Tíminn - 05.05.1987, Blaðsíða 13
Tíminn 13
Þriðjudagur 5. maí 1987
lllllllllllllllllllllllllH ÚTLÖND íil
Japanski forsætisráðherrann:
Stund milli stríða
- Söng ástarsöngva á Hawaii - Fær tæp-
lega Ijúfar móttökur á þingi
Hawaii-Reuter
Yasuhiro Nakasone forsætisráð-
herra Japans naut lífsins og raulaði
ástarsöngva á Hawaii áður en hann
hélt heim á leið til að koma í gegn
áætlunum sínum um að auka neyslu
og örva efnahagslífið heima fyrir.
Búist er við harðri andstöðu innan
þingsins gegn áætlunum japanska
forsætisráðherrans.
Nakasone kemur til Tokyo í dag
en hann hefur þegar lýst yfir að hann
muni framlengja þinghaídi ef nauð-
syn krefur til að koma tillögum
sínum í gegn.
Engin harka var þó á svip Nakas-
one í fyrrakvöld þegar hann skemmti
sér í garðveislu sem haldin var við
Maui Prince hótelið á Hawaii. Þar
dansaði forsætisráðherrann maga-
dans á sviði, raulaði ástarsöng á
frönsku og annan á japönsku sem
kallast „Fuglinn einmana'*.
Ekki var öllum hleypt inn í garð-
veisluna en talsmaður forsætisráð-
herrans sagði hann hafa verið af-
slappaðan eftir viðræður við banda-
ríska ráðamenn síðustu daga, þar á
meðal við Reagan forseta.
Nakasone lofaði í viðræðum sín-
um í Bandaríkjunum að koma fram
með tillögur er miðuðu að því að
opna markaði að auka neyslu heima
fyrir og opna þannig möguleika á
aukinni eftirspurn eftir bandarískum
vörum.
Viðskiptajöfnuður Bandaríkja-
manna við Japana er gífurlega óhag-
stæður, nam um 58,6 milljörðum
dollara á síðasta ári og virðist ekki
ætla að minnka á þessu ári.
Það er ólíklegt að japanskir þingmenn dotti mikið næstu daga enda ekki allir
á eitt sáttir um að opna markaði heima fyrir og auka neysluna þar
Dóttir Deng Xiaoping ræöir um fööur sinn í
blaðaviðtali:
Fótboltasjúkur
óperuaðdáandi
Hong Kong-Rcuter
Deng Xiaoping leiðtogi Kína seldi
sum föt sem hann átti til að geta
fylgst með knattspyrnuleik á náms-
árum sínum í Frakklandi. Þetta var
haft eftir dóttur leiðtogans aldna.
Það var dagblað eitt í Hong Kong,
sem hlynnt er kínversku ríkisstjórn-
inni, sem birti í gær óvenjulegt viðtal
við Deng Lin. Þar sagði dóttir hins
83 ára gamla leiðtoga að bridge,
fótbolti og Pekíngóperan væru
helstu áhugamál föður síns.
Deng Xiaoping sagði börnum sín-
um að hann hefði meira að segja selt
föt af sér til að geta fylgst með
knattspyrnuleik þegar hann var við
nám í París í byrjun þriðja áratugar-
ins. Karlinn er enn við sama hey-
garðshornið, hann situr sem límdur
við sjónvarpsskerminn í hvert skipti
sem sýnt er frá knattspyrnuleik.
Dóttirin sagði að Deng hefði hægt
um sig heima hjá sér og léti konu
sinni, Zhuo Lin, eftir að stjórna þar.
Samkvæmt kínverskri venju býr öll
fjölskylda Dengs undir sama þaki,
alls þrjár kynslóðir, utan einn sonur
hans sem vinnur í Bandaríkjunum.
Deng Lin er málari og meðlimur
listaakademíunnar. Hún sagðist fá
sömu laun og annað samstarfsfólk
sitt, fjárupphæð sem samsvarar um
1200 íslenskum krónum á mánuði,
og nyti engra sérfríðinda þótt faðir-
inn væri leiðtogi landsins.
Spennum beltin
ALLTAF
Deng Xiaoping Kínaleiðtogi:
Ósköp venjuleg áhugamál.
Breskt blaö birti viðtal við Klaus Barbie:
Rannsókn á
„undraverðu
einkaviðtali“
Lyon-Reuter.
Frönsk fangelsisyfirvöld hófu í gær
rannsókn á hvernig bresku frétta-
blaði tókst að ná í viðtal við þýska
striðsglæpamanninn Kláus Barbie.
