði gegn hags- munum fólksins. Hann sagði það vera skyldu sína að segja af sér þar sem hann hefði ætíð viljað starfa í þágu hagsmuna fólksins. Múslimar í stjórn Karamis hafa ekki virt skipanir hins kristna forseta landsins, Amin Gemayels, síðan í janúar árið 1986 þegar honum mis- tókst að koma í gegn friðartillögum sem Sýrlendingar höfðu lagt fram. Karami og átta aðrir ráðherrar hittust í Mansourhöll fyrir tveimur vikum til að ræða versnandi efna- hagsástand í landinu. Það var raunar fyrsti fundur stjórnarinnar í sjö mán- uði og á honum var ljóst að sam- komulagið hafði ekki batnað milli múslima og kristinna manna innan hennar. Síðan þeim fundi lauk hafa her- sveitir kristinna manna hvað eftir annað krafist afsagnar Karamis og auk þess hefur Walid Jumblatt, leið- togi drúsa, gagnrýnt hann fyrir að samþykkja fjárveitingar til líbanska hersins en sveitir hans berjast við bardagamenn drúsa í hlíðunum í grennd við Beirút. Hin svokallaða þjóðeiningar- stjórn Karamis er því ekki lengur nein þjóðeiningarstjórn og það viðurkenndi forsætisráðherrann er hann tilkynnti um afsögn sína: . Við höfum komist að því, sérstak- lega eftir síðustu tilraun okkar í Mansourhöll sem ekki stóð lengi, að ekki er hægt að ná sáttuni milli austur- og vesturhluta Beirút," sagði Karami. Það voru Sýrlendingar sem studdu stjórn Karamis er hún settist að völdum þann 30. apríl árið 1984. Litið var á „þjóðeiningarstjórnina" þá sem síðasta tækifærið til að koma1 á sáttum milli hina stríðandi fylkinga kristinna manna og múslima í Líban- on og binda þannig enda á borgar- arstríð síðustu tólf ára. & SPENNUM t BELTIN ‘| sjállra okkar ! vegna! Frá Líbanon: Engin leið til að koma á friði? Bæjaraland í Vestur-Þýskalandi: Fimbulveður veldur dauða Múnchen - Rcuter Að minnsta kosti tveir menn létu lífið og tveggja er enn saknað í Bæjaralandi en þar geisuðu snjó- stormar og miklar rigningar um helgina. Annar þeirra sem lést var bóndi, 56 ára gamall. Hann lét lífið eftir að hlið hafði feykst upp og lent á honum. Hinn var fimm ára gamall snáði sem dó úr kulda eftir að hafa dottið í vatn í höfuðborg Bæjara- lands, Múnchen. Mikið rigndi á láglendi en hærra uppi fylltist allt af snjó. f Allgaeu héraðinu vestur af Múnchen var t.d. komið um 20 sentimetra þykkt snjó- lag síðla á sunnudagskvöldið. BLAÐAMAÐUR.u Stríð tamila og sin-| halesa á Sri Lanka! ergrimmilegt ogá- tökin blóðug. Skæruliðar tamila eru margir þjálfað- iráSuður-Indlandi og hluti þeirrar þjálfunar er að stökkva yfir eld, það gerir þessi tam- ili og dregur hvergi afsér. Þetta varein myndanna sem birtist nú nýlega í riti fréttaljósmynd- ara yfir bestu myndir síðasta árs. Dans með skilyrðum Pekíng - Reuter Fólk í Pekíng má dansa svo lengi sem ljósin eru kveikt, ekk- ert áfengi er selt á dansstaðnum og hljómsveitin sem leikur undir kunni að minnsta kosti tvö lög og meðlimir hennar eigi fjóra jakka, alla eins. Pað var hin opinbera frétta- stofa í Kína sem skýrði frá þessari reglugerð ríkisstjórnarinnar um dans er tók gildi þann 1. maí. Fréttastofan sagði að hótel, veitingastaðir og viðskiptamenn þyrftu að sækja um dansleyfið bæði hjá menningarmálaráðu- neyti landsins svo og hjá iðnaðar- og viðskiptaskrifstofunni. Samkvæmt reglugerðinni verð- ur ljósmagnið að vera fimm wött eða meira á hverjum fermetra dansstaðarins og ekki má ráða þjónustufólk til að selja drykki. Hljómsveitarmeðlimirnir verða að vera eins klæddir, kunna að minnsta kosti tvö lög og aðeins spila þau lög sem lögleg eru.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.