Hann er nú í frönsku fangelsi og
bíður þess að réttarhöld hefjist í
máli hans.
Það var vikublaðið Mail on
Sunday sem birti viðtalið um helg-
ina og kallaði það „ótrúlegt einka-
viðtal“. Talsmenn blaðsins sögðust
hafa smyglað inn spurningalista til
hins 73 ára gamla fyrrum foringja
í Gestapó, þýsku leynilögreglunni.
Fangelsisyfirvöld munu hafa hug
á því að vita hvort fangaverðir hafa
hjálpað til í þessu viðtali. Mjög
ströng öryggisgæsla hefur verið þar
sem Barbíe, „Slátrarinn frá Lyon“,
er í haldi.
Réttarhöldin yfir Barbie hcfjast
í Lyonborg í suðaustur Frakklandi
í byrjun næstu viku og þar mun
hann þurfa að svara fyrir mörg
iliverk sem hann bar ábyrgð á er
hann var yfirmaður Gestapó þar á
árunum milli 1942 og 1944.
í viðtalinu sem Mail on Sunday
birti sagðist Barbie mundu íhuga
hvort hann ætti ekki að nefna nöfn
franskra borgara sem hefðu unnið
fyrir Gestapó í síðari heimsstyrj-
öldinni.
Landbúnaðarvélartil sölu
Tilboð óskast í eftirtaldar vélar:
Ferguson 178 árg. 71
Ferguson 185 árg. 75 með ýtutönn, vökvalyftri.
Jarðtætari 60 tomma, Howard.
Vélarnar eru yfirfarnar og til sýnis á vélaverkstæði
Guðmundar og Lofts, Iðu, Biskupsstungum. Tilboðum
sé skilað til Braga Þorsteinssonar, Vatnsleysu fyrir 15.
maí, sem gefur nánari upplýsingar í síma 99-6897.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna
öllum.
Utboð
Slitlög 1987,
malbikun í Reykjanesumdæmi
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint
verk. Malbikun og olíumalarlögn 61.000 ferm.
Verki skal lokið fyrir 15. ágúst 1987.
j Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í
wpflAfíPRniM1 ReykJ'avík (aöalgjaldkera) frá og með 5. maí.
viTAjMLatntJiiM Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00þann
18.maí 1987.
Vegamálastjóri
Útboð
Slitlög 1987, klæðingar í Reykjanesumdæmi
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk.
Yfirlagnir 127.000 ferm.
V^pr Verki skal lokið fyrir 15. ágúst 1987.
VEGAGERÐIN Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 5. maí. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þann 18. maí 1987. Vegamálastjóri
Tónlistarskóli
Miðneshrepps
Staða skólastjóra Tónlistarskóla Miðneshrepps er
laus til umsóknar og staða kennara sem getur
tekið að sér píanó- og forskólakennslu.
Umsóknum sé skilað til skólanefndar Tónlistar-
skólans, Tjarnargötu 4, Sandgerði fyrir 5. júní n.k.
Skólanefnd
Aðalfundur
Aðalfundur Límtrés hf., verður haldinn að Brautar-
holti, Skeiðum, þriðjudaginn 12. maí 1987 kl.
21.00.
Dagskrá samkvæmt félagssamþykktum.
Stjórnin.
Jörð óskast
Félagasamtök í Reykjavík óska eftir jörð til kaups
innan ca. 300 km frá Reykjavík.
Upplýsingar í síma 33147 (Hanna) og 82205
(Jóhann).
Lausar stöður
Eftirtaldar stöður í tannlæknadeild Háskóla íslands eru lausar til
umsóknar:
Staða lektors I tannfyllingu og tannsjúkdómafræði.
Staða lektors í tannholsfræði. Stöðunni fylgir einnig kennsluskylda í
vefjafræði munns og kjálka.
Lektorsstaða í bitfræði. Stöðunni fylgir einnig kennsluskylda í
formfræði tanna.
Hlutastaða lektors (50%) í tannvegsfræði.
Hlutastaða lektors (37%) í meinafræði munns og kjálka.
Hlutastaða lektors (37%) í almennri lyflæknisfræði.
Gert er ráð fyrir að stöðurnar verði veittar frá 1. september 1987 til
þriggja ára nema síðasttalda hlutastaðan, sem veitt verður til fimm
ára.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda,
ritsmíðar og rannsóknir svo og námferil og störf, skulu sendar
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. júní-
n.k.
Menntamálaráðuneytið,
28. apríl 1987